Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993
17
Svona bara
eftirÁrna Helgason
Við getum ekki lifað af þessu,
segir fólkið, án þess að nefna
nokkra upphæð. Ríkisstjómin er
alveg að gera út af við okkur. Og
formenn verkalýðssamtakanna
o.fl. sem hafa mörgum sinni meiri
laun en þeir sem látnir eru flytja
þennan boðskap, gefa heldur ekki
upp hvað þeir hafa fyrir að kyija
þennan söng. Aldrei heyrist í dag,
að fara vel með hlutina. Aldrei
heyrist að neyta hollrar fæðu eða
ekki fyrr en á sjúkrahús er komið.
Það er ekki verið að hugsa um
þótt tekjur þjóðarinnar minnki ár
frá ári og jafnframt skuldahalinn
við erlend ríki stækki að sama
skapi. Nei, það kemur mér ekki
við segja forystumenn launþeg-
anna, við verðum að fá okkar. Það
eru nógir peningar í landinu og
við vitum hvar þeir eru og það
þarf bara að sækja þá. Þetta ætl-
uðu Alþýðubandalagsmenn líka að
gera ef þeir fengju tækifæri og
það fengu þeir en síðan ekki sög-
una meir og svona einfalt er það.
Það eru nefnilega ekki þeir heldur
aðrir. Og væri nú gaman ef Al-
þýðubandalagsmenn vildu nú ná í
þessa peninga sem þeir gleymdu,
þótt ekki væri nema fyrir fátæk-
asta fólkið.
í laugardagsblaði Mbl. 13. febr-
úar er sagt frá trafíkinni í einni
af útsölum ÁTVR í Reykjavík.
Viðskiptamenn létu ekki veður
hafa áhrif á sig, fengu jafnvel af-
greiðslu í myrkri og í biðröðinnni
fyrir utan þraukuðu yfír 100
manns. Þar var ekki að sjá né
heyra að peninga vantaði og ekki
hafa þeir sem mikla peninga áttu
verið þar. Það skyldu þó ekki hafa
verið meirihluti þarna af „kvein-
stafafólki“ sem ekki getur „lifað
af launum sínum“ þama á ferð og
kæmi mér það ekkert á óvart svo
mikið hefí ég séð af blekkingum,
ósannindum og undirferli um dag-
ana. Væri þetta verðugt rannsókn-
arefni. Og svo veit fólkið um allt
bölið og óhamingju af völdum
vímuefnanna. Það verður aldrei
með tárum talið og hve margt
framtíðarmannsefnið hefir farið í
gröfina af völdum þess, það verður
aldrei með tölum talið. Eigi leið
þú oss í freistni, heyram við oft,
en hversu margir eru til þess að
leiða mein í freistni þegar þeir
þurfa að græða á vímuefnasölu.
Og svo hvernig verður ævi þeirra
þegar að lokum líður. Gamall og
reyndur lögreglumaður fullyrti við
mig að meira en Vw af því sem
lögreglan væri að snúast í kringum
Lífskjör eldri
kvenna á
Norðurlöndum
ANNAR fræðslufundur Kárs-
nessóknar á þessum vetri verð-
ur í safnaðarheimilinu Borgum,
Kastalagerði 7, miðvikudags-
kvöldið 3. mars klukkan 20.30.
Á fundinum segir Sigríður Jóns-
dóttir félagsfræðingur frá rann-
sóknum á lífskjörum eldri kvenna
á Norðurlöndum.
Allir eru velkomnir á fundinn,
hvaðan sem þeir koma og, er þess
vænst að flestir sjái sér fært að
veija einni kvöldstund með svo
ágætum fyrirlesara.
(Fréttatilkynning)
„Gamall og reyndur
lögreglumaður fullyrti
við mig að meira en 9/io
af því sem lögreglan
væri að snúast í kring-
um væri af völdum vím-
unnar.“
væri af völdum vímunnar. Þarna
væri hægt að spara mikið í þjóðar-
búinu. Þetta er því miður satt og
rétt. Okkur vantar ekki fé sagði
gamall maður við mig um daginn.
Nei. Við þurfum að útiloka vímuna
og fá meira af sönnum kristin-
Árni Helgason
dómi. Þá kemur annað af sjálfu
sér. Ekki hálfvelgju kirkjunnar.
Höfundur er fyrrverandi póst- og
símamálastjóri í Stykkishólmi.
VASKHUGI
Nú er rétti tíminn til að bæta vinnuumhverfið þitt svo um mun-
ar. Með Vaskhuga uppfyllir þú ekki aðeins kröfur hins opinbera
um skattskil, heldur er staða rekstrarins alltaf á hreinu.
Vaskhugi er eitt forrit með öllum kerfum, sem venjulegur rekstur
þarfnast, þ.e. sölukerfi, fjárhagsbókhaldi, birgða-, viðskipta-
manna- og verkefnabókhaldi, hefti, ritvél og mörgu fleira. Tugir
gagnlegra skýrslna sýna sölusögu, útistandandi kröfur, skulda-
stöðu, virðisaukaskatt o.fl. o.fl.
Vaskhugi prentar sölureikninga, gíróseðla, póstkröfur, víxla, lím-
miða o.s.frv. Allt þetta fæst með einföldum skipunum.
Og það besta er að Vaskhugi kostar aðeins 48.000 kr. Prófaðu
Vaskhuga í 15 daga án skuldbindinga. Hringdu og fáðu sendar
upplýsingar um þetta frábæra forrit, eða komdu við og skoðaðu
möguleikana.
Vaskhugi hf.
Grensásvegi 13, sími 682680, fax 682679.
TVÖ AF VIRTUSTU TÖLVUTÍMARITUM HEIMS VEITA AMBRA
VIÐURKENNINGAR FYRIR EINSTÖK GÆÐI Á ÓTRÚLEGA LÁGU VERÐI
AMBRA hefur farið sigurför um heiminn og
hvarvetna slegið í gegn fyrir frábær gæði á
einstaklega lágu verði. Það er einmitt fyrir
þetta sem tvö af virtustu tölvutímaritum heims,
PC Magazine og PC Today, hafa veitt AMBRA
sérstakar viðurkenningar sem staðfestir að
þegar þú kaupir AMBRA tölvu færðu mun
meiri gæði en þú borgar fyrir.
Auk þess færðu ýmislegt í kaupbæti þegar þú
kaupir AMBRA tölvu. Hún kemur með DOS 5.0
og WINDOWS 3.1 uppsettum og er því tilbúin
til notkunar. Láttu ekki einstaka tölvu úr hendi
sleppa. Komdu í Nýherja, Skaftahlíð 24 og
kynntu þér hvað þú færð stórkostleg gæði fyrir
skemmtilega lágt verð. AMBRA er fyrir alla.
A M B R -A
NÝHERJI
SKAFTAHllÐ 24 • SlMI 69 77 00 & 69 77 77
Alltctf skrefi á undan
©
(
Raðgreiðslur GREIÐSLUSAMNINGAR
*Staðgreiðsluverð með VSK.
H