Morgunblaðið - 24.02.1993, Síða 31

Morgunblaðið - 24.02.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 31 Laufey Guðmunds- dóttír — Minning Fædd 14. júlí 1904 Dáinn 7. febrúar 1993 Laufey tengdamamma er dáin. Hún dó í hárri elli, samt var hún svo ung. Svo ung í anda og létt í spori, að erfitt var að ímynda sér að hún ætti stutt eftir. Okkur tengdadætur hennar langar með fáeinum orðum að minnast hennar. Laufey fæddist 14. júlí 1904 á Stokkseyri. Hún var eitt af tíu böm- um Guðmundar Sæmundssonar, kennara frá Hróarsholti í Flóa, og eiginkonu hans, Eyrúnar Eiríksdótt- ur frá Fellskoti í Biskupstungum. Tvær systur á hún enn á lífi, Eyrúnu og Lilju, og eru þær báðar eldri en hún. Laufey ólst upp í foreldrahúsum á Stokkseyri, en réðist á unga aldri í vist til Reykjavíkur, þar sem áfram- haldandi skólaganga átti að fara fram. Örlögin réðu því að úr því varð ekki. Harmaði hún það alla tíð. Hinn 11. júní 1932 giftist Laufey Einari Óskari Þórðarsyni húsgagna- smiði frá Suðureyri við Súganda- flörð, sem látinn er og eignuðust þau tvö böm, Þóri og Sigríði Ernu. Einn son átti hún fyrir, Þorstein Hörð Björnsson, sem Óskar gekk í föður stað. Hún átti því láni að fagna að sjá fjölskylduna sína dafna og stækka og eru beinir afkomendur hennar orðnir Qörutíu talsins. Lauf- ey og Óskar bjuggu mestan hluta búskapar síns á Leifsgötu 23. Þar stóð heimili þeirra ætíð opið fyrir ættingjum og vinum og þar var oft glatt á hjalla. Ekki ósjaldan dvöld- ust hjá þeim skyldmenni Óskars að vestan til lengri eða skemmri dvalar. Laufey og Óskar byggðu sér seinna meir einbýlishús á einum fal- legasta stað í bænum, Vesturbrún 10. Þar eignaðist Laufey langþráðan garð sem hún sinnti af alúð og kost- gæfni eins og reyndar öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Mætti í því sambandi nefna saumaskapinn, því í þá daga var ekki hægt að hlaupa út í búð til að kaupa, heldur var það útsjónarsemin og myndar- skapurinn sem réð því hvernig fólk gekk til fara. Síðustu ár ævi sinnar bjó Laufey á Dalbraut 20. Þaðan var stutt í laugarnar og stutt að fara að heim- sækja Hadda og hans stóm fjöl- skyldu. Þar var ætíð líf og fjör og þar var hennar yndi. Minning Helga Sigurðardóttir Fædd 7. nóvember 1911 Dáin 5. febrúar 1993 Helga Sigurðardóttir var jarð- sungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- fírði hinn 19. febrúar síðastliðinn. Helga fæddist í Hafnarfirði og var dóttir Sigurðar Ólafssonar kennara og Steinunnar Ólafsdóttur húsmóð- ur. Hún var ein af sjö systkinum og sleit barnsskónum í Hafnarfirði. Eft- ir barnaskólagöngu hóf hún störf sem vinnukona, en vann seinna við ýmis störf, ejns og t.d. síldarsöltun á Siglufirði. Á þeim tíma sem síldar- ævintýrið blómstraði, fóru sögur af því hversu fljót hún var að salta og fylla tunnur. Á þessum árum kynntist hún Njáli Þórðarsyni, sem þá var nemi í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Síðar giftust þau og stofnuðu heimili á Akranesi, þar sem afí varð skip- stjóri. Þau eignuðust fímm börn, sem öll em á lífi. Þau eru Sigurbjörg, sjúkraliði, búsett í Hafnarfirði, tví- burarnir Sigurður Njáll, eftirlitsmað- ur, og Sigurður