Morgunblaðið - 02.03.1993, Page 1
56 SIÐUR B
50. tbl. 81. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Norskir fiskútflyl^* endur gagnrýndir
Eins og villimenn
á fískmörkuðum
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
„NORSKIR fiskútflytjendur hafa hagað sér eins og villimenn á erlend-
um mörkuðum og það er ástæða til að harma, að þeir skuli kaupa
rússneskan fisk og selja á undirboðsverði á evrópsku mörkuðunum,"
segir Einar Hepsöe, formaður Norges Fiskarlag, helstu hagsmuna-
samtaka í norskum sjávarútvegi. Mikill og vaxandi kurr er meðal
norskra sjómanna með rússafiskinn, sem er að eyðileggja fyrir þeim
vetrarvertíðina.
Mikili ótti ríkir innan norska físk-
iðnaðarins við viðbrögð Evrópumark-
aðarins við ásökunum um, að Norð-
menn hafi undirboðið hann með
„svörtum" físki og árás franskra sjó-
manna á fiskmarkaðinn í París þar
sem þeir eyðilögðu 120 tonn af
norskum físki hefur skotið mörgum
skelk í bringu. Það eru þó ekki að-
eins franskir sjómenn, sem eru reið-
ir, heldur einnig norskir sjómenn.
Vegna mikilla kaupa á rússneskum
físki hefur verðið fallið og vertíðin í
Ungverjaland
Anamaðka-
ævintýrið
sem brást
Búdapest. Rcuter.
TÓLF Ungveijar, sem fjárfest
höfðu í glæstum áætlunum um
framleiðslu gróðurmoldar
með ánamöðkum, sviptu sig
lífi þegar Jjóst var orðið, að
þeir myndu ekki uppskera
neitt nema skuldimar. Skýrði
dagblaðið Pestí Hirlap frá
þessu í gær.
Mennirnir 12 voru meðal þús-
unda manna, sem settu fé í ána-
maðkaeldið en það fór eins og
eldur í sinu um Ungveijaland
árið 1989. Var það kynnt sem
einstakt tækifæri fyrir litla fjár-
festa til að drýgja tekjurnar.
Ungversku bankamir lánuðu
marga milljarða kr. í ánamaðka-
ævintýrið, sem ekkert hefur af
sér gefíð. „Sumir, sem eru að
missa ofan af sér húsið, sjá ekki
annan kost betri en reipið,“ sagði
dagblaðið.
Lófót verður ekki nema svipur hjá
sjón af þeim sökum.
Ráðherrann gagnrýnir
íslendinga
Um helgina var haft eftir Charles
Josselin, sjávarútvegsráðherra
Frakklands, að Norðmenn hefðu hellt
yfir markaðinn rússneskum fiski,
sem þeir seldu langt undir lágmarks-
verði, og hann sakaði íslendinga
einnig um það sama með físk, sem
þeir hefðu keypt af pólskum skipum.
Forsvarsmenn íslensku sölusamtak-
anna vísa þessu á bug og segjast
ekki vita um neitt dæmi um fískkaup
af Pólveijum.
Franskir sjómenn á Bretagne-
skaga réðust í gær inn í stórverslun
í bænum Saint-Brieuc og rifu upp
úr kælikistunum innfluttan fisk.
Hótuðu þeir að stöðva allan fiskinn-
flutning frá löndum utan Evrópu-
bandalagsins ef hann yrði ekki settur
undir kvóta.
James Bulger borinn til grafar
Reuter
JAMES Bulger, tveggja ára gamall drengur, sem lét
lífið fyrir hendi tveggja tíu ára drengja, var borinn til
grafar í Liverpool á Englandi í gær. Voru mörg hundr-
uð manns við útförina en örlög Bulgers hafa vakið
umræður í Bretlandi og á Vesturlöndum um ýmsar
skuggahliðar nútímasamfélags, einkum hvað varðar
aðbúnað barna. Hér eru ættingjar James litla Bulgers
að bera kistu hans úr kirkju en við athöfnina var leikið
uppáhaldslagið hans, „Bætum veröldina“, með Michael
Jackson, sem sendi fjölskyldu hans samúðarkveðjur.
