Morgunblaðið - 02.03.1993, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993
35
7
Minning
Hlíf Kristjánsdóttir
Fædd 12. janúar 1913
Dáin 20. febrúar 1993
Hlíf Kristjánsdóttir fæddist 12.
janúar 1913 í Stapadal, Auðkúlu-
hreppi, V-ís. Hún dó 20. febrúar
1993 á St. Jósefsspítala í Hafnar-
firði.
Foreldrar hennar voru Kristján
Kristjánsson hreppstjóri í Stapadal,
f. 22. október 1844 á Borg í Auð-
kúluhreppi, d. 8. apríl 1928, og
ráðskona hans, Guðný Guðmunds-
dóttir, f. 7. október 1881 á Homi,
Auðkúluhreppi, d. 5. september
1957, og var hún annað bam þeirra.
Kristján var ekkjumaður og hafði
átt 15 böm í hjónabandi. Hann var
sonur Kristjáns sterka á Borg, Guð-
mundssonar skutlara í Vigur, Guð-
mundssonar saltkarls í Reykjanesi
og bónda á Auðkúlu, Arasonar
bónda á Haukabergi, Jónssonar
bónda í Reykjafirði við Djúp, Hann-
essonar læknis og bónda sama stað,
Gunnlaugssonar.
Kristján á Borg átti Guðbjörgu
Markúsdóttur prests á Álftamýri,
Þórðarsonar stúdents í Vigur,
Ólafssonar bónda á Eyri í Seyðis-
fírði, Jónssonar.
Móðir Guðbjargar var Þorbjörg
Þorvaldsdóttir hreppstjóra í
Hvammi í Dýrafírði Sveinssonar en
amma hennar, móðir sr. Markúsar,
var Valgerður Markúsdóttir Mála-
Snæbjarnarsonar.
Guðmundur skutlari í Vigur átti
Guðbjörgu Þorláksdóttur prests á
stað á Snæfjallaströnd.
Guðmundur Arason á Auðkúlu
átti Guðbjörgu Sæmundsdóttur
bónda á Gemlufalli, Sigmundsson-
ar.
Kona Ara Jónssonar var Guðrún
Þórðardóttir lögréttumanns á
Haukabergi, Bjarnasonar.
Kona Jóns Hannessonar var Hall-
björg Ásgeirsdóttir bónda á Ósi í
Steingrímsfirði, Sigurðssonar.
Guðný, móðir Hlífar, var dóttir
Guðmundar húsmanns og bónda á
Horni og Kirkjubóli í Mosdal, Gísla-
sonar bónda í Kirkjuhvammi á
Rauðasandi, Magnússonar bónda á
Hlaðseyri og víðar, síðast í Hænu-
vík, Halldórssonar bónda á Geirs-
eyri, Magnússonar prests í Árnesi
og Garpsdal, Halldórssonar prests
í Ámesi, Magnússonar prests á
Stað í Steingrímsfirði, Einarssonar
prests á Stað, Sigurðssonar prests
á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, Ein-
arssonar skálds í Eydölum, Sigurðs-
sonar.
Kona Guðmundar á Horni var
Sigríður Karólína Jónsdóttir bónda
í Rauðsdal lægri, Ólafssonar bónda
á Neðra-Vaðli, Ólafssonar bónda í
Tungumúla.
Þessar framanrituðu ættgreinar
eru ekki settar hér fram til að
hreykja upp hinni framliðnu, því
einskis slíks þarf hún með, heldur
til að sýna hvemig hún var af sterk-
um stofnum þar sem engan bláþráð
var að finna. Þannig var hún líka
sjálf, gegnheil, hrein og bein, einörð
og föst fyrir eins og vestfirsku ijöll-
in. Ef til vill var skap hennar líka
eins og aldan við núpana, ólgandi
undir niðri en agað og háttbundið.
Það mundi líka vera sannmæli
að líkja henni við marga kristals-
fleti í einum steini þar sem ljós
skín af þeim öllum og þó ólíkum.
Höfðingslund sannarleg var í henni,
það var henni eiginlegt að gefa og
veita á báðar hendur og munu
margir hafa reynt það. En eins og
hún var hispurslaus og höfðingja-
djörf þannig var hún líka nærgætin
og skilningsrík á mannlegt eðli í
þess margvíslegu myndum. Það fór
ekki í rifinn sjóð sem henni var þá
trúað fyrir því að orðheldni og áreið-
anleiki í samskiptum öllum voru
henni eiginleg.
Hún unni skáldmennt og ljóða-
gerð og gætti þar áhrifa frá heimil-
inu í Stapadal, því faðir hennar var
skáldmæltur eins og margt þeirra
ættmonna, orti til dóttur sinnar á
barnsaldri og dáði hana mjög.
Ef til vill var það eitthvert skálda-
blóð sem gerði Hlíf að ræktunar-
konu eins og hún var. Ef til vill
orti hún ljóð sín í garðinum við
Hellisgötu sem var oft eins og ævin-
týraþula eða syrpa af hugnæmum
smáljóðum. Þar hafði Hlíf farið
höndum um og þar átti hún sínar
stundir.
Ævinlega var lærdómsríkt að
eiga tal við Hlíf, eitthvað nýtt eða
óvænt kom í ljós og hver heimsókn
varð eftirminnileg á einhvem sér-
stakan hátt og nú að leiðarlokum
er mikil birta yfir þeim minningum.
