Morgunblaðið - 02.03.1993, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.03.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 29 Ingibjörg Pálmadóttir hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að í tilefni af norræna gigt- arárinu í fyrra, verði heilbrigðisráð- herra falið að móta tillögur um efl- ingu rannsókna á gigtsjúkdómum í samvinnu við Gigtarfélag íslands. Jafnframt beiti ráðherra sér fyrir stórauknu forvama- og fræðslustarfi um gigtsjúkdóma í samráði við Gigt- arfélagið. Einnig er kveðið á um að heilbrigðisráðherra geri raunhæfar tillögur um áframhaldandi eflingu lækninga, hjúkrunar og endurhæf- ingar fyrir gigtsjúka hér á landi og aðgerðum er komi í veg fyrir vinn- utap og langvarandi örorku vegna gigtsjúkdóma. Meðflutningsmenn Ingibjargar em Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK- Rv), Svavar Gestsson (Ab-Rv), Lára Margrét Ragnarsdóttir (S-Rv) og Jón Helgason (F-Sl). Gigt algeng Ingbjörg Pálmadóttir, hjúkmnar- fræðingur og fyrsti flutningsmaður, vildi benda blaðamanni Morgun- blaðsins á að gigtsjúkdómar væm fleiri og algengari en flestir gerðu sér grein fyrir. Helstu flokkar gigt- sjúkdóma væru bólgusjúkdómar, þ.e. iktsýki, rauðir úlfar og skyldir sjúk- dómar, fjölvöðvabólga, húðvöðva- bólga, herslismein, liðbólgur tengdar sýkingum, kristalsjúkdómar, s.s. þvagsýmgigt, slitgigt, vöðva- og vefjagigt, festumein og skyldir sjúk- dómar og að lokum beinþynning. Ingibjörg Pálmadóttir sagði að ætla mætti að fimmti hver Islending- ur fengi gigt og hefði það mikinn kostnað fyrir þjóðfélagið allt. Hún tók sem dæmi að á árinu 1990 hefðu verið greiddir sjúkradagpeningar vegna gigtsjúkdóma í 51.511 daga. Giskað hefði verið á að hægt væri að spara þjóðfélaginu allt að 10 millj- arða árlega ef unnt væri að koma í veg fyrir gigt. Samkvæmt bandarísk- um arðsemisútreikningum skiluðu þeir fjármunir sem varið væri til gigt- arlækninga sér fertugfalt til baka. Auknar rannsóknir ættu því að vera þjóðhagslega hagkvæmar, og hið sama hlyti að gilda um forvama- og fræðslustarf. Ingbjörg fræddi þingfréttaritar- ann um að þrátt fyrir stöðugar fram- farir í læknavísindum hefði enn ekki tekist að finna viðhlítandi skýringar á orsökum margra gigtsjúkdóma. Flestar kenningar gerðu ráð fyrir að samverkandi þættir, þ.e. meðfæddir og ytri þættir, orsaki gigtina. Alþjóðlegar viðurkenningar Ingibjörg sagði að menn hefðu lengi leitað ráða gegn gigtinni en vísindalegra rannsókna væri þörf. íslenskir fræðimenn hefðu lengi stundað rannsóknir á gigtsjúkdóm- um og hlotið alþjóðlega viðurkenn- ingu fyrir störf sín. En þessar rann- sóknir hefðu hins vegar að mestu verið stundaðar í hjáverkum sökum fjárskorts. Ingibjörg minntist þess að Gigtarfélag íslands hefði nýverið safnað fé í Vísindasjóð félagsins sem nota ætti til að kosta rannsóknir á gigtsjúkdómum. Ingibjörg vitnaði til þess að sérfræðingar segðu rann- sóknir á gigtsjúkdómum væru að mörgu leyti auðveldari hér á landi en víða erlendis. Kæmi þar til hversu fámenn þjóðin væri en það auðveld- aði m.a. faraldurs- og erfðafræðileg- ar rannsóknir. Þá minnti ræðumaður einnig á að á íslandi væri ættfræði- áhugi mjög almennur og ættartölur góðar. Frétt í tímaritinu Skildi 1. tbl. 1. árg. 1992, rennir stoðum undir málflutning þingmanns- ins. Ráð við gigt sem mörgum hefur að haldi komið. Tak mörk af góðu frönsku brennivíni (Cognac), hell því í flösku og lát þar saman við 12 lóð af vel þurru muldu matar- salti. Hrist síðan flöskuna vel í 10 mínútur og lát standa í 1 klukkutíma, svo saltið setjist á botninn. Að því búnu er salt- brennivínslög þessum hellt gætilega í aðra flösku hreina en það sem sest hefur á botninn er látið verða eptir, sem ónýtt eins og hver annar korgur. Á hverjum morgni takist inn af nefndu brennivíni 1 matskeið blönduð við tvær matskeiðar af sjóðheitu vatni og á hverju kvöldi um háttatíma vætir mað- ur vaðmálspjötlu hæfilega stóra í brennivíninu til að leggja við þá staði á kroppnum, sem gigt- in er verst í, og er hún tekin frá á morgnana en aptur vætt á kvöldin. Mörgum batnar talsvert af þessu eptir 1 eða 2 vikur þó þeir hafi áður lengi verið gigt- veikir. Grenjaðarstað 22. július 1864 Magnús Jónsson. Blaðamaður tímaritsins Skjaldar greinir frá því að Magnús Jónsson hafí verið hag- mæltur vel, hneigður til nátt- úrufræði og lækninga. í íslensk- um æviskrám komi og fram að Magnús hafði verið orðlagður læknir. • Stnttar þingfréttir Samkeppnislög: já og nei Við atkvæðagreiðslu síðastliðinn fímmtudag um frumvarp til sam- keppnislaga hafði Eggert Haukdal' (S-Sl) tvöfalt svar á tungu þegar hann var inntur eftir afstöðu sinni. Óskað var eftir nafnakalli þegar greidd voru atkvæði um frumvarpið í heild. Þeir sem samþykkja vildu frumvarpið skyldu segja já, þeir sem andvígir væru skyldu segja nei. Þegar forseti Alþingis, Salome Þorkelsdóttir innti Eggert Haukdal eftir afstöðu mátti heyra: „Bæði já og nei. En ætli við höfum það ekki já.