Morgunblaðið - 02.03.1993, Síða 48
MORGVNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
SlMI 601100, SIMBRÉF 601181, PÓSTHÓLF 1556 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Níu manns bjargað út um glugga þegar eldur kom upp að Bræðraborgarstíg 7
Mikill og þykk-
"ur reyknr kom
á móti okkur
„VIÐ heyrðum hróp og köll og þegar við opnuðum dymar
fram á gang kom mikill reykur á móti okkur,“ sögðu Ingrid
Jónsdóttir og Sólrún Jónsdóttir, íbúar á 2. hæð að Bræðra-
borgarstíg 7. Eldur kom upp á jarðhæð hússins um mið-
nætti I gær og var níu íbúum bjargað út um glugga hússins.
Bergsveinn Alfonsson, aðalvarð-
stjóri slökkviliðsins, sagði að
slökkviliðið hefði fengið tilkynn-
ingu um að eldur væri laus í hús-
inu, sem er fjögurra hæða stein-
hús, og fólk kæmist ekki út. „Þeg-
ar við komum að húsinu var fólk
úti í gluggum og á svölum húss-
ins,“ sagði hann. „Við sáum strax
að það logaði í ýmsu dóti í anddyr-
inu, en það er ómögulegt að segja
nú hvemig hann kviknaði. Það
hefur verið unnið að miklum breyt-
ingum á húsinu og þetta dót var
til komið vegna þeirra. Tveir reyk-
'■'kafar vora sendir inn og fjórir
aðrir fóra inn skömmu síðar, til
að ganga úr skugga um hvort
nokkur væri lokaður inni. Níu
manns var bjargað út um glugga
hússins."
Kölluðum út um gluggann
„Við heyrðum mikil læti frammi
á gangi og áður en við vissum af
vora slökkviliðsbílar fyrir utan
húsið," sögðu Ingrid og Sólrún,
sem höfðu aðeins búið í húsinu í
nokkra daga. „Þegar við opnuðum
fram á gang kom mikill og þykkur
reykur á móti okkur. Við fóram
út að glugga, opnuðum hann og
kölluðum út. Þá skrúfuðum við
gluggann úr, til að auðveldara
væri að komast út.“
Ræstiút
slökkvilið-
ið til að fá
gistingu
Fáskrúðsfirði.
— SLÖKKVILIÐ Fáskrúðsfjarðar
var ræst út klukkan að verða
fimm að morgni sunnudags. Ekki
hafði kviknað í heldur hafði ung-
ur maður sem var að leita sér
gistingar þrýst á boðunarhnapp
slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn-
irnir gátu farið aftur heim í rúm
sín og ungi maðurinn fékk gist-
ingu í fangageymslum.
Þannig háttar til á Fáskrúðsfírði
að boðunarhnappur slökkviliðsins
er á útvegg lögreglustöðvarinnar.
Lögreglan var á vakt þegar ýtt var
á hnappinn og náði að handsama
manninn. Reyndist það vera ungur
maður úr öðra byggðarlagi. Hann
hafði verið að skemmta sér í félags-
heimilinu á laugardagskvöldið en
orðið viðskila við félaga sína. Hann
bar því við að hann hefði verið að
gera vart við sig til að fá gistingu.
Fékk hann gistingu á lögreglustöð-
inni á Eskifírði. Albert
Slökkviliðið hjálpaði Ingrid og
Sólrúnu út um gluggann og varð
þeim ekki meint af. Aðrir íbúar
hússins sluppu einnig með skrekk-
inn, en óttast var í fyrstu að ein-
hveijir hefðu orðið fyrir reykeitran.
Skemmdir af völdum elds urðu
ekki miklar, en talsverðar
skemmdir urðu vegna reyksins.
Morgunblaðið/Júlíus
Bjargað úr brennandi húsi
SLÖKKVILIÐIÐ bjargaði 9 manns út úr brennandi húsi við Bræðraborgarstíg í Reykjavík í nótt.
Landbúnaðarráðherra boðar Búnaðarþingi breytingar í landbunaði
Bændur þurfa að keppa
við innflutning á búvörum
„Á NÆSTU árum verða miklar breytingar í landbúnaði.
