Morgunblaðið - 02.03.1993, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993
3
Sjúkraliðar kjósa
ekki um verkfall
ÁKVEÐIÐ hefur verið í Sjúkraliðafélagi íslands að láta ekki fara
fram atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun 22. mars næstkomandi, en
önnur stærstu aðildarfélög Bandalags starfsmanna ríkis og bæja
hafa ákveðið að greiða atkvæði um hvort hefja eigi verkfall þann
dag. Kristín Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, sagði að
mjög skýrt hefði komið fram hjá félagsmönnum að það væri ekki
jarðvegur til að greiða atkvæði um verkfall að svo komnu.
A fjölmennum félagsfundi í
Sjúkraliðafélaginu í Reykjavík í síð-
ustu viku var gerð könnun á afstöðu
viðstaddra til atkvæðagreiðslu og
voru 96 á móti, 30 meðmæltir og 8
tóku ekki afstöðu. Um 1.100 manns
eru í félaginu alls staðar á landinu.
„Skoðanir eru mjög skýrar hjá
fólki og við förum eðlilega eftir
því. Við tókum einmitt ákvörðun um
að kanna afstöðu sjúkraliða með
tilliti til þess að fara ekki út í at-
kvæðagreiðslu um verkfallsboðun
sem síðan yrði felld. En við eigum
eftir að semja og þessi mál verða
áfram til skoðunar hjá félaginu,"
sagði Kristín í samtali við Morgun-
blaðið.
Ekki að ijúfa samstöðuna
Hún sagði að sjúkraliðar styddu
eindregið kröfugerð BSRB og það
starf sem unnið hefði verið í samn-
ingamálunum. Hins vegar hefðu
sjúkraliðar nýlega staðið í hörðum
átökum sem ekki sæi kannski alveg
fyrir endann á og það hefði ef til
vill áhrif á afstöðuna til aðgerða nú.
Aðspurð hvort hún teldi ekki að
sjúkraliðar væru að ijúfa samstöð-
una með öðrum félögum í BSRB
sagði hún það alls ekki vera. BSRB
nyti fulls stuðnings sjúkraliða, en
það væri í ákvörðunarvaldi hvers
félags um sig hvað langt það vildi
ganga.
Morgunblaðið/Ingvar
Strætisvagn íárekstri
Harður árekstur varð á mótum Sæbrautar og Lang- I bíll og strætisvagn. Ökumaður fólksbílsins skall í fram-
holtsvegar í gærmorgun. Þar rákust saman lítill fólks- | rúðu bílsins, en hann hafði ekki spennt á sig bflbelti.
Hrogna-
takaað
hefjast
HROGNATAKA hefst innan
skamms og munu a.m.k. tveir
bátar hefja hrognatöku þegar
næst gefur í loðnugönguna á
Breiðafirði. Mikil veiði var um
helgina og var löndunarbið á
flestum höfnum. Bræla hamlar
nú veiði á Breiðafirði og spáð
er versnandi veðri á miðunum
sunnanlands.
Sæmileg loðnuveiði var við
Vestmannaeyjar í gær. Sævald
Pálsson, skipstjóri á Bergi VE,
sagði að hrognafylling væri orðin
mikil í loðnunni og myndi hrogna-
taka hefjast innan skamms. Hann
sagði að spáð væri versnandi veðri
á miðunum sunnanlands.
Mikil loðna í Breiðafirði
Sunnuberg GK hélt á sjó á
Breiðafirði í gær og sagði Magnús
Þorvaldsson að þar hefði ekkert
veiðst undanfarinn sólarhring
vegna brælu. Hann sagði að Kap
VE og Sighvatur Bjamasson VE
myndu hefja hrognatöku næst
þegar gæfi í loðnuna. Magnús
sagði að mikil loðna væri á stóru
svæði í norðanverðum Breiðafirði.
Löndunarbið er á flestum höfnum
og þurfa bátarnir að sigla langt
með loðnuna.
----♦------
ísafjarðardjúp
Kennsl bor-
in á líkin
Borin hafa verið kennsl á tvö
lík sem komu upp með skömmu
millibili í ísafjarðardjúpi fyrir
stuttu.
Líkið sem kom i vörpu Donnu
frá ísafirði var af Ólafi.Ægi Ólafs-
syni, skipstjóra, sem fórst með
rækjubátnum Dóra ÍS, 14. febrúar
1989.
Líkið sem kom í vörpu Gunn-
bjarnar frá Bolungarvík var af
Vagni Hrólfsssyni, skipstjóra og
útgerðarmanni, en hann tók út af
báti sínum, Hauki ÍS 195, þann
18. desember 1990.
2
Tveggja daga námskeið
um íjármál einstaklinga
6.900,- kr.
Námsgögn innifalin
Nú hafa verið haldin 30 námskeið. í mars eru ennþá
nokkur sæti laus. Dagsetningar námskeiðanna:
8. og 9. mars kl. 20-23:00 á Akranesi
15. og 16. mars kl. 20-23:00 á ísafirði
15. og 17. mars kl. 20-23:00 í Reykjavík
22. og 24. mars kl. 20-23:00 í Reykjavík
Skráning þátttakenda,
Auður og Hildur, í afgreiðslu
VÍB og í síma 91 - 68 15 30.
- Ég hef unnid í brádum 20 ár hjá sama
fyrirtæki, ég hef ágæt laun en finnst
samt ad ég eigi ekki mikíö.
Hvemig get ég best aukib eignirnar og
tryggt þannig öryggi og afkomu
fjölskyldunnar?
Ná. ia£
:a umi
ingar mti ijarma
í w?
amams
;L
€101'
¥ao me
Á námskeiðinu er lögð er áhersla á: Markmiö ífjármálum, bæöi til lengri og skemmri tíma,
þar sem reynt er aö samræma drauma og veruleikann; reglulega uþþsetningu á eignum og
skuldum meö tengingu viö rekstur heimilis; eignastýringu og ávöxtun fjármuna;
reglubundinn samanburö á árangri og settum markmiöum.
FJARMALANAMSKEIÐI VIB
er einkum œtlab það hlutverk að leiðbeina
þátttakandanum við að nýla tekjur sínar
sem best og byggja upþ sþarifé og eignir.
Reynt hefur verið að gera námskeiðið
þannig úr garði að þátttakandinn geti
sjálfur ráðið fram úr Jjármálum sínum og
skiþulagt þau til að ná sem bestum árangri.
Tvcggja daga kennsla, þrjár klukku-
stundir hvorn dag.
Fjármálahandbók VÍB. Handbókin er
228 blaðsíður og hefur að geyma 14
cyðublöð til útfyllingar.
Fjármálahandbók VIB cr skipt í 16 kafla,
sem hafa að geyma 8.1 töflur og línurit.
Á námskeiðinu erþátttakandanum
leiðbcint hvernig fylla eigi tit eyðu-
blöðin, sem nauðsynlcg eru til að ná
árangri við uppbyggingu cigna.
FJARMALA-
NÁMSKEIÐ VÍB
Einjbid uppskrift að
skipulegri uppoyggingu rigna
VÍB
Einstakt námskeiö fyrir einstaklinga sem
vilja hnitmiöaða leidsögn við hámörkun
eigna sinna, á hvaöa aldri sem er.
Leiöbeinendur eru Siguröur B.
Stefánsson, Vilborg Lofts, Margrét
Sveinsdóttir og Asgeir Þóröarson.
rSTOFANl
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Fteykjavfk. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26.