“ Eggert Haukdal samþykkti því frumvarpið. Þessa blendnu eða tvöföldu af- stöðu þingmannsins má rekja til þess að í ellefta kafla þessa frum- varps eru ákvæði sem snerta aðild íslands að Evrópska efnahagssvæð- inu, EES. En Eggert Haukdal var og er andvígur þessari aðild og hefur í því sambandi haft orð um „Eurokrata" og að kratar ráði of miklu með sínum núverandi ferða- félögum, sjálfstæðismönnum. Stjómarandstæðingar voru og eru eins og Eggert Haukdal andvíg- ir ellefta kaflanum og fluttu breyt- ingartillögu um brottfall hans. Sú tillaga var felld og sátu þeir því hjá við endanlega afgreiðslu málsins. Frumvarpið var því samþykkt sam- hljóða með 32 atkvæðum stjómar- liða, 21 þingmaður greiddi ekki at- kvæði en 10 þingmenn voru fíar- staddir. Lög frá Alþingi Á 117. fundi Alþingis síðasta fímmtudag voru fjögur frumvörp viðskiptaráðherra endanlega sam- þykkt og send ríkisstjóm sem lög frá Alþingi. Samkeppnislög. Um þetta frumvarp var samstaða milli allra þingflokka að öðm leyti en því að stjórnarandstæðingar gátu ekki fellt sig við 11. kafla fram- varpsins sem varðar framkvæmd samkeppnisreglna samkvæmt samningum um Evrópskt efnahags- svæði, EES. Stjómarandstaðan sat því hjá við endanlega afgreiðslu májsins. Á þessum sama fundi vora sam- þykkt þijú framvörp varðandi verð- bréf. Ekki var neinn ágreiningur um afgreiðslu þessara mála. Lög um Verðbréfaviðskipti. Lög um verðbréfasjóði. Lög um verð- bréfaþing Islands. Þingsályktunartillaga fimm þingmanna í framhaldi af Norrænu gigtarári Rannsóknir og forvarnir verði efldar INGIBJÖRG Pálmadóttir (F-Vl) segir að gigt, sé miklu meira og alvar- legra vandamál heldur en umkvartanir landsmanna gefi tilefni til að ætla. Gigt sé safnheiti fyrir rúmlega 200 sjúkdóma sem valdi lands- mönnum ómældum þjáningum og fjárhagsskaða. Hún fullyrðir að í yfirstandandi efnahagsþrenginum séu fáar ef nokkrar fjárfestingar betri en hert sókn og vöm gegn gigtinni. Gigtarsjúkdómar GISKAÐ hefði verið á að hægt væri að spara þjóðfélaginu aUt að 10 milljarða árlega ef unnt væri að koma í veg fyrir gigt. Gainalt gigtarráð INGIBJÖRG Pálmadóttir (F-Vl) vill efla gigtarannsókn- ir. Hún sagði þingfréttaritara Morgunblaðsins að menn hefðu lengi leitað ráða gegn gigtarsjúkdómum en bet- ur mætti ef duga skyldi. Nokkur atriði úr myndinni. Tveir ruglaðir í Háskólabíói HASKÓLABIO hefur tekið til sýninga myndina Tveir ruglaðir eða „The Nutty Nut“. Með aðal- hlutverk fara Stephen Kearney, Amy Qasbeck og Traci Lords. Leiksfjóri er Adam Rifkin. Tvíburabræðurnir Philbert og Nathan Nut eru aðskildir í frum- bemsku þegar blásnauð móðir þeirra neyðist til að skilja Nathan eftir á tröppum upptökuheimilis. Philbert kvænist hins vegar til fjár og verður áhrifamaður á kaupsýslu- sviðinu, í stjómmálum og góðgerð- arstarfi. í raun er hann svindlari, lygalaupur og kvennabósi. Nathan elst upp á upptökuheimil- um og þroskar með sér þrettán ólík- ar manngerðir og eina batavon hans felst í því að hafa upp á Phil- bert, bróður sínum, en félagsskapur við hann er talinn geta losað Nat- han við ímynduðu persónurnar. Nathan tekst að flýja af geð- veikrahælinu og fyrir slembilukku lendir hann á heimili Philberts. Þar sem þeir bræður eru nákvæmlega eins í hátt er Philbert færður á geðveikrahælið en Nathan kemur fram í hans stað í veislum og öðru tilstandi. Eins og allt er í pottinn búið er ekki von á góðu. borgara* 11. mars rðum<8> Heimsferðir bjóða nú glæsilega ferð fyrir eldri borgara til Kanarí þann 11. mars með þjónustu hjúkrunarfræðinga og frábærra fararstjóra. IMSFERÐIR hf. 17, 2. hæó • Sími 624600 Verð kr. 49*900** Verð m.v. 4 í smáhýsi, Koala Garden. Verðkr. 59*900,* Verð m.v. 2 í smáhýsi, Koala Garden. Aðeins 5 smáfiýsi laus á Koaía Garden. Aðrar brottfarir: 1 .apríl, páskaferð Guðný Guðmundsdóttir, lakobína Davíðsdóttir, Bergþóra Tómasdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.