Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
33
sér umskipta í átt til meira frelsis.
Stúdentar voru þar fremstir í flokki
og fóru þess á leit við hinn nýja
konung að hann veitti Danmörku
nýja stjórnarskrá, áþekka þeirri sem
hann hafði veitt Noregi 1914. Krist-
ján konungur VIII var um flest ólík-
ur fýrirrennara sínum. Hann var
glæsimenni, unnandi fagurra lista
og bar ægishjálm yfir þá sem setið
höfðu á konungsstóli í Danmörku á
síðustu mannsöldrum. Það urðu því
mörgum vonbrigði að konungur tók
dauflega í óskir þegnanna. íslending-
ar í Kaupmannahöfn efndu til funda-
halda í tilefni af konungsskiptunum.
A fundi sem haldinn var 11. desem-
ber 1939 var samið ávarp til kon-
ungs þar sem m.a. var borin fram
ósk um að skynsamir Islendingar
kæmu saman í landinu sjálfu til að
ráðgast um málefni þjóðarinnar.
Fimm manna sendinefnd gekk fyrir
konung sem tók máli þeirra vinsam-
lega.“
KÓNGUR VILDISÉRSTAKT ÞING
„Á meðan þessu fór fram meðal
íslendinga í Kaupmannahöfn urðu
bréfaskipti milli rentukammers og
kansellís um hvemig vali fulltrúa
íslands yrði haganlegast komið fyrir
og varð niðurstaðan hin sama og hjá
embættismannasamkomunni að láta
allt standa óbreytt. Þessi tillaga var
lögð fyrir konung og þá gerðist það
merkilega, að í stað þess að sam-
þykkja tillöguna, mælti hann svo
fyrir að komið yrði á fót sérstöku
þingi á íslandi og benti á hvort ekki
væri réttast að gefa því heitið alþing
og halda það á Þingvelli eins og al-
þingi hið foma. Það heyrði til undan-
tekninga að konungur gengi á móti
| tillögum stjómardeilda sinna. Hins
vegar hafði hann látið í ljós þá skoð-
un að Islendingum bæri að hafa sitt
| eigið þing. Eins og vænta mátti vakti
boðskapur konungs mikinn fögnuð
meðal Islendinga í Kaupmannahöfn.
i Sendinefnd gekk á fund hans til að
' færa honum þakkir. Hann tók henni
ljúfmannlega og óskaði þess að ís-
lendingum mætti auðnast að færa
sér úrskurðinn sem best í nyt. Af
þessu tilefni orti Jónas Hallgrimsson
kvæðið Alþing hið nýja, fegursta
þakklætivottinn sem konungur hlaut
frá íslensku þjóðinni.“
Embættismannasamkoman kom
að nýju saman í Reykjavík 5. júlí
1841. Alþingismálið var tekið fýrir
á fyrsta fundi hennar og nefnd Iqor-
in til að fjalla um skipulag hins vænt-
anlega þings. Er skemmst frá að
segja að skipulag hins nýja þings var
sniðið eftir dönsku stéttaþingunum
eins og unnt var. Verulegur ágrein-
i ingur varð um þingstaðinn. Flestir
'3 vildu halda þingið í Reykjavík, en
Bjarni Thorarensen og einn nefndar-
maður til vildu hafa það á Þingvöllum
og einn stakk upp á Bessastöðum.
Niðurstöður embættismannasam-
komunnar voru sendar konungi og
stjórnarráðum hans, en þar áttu þær
eftir að fara gegnum margskonar
hindranir áður en endanleg niður-
staða fékkst, sem ekki er rúm til að
rekja hér þótt fróðlegt sé. En Alþing-
ismálið var lagt fyrir Hróarskeldu-
þing sumarið 1842. íslendingar í
Kaupmannahöfn fylgdust af áhuga
með því sem fram fór í Hróarskeldu,
efndu til fundahalda og fóru með
áskoranir þangað, m.a. um að al-
þingi yrði háð í heyranda hljóði og
þingstörf færu fram á íslensku. Var
Biynjólfur Pétursson þar dijúgur
áróðursmaður. Svo og Jón Sigurðs-
son.
