Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 Helmut Kohl Þýskalandskanslari í Asíuferð Reuter Sir Anthony Hopkins ásamt eiginkonu sinni, Jenni. Hopkins sleginn til riddara Elísabet Bretadrottning sló í gær Ieikarann Anthony Hopk- ins til riddara. Hopkins hlaut Óskarsverðlaunin í fyrra fyrir leik sinn í hlutverki mannæt- unnar dr. Hannibals Lecters í myndinni „Lömbin þagna“. Bretar ósam- mála Clinton Breska stjómin er ósammála ásökunum Bills Clintons Bandaríkjaforseta um að Evr- ópuríki styrki framleiðslu Air- bus-flugvéla með ósanngjöm- um hætti. Kom þetta fram hjá ónafngreindum breskum emb- ættismanni í gær. John Major forsætisráðherra Breta hittir Clinton í Washington í dag og er búist við að viðskiptadeilur Bandaríkjamanna og Evrópu- bandalagsins verði þar ofarlega á baugi. Barist í Sómalíu Bandarísku hersveitimar í Sómalíu gáfu sómölskum stríðsherra, Mohamed Said Hersi, frest til miðnættis í gær til að skipa skæruliðum sínum að fara úr borginni Kismayu í suðurhluta landsins. Fregnir hermdu að skæruliðamir hefðu náð hluta borgarinnar á sitt vald eftir harða bardaga við fylgismenn annars stríðsherra. Að minnsta kosti ellefu manns biðu bana og 21 særðist. EB verður ekki að lokuðu virki Nýju Delhí. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, er á ferð um nokkur Asíuriki og sagði í Singapore í gær að Evrópa yrði áfram opinn markaður fyrir framleiðsluvörur ríkja utan álfunnar. Ástæðulaust væri að ótt- ast að Evrópubandalagið myndi þrengja að innflutningi. „Þýskaland mun aldrei verða hluti af evrópsku viðskiptavirki," sagði kanslar- inn. Kohl sagði í Nýju Delhí á Indlandi á mánudag að tiu aðildar- ríki Evrópubandalagsins að minnsta kosti myndu áfram stefna að nánara samstarfi og einingu jafnvel þótt Bretar eða Danir staðfestu ekki Maastricht-samninginn innan sex mánaða. Breskir embættis- menn segjast furða sig nokkuð á þessum ummælum kanslarans. Á Indlandi lofaði Kohl mjög þær markaðsumbætur, sem verið er að vinna að í indverskum efnahagsmál- um, en hann kvaðst ekki geta ábyrgst auknar fjárfestingar Þjóð- veija á Indlandi. Áðstoðin við Rúss- land og fyrrverandi lýðveldi Sovét- ríkjanna hefði allan forgang. „Ef illa fer í Rússlandi munum við öll þurfa að gjalda það dýru verði,“ sagði Kohl. „Evrópubandalagið mun vinna áfram að einingu 10 aðildarríkja þess,“ sagði Kohl á blaðamanna- fundi undir lok fjögurra daga heim- sóknar á Indlandi. „Ég vona og treysti því, að öll ríkin muni stað- festa Maastricht-samninginn innan hálfs árs en það mun þó engu breyta um áætlanir okkar gerist það ekki.“ Almennt er búist við, að danskir kjósendur samþykki Maastricht- samninginn í maí og þá með þeim undanþágum, sem um hefur samist, en hann kemur til kasta breska þingsins í júní eða júlí. Breskir embættismenn segjast fremur undrandi á yfirlýsingu Kohls og segja hana ekki vera í samræmi við fyrri fullyrðingar hans um, að hann vildi, að öll aðildarrikin fylgd- ust að. Þá bentu þeir á, að Kohl hefði áður fallist á, að breska þingið tæki sér sinn tíma til að afgreiða samninginn. Einn þeirra sagði að Kohl vildi sennilega þrýsta á Dani og.Breta um að staðfesta samning- inn. Embættismaðurinn lagði áherslu á að sambandið á milli Kohls og Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, væri mjög gott. í réttstöðu HELMUT Kohl kanslari kannar heiðursvörð ásamt Goh Chok Tongs, forsætisráðherra Singapore, í gær. Verður neyðargögnum varpað úr flugvélum yfir Bosníu? Vandasamt o g hættulegt Fljúgandi burðarklár BANDARÍSK Hercules-flugvél á Keflavíkurflugvelli. Þessar vélar eru víða í notkun enda hafa þær mikla burðargetu og þeim nægja stuttar flugbrautir. Sareyevo. Reuter. ÁFORM Bandaríkjamannaumaðvarpaneyð- argögnum úr flugvélum til múslima í austur- hluta Bosníu gæti bæði stofnað lífi áhafna flugvélannaogþiggjendaájörðuniðriíhættu, að sögn starfsmanna Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Fulltrúar SÞ sögðu að til