Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993
10
Blómabúð
::
Til sölu ein þekktasta blómabúð Reykjavíkur.
Frábær staðsetning, góður vörulager og hag-
stæð kjör. Tilvalið til að skapa sér skemmtilega,
sjálfstæða og arðbæra atvinnu.
Upplýsingar aðeins á skrifstofu.
ry^TTT77?IT7IV^T1^
SUÐURVE R I
SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Hárgreiðslustofa
Höfum kaupanda að góðri hárgreiðslustofu.
Einnig kaupanda að hársnyrtistofu.
Traustir og öruggir kaupendur.
Vinsamlegast hafið samband sem fyrst.
r?rrrTTT7I?TT7?P7iWITT
T
SUÐURVE R I
SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Hólahverfi - 5 herb.
Rúmgóð 5 herb. íbúð á 2. hæð ásamt sérbyggðum
bflskúr. Þvottahús innaf eldhúsi. Tvennar svalir. Hús
og sameign í góðu ásandi. Áhv. hagstæð lán 5 millj.
Nr. 4013 Ath. skipti á minni eign möguleg.
íf S: 685009 -685988
ÁRMÚLA21
DAN V.S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI,
DAVÍÐ SIGURÐSSON, SÖLUMAÐUR.
Útsýniyfir listasafn
Einars Jónssonar - laus
Falleg og björt 3ja herb., 103 fm íbúð á 3. hæð í reisu-
legu hornhúsi. íbúðin er öll nýstandsett. Þvottaaðstaða
í íbúð. Svalir. Góðar geymslur. Lán allt að kr. 5,7 millj.
geta fylgt. Lyklar á skrifstofu. Verð 7,8 millj. 2612.
Gimli -fasteignasala,
Þórsgötu 26, sími 25099.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJÓRI
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali
Nýkomin til sölu meðal annarra eigna:
Skammt frá Lágmúla
Ný endurbyggð endaíbúð 4ra herb. á 3. hæð um 90 fm. Danfoss-
kerfi. Bílskúrsréttur. Góð sameign. Gott verð.
Hveragerði - Reykjavík - hagkvæm skipti
Lítil íbúð í borginni eða nágrenni óskast í skiptum fyrir gott einbýlishús
í Hveragerði. Teikn. og nánari uppl. á skrifst.
í hinu vinsæla Stekkjahverfi
Til sölu steinhús ein hæð 136 fm með um 30 fm bflskúr. Stór ræktuð
lóð. Teikn. á skrifst.
• • •
4ra-5 herb. rúmgóð íbúð
óskst við Álftamýri.
Hús með tveimur fbúðum
óskast f Vesturborginni.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
EIGNAMH)IIMNH,
Sími 67-90-90 • Sídumiila 21
Einbýlishús óskast -
staðgreiðsla íboði
Traustur viðskiptavinur (sem er búinn að selja) hefur
beðið okkur að útvega einbýlishús til kaups.
Æskilegt stærð 250-300 fm. Æskileg staðsetning Þing-
holt eða Vesturbær. Húsið má kosta allt að 30,0 millj.
Staðgreiðsla í boði (andvirði greitt við samning) enda
gert ráð fyrir tíðkanlegum staðgreíðsluafslætti.
Einleikur á mannsrödd
Leiklist
Súsanna Svavarsdóttir
Leyni Leikhúsið
á Sólon Islandus
ÞRUSK
Handrit og Ieikstjórn:
Asdís Þórhallsdóttir
Leikarar: Jóhanna Jónas og Vil-
hjálmur Hjálmarsson
„Þrusk" er sameiti sem Leyni
Leikhúsið, nýr frjáls leikhópur,
hefur valið um stutta sýningu á
flutningi á tveimur einræðum héð-
an og þaðan úr bókmenntum og
ljóðum, og einum tvíleik sem er
ofinn úr Galdra-Lofti, nánar tiltek-
ið úr köflum sem snúa að sam-
skiptum Lofts og Steinunnar.
Fyrri einræðan er einskonar
særingarþula, flutt af Jóhönnu
Jónas. Þulan er tilraun hinna góðu
afla til að særa hið illa burt úr
heiminum og hefst á því að brugð-
ið er upp brotum úr ofbeldismynd-
um á sjónvarpsskjá. Sú sem þuluna
flytur, tileinkar sér heift og orð-
færi þess illa; í heimi sem einkenn-
ist af ofbeldi og myrkraverkum,
hafa fordæðurnar það hlutverk að
beijast fyrir því góða og finna
enga aðra leið en gamla góða orð-
tækið; „með illu skal illt út reka.“
Jóhanna flutti þuluna af miklum
krafti; framsögn hennar er skýr
og svipbrigði sterk. Hinsvegar var
raddbeitingin ekki mjög blæ-
brigðarík og er þar fremur um að
kenna handriti, en leikkonunni, þar
sem textinn er hlaðinn heift og lít-
ið um andstæður í honum.
