Morgunblaðið - 02.03.1993, Síða 18
18__________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993
Alþingismenn, stöðv- P
um einkavæðinguna -
Opið bréf til Guðrúnar Helgadóttur „Það brýnasta, sem
srera barf núna, er að I -
eftir Valdór Bóasson
Háttvirtur alþingismaður.
Eg vil óska þér til hamingju
með 5 ára afmæli bjórsölu á Is-
landi. Ég vil nota þetta tækifæri
til að minna þig á ummæli þín
þegar bjórfrumvarpið var sam-
þykkt á alþingi. Þar sagðir þú
frammi fyrir alþjóð, ef minni mitt
er rétt: Að sjálfsögðu flytjum við
(flutningsmenn bjórfrumvarpsins)
annað frumvarp ef neysla áfengis,
þar á meðal bjór, fer úr böndunum.
Háttvirti alþingismaður, hvað
þarf neyslan að aukast mikið til
að málin fari úr böndunum? Sam-
kvæmt tölum frá ÁTVR jókst sala
um 5,97% milli áranna 1988 og
1992. Sala áfengis hefur sem bet-
ur fer minnkað milli áranna 1991
og 1992 um 8,03% og var 1992
3,55% en var 3,35% 1988. Tel ég
þessa minnkun vera helst að þakka
fræðslu og kynningarstarfi ýmissa
aðila sem vinna að forvömum; þar
mætti nefna góðtemplarahreyf-
inguna, Áfengisvamaráð, íslenska
ungtemplara, Vímulausa æsku,
Landssambandið gegn áfengisböl-
inu, Átak gegn áfengi. Þessi listi
gæti verið miklu lengri því að
margir smáir aðilar bættust við
og gera góða og merkilega hluti.
Þar fyrir utan em allar meðferð-
arstofnanir sem em að gera góða
hluti í meðferð á áfengissjúkling-
um og vinna stórkostlegt verk. Það
brýnasta, sem gera þarf núna, er
að stöðva einkavæðingu ÁTVR.
Þetta mál er mjög mikilvægt og
þyrfti að rannsaka og skoða mjög
vel.
Hvergi á Norðurlöndum er
dryklqa jafnmikil og í Danmörku
og á Grænlandi, í þessum löndum
er ekki áfengiseinkasala. Viljum
við fá svipað ástand og í þessum
löndum? Ég vona ekki.
Á þessum 5 ámm hefur aldur
sífellt farið lækkandi hjá þeim sem
neyta áfengis.
Samkvæmt upplýsingum hjá
starfsfólki á Tindum, meðferðar-
heimili fyrir unga vímuefnaneyt-
endur, sem hóf störf 2. janúar
1991, hafa 100 böm og unglingar
dvalið þar á þessum 2 ámm. Hafa
böm niður í 13 ára verið þar í
meðferð vegna neyslu vímuefna.
Það þýðir að böm undir fermingu
era farin að fara í meðferð.
Flestir unglingar em á aldrinum
15, 16 og 17 ára. Hvað vora þessi
böm og unglingar gömul þegar
þau hófu neyslu? Og getum við
ímyndað okkur hvað ástandið þarf
að vera slæmt, til að böm og ung-
lingar þurfi að fara í 3 mánaða
meðferð til að losna undan áhrifum
vímuefna?
Þessi stofnun annar ekki eftir-
spum þegar tilfellin em sem flest,
og með þessu áframhaldi þarf að
stofna meðferðarheimili fyrir börn
á aldrinum 10 til 13 ára á næstu
áram._
1. „Áfengi er eina vímuefnið sem
lögum samkvæmt er heimilt
að neyta hér á landi. Önnur
slík efni em bönnuð, einkum
af heilsufarslegum, félagsleg-
um og efnahagslegum ástæð-
um. Því liggur í augum uppi
að hafa verður stjóm á dreif-
ingu þess og meðferð eftir því
* sem kostur er.
2. Grundvallaratriði norrænnar
áfengismálastefnu er að tak-
marka einkagróða af sölu og
annarri dreifingu áfengis.
3. Kaupsýslumenn ýmsir, áfeng-
stöðva einkavæðingu
ÁTVR. Þetta mál er
mjög mikilvægt og
þyrfti að rannsaka og
skoða mjög vel. Hvergi
á Norðurlöndum er
drykkja jafnmikil og í
Danmörku og á Græn-
landi, í þessum löndum
er ekki áfengiseinka-
sala.“
isveitingamenn og ýmiss kon-
ar braskarar aðrir vilja hirða
gróðann af áfengissölunni en
taka ekki meiri þátt í gífurleg-
um kostnaði þjóðfélagsins
vegna áfengistjóns en aðrir
skattborgarar - jafnvel
minni.
4. Hvergi á Norðurlöndum er
drykkja jafnmikil og í Dan-
mörku og á Grænlandi. í þeim
löndum er ekki áfengiseinka-
sala.
