Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 13 Víggirtur bústaður Undir forystu Koresh reisti flokkurinn sér víggirtar bækistöðvar. Á mynd þessari sem tekin var í fyrra sést hvar varðturn trónir fyrir miðju. Fremst til vinstri má sjá ófullgerða sundlaug. Trúhneigður í æsku Umsátrið David Koresh var trúhneigður í Þyrla bandarískra löggæslumanna sveimar yfir landareigninni að æsku en flosnaði upp úr skóla. Heimsenda. Talið er að innandyra séu tíu manns látnir eftir árás ATF. Honum er lýst sem manni með mikla persónutöfra sem sljórnar flokki sínum með harðri hendi. vopnum sínum varist áhlaupi í 1-2 mánuði. Að sögn hafa Koresh og hans menn vistir til fimm ára. Árásin á Koresh og söfnuð hans síðastliðmn sunnudag var skipu- lögð af Áfengis-, tóbaks- og skot- vopnaeftirlits Bandaríkjanna (ATF). Það er sögufræg stofnun sem á rætur að rekja til vínbanns- ins fyrr á þessari öld og viðureign- ar Eliots Ness við mafíuforingjann A1 Capone (sbr. kvikmyndina Hin- ir vammlausu). Aðgerðirnar gegn Koresh og söfnuði hans höfðu ver- ið undirbúnar svo mánuðum skipti. ATF hafði húsleitarheimild vegna meintrar ólöglegar notkunar skot- vopna. Starfsmenn stofnunarinnar höfðu upplýsingar um að stríður straumur vopna og skotfæra lægi inn á safnaðaróðalið. Hafa þeir vitnað til þeirra ummæla Koresh að í undirbúningi væri hernaðarað- gerð sem yrðu langtum tilkomu- meiri en óeirðimar í Los Angeles. Einnig lék grunur á að Koresh misnotaði stúlkur allt niður í ellefu ára gamlar. Ásakanir höfðu og komið fram um að hann lemdi börn sem grétu við guðsþjónustur. Daginn fyrir skotbardagann sl. sunnudag hóf blaðið Waco Tri- bune-Herald birtingu greina- flokksins „Syndugur messías" þar sem fjallað var um Koresh. Þar lýstu uppgjafa safnaðarmenn því hvernig Koresh hafði látið þriggja ára strák sofa í rottuskúr. Á hann að hafa sagt að rottur ætu óþæga drengi. Koresh telur sig hafa yfirnáttúru- lega heimild til aó taka sér konur ann- arra manna og ' hann hefur stœrt sig af þvi ad eiga nítján konur sem alió hafi honum mörg börn. Jafnframt bannar hann öórum körlum i söfnuóinum hold- legt samneyti vió konur, segir aó þeirra biói fagrar meyjar i himnariki. ATF hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir meðferð málsins. Árásin á sunnudag mistókst hrapalega, fjórir löggæslumenn féllu og sext- án særðust. Svo virðist sem Kor- esh hafi haft veður af atlögunni. Tveir leynilegir útsendarar ATF, sem voru inni í byggingunni á sunnudaginn og hlýdau á messu, heyrðu að hringt var í Koresh skömmu fyrir árásina en gerðu sér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á að um aðvörun var að ræða. Þeg- ar talsmaður ATF var spurður hvers vegna ekki hefði verið reynt að handtaka Korseh utandyra sagði hann að Koresh hefði ekki farið út úr húsi svo mánuðum skipti. Það stangast reyndar á við frásagnir bæjarbúa sem segja að Koresh hafi reglulega farið út að skokka. í vikunni hafa stöðugar samn- 'ingaviðræður farið fram símleiðis milli FBI-manna, sem tóku við af ATF eftir árásina misheppnuðu, og Koresh. Að sögn hafa lög- gæslumenn rætt trúarheimspeki við leiðtogann og hlýtt á ritningar- lestur. FBI-menn fullyrða að ekki standi til að ráðast til atlögu við Koresh á ný heldur bíði menn þol- inmóðir eftir því að hann gefist upp. Á föstudag voru um hundrað manns eftir innandyra, Koresh hafði sleppt tveimur konum og tuttugu börnum. Konurnar tvær, sem eru á áttræðisaldri, voru fyrst ákærðar fyrir aðild að drápi á bandarískum lögreglumönnum, en dómsmálaráðuneytið ákvað síðar að fella ákærurnar niður. Þær segja að tíu safnaðarmenn hafí fallið í skotbardaganum á sunnu- dag. FBI-menn kváðust bjartsýnir á friðsamlega lausn mála en Kor- esh hefur gefíð til kynna að hann muni gefast upp um leið og guð gefi honum fyrirmæli í þá veru. Ættingjar Koresh segjast hins vegar óttast að hann muni ekki koma lifandi út úr Heimsenda. Bygjft á Washington Post og Reuter. Rangæingar Árshátíð Rangæingafélagsins verður haldin í AKOGES-salnum í Sigtúni 3 laugardaginn 13. mars nk. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 19.30. Fjölbreytt skemmtiatriði. Miðasala í Sigtúni 3 miðvikudaginn 10. mars kl. 17.00-19.00 og hjá stjórn félagsins. Rangæingafélagið í Reykjavík. MÁLUN - MYNDLIST Vornámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Undirstöðuatriði í meóferó vatns- og olíulita. Teiknun Innritun eftir kl. 1 3 í dag og næstu daga. Kennari: Rúna Gisladóltir, listmálari, simi611525. ADABAS Tími og verð: 10. mars (kl. 13-17), kr. 7.000. Adabas er gagnasafnskerfi, sem hefur verið í notk- un hjá Skýrr síðastliðin 10 ár og er um 90% af gögnum, sém eru hjá Skýrr, geymd í Adabas skrám. Efni: ★ Hvað er Adabas og hvað býður Adabas uppá. ★ Saga Adabas. ★ Markaður. ★ Keyrsluumhverfi Adabas. ★ Uppbygging Adabas. ★ Dæmi um notkun á Adabas. Upplýsingar í síma 695212, Einar Páll Jónasson. FÉUG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Framtíóarskipun lífeyrismála - frelsi til að velja? Ráðstefna Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga um ofangreint málefni verður haldin fimmtudaginn 1 1. mars nk. á Hótel Sögu - Ársal - kl. 15.00-18.00. Fjallað verður um ýmsa þætti lífeyrismála svo sem: - Lífeyriskerfi í Evrópu. - Séreignasjóði - sameignasjóði. - Reksírarhagræðing í lífeyrissjóðakerfinu. - Þátttaka lífeyrissjóða í atvinnurekstri. - Ávöxtun lífeyrissjóða. - Skattamál tengd lífeyrismálum. Ráðstefnan verður sett kl. 15.00 af Sigurjóni Péturssyni, formanni Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Erindi flytja: Jan Bernhard Waage, framkvæmdastjóri hjá Skandia í Svíþjóð. Arna Harðardóttir, deildarstjóri hjá Landsbréfum hf. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands Islands. Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárfestingafélagsins Skandia hf. Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi. Umræóustjóri: Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf. Ráðstefnustjóri: Árni Árnason, formaður fræðslunefndar Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Hér sr einstakt tækifæri fyrir áhugafólk um framtíðarskipan lífeyrismála að fá yfirlit yfir stöðu þeirra mála í dag og hver.; gæti verið að vænta í framtíðinni. Ráðstefnugjald kr. 2.000,- Allir velkomnir. Félag vidskiptaf rædinga og hagf ræéinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.