Seinni einræðan er flutt af Vil-
hjálmi Hjálmarssyni. í henni mælir
rithöfundurinn, Trígorín að flytja
texta Konstantíns, sem kemur úr
höfði Tsjekovs - og þó. Kannski
er það Tsjekov sem mælir en þyk-
ist vera einhver annar; einhver
Trígorín, eða Konstantín. En text-
inn snýst um öryggisleysi og von-
brigði rithöfundarins, sem þrátt
fyrir kvöl sína skrifar stjórnlaust;
er knúinn einhverri þörf og við
skriftirnar líður honum vel. Hvergi
annars staðar. Því miður fannst
mér Vilhjálmur ekki fylgja texta-
flutningi sínum nægilega vel eftir
með svipbrigðum og látbragði,
þótt raddstyrkur hans og framsögn
séu ágæt. Vandi rithöfundarins
varð því ekki nógu áhugaverður.
Að lokum var það Galdra-Loftur
sjálfur - á tali við Steinunni. Þátt-
urinn fjallar um höfnun Lofts á
Steinunni og viðbrögðum hennar
við henni. Þarna var mikið mis-
vægi í leiknum. Jóhanna lék mjög
sterkt, bæði í raddbeitingu og lát-
bragði, Vilhjálmur var hinsvegar
mjög „passívur" hvað þessa þætti
varðar.
Ég veit ekki hversu viturlegt var
að velja Galdra-Loft til flutnings.
Mín skoðun er sú að það hafi ekki
hentað þessum tveimur leikurum
við þetta tækifæri.
Leikstjórinn, Ásdís Þórhallsdótt-
ir, er að feta sín fyrstu spor í list-
grein sinni og verður vissulega
gaman að fylgjast með henni í
framtíðinni, sem og leikurunum
tveimur, sem hér stíga fram til að
kynna sig. Það sem helst mætti
fínna að þessari sýningu er að mér
fínnst leikstjórinn ekki þekkja
mátt þagnarinnar og ekki hafa það
alveg á hreinu hvar sé best að
nýta þögn og hversu lengi. Þetta
var áberandi í einræðu rithöfund-
arins og þættinum úr Galdra-
Lofti. Hreyfíngar leikaranna voru
of stórar og of mikið gert af því
að láta þá setjast - jafnvel úti í
hornum, leggjast á gólfið og snúa
sér of mikið. Þetta vann gegn text-
anum og virkar á mig eins og leik-
stjórinn treysti ekki leikurunum til
að koma honum til skila með radd-
beitingu svipbrigðum og áhersiu-
hreyfíngum. Enda var lítið um að
þau skiluðu hugsun með augunum,
nema helst Jóhanna í sinni ein-
ræðu. Þetta gerði sýninguna í heild
dálítið öryggislausa.
Til að gæta sanngirni, verður
þó að skrifa hluta af öryggisleysinu
á þær aðstæður sem leikararnir
unnu við. Rýmið sem þau hafa er
örlítið. Þau Jóhanna og Vilhjálmur
eru því að leika við tærnar á þeim
sem sitja á fremsta bekk. Á frum-
sýningu voru þau ekki öfundsverð
af fremsta bekknum, vegna þess
að þar sátu flestir gagnrýnendur
fjölmiðlanna og einn leikhússtjóri.
Það hlýtur að hafa verið eins og
að standa fyrir framan aftöku-
sveit, án þess að hafa bundið fyrir
augun.
Bókaskrá 1991 komin út
1576 bækur komu út
á íslandi í hittiðfyrra
Á árinu 1991 voru gefnar út á
Islandi 1576 bækur og bæklingar,
þar af eru bækur sem flokkast
undir skáldsögur og smásögur
drýgstar eða 376 bækur. Þetta
kemur fram í íslenskri bókaskrá
sem Landsbókasafn Islands var
að senda frá sér. Fylgirit er Is-
51500
Maríubakki - Rvík
Til sölu góð 3ja herb. íb. á 1.
hæð. Herb. fylgir í kj. Verð 6,8
millj.
Hafnarfjörður
Klettahraun
Gott einbhús ca 140 fm íbhæð
auk kj., bílsk. og blómaskála.
Verðlaunagarður.
Lindarhvammur
Glæsil. efri sérhæð ásafnt risi
ca 140 fm. Mikið endurn.
Æskil. skipti á einbhúsi í Hafn-
arfirði ca 200-300 fm.
Ölduslóö
Til sölu góð ca 110 fm íb. í tvíb-
húsi á 2. hæð. 4-5 herb.
Hringbraut
Til sölu góð 4ra herb. ca 114 fm
efri sérhæð og einstaklíb. í kj.
Getur selst í einu lagi eða sér.
Ölduslóð
Til sölu tvær hæðir samtals ca
215 fm auk bílsk. á þessum vin-
sæla stað. Fráb. útsýni. Laust
strax. Nánari uppl. á skrifst.
