Morgunblaðið - 02.03.1993, Page 7

Morgunblaðið - 02.03.1993, Page 7
7 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 Ljósagangur af völdum loftsteins Hugsanlegt að brot hafi náð til jarðar TALIÐ er að loftsteinn eða jafnvel tveir loftsteinar hafi valdið ljósa- gangi sem vart varð víða um land á laugardagskvöld. Þorsteinn Sæmundsson síjarnfræðingur telur líklegt að um stóran loftstein hafi verið að ræða og hugsanlegt að brot úr honum hafi náð til jarðar. Tvö fyrirbæri „Það er engu líkara en að þarna hafi verið um tvö fyrirbæri að ræða því menn eru með tvær tíma- setningar, milli klukkan átta og níu og um klukkan hálftíu á laug- ardagskvöld," sagði Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur á Raunvísindastofnun, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að vart hefði orðið við ljósið víða um land en skærast hefði það verið á Suð- urlandi. Benti margt til þess að Félöer BHMR lofsteinninn hefði brunnið upp ofan við Hestfjall í Grímsnesi og ekki væri útilokað að brot úr hon- um hefðu náð til jarðar. Margir heyrðu hljóð eftir ljósaganginn og minnti það meira á skell en þrumu. Þorsteinn sagði margt benda til að um óvenjulega stóran loftstein hefði verið að ræða og gæti hann hafa verið á stærð við fótbolta. Ef eitthvað af honum hefur náð til jarðar eru það líklega hnefastór- ar steinvölur. Loftsteinar hafa aldrei fundist hér á landi að sögn Þorsteins en hljóta þó að vera hér víða. Félög* BHMR semja aftur- virkt við ríki LANGFLEST aðildarfélög Bandalags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna hafa gengið til samninga við rík- isvaldið um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjölfar samnings Hins íslenska kennarafélags fyrir um tíu dögum. Samningarnir eru aftur- virkir til maí á síðasta ári og runnu út nú um mánaðamótin og giltu því ekki nema í fáeina daga. Þeir fela í sér 1,7% launahækkun frá 1. maí og orlofsuppbót. Aldrei valdið tjóni hér Þorsteinn sagði að engar heim- ildir væru til um að loftsteinar hefðu valdið slysi hérlendis. „Árið 1954 varð kona í Bandaríkjunum fyrir loftsteini sem kom niður í gegnum þakið á húsinu hennar og slasaðist hún töluvert. Loft- steinar hafa oft valdið tjóni á byggingum en ég þekki engin dæmi þess að þeir hafi valdið skaða hér á landi,“ sagði Þor- steinn. Þorsteinn sagði að geislavirkni í loftsteinum væri jafnan undir hættumörkum. Hann biður sjónar- votta að hafa samband við sig því enn hafa ekki borist nógu margar vísbendingar til að hægt sé að kortleggja stefnu loftsteinsins eða loftsteinanna með neinni vissu. Fjárfesting Breytingar frá fyrra ári. Fjárfestingartölur fyrir 1992 eru bráðabirgðatölur. -13,6% 2 -18,4% tt 5 Fjárfesting í veiðum jókst um 96,4% í fyrra HEILDARFJARFESTING þjóðarinnar á síðasta ári nam 64,4 milljörð- um króna og dróst hún saman um 14% frá árinu 1991 þegar fjárfest var fyrir tæplega 73 milljarða kr., samkvæmt bráðabirgðamati Þjóð- hagsstofnunar. Fjárfesting dróst saman í öllum avinnugreinum á ár- inu nema í fiskveiðum en þar jókst fjárfesting um 96,4% frá árinu á undan. Nam fjárfesting í fiskveiðum 5,4 milljörðum á síðasta ári, eink- um vegna kaupa á fiskiskipum, samanborið við 2,6 milljarða árið 1991. Fjárfesting í fiskvinnslu dróst saman um tæp 10% á síðasta ári og nam hún 1.320 milljónum kr. og í landbúnaði dróst fjárfesting saman um 12,7% að fiskeldisstöðvum með- töldum. Heildarfjárfesting álversins nam 350 milljónum á árinu og hafði þá dregist saman um tæp 62%. Fjár- festing í almennum iðnaði nam 5,1 milljarði kr. og dróst saman um 14,6%. Mikið dró einnig úr fjárfest- ingu flutningafyrirtækja eða úr 9,2 milljörðum árið 1991 í 5,1 milljarð á síðasta ári sem er 47% samdráttur og 20% samdráttur varð í fjárfest- ingu í verslunar- og skrifstofuhús- næði á árinu. 13,6% minni fjárfesting opinberra aðila Fjárfesting landsmanna í íbúðar- húsnæði dróst saman um 6% á síð- asta ári og heildarfjárfesting hins opinbera var 22,5 milljarðar sem er 13,6% samdráttur frá árinu 1991. í endurskoðaðri áætlun Þjóðhags- stofnunar er gert ráð fyrir 10,5% áframhaldandi samdrætti í fjárfest- ingu á árinu 1993 og að mest muni draga úr fjárfestingu atvinnuveg- anna eða um tæp 22%. Islensk kvikmynda- hátíð í New York 6 mynd- ir sýnd- ar í mars FRÁ 11. mars og fram í apríl verður efnt til fyrstu íslensku kvikmyndahátíðarinnar sem haldin hefur verið í New York borg. Fjölmargir aðilar standa að þessari hátíð en verndari hennar verður Vigdís Finn- bogadóttir, forseti Islands. All- ar myndirnar verða sýndar í The Angelika Film Center og verður fyrsta myndin, Svo á jörðu sem á himni, sýnd þar 11. mars en hátíðinni lýkur 1. apríl með myndunum Ryði og Karla- kórnum Heklu. Þær myndir sem sýndar verða á sýningunni auk fyrrgreindra eru Börn náttúrunnar, Magnús og Veggfóður. Til stóð að sýna einnig myndimar Sódóma Reykjavík og Ingaló en Sódóma verður á Can- nes-kvikmyndahátíðinni og því ekki hægt að sýna hana í New York og Ingaló verður á hátíð í Rouen í Frakklandi. Það er Íslensk/ameríska félagið í New York sem hefur veg og vanda að þessari hátíð en meðal styrktaraðila að hátíðinni má nefna Kvikmyndasjóð, Thor Thors sjóðinn, The American Scandina- vian Foundation, íslandsbanka, Landsbankann, Eimskip og Flug- leiðir. Valið stendur um þrjár mismunandi tegundir af Merrild kaffi: 103-Millibrennt 304-Dökkbrennt 104-Mjög dökkbrennt Merrild setuí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.