Morgunblaðið - 02.03.1993, Page 28

Morgunblaðið - 02.03.1993, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 Gallar hafa komið upp í rúmlega þriggja ára gamalli sundlaug við Glerárskóla Um 5 milljónir í lagfæringar GALLAR hafa komið upp í Sundlaug Glerárskóla og tíðar bilan- ir, en frá því Iaugin var tekin í notkun í janúar árið 1990 og þar til nú hefur rúmum 5 milljónum verið varið til viðgerða. Bæjar- ráð Akureyrar hefur samþykkt að bæjarlögmaður og bæjarverk- fræðingur kanni réttarstöðu bæjarins gagnvart hönnuðum og verktökum, en formaður Iþrótta- og tómstundaráðs lagði fram bókun um málið á fundi ráðsins nýlega. skápana efni sem þolir bleytu ekki verið uppfyllt. Talið er að kostnaður við að skipta um skápa í búningsher- bergjum nemi um 3 milljónum króna. Samtals er um að ræða tæpar 5,2 milljónir sem farið hafa til lagfæringa eða fyrirsjáanlegt er að veija þurfí vegna galla sem upp hafa komið. „Þessi upptalning sýnir svo ekki verður. um villst að sitthvað hefur farið úrskeiðis við hönnun, byggingu og eftirlit þegar sundlaugin var byggð,“ segir í bókun Gunnars Jóns- sonar og þar er þess einnig farið á leit við bæjarverkfræðing og bæjar- lögmann að réttarstaða Akureyrar- bæjar gagnvart hönnuðum og verk- tökum laugarinnar verði könnuð, „þannig að komist verði til botns í því hver beri ábyrgð á öllum þessum göllum og bilunum," eins og segir í bókun Gunnars Morgunblaðið/Rúnar Þór Gusug-angnr STRÁKARNIR létu fara vel um sig í heita pottinum allir jafn kátir og þeir eftir að tíðir gallar hafa við sundlaug Glerárskóla í gær, en það eru ekki komið í Ijós sem kostað hafa yfir 5 milljónir. Lauginni lokað í bókun Gunnars Jónssonar for- manns íþrótta- og tómstundaráðs segir að frá því laugin var tekin í notkun 20. janúar 1990 hafi komið í ljós alls konar bilanir og gallar sem kostað hafi mikið fé og ómælda fyrir- höfn að láta lagfæra. Þá hafi orðið að loka lauginni í tvígang vegna þessa í nokkra daga í hvort skipti. Gallar í bókun Gunnars eru rakin helstu atriði og útlagður kostnaður við lag- færingar. Skipt var um hurðir úr sturtuklefum fram í laugarsal, en þær sem fyrir voru þóttu stórhættulegar slysagildrur vegna þyngdar og upp- fylltu ekki skilyrði fýrir aðgengi fatl- aðra. Kostnaður við nýjar hurðir nam tæpum 300 þúsund krónum. Þá var jámhandrið sett upp ofan á of lágan ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ hreinsibúnaði varð til þess að hreinsi- Sjómenn í Grímsey funda með framkvæmdasljóra frystihúss KEA í dag kútar sprungu, en kostnaður nam ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- rúmri hálfri milljón króna við þessi verk. Sundlaugarbakkar vom yfirfamir og gert við þá, þar sem fúga milli flísa var ónýt og kostnaður við verk- ið nam tæpum 100 þúsund krónur. Gólfefni í sturtu- og búningsklefum reyndust ónýt og leggja þyrfti nýtt fyrir um 460 þúsund krónur. Ljós undir yfirborði sundlaugarinnar reyndust einnig gölluð og þurftu lag- færingar við og nam kostnaður um 160 þúsund krónum. Ónýtir skápar Nú hefur komið í ljós að loftræst- ing er mjög gölluð og þarf að lag- færa án tafar ef ekki á illa að fara, en kostnaður er áætlaður rúmar 670 þúsund krónur. Einnig hefur komið í ljós að allir skápar í búningsklefum era ónýtir eftir þriggja ára notkun og segir formaður Iþrótta- og tóm- stundaráðs í bókun sinni að augljós- lega hafi það framskilyrði að nota í Öánægja meðal sjómanna vegna lækkunar fiskverðs Grímsey. SJÓMENN í Grímsey komu saman til fundar um nýtt fiskverð um helgina, en óánægju gætir meðal þeirra með það fiskverð sem Fiskverkun Kaupfélags Eyfirðinga býður. Framkvæmda- sljóri Fiskverkunar KEA í Hrísey kemur til fundar við sjómenn í Grímsey í dag, þriðjudag, til að ræða málin. Fiskverð lækkað Fyrir hálfum mánuði var sjómönn- um gert ljóst að um lækkun á fis- kverði yrði að ræða en þá lá ákvörð- un ekki fyrir. Á föstudag í liðinni Framhaldsskólarnir á Akureyri Fjölbreytt dagskrá á viku barst símbréf þar sem fram komu hugmyndir að nýju fiskverði er tæki gildi 1. mars. Fiskverð er lækkað frá því sem verið hefur og era sjómenn lítt hrifnir auk þess sem tími til að