þess að varpa hjálpargögnum til jarðar af einhverri ná- kvæmni yrðu flugvélamar að fljúga lágt og þá yrðu þær auðveld bráð fyrir sveitir Serba sem sitja um byggðir múslima í austurhluta Bosníu. Til þess að vera ekki í skotfæri við létt vopn og loftvamavopn Serba yrðu flugvélarn- ar að fljúga í meira en 1.500 metra (5.000 feta) hæð yfir jörðu. Væri neyðargögnunum varpað út í þeirri flughæð væru líkurnar á því að menn misstu marks verulegar. Við slíkar aðstæður væm fólk og mannvirki í hættu því oft væri allt að tonn af varningi á pöllum sem varpað væri til jarðar. „Reynsla mín af loft- flutningum af þessu tagi er sú að vandræðin heflast þegar flugvélin er komin í 400 metra hæð yfir jörðu," sagði Larry Hollingworth, yflrmaður matvæladreifingar SÞ í Sarajevo. Hann er fyrmm ofursti í þreska hernum. Bandaríkjamenn vörpuðu matvælum til Kúrda í fjallahémðum Norður-íraks og gekk það erfiðlega þó aðgerðin yrði til að bjarga lífi hundraða þúsunda manna. í fyrstu reynd- ust fallhlífarnar of litlar og splundruðust vöru- pallamir er þeir komu niður. Varð það til happs að þeir lentu utan byggðar. Áðstæður í Bosníu em mun erfiðari en í írak. Þar vom engar loftvamir en talsmenn Serba hafa sagt að flugvélamar verði ekki látnar óáreittar þar sem hjálparflugið gæti allt eins verið notað til að varpa niður vopnum til múslima. Serbar búa yfír loftvarnarskeytum og rat- sjárstýrðum loftvamarbyssum. Brúki Banda- ríkjamenn C-130 flutningaflugvélar, Herkúles, sem eru tiltölulega hægfleygar myndu ormstu- þotur frá flugmóðurskipum á Adríahafi að öllum líkindum fylgja þeim til þess að veija þær fyrir árás af jörðu eða úr lofti. Reuter Á útleið GIUSEPPE Guarino, iðnaðarráð- herra á Italíu, var rúinn miklum hluta valda sinna um helgina vegna meintrar fjármálaspilling- ar. Búist er við afsögn hans á næstu dögum. * A Ovissa á Italíu Amato heimtar vinnufrið Róm, Mílanó. Reuter. GIULIANO Amato, forsætisráð- herra Ítalíu, setti í gær þing- mönnum stólinn fyrir dyrnar. Annaðhvort lýstu þeir stuðningi við samsteypustjórn sína eða bentu á betri kost. Hann sagði að stanslausar umræður um yfir- vofandi fall sljórnarinnar hefðu slæm áhrif á gengi lírunnar, sem er undir miklu álagi, og gerðu stjórnina lítt starfshæfa. Hún hefur 16 atkvæða meirihluta á þingi. Amato bauðst til að segja af sér samstundis ef betri kostir byðust. Að undanförnu hafa nokkrir ráðherrar orðið að segja af sér vegna tengsla við gríðar- legt fjármálahneyksli sem liðs- menn margra stjórnmálaflokka eru flæktir í. Tveir háttsettir starfsmenn ít- alska fyrirtækisins Fiat voru h'and- teknir á mánudag. Eru þeir grunað- ir um aðild að spillingarhneyksli því sem heltekið hefur Ítalíu að undan- förnu. Handtaka mannanna, Franc- esco Paolo Mattioli, fjármálastjóra Fiat, og Antonio Mosconi, fram- kvæmdastjóra tryggingadeildar fyrirtækisins, er liður í rannsókn yfirvalda í Mílanó á spillingu stjórn- málamanna. Stjómmálamenn hafa orðið uppvísir að því að þiggja mútur frá stórfyrirtækjum og út- vega verksamninga við ríkið í stað- inn. Rannsóknin hefur tekið eitt ár og hafa um hundrað manns verið handteknir. Ríkisstjórn Amatos hefur átt erf- itt uppdráttar vegna spillingarmáls- ins. Síðast á föstudag sögðu tveir ráðherrar af sér vegna þess. Amato brást skjótt við og skipaði nýja ráð- herra um helgina. Einnig tók hann einkavæðingarmálefnin úr ranni Giuseppe Guarino iðnaðarráðherra en búist er við að hann segi af sér á næstu dögum. -----» ♦ ♦-- Einvígi í Manchester Alþjóðaskáksambandið, FIDE, tilkynnti í gær að heimsmeistara- einvígið milli Garrí Kasparovs og Nigels Shorts færi fram í borginni Manchester í Englandi í haust. Manchester býður 2,54 milljónir svissneskra franka (110 milljónir króna) í verðlaunafé. FIDE hafnaði tilboðum frá Spáni og Jezdimir Vasiljevic, eiganda Jugoskandic- bankans, en hann skipulagði einvígi Bobby Fischers og Borís Spasskíjs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.