Morgunblaðið - 02.03.1993, Page 22
22
MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993
Fjóiir bandarískir lögreglumenn falla í skotbardaga
Trúboðsstöðin
Trúboðsstöð sértrúarsafnaðar-
ins skammt frá Waco í Texas þar
sem David Koresh og áttatíu
manns til viðbótar hafast við. A
stærri myndinni má sjá banda-
ríska alríkislögreglumenn huga
að særðum félaga sínum eftir
skotbardagann á sunnudag.
Reuter
Leiðtogi sértrúarsafnaðar
heldur börnum í gíslingn
Waco, Texas. Reuter.
FULLTRÚAR bandarísku alríkislögreglunn-
ar, FBI, áttu í gær í stöðugum samningavið-
ræðum við leiðtoga sértrúarsafnaðar og fylg-
ismenn hans sem hafast við í rammgerðri
byggingu skammt frá borgfinni Waco í Tex-
as. Tvívegis kom til skotbardaga við bygging-
una á sunnudag og féllu þá fjórir lögreglu-
menn og tveir meðlimir úr söfnuðinum. Fjöl-
mörg böm em talin vera meðal þeirra sem
hafast við i byggingunni.
Leiðtogi safnaðarins, David Koresh, hefur lýst
því yfir að hann muni sleppa tveimur börnum
úr byggingunni í hvert skipti sem spóla með
ávarpi, þar sem hann lýsir skoðunum sínum, sé
leikin í útvarpi. Hafa nokkrar útvarpsstöðvar
orðið við þessari beiðni og síðdegis í gær hafði
sex bömum verið sleppt úr haldi, að sögn banda-
rískra yfírvalda.
Hundruð lögreglumanna sátu í gær um bygg-
inguna og höfðu brynvarðar bifreiðir og skrið-
dreka sér til aðstoðar.
Sértrúarsöfnuður þessi á rætur að rekja til
safnaðar sem stofnaður var í Los Angeles árið
1929 af manni að nafni Victor Houteff, sem
gerður hafði verið brottrækur úr söfnuði Sjö-
unda dags aðventista. Er sagt að söfnuðurinn
trúi á frjálsar ástir og að heimsendir sé yfírvof-
andi. Koresh sjálfur er sagður trúa á að hann
sé Jesús Kristur. Hann er sakaður um brot á
vopnalögum.
Borís Jeltsín vill umboð til að tryggja frið í fyrrverandi Sovétríkjunum
Úkraínumenn hafna „stóra-
bróður“-hlutverki Rússa
Moskvu, Kiev. Reuter, The Daily Telegraph.
STJÓRNVÖLD í Úkraínu mótmæltu í gær harðlega ummælum Borís
Jeltsíns Rússlandsforseta, sem hann lét falla á sunnudag, þess efnis
að æskilegt væri að Rússum yrði gefið umboð til að tryggja frið á
landsvæði fyrrverandi Sovétríkjanna. „I Jkraínumenn hafa aldrei viður-
kennt og munu aldrei viðurkenna að Ukraína sé á áhrifasvæði Rússa,“
sagði Mikola Mikhailtjenkó, æðsti ráðgjafi Leonids Kravtjúks Úkraínu-
forseta, við Reuters-fréttastofuna.
Míkhaíltjenkó sagði að Úkraínu-
menn myndu aldrei fallast á að Rúss-
ar yrðu á ný einskonar „stóribróðir"
þeirra eða einhvers konar „bróðir“
yfír höfuð. „Við viljum samskipti sem
byggjast á jafnrétti," sagði hann og
bætti við að hann teldi þessi um-
mæli Jeltsíns bera þess vott, að Rúss-
ar sæktust ennþá yfír yfírráðum á
því svæði sem einu sinni var Sovét-
ríkin.
Jeltsín lét þessi ummæli falla á
fundi sem stjómmálamenn úr röðum
miðju- og hægrimanna ásamt for-
ystumönnum úr iðnaði sátu. „Ég tel
að sú stund sé runnin upp að ábyrg
alþjóðasamtök, þar á meðal Samein-
uðu þjóðimar, veiti Rússum sérstakt
umboð til að tryggja frið og stöðug-
leika á svæði fyrrverandi Sovétríkj-
anna. Rússar hafa mikinn hag af því
að stöðva öll vopnuð átök á svæði
fyrrverandi Sovétríkjanna," sagði
forsetinn. Með því að taka fram að
hann ætti ekki bara við bardaga-
svæðin í Mið-Asíu og Kákasushéruð-
unum virtist Jeltsín vera að fara fram
á að Rússar fengju að skipta sér af
málum t.d. í Úkraínu og Eystrasalts-
ríkjunum. Hann ræddi þetta ekki
nánar og í máli hans kom ekki fram
hvort að hann væri að boða nýja
stefnu eða einungis kanna viðbrögð.
Rússar hafa nú þegar reynt að
setja niður deilur í nokkrum fyrrum
Sovétlýðveldum með mismunandi
árangri. Rússneskum hermönnum
virðist hafa orðið töluvert ágengt í
Moldóvu og Tadsjikistan en óljóst er
hversu varanlegur sá árangur er. Þá
hefur þeim ekki tekist eins vel upp
í að stöðva bardaga milli Georgíu-
manna og Abkhaza og Armena og
Azera.
Fréttaskýrendur hafa bent á að
ákveðin kaldhæðni felist í þvl að
ummæli Jeltsíns eru um margt sam-
hljóða „platræðu" þeirri sem Andrej
Kozyrev, flutti á RÖSE-fundi í
Stokkhólmi í desember í fyrra. Koz-
yrev sagði þá að ekki væri hægt að
líta á Sovétríkin fyrrverandi sem
svæði þar sem reglur RÖSE ættu
almennt við. Þetta væri landsvæði
fyrrum heimsveldis Sovétríkjanna
þar sem Rússar yrðu að beita öllum
aðferðum til að tryggja hagsmuni
sína. Skömmu síðar dró Kosyrev
ummæli sín til baka og sagði að
þetta væri það sem menn ættu von
á ef harðlínumenn kæmust til valda
I Moskvu.