Ellert, skipstjóri, búsettir í Hafnarfirði, Steinunn, hús- móðir, búsett í Reykjavík, og Elín, bankastarfsmaður, búsett á Skaga- strönd. Helga og Njáll bjuggu mynd- arbúi, hlúðu vel að börnum sínum og lagði amma sig alla fram við uppeldið meðan afi var á sjó. Árin liðu en vegna heilsubrests neyddist afí til að hæætta sjósókn og fluttust þau amma þá til Reykja- víkur. Afi hóf störf hjá Fiskmati rík- isins, amma vann hjá efnalaug hér í borg, en réðst síðan til starfa í þvottahúsinu á Loftleiðahótelinu. Afí skildi vel þörf hennar fýrir því að vera úti á vinnumarkaðnum, enda var sambúð þeirra alveg einstaklega góð. Hún undi hag sínum vel, því að amma var mjög félagslynd kona og hafði þörf fyrir að vera innan um fólk. Hversu samtaka þau hjón voru kom vel fram í utanlandsferð- um þeirra í áraraðir. Alltaf var gaman að koma og hlusta á ferðasögur þeirra frá þeim löndum sem þau höfðu ferðast til. Heimili afa og ömmu var ávallt opið fyrir okkur barnabörnunum og alltaf var jafn notalegt að heimsækja. Amma hafði sérstaka hæfileika til að hlusta og einstakt lag á að fá fólk til að trúa sér fyrir hlutum sem það sagði ekki öðrum. Um leið og ég kveð ömmu mína Minning Jóhanna Benedikts- dóttir Eyri í Mjóafírði Fædd 22. ágúst 1892 Dáin 16. febrúar 1993 í dag er jarðsungin frá Mjóafjarð- arkirkju Jóhanna Benediktsdóttir frá Borgareyri, húsfreyja á Eyri á sömu lóð. Hundrað ára afmælis Jóhönnu var minnst hér í blaðinu 23. október sl. Hér verða aðeins rifjuð upp örfá atriði. Foreldrar hennar voru hjónin Benedikt Sveinsson útvegsbóndi á Borgareyri og María Hjálmarsdóttir frá Brekku. Jóhanna var næst yngst þrettán systkina sem öll komust til þroska. Hún átti heima á Mjóafirði alla ævi að undanskildu einu ári er hún dvaldi norður í Eyjafirði við störf og nám. Þar kynntist hún eigin- manni sínum, Jóhanni Stefánssyni frá Brattavöllum. Þau gengu i hjóna- band 1915, byggðu sér hús á Eyri 1920 og sóttu bjargræði til lands og sjávar að hætti sveitunganna. Jóhanna lést 16. maí 1973. Einka- sonur þeirra, Davíð, var fæddur 20. október 1920, dáinn 3. mars 1936. Einkadóttirin Ólöf fæddist 2. febrúar 1928 og býr á Eyri ásamt manni sínum, Agli Stefánssyni. Jóhanna Benediktsdóttir var heilsuhraust alla ævi og liðu svo hundrað árin að hún leitaði aldrei á læknisfund svo vitað sé. Nokkrum mánuðum eftir aldarafmælið, við vetrarsólhvörfín, varð hún fyrir lítils háttar óhappi og var flutt á sjúkra- hús í Neskaupstað. Meiðsl hennar greru en hún dvaldi á sjúkrahúsinu enn um sinn. Að kvöldi 15. febrúar lagðist hún til svefns á venjulegum tíma, hafði raunar kennt lasleika síðustu daga. Og þá var langt og farsælt æviskeið á enda runnið. Kallið kom næsta dag. Við fráfall Jóhönnu Benedikts- dóttur kveðja Mjófirðingar mæta konu sem átt hefur samleið með Laufey var heilsteypt manneskja, föst fyrir og með ákveðnar skoðanir á hlutunum. Henni varð ekki haggað þegar því var að skipta. En hún var réttsýn og vildi hag sinna nánustu sem allra bestan. Að' leiðarlokum viljum við þakka henni allt sem hún var okkur og bömunum okkar og óskum henni velfarnaðar á ókunnum stigum. Sérstakar þakkir viljum við færa