Morgunblaðið - 02.03.1993, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993
Atvinnumál í brennidepli á 77. Búnaðarþingi sem sett var í gær
Hafa verður trú á því að hægt
sé að vinna sig út úr vandanum
- sagði Jón Helgason formaður Búnaðarfélags Islands í setningarræðu
BÚNAÐARÞING var sett í 77. sinn í gærmorgnn að viðstöddum for-
seta íslands, landbúnaðarráðherra og fleiri gestum. Jón Helgason,
formaður Búnaðarfélags íslands, setti þingið, og að því loknu fluttu
ávörp þeir Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, og Haukur Halldórs-
son, formaður Stéttarsambands bænda. A þinginu voru lögð fram
rúmlega 20 mál til umfjöllunar, en þar verður að þessu sinni meðal
annars fjallað um stöðu atvinnumála í dreifbýli, samninginn um EES,
og frumvarp um breytingar á jarðalögum. Búnaðarþing sitja 25 fulltrú-
ar, sem kjörnir eru til fjögurra ára í senn á 15 búnaðarsambandssvæð-
um, og er þetta þriðja þing þessa kjörtímabils.
Jón Helgason, formaður Búnað- úrræðið ekki að halda áfram að
arfélags íslands, vék meðal annars
að sölu búvara í setningarræðu sinni,
og gat þess að það mál hefði verið
aðalumræðuefnið á síðasta ársfundi
Alþjóðabændasamtakanna. Þar
hefðu allir verið á einu máli um þá
hættu sem stafaði af sívaxandi tök-
um alþjóðlegra hlutafélaga á verslun
með matvöru, en örfá fyrirtæki önn-
uðust víða meirihluta þeirra við-
skipta, og í krafti aðstöðu og stærð-
ar á markaðnum settu þau bændum
stólinn fyrir dyrnar um verð á afurð-
um en ákvæðu verðið til neytenda í
litlu samræmi við það.
Gæta þarf hagsmuna á
fleiri sviðum en áður
„Þetta leiðir hugann að því hversu
mikilvægt er fyrir íslendinga, bæði
bændur og neytendur, að hagkvæmt
skipulag sé á dreifingu og sölu
búvara hér í okkar fámenna og
stijálbýla landi. Þau mál hafa líka
verið mikið til umræðu hjá okkur
vegna þeirra miklu breytinga sem
nýgerðir búvörusamningar hafa í för
með sér. Það er eitt þeirra mörgu
málefna sem íslenskir bændur þurfa
að standa að með samtökum sínum.
En vegna vaxandi fjölbreytni innan
landbúnaðarins og jafnvel
sérhæfingar í hverri grein þarf að
gæta hagsmuna bænda á miklu fleiri
sviðum en áður. Af því hefur leitt
fjölþættara félagskerfi. Sú þróun
veldur umræðunni um flókið
félagsmálakerfi bændastéttarinnar.
Sumt af því sem um það er sagt er
á misskilningi byggt vegna þess að
ekki er haft í huga að hve mörgu
þarf að hyggja," sagði Jón.
Hann sagði að hins vegar yrði
ekki of mikil áhersla lögð á nauðsyn
þess að allir gerðu sér grein fyrir
að markmið allra væri eitt, að vinna
að hagsmunamálum bænda. Því
væri mikilvægt að búgreinarnar
hefðu nána samvinnu og sæktu
stuðning hver til annarrar og heild-
arsamtakanna. Það væri kostur hve
margir aðilar hefðu aðstöðu á sama
stað í Bændahöllinni og auðveldaði
það þeim að leita aðstoðar og sam-
ráðs hver hjá öðrum.
„Stjórnendur stofnana hér hittast
að jafnaði einu sinni í viku til að
fjalla um sameiginleg málefni. Rætt
er um betri skipulagningu hér innan-
húss og breytingar á félagskerfínu.
Þar má vafalaust færa ýmislegt til
betri vegar. Aðalatriðið er þó að all-
ir hafí það ríkt í huga að það er
sameiginlegt áhugamál að árangur
starfsins verði sem bestur og því
verði að leggja hver öðrum lið til
að ná því markmiði. Vaxandi fjöl-
breytni landbúnaðarins hefur ekki
aðeins áhrif á félagskerfí hans held-
ur einnig á þjónustustofnanirnar,
rannsókna- og leiðbeiningaþjón-
ustuna. Þar vex stöðugt krafan um
sérþekkingu, en um leið verða þá
möguleikarnir fleiri.“'
Atvinnumálin í brennidepli
Jón sagði að stjóm Búnaðarfé-
lagsins teldi nauðsynlegt að Búnað-
arþing fjalli að þessu sinni enn ítar-
legar um atvinnumálin, enda væri
staðan þar alvarlegri en verið hefði
um áratuga skeið.
