Morgunblaðið - 02.03.1993, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1 993 45.
m + * _ _■ 1 KM m
Sannleikanum verður
hver sárreiðastur
Frá Sveini E. Hanssyni:
Bjarni Sigtryggsson sér sig knúinn
til að svara grein sem ég skrifaði í
Morgunblaðið 16. febrúar sl. í Morg-
unblaðinu 19. febrúar sl.
Þær fullyrðingar hans um að ég
sé með pólitískt skítkast út í ákveðna
menn, tel ég vera alrangar. Ég er
einfaldlega að benda á þá staðreynd
sem við blasir öllum þeim sem vilja
sjá, að æðstu menn Alþýðuflokksins
sem hvað harðast hafa sakað aðra
flokka um pólitfskar stöðuveitingar,
mannaráðningar og spillingu, að þeir
eru ekki hótinu betri sjálfír í þessum
efnum.
Svo reynir Bjami að veija sinn litla
flokk með því að segja frá því að
tveir ráðherrar, þau Eiður Guðnason
og Jóhanna Sigurðardóttir, hafí ekki
ráðið sér aðstoðarmenn úr eigin
flokki. Vel má vera að það sé rétt
núna, en aðstoðarmenn Jóhönnu í
síðustu stjóm vom kratamir Lára
V. Júlíusdóttir og Rannveig Guð-
mundsdóttir. Ég vil taka það fram
að mér fínnst eðlilegt að ráðherrar
ráði sér aðstoðarmenn úr eigin flokki,
en þegar kemur að öðmm stöðuveit-
ingum, þá eiga menn ekki að njóta
þess að hafa réttan pólitískan lit,
eins og svo oft hefur gerst á undar.-
fömum ámm.
Seinna segir Bjami að menn sem
kusu Alþýðuflokkinn hafi viljað sjá
nýja stefnu og vinnubrögð í stjóm
málefna lands og þjóðar.
Það er alveg rétt hjá honum, en
hvar em nýju ráðin? Það em alltaf
sömu gömlu ráðin notuð. Það er ráð-
ist á þá sem minna mega sín, til
dæmis sjúklinga, öryrkja, bamafólk
og lágtekjufólk, og þar fer Alþýðu-
flokkurinn í fararbroddi.
Vegna þessara síendurteknu árása
flokksins á þetta fólk, þá hefur fylg-
ið hmnið af flokknum, eins og skoð-
anakönnun Félagsvísindastofnunar
sýnir hvað best.
Stefnuskráin sem Alþýðuflokkur-
inn gaf út fyrir síðustu kosningar
féll úr gildi daginn eftir kjördag, og
þá tók hin svonefnda hentistefnuskrá
floksins við.
Flokkur sem stendur aldrei við
neitt sem hann lofar, á ekki von á
góðu og það skulum við muna í
næstu kosningum, og skera hann
niður eins og hann hefur skorið lífs-
Iqörin niður. Skyldi formaður flokks-
ins muna eftir því sem hann sagði
þegar hann velti Kjartani Jóhanns-
syni úr formannsstólnum? Þá sagði
hann: „Þegar karlinn í brúnni er
hættur að fiska þá á hann að segja
af sér.“
SVEINN E. HANSSON,
Bræðraborgarstíg 24a,
Reylq'avík.
LEIÐRETTINGAR
Gárur og gulrætur
Ekki var það ætlun Gámhöfund-
ar í sl. sunnudagsblaði að augiýsa
eitthvert undrameðal til vamar
gegn krabbameini, hjartasjúkdóm-
um og ótímabærri hrömun. í dálk-
unum birtist þó auglýsingamynd
sem lofaði slíku í stað einfaldrar
myndar af gulrótum, sem birtist
annars staðar utan við dálkinn.
Meðfylgjandi myndir hafa semsagt
víxlast. Gáruhöfundur lýsir því hér-
með yfír að hann ber enga ábyrgð
á maraþonkúmm til vemdar
krabbameini með meira.
- E.Pá.
Síöasta námskeið vetrarins hefst fimmtudaginn 11. mars nk.
Viljir þú margfalda lestrarhraðann, hvort heldur er til að
bjarga næstu prófum með glæsibrag eða til að njóta þess
að lesa meira af góðum bókum, ættir þú að skrá þig strax
á næsta námskeið.