Bergmanni, húsverði á Dalbraut 20, fyrir margvíslega aðstoð við hana og skjót viðbrögð þegar til tíðinda dró. Tengdadætur. vil ég þakka henni allar góðu stund- irnar sem við áttum saman og allt sem hún kenndi mér. Núna veit ég að ömmu líður vel og hefur fundið sólskinsstundimar sínar aftur. Sökkvi ég mér og sé ég í sálu þér og lifi þínu lífi. Andartak sérhvert, sem ann þér guð, finn ég í heitu hjarta. (Jónas Hallgrímsson) Sigurður Gíslason. þeim svo lengi sem þeir hafa dvalið í byggðarlaginu. Hún var heimakær í hæsta máta en á heimili þeirra Jóhanns mættum við öll hlýju og glaðværð sem gott er að minnast þegar leiðir skilja. Við Margrét send- um Ólöfu og öðrum afkomendum og ástvinum Jóhönnu á Eyri alúðar kveðjur og biðjum þeim góðs. Vilhjálinur á Brekku. Stígvélin sem slegið hafa í gegn! Le Chameau stígvelin eru... • Fóðruð með Neoprene eíni • Mjóghlýogþœgileg • Meðflótumgúmmíbotni | ogþvímjögstöm. • Handunnin ■ Framleidd í Bottes Le ChameauíFiakklandi. Söluaðilar: Veiðarfœraverslanir, netaverkstœði. Umboðsaðili: ÍSDAN HF., s.91- 65 39 50 Word • Excel Windows Námskeið fyrir þá sem vilja nýta sér til hlýtar þennan öfluga húgbúnað. Kenndar eru allar helstu skipanir og leyst ýmis hagnýt verkefni. Námskeiðið er alls 60 stundir að lengd og kennt er á kvöldin. Vönduð handbókfráAldamótumfylgirmeð. Nánari upplýsingar: Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 67 14 66 • opið til kl. 22 • 1. þjóðntinjaþing 26. og 27. febrúar 1993 Þjóðminjasafn íslands efnir til 1. þjóðminjaþings í safnhúsinu föstudag 26. og laugardag 27. febrúar næstkomandi. Dagskrá þingsins er sem hér segir: Föstudagur 26. febrúar Setningarathöfn. Kl. 10.00 íslensk sönglög. Ingibjörg Guðjónsdóttir syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Kl. 10.15 Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra: Ávarp. Kl. 10.30 Guðmundur Magnússon, þjóðminjavörður: Þjóðminjasafn Islands á vegamótum. Kl. 11.00 Samkeppni um merki fyrir Þjóðminjasafnið. Björn Björnsson, formaður dómnefndar: Afhent viðurkenning. Kl. 11.15 Minjar og saga, Vinafélag Þjóðrninjasafns: Afhent gjöf til Þjóðminjasafns íslands. Hlé Kl. 13.30 Sveinbjörn Rafnsson, prófessor: Minjavernd á íslandi og alþjóðleg viðhorf. Kl. 14.00 Umræður. Kl. 15.00 Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri: Byggðasöfnin - framtíðarsýn. Kl. 15.20 Umræður. Laugardagur 27. febrúar Kl. 10.00 Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt: Byggingarlist samtfmans: Hvað á að vernda? Kl. 10.30 Umræður. Hlé Kl. 13.30 Margrét Hermanns-Auðardóttir, fornleifafræðingur: Fornleifafræðin hornreka meðal fræðigreina? Kl. 14.00 Umræður. Kl. 15.00 Af vettvangi minjavörslunnar. Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur: Altaristafla frá Stóra-Ási í Borgarfirði. Hrefna Róbertsdóttir, sagnfræðinugr: Elsta timburhús á íslandi? Kl. 16.15 Guðmundur Magnússon, þjóðminjavörður: Teknir saman þræðir. Þingslit Þátttaka er öllum heimil! Þátttökugjald er ekkert. Þingdagana verður í Bogasal sýning á tillögum, sem bárust í samkeppni um merki fyrir Þjóðminjasafn ís- lands. Þjóðminjavörður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.