Morgunblaðið - 02.03.1993, Page 37

Morgunblaðið - 02.03.1993, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 37 Minning Guðbjörg María Guðmundsdóttir Fædd 3. mars 1908 Dáin 19. febrúar 1993 Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa meðan sólin í djúpinu er, og ef ti! vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Mig langar í nokkrum orðum að minnast hér ömmu minnar, ömmu Mæju, sem lést 19. febrúar sl. Amma Mæja hafði verið veik í langan tíma en þrátt fyrir það var ég ekki undir það búinn að fá and- látsfregnina. í undirmeðvitund minni hafði alltaf blundað sú barns- lega einfeldni að trúa því að amma næði sér og og ég gæti þá rætt við hana og þakkað henni fyrir allt það sem hún hefur verið mér í líf- inu. Amma Mæja fæddist á Vatns- skarðshólum í Mýrdal 3. mars 1908. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guðmundsson bóndi á Brekkum í Mýrdal, fæddur 1867, og kona hans Rannveig Guðmunds- dóttir, fædd 1871. Amma Mæja var tekin í fóstur á unga aldri en naut þess þó að alast upp hjá góðum fósturforeldrum í nálægð við for- eldra og systkini í Mýrdalnum. í upphafi kreppunnar miklu réð amma sig sem vinnukonu að Vest- urhúsum í Vestmannaeyjum. Þar líkaði henni vistin vel og ekki spillti það fyrir að þar var fyrir í vinnu ungur maður, nýútskrifaður „mótoristi" sem fljótlega elti hana á röndum með grasið í skónum, eins og hún orðaði það. Þessi ungi piltur hét Sölvi Elíasson, fæddur 22. júní 1904 í Þórðarbúð í Eyrar- sveit á Snæfellsnesi. Undir kirkju- garðsveggnum í Eyjum ákváðu þau svo að takast sameiginlega á við gleði og sorgir framtíðarinnar. Þessa ákvörðun staðfestu þau svo fyrir Guði og mönnum hinn 14. júní 1931. Ég minnist þess alltaf hvemig amma og afí brostu hvort til ann- ars og urðu viðkvæm á svip er tal- ið barst að því hvernig þau kynnt- ust. Sérstaklega minnist ég þessa umræðuefnis og hve viðkvæm þau voru á skírnardegi dóttur minnar, en þann dag áttu þau 50 ára brúð- kaupsafmæli. Amma og afí eignuðust tvo syni, Hafstein, fæddan 17. október 1932, maki Kolbrún Haraldsdóttir, og eiga þau fjögur börn; og Garðar, fæddur 16. maí 1934, maki Edda Hrönn Hannesdóttir, og eiga þau fimm börn. Barnabamabörnin em orðin 19 talsins. í upphafí búskapar leigðu amma og afí í Vesturbænum í Reykjavík, en í stríðsbyrjun keyptu þau og fluttust í nýtt hús- næði við Einholt 9 og bjuggu þar til dauðadags. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að umgangast ömmu reglulega alla tíð og deila með henni gleði og sorgum. Auðvitað voru bæði gleðin og sorgirnar mótaðar af barnslegu mati í upphafi, en eftir því sem ég varð eldri, skildi ég æ betur hve mikils virði og hve góður ráðgjafi amma var mér. Ég gat treyst henni fyrir öllu og það var alveg sama hvað gekk á, amma var alltaf til staðar. Hún var alltaf tilbúin til þess að hlusta, ráðleggja og hugga. Ég minnist þess varla að hafa nokkurn tíma kvatt hana án þess að hún annaðhvort saumaði rifu á fötunum mínum, gæfí mér vettl- inga eða sokka, eða laumaði að mér pening eða mat. Svona var hún amma. Hún helgaði líf sitt velferð annarra. Amma Mæja var trúuð kona og því kynntist ég vel fýrir nokkrum árum er ég gekk í gegnum mikla erfiðleika í lífinu. Þá eins og svo oft áður heimsótti ég ömmu og rakti raunir mínar fyrir henni. Hún hlustaði á mig þögul en sagði svo: „Svona er lífíð, vinur minn, en við verðum bara að treysta Guði.