Laufvangur
Góð 4-5 herb. ca. 115 fm íb. á
2. hæð í sex íbúða stigahúsi.
Áhv. ca. 2 millj.
Hjallabraut
Góð 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð
í fjölbhúsi. Nýklætt að utan.
Árni Grétar Finnsson hrl.,
Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl.,
Linnetsstíg 3,2. hæð, Hfj.,
símar 51500 og 51601
lensk hljóðritaskrá fyrir sama ár.
Þar má glöggt sjá hvílík breyting
er að verða á útgáfu hljóðrita. Á
árinu 1990 voru gefnar út 48
hljómplötur en aðeins 6 árið á
eftir. Aftur á móti voru 1991 gefn-
ir út 28 geisladiskar ejngöngu á
móti 15 árið áður. Utgáfur á
snældum eingöngu voru 27 á móti
6 árið áður. Utgáfur á plötu,
snæidu og geisladiski voru 25 á
móti 4 árið áður. Jafnframt er
komin út Árbók Landsbókasafns
Islands með fjölda greina, auk
árskýrslu, þar sem kemur m.a.
fram að bókakostur safnsins var
í árslok 423.239 bindi og hafði
vaxið á árinu um 8273 bindi.
Bókaskráin er mikil að vöxtum
þótt hún nái aðeins yfír eitt ár.
Landsbókasafnið á að fá allt sem
gefíð er út á íslandi og er. því fylgt
eftir. Hefur löngum verið stríð að
koma skránni út árið eftir, en nú
hefur náðst að skráin yfír árið 1991
var prentuð á árinu 1992 og ætlunin
að svo verði framvegis. í ársskrána
eru færðar bækur og bæklingar sem
unnar eru hér á landi á kostnað inn-
lendra og erlendra aðila, enn fremur
sams konar efni sem unnið er erlend-
is og gefíð út að öllu eða einhvetju
leyti af íslendingum. Er efnið flokkað
eftir höfundanöfnum og einnig eftir
efni og seinast er efnisorðalykill.
^.LT,:..4;ý.LT;S;;;V
' :: V
'•■■LÍ'VSXv'
V:‘
g;:í
i íý.'TjVV''.. ■:
GÆÐAPLÖTUR FRÁ SWISS
pavarac
LOFTA
PLÖTUR
OG LÍM
Nýkomin sending
, EINKAUMBOÐ
Þ.ÞORGRIMSSON
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
Skráin fer til bókasafna hérlendis
og erlendis, til margra einstaklinga
sem eru ákrifendur og er hægt að
kaupa hana.
íslensk hljóðritaskrá er fylgirit
með íslenskri bókaskrá. í henni er
efni gefíð út á hljómplötum, snældum
og geisladiskum. Þarna má sjá hvað
er á hverju hljóðriti og í nafnaskrá
á eftir má fínna höfunda laga og
texta, flytjendur o.s.frv. Skylduskil
eru á þremur eintökum á útgefnum
tón- og talútgáfum. Hafa verið nokk-
ur vanhöld á því á liðnum árum en
nú hefur verið gerð hörð hríð að inn-
köllun hijóðritanna og jafnframt
dregið að eldra efni.
Árbók Landsbókasafns
Framan á Árbók 1991 er mynd
úr Flateyjarbók, Grænlendingaþátt-
ur. Enda er fyrsta greinin um hina
sögulegu Vínlandsferð Flateyjarbók-
ar 1893, sem aldrei var farin. Þar
segir starfsmaður handritadeildar
Konungsbókhlöðu í Höfn, Erik Pet-
ersen frá „Frægðarför bókar“, en
Dannebrog birti um hana ritstjórnar-
grein á forsíðu 6. janúar 1993 og
um miklar deilur um lán á bókinni.
Sama ár 1893 fór Matthías Jochum-
son á heimssýninguna í Chicago,
þangað sem átti að lána Flateyjar-
bók, og hefur Finnbogi Guðmunds-
son landsbókavörður tekið saman
grein um þessa Chicagoferð skálds-
ins. Þá eru birt bréf til vestur-
íslenska skáldsins Stephans G. Step-
hanssonar, en bréf hans til Jóns
Kærnesteds friðdómara, lögreglu-
stjóra og skálds í Winnipeg voru birt
í Skírni 1992. Þarna eru bréfín frá
Jóni Kémested, sem Kirsten Wolf
bjó til prentunar.
í árbókinni er grein og skrá um
handskrifuð blöð í Landsbókasafni
íslands, tekin saman af Eiríki Þor-
móðssyni, en talsvert var um útgáfur
handskrifaðra sveitablaða og skóla-
blaða. Og einnig grein um Alþjóðlega
bókanúmerakerfíð á íslandi eftir
Regínu Eiríksdóttur. í árskýrlunni
er m.a. skrá yfir gefendur bóka og
handrita á árinu.