Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1993
5
Framkvæmdastjóri VSÍ um nemendafyrirtæki
Höfum vaxandi
efasemdir um at-
vinnurekstur í HI
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands Islands, segist gjalda varhug við áformum um at-
vinnurekstur á vegum nemenda eða kennara í Háskóla ís-
lands, sem sé í samkeppni við einkafyrirtæki. Röskva, samtök
félagshyggjufólks í HI, hefur sett fram hugmyndir um nem-
endafyrirtæki, sem tryggi nemendum vinnu við verkefni í
þágu atvinnulífsins gegn greiðslu.
„Við höfum haft vaxandi efa-
semdir um þennan atvinnurekstur
í Háskólanum, hvort heldur það
er starfsemi nemenda eða kenn-
ara. Við horfum á starfsemi stofn-
ana Háskólans, sem allar flagga
hinu góða merki skólans og starfa
í skjóli hans en eru í hreinni sam-
keppni við einkafyrirtæki, hver á
sínu sviði,“ sagði Þórarinn í sam-
tali við Morgunblaðið.
Þórarinn sagðist ekki hafa séð
hugmyndir um fjárhagsleg tengsl
boðaðs nemendafyrirtækis. „En
að því marki sem gert er ráð fyrir
að það sé starfrækt í húsnæði
skólans og nýti aðstöðu hans, er
það fullkomlega óeðlilegt ef það
er með einhveijum hætti í sam-
keppni við atvinnufyrirtæki á al-
mennum markaði," sagði hann.
Rekstur í skjóli skattpeninga
óeðlilegur
Þórarinn sagði að tengsl Há-
skóla og atvinnulífs, til að mynda
með því að fyrirtæki tækju nem-
endur í vinnu og þeir ynnu loka-
verkefni á vegum fyrirtækja, væru
af hinu góða. „Við höfum verið
mjög jákvæðir fyrir framtaki, sem
upp kom í fyrra, atvinnumiðlun,
þar sem stofnað var til tengsla
milli rannsóknarsjóða skólans og
Keppt undir merki HÍ
ÞÓRARINN V. Þórarinsson segir
stofnanir Háskólans vera í sam-
keppni við einkaaðila undir
merki skólans.
atvinnufyrirtækja. En atvinnu-
rekstur í skjóli Háskólans, sem
styrktur er með skattpeningum
eða félagsgjöldum stúdenta, er
fullkomlega óeðlilegur, ekki sízt
meðán skyldugreiðslur í þessa
sjóði eru þvingaðar fram.“
Hið íslenska náttúrufræðifélag
Morgunblaðið/Þorkell
Afhending viðurkenningar
FREYSTEINN Sigurðsson, formaður Hins íslenska náttúru-
fræðifélags, afhendir Elínu Pálmadóttur blaðamanni viðurkenn-
ingarslqal fyrir mikið og merkilegt framlag hennar til almennr-
ar kynningar á náttúrufræði.
Elínu Pálmadóttur
veitt viðurkenning
HIÐ íslenska náttúrufræðifélag veitti Elínu Pálmadóttur,
blaðamanni á Morgunblaðinu, viðurkenningarskjal fyrir
skrif hennar um náttúrufræði og náttúru landsins um
þriggja áratuga skeið á aðalfundi sínum á laugardag.
í framhaldi af þeirri ákvörðun
stjórnar félagsins að taka fyrir
kynningu í fjölmiðlum varð ein-
hugur innan hennar um að veita
Elínu viðurkenningu fyrir mikið
og merkilegt framlag hennar til
almennrar kynningar á náttúru-
fræði. Nefndur var í því sam-
bandi fjöldi greina um náttúru-
fræði og náttúru landsins, sem
birst hafa eftir hana, einkum í
Morgunblaðinu, um áratuga
skeið. „Greinar þessar hafa ver-
ið samdar af vandvirkni og þekk-
ingu og á þann létta og auð-
skilda hátt, sem hefur gert les-
endum viðfangsefnið aðgengi-
legt. Upplýsing, fræðsla og
skemmtun af þessu tagi er ein-
mitt óskamið Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags á þessu sviði,“
segir í orðsendingu frá stjóminni
sem telur Elínu bera höfuð og
herðar yfir annað fólk í blaða-
mannastétt á þessum vettvangi.
Villandi
dagstimpill
hindrar ekki
sölu bauna
ÚTRUNNINN dagstimpill á gul-
um baunum, sem Ó. Johnson &
Kaaber flytja inn, kemur ekki í
veg fyrir að baunirnar séu seldar
í verslunum, enda stimpiliinn að-
eins til viðmiðunar fyrir verslanir,
að sögn markaðsstjóra fyrirtækis-
ins.
Kona, sem keypti gular baunir í
Hagkaupi í Skeifunni á dögunum,
hafði samband við Morgunblaðið og
sagði að sér hefði brugðið í brún
þegar hún sá að strikað hafði verið
yfir dagstimpil vörunnar með túss-
penna, en tími baunanna var útrunn-
inn 7. nóvember sl., miðað við stimp-
ilinn.
„Þurrkaðar baunir eru yfirleitt
ekki dagsettar og þess þarf ekki
samkvæmt íslenskum lögum, enda
geymast þær í allt að fimm ár, sagði
Olafur Ó. Johnson, markaðsstjóri Ó.
Johnson & Kaaber. „Þessi sending
kom dagsett til okkar, en dagsetn-
ingin er eingöngu sett til þess að
verslanir í Bandaríkjunum geti áttað
sig á hvað er nýjasta varan í hillum
þeirra. Við skýrðum þessi sjónarmið
fyrir Hollustuvernd og sýndum þeim
yfirlýsingu frá framleiðanda baun-
anna og þeir töldu ekki ástæðu til
að amast við því að baunimar færu
á markað. Þær eiga að endast 3-4
ár í viðbót og hefur stimpillinn ekk-
ert með líftíma vörunnar að gera.
Þessar merkingar eru auðvitað vill-
andi, en innkaupastjórar verslana
hafa sætt sig við rök okkar.“
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, sagði að yfir-
strikaðar merkingar eins og þama
væri um að ræða væru ekki mjög
traustvekjandi. Hins vegar hefðu
samtökin fengið þær upplýsingar hjá
Hollustuvernd að varan væri ekki
farin að missa gæði á neinn hátt og
gerðu Neytendasamtökin því ekki
athugasemdir við vömna.
er LADA SAFIR á 418 þásuud krómirS
. o\\_UNUM. ÞAU TREYSTA A SAFÍRINN SINN K o
_______ r
Q
cc
VAU UM OG HALDA ÞVÍ FRAM AÐ
cc
'LU
OO
Q
<c
I—
%
HÉR ER GREINILEGA ÁN/F.
-n
c—
O-
r—
co
-<
i—
o
>
>'
~n
rn
&
\
%
^#JVIAI lAIIAIId HnNNVHDmSGAd 00 HnGDDABNHa^
<s>
§
C5
qv nnoA
ÚVd 1N3S
*/V
^s va\n
ÚTBORGUN ER AÐEINS 104.500,- ÍCRÓNUR
OG AFBORGANIR ERU 10.051,- KRÓNA I 36 MÁNUÐI!
Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðtun ýmsa aðra greiðslumöguleilta.
BIFREIÐAR &
LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
ÁRMÚLA 13.SÍMI: 68 12 00
BEINN SIMI: 3 12 36