Meint símtal Díönu við James Gilbey vekur upp spurningar
Segist óttast þungnn
Sidney. Reuter.
ÁSTRÖLSK sjónvarpsstöð lék í gær í fréttaþætti áður óbirta kafla
úr upptöku af símtali sem haldið er fram að sé milli Díönu prinsessu
og vinar hennar James Gilbeys. I upptökunni segir konan að hún ótt-
ist það að verða ólétt. Hún segir einnig að hún hafi nýlega séð þátt
úr vinsælli sjónvarpsþáttaröð þar sem ein af aðalpersónunum hafi
orðið þunguð án þess að eiginmaður hennar hafi komið þar við sögu.
í þessum þætti áströlsku sjón-
varpsstöðvarinnar ABC, þar sem
upptakan var leikin, var reynt að
varpa ljósi á hinar pólitísku og fé-
lagslegu ástæður þess að öll upptak-
an hafí ekki verið gerð opinber til
þessa. í þættinum var því haldið
fram að ekki hafi verið um að ræða
upptöku af símtali í gegnum bíla-
síma, líkt og haldið hafí verið fram
til þessa, heldur hafi verið um að
ræða upptöku venjulegs símtals.
Upptakan hafi hins vegar verið með-
höndluð tæknilega þannig að svo
virtist sem um símtal úr bílasíma
hafí verið að ræða. „Þetta símtal
átti sér stað á gamlárskvöldi árið
1989 en talstöðvaáhugamenn tóku
hins vegar samtalið upp síðar,“ sagði
fréttamaðurinn Deborah Richards.
Hún sagði að greinilega hefði átt
að líta svo út að hið meinta símtal
milíi Díönu og Gilbeys, sem og sím-
tal sem sagt er vera milli Karls
Bretaprins og vinkonu hans Camillu
Parker-Bowles, hefði verið tekið upp
fyrir tilviljun af áhugamönnum sem
hleruðu bílasíma. „Hin raunverulega
saga er mun skuggalegri. Þessi upp-
taka var ekki gerð fyrir tilviljun og
sá sem tók símtalið upp í fyrsta
skipti reyndi markvisst að grafa
undan konungdæminu," sagði hún
einnig.
Riina neit-
ar sakar-
giftum
Salvatore „Tótó“ Riina kom
í gær í fyrsta sinn fýrir rétt í
Palermo á Sikiley og neitaði
því að hann hefði verið „foringi
allra mafíuforingjanna". Riina
er sakaður um að hafa fyrir-
skipað morð á hundruðum
manna en kvaðst hafa verið
hafður til blóra fyrir öll vanda-
mál Ítalíu og sætt röngum sak-
argiftum „iðrandi" mafíufor-
ingja. „Ég er bara verkamaður
og fátækur bóndi,“ sagði hann.
Franska kosn-
ingabaráttan
hafin
Kosningabaráttan vegna
þingkosninganna í Frakklandi
21. og 28. mars hófst formlega
í gær. Flestir telja að það eina
sem geti talist spennandi við
kosningamar sé spurningin um
hversu stór sigur hægriflokk-
anna verði. Leiðtogar þeirra
reyndu að draga úr væntingum
kjósenda og sögðu að þeir yrðu
að færa fórnir til að blása nýju
lifí í efnahaginn og draga úr
atvinnuleysinu.
IRA viður-
kennir tilræði
Sprengja sprakk í Camden í
norðurhluta Lundúna á laugar-
dag með þeim afleiðingum að
15 manns særðust, þar af þrír
lífshættulega. írski lýðveldis-
herinn (IRA) lýsti verknaðinum
á hendur sér og sagði að fleiri
sprengjutilræði væru í undir-
búningi í Bretlandi.
Mótmæli
gegn Cha-
morro
30.000 manns komu saman
á helsta torgi Managua, höfuð-
borgar Nicaragua, á sunnudag
og sökuðu Violetu Chamorro
forseta um að hafa stjómað
landinu með Sandinistum,
vinstrisinnuðum fyrirrennurum
hennar á valdastóli. Fólkið sak-
aði Chamorro um að hafa svik-
ið loforð sín frá kosningabar-
áttunni árið 1990, þegar hún
var í forystu fyrir 14 flokkum
sem mynduðu Stjómarand-
stöðuhreyfínguna (UNO) og
bám sigurorð af Sandinistum.
Úran-birgðir
verði skráðar
Alþjóðlega friðarrannsókna-
stofnunin í- Stokkhólmi gaf í
gær út bók um plúton- og úran-
birgðimar í heiminum og sagði
að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu
að hefja skráningu á þessum
efnum nú þegar kalda stríðinu
er lokið. I bókinni segir að
ýmis ríki heims hafí safnað gíf-
urlegum birgðum- af plútoni og
úrani, sem hægt er að nota í
kjarnorkusprengjur, á undan-
fömum áratugum.
Neita að rann-
saka lögmæti
hrefnuveiða
Ríkissaksóknari í Noregi
hefur hafnað beiðni hvalavina
um að rannsaka hvort hrefnu-
veiðar Norðmanna í vísinda-
skyni bijóti gegn lögum um
verndun dýra. „Við fáum ekki
séð að sjávarútvegsráðuneytið
hafí gerst brotlegt við lög,“
sagði saksóknarinn í viðtali við
Aftenposten.