5. Addiction Research Foundati-
on (ARF) í Toronto í Kanada
er virtasta rannsóknastofnun
heims í vímuefnamálum. Hún
leggur eindregið til að los
varðandi sölu og aðra dreif-
ingu áfengis verði ekki aukið.
6. Hvergi er jafn auðvelt sem í
Bandaríkjunum að rannsaka
muninn á afleiðingum mis-
munandi skipulags á áfengis-
dreifíngu þar eð sum ríkin búa
við svokallað frelsi í sölu
áfengis en önnur hafa einka-
sölukerfi líkt og Norðurlönd,
önnur en Danmörk.
7. í aldaifyórðung hafa vísinda-
menn vestra fylgst með breyt-
ingum á áfengissölu í 48 ríkj-
um. Niðurstaðan er:
A) Ríkiseinkasala dregur úr
neyslu. Einkahagsmunir í
sambandi við dreifíngu áfeng-
is valda því hins vegar að
meira er gert til að hvetja til
drykkju en ella. Hvort tveggja
stafar af því að opinberir aðil-
ar verða að greiða það tjón
sem áfengisneyslan veldur.
Þar hafa einkaaðilar engar
skyldur.
B) Fjöldi dreifíngarstaða hefur
áhrif á neysluna.
C) Því lægri sem lögaldur til
áfengiskaupa er þeim mun
yngri byrja unglingar eða
böm að neyta þessa vímuefn-
is.
D) Verðlagning hefur áhrif á
neysluna.
8. í tveim ríkjum vestra, þar sem
er einkasala, Iowa og Vestur-
Virginíu, var gerð tilraun með
að leyfa sölu veikra vína og
bjórs í ákveðnum matvöm-
búðum. Það var ekki einungis
að vín- og bjórdrykkja ykist
heldur og heildameysla
áfengis. I Vestur-Virginíu
jókst víndrykkja um 48% og
í Iowa um 93%.
9. Norðurlandamenn, Finnar,
Norðmenn, Svíar og íslend-
ingar, hafa látið bóka í við-
ræðum um Evrópska efna-
hagssvæðið að þeir áskilji sér
rétt til að halda einkasölu á
áfengi, þar komi til heilbrigð-
issjónarmið og velferð þjóð-
anna.
10. Kaupmenn væm ekki ginn-
keyptir fyrir að flytja inn og
selja áfengi ef þeir ættu þar
ekki gróðavon. Og þegar um
áfengissölu er að ræða gjalda
skattborgarar reikninginn."
Að lokum, kæri alþingismaður.
Segjum nei við einkavæðingu
ÁTVR. Það er mesta vandamál
sem steðjar að íslenskri æsku.
Höfundur er trésmiður og
leiðbeinandi.
Jón Guðbergsson stórgæslumaður unglingastarfs ávarpar félaga Rósa Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Seljalandsskóla og gæslumaður barnastúkunnar Fjallrósar, segir frá.
stúkunnar.
Félagar í bamastúkunni Æskunni úansa með herðatré milli hnjánna.
I bamastúkum er fjör á feröum
Margt er sér til gamans gert í starfi barnastúkna. Félagar dansa,
flytja leikþætti og fara í leiki, spreyta sig í spurningakeppni, þrí-
þrautinni Heppni og hæfileikar og íþróttaþríþraut - svo að fátt eitt
sé nefnt.
Nýlega heimsótti Jón K. Guð-
bergsson stórgæslumaður nokkrar
stúkur. Á ferð um Suðurland fylgdu
honum Árni Norðfjörð, Halldór
Kristjánsson og Guðjón Eggertsson.
Ámi lék á harmónikku fyrir dansi
og stjórnaði öðmm skemmtiatrið-
um.
Úr þeirri ferð em flestar mynd-
anna.
Markmið unglingareglunnar
Það er greinilegt að mikið er um
að vera í bamastúkunum en þar
er ekki bara glens og grín. Mark-
mið unglingareglunnar er meðal
annars:
Að kenna þeim ungu að skilja
þá hættu sem leitt getur af
neyslu áfengis og tóbaks.
Að hafa áhrif á börn og ungl-
inga til að vera bindindismenn.
Að fá æskulýðinn til að vinna
samtaka gegn áfengis- og tób-
aksnautn.
Að vinna á móti Ijótu orðbragði
og öðrum löstum og koma vel
fram við menn og málleysingja.
Að kenna bömum og unglingum
að starfa í félagsskap og efla
alhliða félagsþroska þeirra.
Að vinna að því að göfga æsku-
manninn og styðja hann að þvi
að geta orðið góður og nýtur
maður.
Kjörorð unglingareglunnar en
Sannleikur - kærleikur - sakleysi.
Jón K. Guðbergsson,
stórgæslumaður.