“ Ég man hve viðkvæm amma var þetta kvöld. Hún var þá nýlega orðin ekkja eftir mikla þrautagöngu síð- ustu mánuðina í lífi afa. En þrátt fyrir það kvartaði hún ekki, nei, hún faðmaði mig og kyssti og hvísÞ aði að mér uppörvunarorðum. Á þeirri stundu upplifði ég enn einu sinni hve velferð annarra var henni Helgi Pálsson, Selja landi — Minning Fæddur 18. september 1904 Dáinn 13. febrúar 1993 Það var rigningasumarið 1955 sem við Helgi frændi kynntumst. Þá settist ég upp sumarlangt á heimili hans, Seljalandi í Fljóts- hverfi. Það hefur ekki síst verið Helga að þakka að sumarið fór ekki í vaskinn, því að hann var bamgóður með afbrigðum. Skúr- inn þar sem hann bjó til gúmmískó var mikill samastaður þetta sumar og höfuðóvinurinn, rigningin, breyttist í notalegt buldur á báru- járnsþaki. Helgi bjó lengst af á föðurleifð sinni, Seljalandi, ásamt fjórum úr systkinahópnum stóra, Þórarni eldri, Jóni, Málfríði og Þórarni yngri. Á yfirborðinu virtist ævi hans líða fram eins og lygn á. Allt snerist um að búa í haginn fyrir heimilið og vinna hörðum höndum. Þau hafa verið samhent um það systkinin að skapa and- rúmsloft sem getur varla átt sinn . líka, slík er eindrægnin, umhyggj- ' an fyrir öllu sem lífsanda dregur og rausnin. Systkinin tvö sem eftir eru á Seljalandi, Málfríður og Þór- arinn yngri, búa áfram í þeim anda. Ég veit ekki hversu vel ég þekkti Helga föðurbróður minn þótt ég dveldist langtímum saman á Selja- landi, en ég veit að hann var ein- hver mesti öðlingur sem ég hef fyrirhitt. Honum brást ekki geisl- andi hlýtt viðmótið, og hann skipti aldrei skapi. Hann var sögumaður góður, skemmtilegur og hlátur- mildur. Háttvísi hans var einstök. Það má meðal annars marka af því að hann talaði við börn og búfénað af sömu virðingu og við sýslumann. Ég heyrði hann aldrei leggja nema gott til annarra og kímnisögur hans voru lausar við þá kæti yfír óförum annarra sem er eitt einkenni á íslenskri fyndni. Það er ein af ráðgátunum að hve miklu leyti lyndiseinkunn fólks eins og Helga er meðfædd og að hve miklu leyti áunnin, hvort það fólk sé til sem nær að temja lund sína með svo mögnuðum árangri. Svo mikið er víst að Helgi var langt frá því að vera geðlurða. Því hlýt- ur skapstilling hans að hafa verið spurning um sjálfsaga. Hann sýndi líka mikinn sjálfsaga og karlmennsku í veikindum síð- ustu árin og í langvarandi fötlun sinni. Ótrúlegt er til þess að hugsa ofarlega í huga. Hún ræddi ekki um eigin sorgir, ónei, hún vildi ekki íþyngja öðrum. „Treystu Guði og vertu heiðarlegur." Þetta voru ráðleggingar ömmu. Það er nú einhvern veginn svo að öllum bömum þykir vænt um afa og ömmu. Það stafar af miklum kærleika frá gamla fólkinu. Bama- börnin eru sólargeislarnir þeirra og þau umvefja þau örmum sínum og hafa orðið tíma til þess að sinna þeim og færa þeim gjafír. Áunninn næmleiki gefur þeim einnig gott veganesti til þess að ræða við barnabömin um lífíð og tilveruna. Þetta upplifði ég á dásamlegan hátt, bæði sem barn og eftir að ég varð fullorðinn og fyrir það mun ég alltaf verða þakklátur. í dag fínn ég fyrir miklu tómarúmi í lífi mínu vegna fráfalls ömmu Mæju, en ég veit að amma vill að ég fylli þetta tómarúm með hlýjum minn- ingum um þær stundir sem við áttum saman bæði í gleði og sorg, og það mun ég gera. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Hannes. Þær vom notalegar stundimar í Einholtinu hjá afa og ömmu. Unga parið sem var að hefja sinn búskap í bflskúr við Háteigsveginn hafði þangað margt að sækja. Það vom ekki bara góðgerðir sem ávallt vora til reiðu. Öll sú ástúð og umhyggja sem gefín var af einlægni var okk- ur Össa mikils virði. að ekki em nema þijú ár síðan hann haltraði daglega vestur í hús til þess að gefa_ ánum sínum, þá orðinn 85 ára. Á yngri áram var hann ferðagarpur og mnikilvirk grenjaskytta. Það hljóta að vera ömurleg viðbrigði fyrir slíkan mann að verða hreyfihamlaður á tiltölulega ungum aldri. Þann kross bar hann af sömu reisn og ein- kenndi alla framgöngu hans. Eitt atvik úr sumardvöl á Selja- landi langar mig að rifja upp. Bróð- ir minn og ég höfðum gengið inn á Seljalandsheiði með Helga frænda að Branná sem er töluvert vatnsfall. Á kafla rennur hún í þröngum stokki, straumþung og nokkuð ógnvekjandi á að líta og heyra. Við systkinin vildum spreyta okkur og stökkva yfir ána. Helgi leiðbeindi okkur og benti á besta stað. Aðgerðin tókst, og það var eins gott, því ólíklegt er að hægt hefði verið að físka nokkurn lifandi mann upp úr flaumnum. Börnin sem komu til baka vora góð með sig og þótti þau hafa stað- ist manndómsraun. Ég verð Helga ævinlega þakklát fyrir að hafa leyft mér að stökkva. Þegar svartsýni sækir á um heiminn sem virðist enn fara versn- andi að sumu leyti og svartsýni um innri manninn sem er víst sam- ur við sig, er gott að eiga athvarf í minningunni um vammlausan mann og vítalausan. Steinunn Sigurðardóttir. Við sátum oft á kassanum í litla eldhúsinu hjá afa og ömmu, borðuðum kleinur og jólaköku og spjölluðum um liðna tíma eða það sem helst lá á hjarta hveiju sinni. Skilningur á þörfum og óskum unga fólksins náði yfír allt og ekk- ert var of gott fyrir þau. Það var unga parinu lærdómsríkt og til eftirbreytni að sjá þá ást og virð- ingu sem afí og amma sýndu hvort öðru. Ósjaldan var bankað upp á í bíl- skúmum og úti stóð afi Sölvi, send- ur til að ná í okkur yfír eða færa okkur eitthvað og ef heilsan var bágborin var það spritt í mola sem læknaði allt. Elsku amma Mæja. Ég þakka þér fyrir það sem þú varst mér og þá elsku og hlýju sem þú gafst mér og mínum af miklu örlæti. íris. Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur. (Hjálmar Jónsson) Það var á fyrstu áratugum aldarinnar sem unglingsstúlka, kvik og létt á fæti, gekk yfír Reyn- isfyall með fermingarkjólinn sinn undir hendinni. Hún átti að ferm- ast í sóknarkirkjunni sinni þennan dag. Það tíðkaðist ekki að setja hest undir krakka þótt þeir þyrftu að fara bæjarleið, enda styst að ganga yfir fjallið frá Vík. Þar átti hún heima sín uppvaxtarár, hún tengdamóðir mín, hjá góðu fólki í stórbrotnu og fögru umhverfi. Guðbjörg María Guðmundsdótt- ir fæddist 3. mars 1908 að Vatns- garðshólum í Mýrdal. Foreldrar hennar vora hjónin Rannveig Guð- mundsdóttir og Guðmundur Guð- mundsson sem þar voru til heimil- is. Þau voru bláfátækt bamafólk, áttu alls 12 börn, en ekkert jarð- næði. Því varð það hlutskipti þess- ara hjóna, eins og svo margra annarra fátæklinga á þessum tím- um, að hópurinn tvístraðist og börnunum, a.m.k. sumum þeirra, var komið fyrir hjá frændfólki eða vandalausum til skemmri