Lestrarhraði nemenda fjórfaldast að jafnaði.
Við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
Skráning alia daga í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKOLINN
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
1978-1992
bi
cn@
Zs
O
cjs
u
fcr
OB
XK
c/o
Str. 44-58
VERBHRIIN!
Rýmum fyrir
nýjum vörum
STÖRILISTINN
sími 622335.
Opiðfrákl. 13-18.
Laugard. kl. 10-14.
O
□
□
Hótelrekstrarfræði-
menntun í Sviss
Fyrstir til að bjóða viðurkennt svissneskt-amerískt próf-
skírteini á háskólastigi í hótelrekstrarfræðum.
1 ár - sem lýkur með prófskírteini með rétt til fram-
haldsnáms.
2 ár - hótelrekstrarnám sem lýkur með prófskírteini
viðurkenndu í Sviss og Bndaríkjunum.
Gjörið svo vel og fáið ókeypis róðgjöf/námsmat.
SIMI 90 41 25 81 38 62.
Fax. 90 41 25 81 36 50.
Skrifið SHCC Colleges Admissions Offiœ,
CH-1897 Le Bouveres.
Reykjavík: Opinn kynningarfundur miðvikudaginn 10.
mars 1993, kl. 17-19 á Hótel Sögu, Hagatorgi.
9
9
I
►
VELVAKANDI
REYKINGARÍ
BÍÓHÚSUM
Margrét hringdi og spurði
hvort eða hvenær kæmi að því
að reykingar verði takmarkaðar
í bíóhúsum borgarinnar. Henni
fínnst ekki hægt að bjóða fólki
upp á það að það sé reykt í hléum.
MYNDUM
SAMSTEYPU-
STJÓRN
Mér finnst það svo dapurlegt
þegar ég sé stjómmálaflokkana
á Isiandi karpa saman um hitt
og þetta á þessum erfiðu tímum.
Væri ekki landdi og þjóð í hag
að við tækjum höndum saman
til þess að leysa þann vanda sem
steðjar að okkur öllum?
Ég hef sagt áður og segi enn:
Hvernig væri að reyna gamla
hugmynd Geirs Hallgrímssonar
fyrrum forsætisráðherra, um að
mynda samsteypustjórn allra
flokka undir forystu Sjálfstæðis-
flokksins? Það veitir ekki af á
þessum hættulegu tímum.
Vilhjálmur Alfreðsson
TAPAÐ/FUNDIÐ
Skólataska tapaðist
Dökkfjólublá unglingaskóla-
taska til að hafa á baki tapaðist
í strætisvagnaskýli á homi
Smáragötu og Hringbrautar þar
sem leið 6 og 7 stoppar,
föstudaginn 19. febrúar sl.
Finnandi vinsamlega hafi
samband í síma 91-620450 á
Fjólugötu 19a.
Ullarkápa tapaðist
Dökkblá „Max Mara“ ullar-
kápa tapaðist eða var tekin í
misgripum á Kringlukránni laug-
ardaginn 20. febrúar. Skilvís
vinnandi er vinsamlega beðinn
að skila henni á Kringlukrána
eða hringja í síma 614590. Þett
er vönduð kápa og því tilfinnan-
legt tjón fyrir eigandann. Fund-
arlaun.
2,5% lántöku-
gjald
Lántökugjald hjá Heklu er 2,5%
en ekki 3,5% eins og haft var eftir
sölustjóra fyrirtækisins í bílaum-
Qöllun 19. febrúar sl.. Lántökugjald
bætist við verð bifreiða sem keyptar
eru með vaxtalausu láni hjá Heklu.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á
mistökunum.
TÓNLEIKAR
-Gul áskriftarröð-
Háskólabíói
fimmtudaginn 4. mars kl. 20.00
Hljómsveitarstj.:
Takua Yuasa
Einleikari:
Joseph Ognibene
EFNISSKRÁ
Johannes Brahms: Haydn-tilbrigði
Jón Asgeirsson: Hornkonsert
Dmitri Sjöstakovitsj: Sinfónía nr. 6
Miðasala fer fram alla virka daga á skrifstofu
hljómsveitarinnarí Háskólabíói og við
innganginn við upphaf tónlelka
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS
Háskólabiói við Hagatorg. Síml 622255. Greiðslukortaþjónusta.