Aðstoð Bandaríkjamanna við stríðshrjáða í Bosníu hafin
Ovíst hvar hjálpar-
gögnin komu mður
Sarajevo. Reuter.
BANDARÍKJAMENN byrjuðu í fyrrinótt að varpa hjálpar-
gögnum úr flugvélum yhr austurhluta Bosníu. Að sögn Jam-
es A. Lair flotaforingja gekk aðgerðin eins og í sögu. Heima-
menn sem rætt var við í síma sögðust hins vegar hvorki
hafa séð tangur né tetur af hjálpargögnunum og er jafnvel
talið, að þau hafi lent í höndum Serba.
Leiðtogafundur Bills Clintons og Borís Jeltsíns í apríl
Borgin nefnd fljótlega
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara
Morgunbladsins.
WARREN Christopher, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sagði
í sjónvarpsþætti á sunnudag að
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
og Boris Jeltsín Rússlandsforseti
væru enn að ráðfæra sig hvor
við annan um það hvar halda
ætti leiðtogafund 4. apríl. Sagði
Christopher að ákvörðun um það
yrði tekin „á næstu dögum“.
„Ýmsir kostir koma til greina,"
sagði Christopher þegar gengið var
á hann um fundarstað í sjónvarps-
þættinum „Meet the Press“, sem
sjónvarpsstöðin NBC sendir út á
Leiðtogarnir
Vangaveltur um fundarstað
sunnudagsmorgnum. „Ég hygg að
við munum fínna góðan stað.“
Þeim stöðum, sem taldir eru
koma til greina, hefur fjölgað und-
anfarna daga. Fréttastofan UPI
nefndi Finnland, ísland og Kanada
í fréttum í gær og á sunnudag.
The Washington Post tiltók í frétt
á föstudag fjórar borgir: Genf,
Helsinki, Vín og Reykjavík.
„Þetta eru tómar getgátur,"
sagði Alex Liebowitz, sem hefur
málefni íslands á sinni könnu í
bandaríska utanríkisráðuneytinu, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Fjölmiðlar hafa engar upplýsingar
og nefna því staði, þar sem leið-
togafundir hafa verið haldnir áð-
ur.“
Það voru þijár C-130 flutninga-
vélar sem flugu frá Frankfurt-
flugvelli til Bosníu og vörpuðu 30
kistum með samtals 21 tonni af
hjálpargögnum yfir bænum
Cerska. Flogið var að nóttu til og
slökkt var á ljósum flugvélanna
til að draga úr hættu á að skotið
yrði á þær. Engar orrustuflugvélar
fylgdu flutningavélunum; Banda-
ríkjamenn töldu að það hefði verið
of mikil ögrun við Serba. Ekki var
gefið upp úr hvaða hæð kistunum
var varpað en talað hefur verið
um að flugvélarnar færu af örygg-
isástæðum ekki neðar en í 1.500
m hæð.
Hugsanlega í höndum Serba
Talstöðvaráhugamaður í þess-
um hluta Bosníu sagði í gær að
ekkert af hjálpargögnunum hefði
fundist. Sagði hann að óstaðfestar
fregnir hermdu að eitthvað af þeim
hefði lent í höndum Serba. Nefndi
hann þá hugsanlegu skýringu á
að hjálpargögnin hefðu ekki lent
í réttum höndum að Serbar hefðu
um helgina náð á sitt vald svæði
sem múslimar höfðu áður. Hús
hefðu brunnið eftir bardaga og
e.t.v. hefðu bandarísku flugmenn-
imir litið á það sem merki um að
Á varðbergi
BANDARÍSKA flugmóðurskipið
John F. Kennedy hefur verið á
Adríaliafí síðustu tvo sólarhringa
en frá því er fylgst með flutning-
um flughersins með lvjálpargögn
til múslima.
þar væri hjálpargagna þörf. Músl-
imar sem rætt var við í Cerska
könnuðust ekki við að hafa séð
flugrit sem Bandaríkjamenn
dreifðu á laugardag með upplýs-
ingum um neyðaraðstoðina.
Samkvæmt fréttum seint í gær-
kvöld hafði tekist með aðstoð
bandarískra gervihnatta að finna
lendingarstað níu af 30 kistum og
voru einhveijar aðeins í 300 metra
fjarlægð frá miðju fyrirhuguðu
lendingarsvæði.