semja um nýtt verð var naumur, en mönnum gafst einungis tími til að hugleiða málið yfir helgi. Mikil óánægja kom fram með þenn- an seinagang forráðamanna Fisk- verkunar KEA á fundi sem sjómenn héldu í félagsheimilinu Múla um helgina. Hiti í mönnum Þá tóku sjómenn á fundinum fá- lega í hugmyndir um að flokka og slægja fisk eins og lagt er til að gert verði, en því fylgir mikið óhag- ræði. Miklar umræður urðu um málið og hiti í mönnum, en ákveðið var að gera tilboð um nýtt fiskverð og senda forráðamönnum fiskverk- unar KEA. Tilboðið hljóðaði upp á að greidd- ar yrðu 73 krónur yfir kílóið af ós- lægðum þorski, 40 krónur fyrir undirmálsþorsk, 70 krónur fyrir ýsu og 50 krónur fyrir undirmálið. Fram til þessa hefur verið greitt 67,5 krón- ur fyrir óslægðan þorsk og 45 krón- ur fyrir undirmálsfiskinn og fyrir ýsuna hafa verið greiddar 75 krónur. KEA vill greiða 70 krónur fyrir óslægðan stóran þorsk í 1. flokki og tæpar 54 krónur fyrir tveggja kílóa þorsk í sama flokki og þá yrðu greiddar tæpar 30 krónur fyrir undirmálsfiskinn. Verð fyrir ýsu yrði 75 krónur fyrir kílóið og 50 krónur fyrir undirmálið. Fundað í dag Sjómenn í Grímsey gáfu forráða- mönnum KEA frest til miðvikudags til að svara tilboði þeirra, en fram- kvæmdastjóri frystihúss KEA í Hrís- ey kemur í Grímsey í dag, þriðju- dag, og verður þá haldinn fundur með sjómönnum um málið og er vonast til að samningar náist í kjöl- farið. HSH. Listadögum skólanna FRAMHALDSSKÓLARNIR á Akureyri, Menntaskólinn á Akur- eyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri efna í fyrsta skipti til sameiginlegra Listadaga, en þeir hefjast í dag, þriðjudaginn 2. mars. Dagskrá Listadaganna er fjölbreytt, fyrírlestrar, gaman- mál, tónleikar og leiksýningar, en Listadögum lýkur fimmtudag- inn 11. mars næstkomandi. Listadagar verða settir í Gryfju VMA í kvöld kl. 20.30 og síðan verða tónleikar með KK-bandi. Á miðviku- dagskvöld verður fluttur fyrirlestur um skotveiði og flutt verða gaman- mál. Núverandi og fyrrverandi sam- gönguráðherrar, Halldór Blöndal og Steingrímur J. Sigfússon leiða saman hesta sína í kappræðum á fimmtudag Rangt föðurnafn í frétt blaðsins síðasta föstudag um nýstárlega teppagerð í Eyja- fjarðarsveit var farið rangt með föð- urnafn Jennýjar Karlsdóttur og hún sögð Gunnbjömsdóttir. Hlutaðeig- andi era beðnir velvirðingar á mis- tökunum. og á föstudag verður fyrirlestur um dulspeki. Um kvöldið verður komið upp kaffihúsi þar sem flutt verður jass og blústónlist. Um næstu helgi verður m.a. efnt til skautaballs, farið í útreiðartúr, gönguferð á Súlur og dorgað á Ólafs- fjarðarvatni auk þess sem efnt verð- urtil söngvararkeppni milli skólanna. í næstu viku verður Ríta gengur menntaveginn, leikrit Willy Russels, frá Þjóðleikhúsinu sýnt í 1929, efnt verður til klassískra tónleika þar sem nemendur skólans koma fram og einnig reyna skólarnir með sér í ár- legri íþróttakeppni. Listadögum verður slitið á fimmtudag í næstu viku, 11. mars. Verslun flytur Verslunin Toppmenn og sport hefur verið flutt um set í miðbæ Akur- eyrar, en verslunin hefur verið opnuð í Skipagötu 1, þar sem verslað er með íþróttavörur af ýmsu tagi auk þess sem þar er einnig að finna sportfatnað fyrir dömur og herra. Á myndinni eru eigendur verslunarinn- ar, frá vinstri, Friðbjörn Benediktsson, Áskell Þór Gíslason, Ragnar Þorvaldsson og Þorvaldur Hilmarsson. Fundur um alkóhólisma FYRSTI kynningarfundurinn sem haldinn er um helstu einkenni alkóhólismans verður á göngu- deild SÁÁ í Glerárgötu 20 á Akur- eyri í dag, þriðjudaginn 2. mars, og hefst kl. 17.15. Fyrirlesari er Georg Heide ráðgjafi SÁÁ. Á kynningarfundinum verður fjall- að um alkóhólismann og hvernig hann snertir aðstandendur, vini, vinnufélaga og vinnuveitendur. Fundurinn er öllum opinn og er að- gangur ókeypis. Kynningarfundir af þessu tagi hafa verið haldnir vikulega hjá SÁA í Reykjavík í mörg ár og jafnan vel sóttir, en fyrirkomulag fundarins á göngudeild SÁÁ verður með sama sniði. Ætlunin er að halda reglulega kynningarfundi af þessu tagi á göngudeild SÁÁ á Akureyri fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.