Það er sólskin liðinna daga, birta
sem ekki dvín. Við hlið Hlífar Krist-
jánsdóttur stóð Jóhannes Ágúst
Magnússon. Hann var nokkru eldri,
fæddur 4. ágúst 1909 og dó 16.
janúar 1978, einstakur dugnaðar-
og mannkostamaður. Þau gengu í
hjónaband 17. desember 1932 og
stofnuðu heimili í svokölluðu Fé-
lagshúsi sem foreldrar hans höfðu
byggt. Þau bjuggu þar alla tíð sam-
an. Böm þeirra urðu þrjú. a) Guð-
leif, f. 28. mars 1933, húsfreyja í
Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er
Þorsteinn Sigvaldason rannsókna-
maður og eiga þau fjögur böm. b)
Kristján Magni, f. 2. janúar 1945,
vélvirki í Hafnarfirði. c) Magnús,
f. 9. janúar 1951, viðskiptafræðing-
ur. Kona hans er Guðríður Guð-
mundsdóttir lögfræðingur og eiga
þau tvö böm.
Börn hennar og barnabörn eiga
auðvitað dýrasta minningasjóðinn
um foreldra sína. En þeir eru líka
fjölmargir samferðamennimir og
nánir ættingjar sem munu minnast
þeirra nú og ævinlega með virðingu
og þökk. Það er margs að minnast,
sumt varð aldrei fullþakkað og aldr-
ei greitt. Við systurbörn Hlífar
sendum bömum, tengdabömum og
bamabörnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Á.S.
t
JÓN HALLGRÍMSSON,
Reykhúsum,
Eyjafjarðarsveit,
andaðist 25. febrúar.
Jarðarförin fer fram laugardaginn 6. mars kl. 13.30 aö Grund.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins
látna, er bent á Styrktarsjóð Kristnesspítala.
Vandamenn.
t
Útför systur minnar og fóstru,
LAUFEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Baldursgötu 1,
Reykjavík,
sem andaðist þann 23. febrúar, verður gerð frá Fríkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 4. mars kl. 13.30.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Sigurður R. Sigurðsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGA ÁGÚSTA ÞORKELSDÓTTIR,
Helgugötu 1,
Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 3. mars
kl. 14.00.
Björn Hjörtur Guðmundsson,
Birgir Björnsson,
Einar Oddur Kristjánsson,
Ágústa Einarsdóttir, Ríkharður Harðarson,
Aiexander Jarl Rikharðsson,
Kristján Einarsson,
Hafdís Einarsdóttir,
Jóhanna Birna Einarsdóttir,
Björn Hjörtur Einarsson.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
PÁLL H. WÍUM
málarameistari,
Drápuhlíð 15,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 3. mars
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Krabbameinsfélag fslands.
Karl Viðar Pálsson Wíum,
Narfi P. Wíum, Svanhvít Aðalsteinsdóttir,
Guðlaug P. Wíum, Ragnar S. Magnússon,
Hlín P. Wíum, Árni H. Árnason,
Einar Sveinbjarnarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær dóttir okkar, móðir mín,
unnusta og systir,
ANNA MARÍA KJARTANSDÓTTIR,
Miðvangi41,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í
dag, þriðjudaginn 2. mars, kl. 15.00.
Alma Þorláksdóttir, Erna B. Kristinsdóttir,
Kjartan Hjörvarsson, Edith Alvarsdóttir,
Ólafur Árnason,
Hjörleifur Harðarson,
Hjörvar Kjartansson,
Esther Ýr Kjartansdóttir.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og virðingu við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÓLAFS E. GUÐMUNDSSONAR
frá Mosvöllum.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir,
Guðmundur Ólafsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir,
Þorvaldur Ólafsson, Brynja Jóhannsdóttir,
Kristin Á. Ólafsdóttir, Óskar Guðmundsson,
Eggert Ólafsson, Sigrún Þorvarðardóttir,
Snjólfur Ólafsson, Guðrún S. Eyjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
RÓSU PÁLSDÓTTUR
frá Uppsölum.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarliði og starfsfólki á dvalar-
heimilinu Hlíö.
Garðar Vilhjálmsson,
Sigríður Garðarsdóttir, Gylfi Garðarsson,
Páll Garðarsson, Sigurrós Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hugheilar þakkir til allra sem sýnt hafa
samúð vegna fráfalls
SIGTRYGGS
VILHJÁLMSSONAR
frá Þórshöfn.
Kristrún Jóhannsdóttir,
Selma Rut Sigtryggsdóttir
systkini og aðrir ástvinir.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð, hlýhug og
vináttu við andlát og útför móður okkar
og tengdamóður,
HELGU SIGURÐARDÓTTUR,
Móabarði 34.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjartadeildar Borgarspítalans.
Sigurbjörg Njálsdóttir,
Sigurður N. Njálsson, Guðrún Ágústsdóttir,
Sigurður G. Njálsson, Sigurleif Sigurðardóttir,
Steinunn E. Njáisdóttir, Hans B. Guðmundsson,
Elín H. Njálsdóttir, Magnús Ólafsson
og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu
minningu mannsins míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
SIGURGEIRS FINNBOGASONAR,
Maríubakka 2,
Reykjavfk,
og sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför hans.
Alveg sérstakar þakkirfærum við hjúkr-
unarfólki í Sjálfsbjargarhúsinu, 4. hæð,
fyrir einstaka hjúkrun og umönnun í veikindum hans.
Blessun Guðs fylgi allri starfsemi Sjálfsbjargar.
Hulda Bertel Magnúsdóttir,
Finnbogi Steinar Sigurgeirsson,
Magnús Líndal Sigurgeirsson, Mahdja Mohamed
og afabörn.