Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 13

Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 13 grundvallaratriði sem skapa þær veðuraðstæður á jörðinni sem við þekkjum: 1. Mishitun jarðarinnar, þ.e. að það er heitara við miðbaug en á pólsvæðunum (jörðin er hnöttur). 2. Jörðin snýst um sjálfa sig. 3. Jörðin hefur þyngdarafl. Menn deila ekki lengur um þessi atriði þótt það hafi verið gert áður. Á sautándu öld féll eplið í höfuðið á Newton, sem í framhaldi af því setti fram hin þekktu lögmál kraft- fræðinnar og færði honum sönnun á þyngdarsvið allra massa og Gali- lei hlaut bannfæringu páfans í Róm fyrir að halda því fram að jörðin snerist. Páfagarður viðurkenndi að vísu ekki fyrr en nú nýlega, að páfi hefði haft rangt fyrir sér en Galileo rétt! Ég myndi ekki gefa mikið fyr- ir veðurspár í dag, ef menn væru ekki orðnir sammála um fyrmefnd grundvallaratriði veðurfræðinnar. En eftir umræðumar um fiskifræð- ina í haust get ég ekki varist þeirri hugsun, að þekkingin og spáhæfnin í þeirri grein sé engan veginn kom- in á það stig, að hægt sé að láta efnahagslega tilvist íslensku þjóðar- innar vera alfarið háða slíkum spám. Og þar sem annar páfi (mr. Pope) er æðsti prestur i kenningum og útreikningum Hafrannsóknastofn- unnar verð ég að vona að það taki minna en 300 ár að fá úr því skor- ið, hvort þær em réttar eða ekki. En það er víðar sem skortur er á þekkingu eða skilningi á hinum ýmsu sviðum náttúmnnar. Ekki em nema 20 ár síðan enginn jarðvís- indamaður gat séð fyrir, að gos hæfist í Heimaey. Og jafnvel þótt fæmstu vísindamenn í sömu grein væm staddir ofan í eldgýg með mælitæki sín tókst þeim ekki að sjá fyrir atferli fjallsins, eins og hörmu- legt slys í Chile nú nýlega er sönnun fyrir. Þetta er engum sagt til hnjóðs heldur sýnir þetta aðeins hversu langt við eigum í land með að skilja hin ýmsu svið náttúmnnar og lífs- ins. Ég verð hins vegar að gagnrýna Hafrannsóknastofnun fyrir tvennt: í fyrsta lagi fyrirvaralitla útreikn- inga og ráðgjöf um magnveiðar á flestum nytjastofnum á mjög um- deildum og gloppóttum fræðilegum gmnni. í öðm lagi gagnrýni ég, að stofnun, sem hefur haldið því fram í meira en tvo áratugi að sóknin í þorskinn sé of mikil, skuli enga at- hugasemd gera við þá staðreynd, að sókn togaraflotans er nú í reynd ótakmörkuð, meðan smábátaflotinn, sem aldrei getur sótt til skaða, skuli þurfa að vera að veiðum að hluta til með leyfi togaranna! Lokaorð Þótt hér sé orðið langt mál um stærsta hagsmunamál þjóðarinnar hefur aðeins verið bent á nokkur atriði sem gera núverandi kvóta- kerfi ónothæft til að stjórna fisk- veiðum á íslandi, auk þess sem ég hef vaxandi efasemdir um forsendur stjórnunarinnar. Um þetta kerfi, sem ég ber svipaðan hug til og Cató hinn gamli bar til Karþagó- borgar, verður aldrei sátt um í land- inu, hvorki í bráð né lengd. Það þarf því að hljóta sem fyrst sömu öríög og fyrmefnd borg Púnveija. Umræða og vamir helstu hags- munaaðilja fyrir framhaldi þessa kerfís hefur oft verið rislág enda málstaðurinn veikur. En ég held, að botninum hafi veri náð núna milli jóla og nýárs er veiðiheimildir Færeyinga voru ákveðnar. Þar hældist sjávarútvegsráðherra yfir því, að hafa hjálpað frændum í nauð af miklu örlæti með því að leyfa þeim að veiða 700 tonn af þorski á miðum okkar á þessu ári. Og tals- maður greifanna mótmælti kröftug- lega og taldi slíka góðmennsku óheyrilega rausn. Þetta var mögnuð deila í ljósi þess, að magnið sem þessum vinum okkar verður leyft að veiða er jafnmikið og það sem deyr „náttúrulegum dauða“ á ís- landsmiðum á minna en tveimur sólarhringum, samkvæmt mæling- um og kenningum Hafrannsókna- stofnunar! Miklir höfðingjar erum við, þegar góðvinir eiga í vanda. Höfundur er veðurfræðingur og formaður milliþinganefndar Alþýðuflokksins um sjávarútvegsmál. Fyrst íslenskra ferðaskrifstofa bjóða Heimsferðir beint leiguflug til Cancun í Mexíkó, vinsælasta áfangastaðar Karíbahafsins, sem sameinar frábæran aðbúnað, ævaforna menningu og sögu Mexíkó og fegurstu strendur Karíbahafsins. Brottfarardagar: 24. maí - 10. júní - 24. júní - 8. júlí - 22. júlí — 5. ágúst — 19. ágúst. Verð frá kr. 59.900,- * I beinu leiguflugi. Aðeins 150 sæti á þessu ótrúlega verði. NYTT * Karíbahalí OKKAR VERÐ FRÁ KR. 59.900, OKKAR VERÐ FRA KR. 19.900, OKKAR VERÐ FRÁ KR. 26.900, OKKAR VERÐ FRA KR. 34.900, Bæklingurinn kemur á föstudag og verður dreift í hús á stór-Reykjavíkursvæðinu um helgina. París Verð frá kr. 19.900,- Beint flug í júlí og ágúst, 30 sæti í hverju flugi. Aðeins 90 sæti á þessu ótrúlega verði. Benidorm Verð frá kr. 34.600,-* Beint leiguflug í júlí og ágúst í samvinnu við TURAVIA. Ný, glæsileg íbúðarhótel. *Ver& fyrir nuinninn m.v. hjón nwó 2 hiirn. 2—/ / úru í 2 rihitr. i TURAUIA dSÍL^ HEIMSFERÐIR hf air europa ^ Austurstru'ti 17, 2. hatð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.