„Mest um vert er þó að gera sér
grein fyrir raunveruleikanum,
bregðast við í samræmi við hann og
trúa því að það sé hægt að vinna
sig út úr vandanum. Vandi okkar
nú er sá að verðmætasköpun fer
minnkandi. Við slíkar aðstæður er
draga saman framleiðslu og auka
af þeim sökum erlendar lántökur til
að græða á því að flytja inn í stað-
inn ódýrari vörur, eins og það er
gjarnan orðað. Þvert á móti þarf að
gefa öllum vinnufúsum höndum kost
á að leggja fram sinn skerf til að
stækka þjóðarkökuna og nota hina
fjölbreyttu kosti landsins til að búa
í haginn fyrir framtíðina,“ sagði Jón
Helgason.
Félagskerfið dýrt,
flókið og svifaseint
Haukur Halldórsson formaður
Stéttarsambands bænda gerði fé-
lagskerfí landbúnaðarins að umtals-
efni í ávarpi sem hann flutti við
setningu Búnaðarþings. Hann sagði
að þó gengið væri út frá ákveðinni
verkaskiptingu í félagskerfinu væri
staðreyndin sú að í öllum deildum
þess væri meira og minna sama
fólkið að ræða sömu málin.
„Nú vil ég taka fram að til þess
að landbúnaðinum takist farsællega
að fóta sig í því breytta starfsum-
hverfí sem nú blasir við er bændum
nauðsynlegt að hafa með sér öflug
samtök sem á skilvirkan hátt vinna
að hagsmunamálum þeirra. Það fé-
lagskerfí sem við búum við í dag
er að mínum dómi ekki þessum kost-
um búið. Það er of dýrt, það er flók-
ið og svifaseint. Boðleiðir innan þess
eru óljósar og í stað þess að vinna
saman finnst mér í vaxandi mæli
gæta tilhneigingar til þess að menn
stefni hver í sína áttina, eins og oft
gerist þegar að kreppir.
Svona getur þetta ekki gengið
áfram. Því er það eitt allra brýnasta
verkefni okkar sem höfum valist í
tilsvar fyrir bændastéttina að gera
þær breytingar sem nauðsynlegar
eru til að félagskerfið geti gegnt
hlutverki sínu á viðunandi hátt. Við
þurfum að sníða okkur nýtt baráttu-
tæki til þess að vinna úr þeim mögu-
leikum sem framtíðin ber í skauti
sér fyrir íslenskan landbúnað,“ sagði
hann.
Haukur sagði að tillögur nefndar,
sem á síðasta aðalfundi Stéttarsam-
bands bænda var kosin til að gera
tillögur til breytinga á samþykktum
Stéttarsambandsins, miðuðu meðal
annars að því að fulltrúum á aðal-
fundi yrði fækkað um þriðjung, og
fækkað yrði um tvo í stjóm. Þessar
breytingar næðu einungis til breyt-
inga á samþykktum Stéttarsambands
bænda, en hin almenna krafa bænda
væri hins vegar um einföldun á félag-
skerfinu í heild. Því vænti hann þess
að Búnaðarþing tæki þessi mál til
umfjöllunar, en augljóst væri að til
þess að ná fram þeim heildarbreyt-
ingum sem nauðsynlegar væru þyrfti
víðatæka samstöðu um það mál.
Hafkóng-
ur veld-
ur eitrun
TVÆR konur og karlmaður
sem starfa hjá franska sendi-
ráðinu í Reykjavík fengu að-
kenningu að eitrun i síðustu
viku eftir að hafa snætt haf-
kóng en fólkið hélt að um
beitukóng væri að ræða.
Hafkóngurinn sem um var að
ræða kom af Suðumesjamarkaði
og gaf afgreiðslumaður í fískbúð
hann kunningja sínum sem mat-
reiddi hann í heimahúsi með
fyrrgreindum afleiðingum. Fólk-
ið fékk aðkenningu að lömun en
náði sér á nokkmm klukku-
stundum. Ekki var leitað til
læknis vegna þessa.
Fjarlægja verður ranann
Að sögn Jóns Daníels Jóns-
sonar, matreiðslumanns hjá veit-
ingahúsinu Við Tjörnina, hafa
bæði beitukóngur og hafkóngur
verið þar á matseðli og líkað
vel. Eitur er í rana hafkóngsins
og verður að fjarlægja hann fyr-
ir neyslu. Einnig gæti beitu-
kóngur verið varasamur og því
ástæða til að fjarlægja rana
hans.
Atvinnumálin efst á baugi
ATVINNUMÁLIN verða efst á baugi á 77. Búnaðarþingi sem sett
var á Hótel Sögu í gær, en þingið sitja 25 fulltrúar, sem kjörnir eru
til fjögurra ára í senn á 15 búnaðarsambandssvæðum. Á myndinni
sést Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra ávarpa Búnaðarþingsfull-
trúa við þingsetninguna.
Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings
Stofnana- og stoðkerfi land-
búnaðarins til endurskoðunar
HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra
sagði í ávarpi sem hann flutti við setningu
Búnaðarþings i gær að hann hefði ákveðið áð
leita samráðs við bændasamtökin um að setja
af stað vinnu við endurskoðun á stofnana og
stoðkerfi landbúnaðarins, og muni hann leita
eftir að áfangaskýrslu verði skilað fyrir næsta
haust til þess að unnt verði að ræða hana á
aðaifundi Stéttarsambands bænda. „Um sjálft
félagskerfi landbúnaðarins skal ég ekki fjöl-
yrða, enda ekki í mínum verkahring að hafa
afskipti af því. Mér dylst þó ekki að uppbygg-
ing á samtökum bænda er orðin mannfrek og
margbrotin, jafnvel svo að hamlað geti fram-
gangi brýnna hagsmunamála, “ sagði landbún-
aðarráðherra.
Endurskoðun búvörusamnings
í ávarpi sínu gat Halldór Blöndal þess að hann
hefði í janúarmánuði óskað eftir því við formann
Stéttarsambands bænda að teknar yrðu upp við-
ræður um endurskoðun á vissum þáttum búvöru-
samningsins frá 11. mars 1991, en formlegar
viðræður hefðu enn ekki hafist.
Halldór sagði að það sem fyrir sér vekti kæmi
fram á minnisblaði sem hann hefði sent formanni
Stéttarsambandsins í síðustu viku, en þar segir
meðal annars að sauðfjárbændur á skilgreindum
svæðum, þar sem talin væri þörf á sérstökum
gróðurverndar- eða landgræðsíuaðgerðum, yrðu
leystir undan þeirri kvöð að framleiða að minnsta
kosti 80% upp í greiðslumark sitt til að eiga rétt
á fullum beingreiðslum, en þessi tilteknu svæði
yrðu skilgreind svo þröngt að ekki yrði um það
deilt að þau hefðu sérstöðu í þessu tilliti. Þá yrði
metið hvort ekki væri skynsamlegt að gefa roskn-
um bændum og öryrkjum rýmri hendur hvað varð-
ar neðri mörk framleiðslu heldur en 80% eins og
nú er, og athugað yrði hvort skynsamlegt væri
að taka kjöt af fullorðnu fé út úr greiðslumarki
og þá hvernig að því skuli staðið.
„Málefni landgræðslu og skógræktar eru ofar-
lega á baugi. Víðtækur áhugi er fyrir því að efla
þessa starfsemi, en fjármunir hafa ætíð verið af
skomum skammti, og eins og nú árar í þjóðarbú-
skap okkar verður á brattann að sækja um stór-
aukin framlög til þessara mála. í landgræðslu
hljótum við, í samræmi við ályktanir Alþingis, að
einbeita okkur fyrst og fremst að stöðvun landeyð-
ingar, þar sem hún er alvarlegust. Það er einmitt
í því ljósi og vegna þröngrar stöðu í sauðfjár-
rækt, að ég vil bjóða bændum á viðkvæmustu
gróðursvæðunum þann valkost, að draga saman
sauðfjárbúskap eða jafnvel hverfa frá honum um
stundarsakir, en taka að sér verkefni við land-
græðslu og gróðurvemd í staðinn. Það verður þó
að vera algerlega ljóst að hugmynd mín hnígur
alls ekki að valdboði í þessa veru, og jafnframt
hitt, að þeim bændum sem kunna að kjósa þessa
leið, verði tryggður sami réttur til áframhaldandi
búskapar og öðrum við lok núvernadi búvömsamn-
ings,“ sagði Halldór.
Hann vék að störfum bænda á sviði skógrækt-
ar, og sagðist hafa það nú til sérstakrar athugun-
ar hvort ekki væri tímabært og skynsamlegt að
Skógrækt ríkisins rifi seglin í plöntuframleiðslu
sinni og skapaði þannig aukið svigrúm fyrir fram-
tak einstaklinga og fyrirtækja. Að þessu mætti
þó ekki flana, og óhjákvæmilegt væri að taka til-
lit til starfa þeirra sem nú ynnu við skógræktar-
stöðvar, en ýmsir þeirra væru bændur sem byggt
hefðu afkomu sína að hluta á þessum störfum.
3 milljarða kostnaðarlækkun
Halldór sagði að í ljósi þeirrar gagnrýni sem
væri á opinberan stuðning við landbúnað væri
nauðsynlegt að fram kæmi að kostnaður við þá
þætti fjárlaga sem skilgreindir hefðu verið undir
búvörusamning hefði lækkað um þrjá milljarða
króna síðan 1991 á verðlagi yfírstandandi árs og
útgjöld landbúnaðarráðuneytisins að öðru leyti um
600-700 milljónir króna á þessu ári.
„Það er athyglisvert og má vel vera mönnum
til umhugsunar að niðurfelling virðisaukaskatts á
innlendum búvörum, ef til kæmi, kostaði ríkissjóð
rúmlega 4,5 milljarða króna, en beinir framleiðslu-
styrkir til bænda vegna framleiðslu yfírstandandi
árs eru ríflega 4,8 milljarðar," sagði hann. Þá benti
hann á að athugun á þróun framfærsluvísitölu frá
maí 1988 hefði leitt í ljós að síðan þá hefðu innlend-
ar búvörur hækkað um 44% borið saman við 61%
hækkun á öðrum matvörum, og ósanngjamt væri
að virða ekki þennan árangur.