eða lengri dvalar. María var gæfusöm, eins og hún sagði mér sjálf, því hana tóku að sér hjónin Elín Svipmundsdóttir og Ingimundur Jónsson og ólu upp sem sína eigin dóttur við gott at- læti. Um hásláttinn vora þau beðin að taka að sér litlu stúlkuna sem þá var eitthvað óvær. Því var móð- ir Elínar beðin að gæta bamsins svo vinnandi fólkið hefði ekki af því ónæði. Það var svo verk þessar- ar gömlu konu að koma Maríu litlu klakklaust í gegnum þetta fyrsta og viðkvæma tímabil ævinnar. Fjölskyldan fluttist seinna til Víkur og þar ólst María upp eins og fyrr segir. Hún gekk í bama- og unglingaskóla í Vík og er óhætt að fullyrða að kennslan þar hafí á margan hátt verið á undan sinni samtíð, a.m.k. ef miðað er við skóla í sveit. Til dæmis var þar kennd handavinna og leikfími auk hefð- bundinna bóklegra greina og áhersla lögð á þekkingu á náttúra landsins og lestur ljóða. María kunni líka margar visur og hafði sérstakt dálæti á Bólu-Hjálmari, vafalaust hefur samúð hennar með þeim sem minna máttu sín átt þar hlut að máli. María var einstaklega handlagin og áhugi hennar á hvers konar handavinnu kom fljótt í ljós. Þegar hún var um fermingu fór hún á saumanámskeið. Greiddi hún sjálf fyrir með peningum sem hún vann sér inn með því að fara með og sækja hesta í haga fyrir ferða- menn og bændur úr nágranna- sveitum. Alla tíð var María sívinn- andi, saumaði og pijónaði flíkur á böm og fullorðna. Enn era til fal- legar peysur systurbama minna sem minnisvarði um hagar hendur. Þá hefur þessi kunnátta komið sér vel á tímum kreppu og vöraskorts eins og var á þeim árum er María hóf búskap. í Vestmannaeyjum var þá, sem nú, mikil verstöð og þangað kom fólk víðsvegar að til að freista gæfunnar. Það gerði María líka og hitti þar ungan sjómann, glaðan eldhuga, ættaðan úr Breiðafjarða- reyjum. Unga stúlkan úr Víkinni og sjómaðurinn hennar bjuggu saman í Reykjavík í hart nær 60 ár, lengst af í Einholti 9, eða þar til tengdafaðir minn, Sölvi Elíasson bifreiðastjóri, lést hinn 21. júní 1988. Sölvi var mörgum kunnur hér í borginni fyrir störf sín, lipur og farsæll bílstjóri. Tengdaforeldr- ar minir áttu sér mörg sameiginleg áhugamál, t.d. að kynnast landinu sínu. Sjórinn átti líka sterk ítök í þeim enda bæði alin upp við sjó. Margar ferðir fóru þau í fjörar, skoðuðu steina og annað sem öld- umar skola á land og oftar en ekki var smáfólk með í för. Þetta voru vinsælar og eftirminnilegar ferðir. Eftir að tengdamóðir mín varð ekkja tók heilsu hennar að hraka. Hún hafði misst lífsakkerið sitt og varð ekki söm á eftir. Þetta er í stóram dráttum lífs- hlaup íslenskrar alþýðukonu sem lifað hefur tímana tvenna. Fædd í sárri fátækt en með góðum eðlis- þáttum, sem hún ræktaði af alúð, rann hún æviskeið sem okkur yngri er hollt að hugleiða. Að leiðarlokum þakka ég tengdamóður minni áratuga tryggð og umhyggju fyrir mér og fjölskyldu minni. Blessuð sé minning hennar. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, - sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga - þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. (Om Amarson) Kolbrún Haraldsdóttir. EríklrNkkjur Gkesileg kaffi- hlaðborð Mlegir Siilir og mjög góð þjóniLsta. Iþplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR IÍTIL LimilllK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.