Þar ber hæst að alþjóðleg viðskipti með landbúnaðarafurð-
ir verða frjálsari og innlendir framleiðendur verða að gera
ráð fyrir því að þurfa að keppa við innfluttar landbúnaðar-
afurðir. Minnkandi kaupgeta og tvísýnar horfur um veru-
lega aukna þjóðarframleiðslu gera enn meiri kröfur til
innlendra framleiðenda um lægra vöruverð án minni gæða,“
sagði Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra í ávarpi við
setningu Búnaðarþings í gær.
Morgunblaðið/Kristinn
Útsölum lokið
TÍMI útsalanna er nú liðinn og hafa sjálfsagt margir gert góð kaup.
Hillur verslana era tómar, en væntanlega fyllast þær von bráðar af
nýjum vamingi. Konan á myndinni var að fjarlægja útsölumerkinguna
af rúðu verslunarinnar þegar ljósmyndarinn átti leið hjá.
í ræðu sinni ræddi landbúnaðar-
ráðherra nokkuð um breytingar í
landbúnaði vegna GATT-samninga
og Evrópska efnahagssvæðisins.
Hann sagði að þó óvissa ríkti um
GATT-samninga breytti það ekki
þeirri staðreynd, að héðan af hefð-
um við ekki leyfi til að meta stöðu
íslensks landbúnaðar og framtíðar-
horfur nema í ljósi vaxandi heims-
viðskipta með búvörar, sem hefði í
för með sér opnun markaða.
Hann sagðist ekki hafa farið
dult með þá skoðun sína að verð-
lagskerfi sauðfíárafurða fengi ekki
staðist til lengdar og væri reyndar
til tjóns fýrir bændur til skemmri
tíma litið. Benti hann á umræður
um verðjöfnunargjöld að undan-
fömu því til stuðnings.
Ótti við fákeppni
Landbúnaðarráðherra sagði
einnig að ótti manna við fákeppni
með matvörar færi vaxandi og slíka
þróun væri ekki hægt að leiða hjá
sér. Hann sagði að vegna fámennis
og dreifðrar byggðar væri það
kannski í Reykjavík einni, sem
hægt væri að búast við, að lögmál
markaðarins hefði nægilegt svig-
rúm til að geta breitt út sér, en því
aðeins að fleiri en einn og fleiri en
tveir eigist þar við. „Við bætist
svo, að mörgum helstu talsmönnum
fijálsra viðskipta hættir til að mikla
fýrir sér hagkvæmni innflutnings-
ins, í staðinn fyrir að fylgja hug-
sjónum sínum eftir með því að hafa
vakandi auga á, hver ferillinn sé
hér innanlands frá framleiðandan-
um til neytandans.
íslenskir bændur hafa ekki leng-
ur ráð á því að láta sig þennan
feril engu skipta. Þeir hljóta að
íhuga, hvort ekki sé tími til kominn
að þeir taki afurðastöðvamar í sín-
ar hendur, beri ábyrgð á rekstrinum
og sýni fram á að unnt sé að koma
framleiðslunni á markað ódýrar en
gert hefur verið. Það er gott og
raunar nauðsynlegt fyrsta skref til
að mæta þeirri erlendu samkeppni
sem óumflýjanleg er á næstu áram,
því að eftir að hún er komin, getur
innlenda framleiðslan ekki reitt sig
á fákeppni," sagði Halldór.
Matvælamarkaður
í þessu sambandi minntist hann
á hugmyndir um matvælamarkað
bænda á höfuðborgarsvæðinu.
Sagðist ráðherra telja að framleið-
endur ættu að einbeita sér að því
að minnka vinnslu- og dreifíngar-
kostnaðinn og nýta á hagkvæman
hátt þau dreifingarkerfi sem fyrir
era.
Sjá „Stofnana- og stoð-
kerfi___“ bls. 20
------» » ♦-------
JL-byggingavörur
600 millj.
gjaldþrot
TAP kröfuhafa í þrotabú JL-
byggingarvara sf., sem varð
gjaldþrota í júní 1991, nam tæp-
um 598 milljónum króna, auk
vaxta og kostnaðar.
Skiptum er nýlega lokið og fund-
ust engar eignir í búinu til að greiða
upp í lýstar kröfur. Eigendur JL-
byggingarvara sf. urðu einnig
gjaldþrota, en þeir bára ótakmark-
aða ábyrgð á skuldbindingum sam-
eignarfélagsins. í þrotabú Þórarins
Jónssonar var lýst 516 milljón
króna kröfum, en í bú Kristjáns
Eiríkssonar kröfum að fjárhæð
481,8 milljón króna. í hvorugu bú-
inu fundust eignir.