Til að gera langa sögu stutta, þá
var greinargerð frá kansellíinu, sem
miðaði öll að því að andæfa breyting-
artillögum frá íslendingum, að lokum
tekin fyrir á fundi í ríkisráðinu til
afgreiðslu ásamt alþingismálinu í
heild. Ekki er vitað hvaða orð féllu
þar. Hins vegar skrifaði konungur
við greinargerð kansellísins um bæn-
arskrá Hafnar-íslendinga 25. febr-
úar 1843, að málið væri útkljáð.
Danski textinn hljóðar á þessa leið:
„Denne sag ansee vi som afgjort ved
vor alh. Resol. af Dags Dato paa
vort Cancellies Hovedforestilling
angaanede det islandske Alting./Kb-
havn 8 Marts 1843./CR." Sama dag
birtist úrskurður konungs í alþingis-
málinu þar sem frumvarp embættis-
mannasamkomunnar var samþykkt
lítið breytt.
Þessi málalok urðu Hafnar-íslend-
ingum mikil vonbrigði. Brynjólfur
Pétursson skrifaði Jóni bróður sínum
fréttirnar og sagði: „Lítið kom út af
öllum tilraunum okkar íslendinga
með alþingismálið ... og komið
nærri orðrétt frá nefndinni í Reykja-
vík, en á hinn bóginn hefir maður
þó við þetta komið hreyfingu á hjá
þjóðinni ...“ Jón Sigurðsson var
heldur ekki ánægður með skipan al-
þingis, en hann tók lítinn þátt í nöldr-
inu. Hann vildi að sjálfsögðu breyta
alþingi og það átti þjóðin sjálf að
gera. Hann hugsaði sér það sem eins-
konar þjóðskóla landsmanna til að
venja þá á að hugsa og tala með
greind og þekkingu um málefni þau
sem alla varða.
Alþingi var nú skipað 26 alþingis-
mönnum, 20 þjóðkjömum þingmönn-
um, einum úr hveiju kjördæmi. Kon-
ungur skipaði auk þess sex þing-
menn, tvo andlegrar stéttar og íjóra
veraldlegrar, og nefndust þeir kon-
ungskjömir. Kosningarétt höfðu
karlmenn 25 ára og eldri sem upp-
fylltu slík skilyrði. Munu tæp 5%
landsmanna hafa notið kosningaiétt-
ar í upphafi. Alþingi skyldi koma
saman til fundar í Latínuskólanum
í Reykjavík annað hvert ár 1. júlí
og sitja í fjórar vikur eða lengur ef
nauðsyn þótti.
ÞJÓÐFUNDURINN 1851
í stað reglulegs þings 1851 var
kallaður saman þjóðfundur, sem
hafði það meginverkefni að fjalla um
stjórnskipun fslands. Seinni hluti
bókar dr. Aðalgeirs Kristjánssonar
fjallar um Þjóðfundinn, aðdraganda
hans og afleiðingar. Áhrifa febrúar-
byltingarinnar 1848 í Frakklandi
gætti víða um lönd og náðu áhrifin
til íslands. Árið 1848 hóf Þjóðólfur
göngu sína. Hann varð höfuðmál-
gagn íslendinga í sjálfstæðisbarátt-
unni við hliðina á Nýjum félagsritum.
Lanztíðindi vom málgagn embættis-
manna í andstöðu við hann. Ný fé-
lagsrit og Norðurfari boðuðu breytta
tíma byltingarárið og Hugvekja til
íslendinga eftir Jón Sigurðsson varð
stefnumarkandi í sjálfstæðisbarátt-
unni, eins og Aðalgeir Kristjánsson
bendir á. Jón færði að því rök að við
endalok einveldisins lægi beint við
að samband Danmerkur og íslands
yrði með líkum hætti og kveðið var á
í Gamla sáttmála. Þjóðólfur birti
ákvæði Gamla sáttmála til að hafa
til hliðsjónar þegar gengið yrði frp
sambandi landanna.
„Alþingi 1849 gekk frá kosninga-
lögum til væntanlegs þjóðfundar þar
sem kosningarétturinn var rýmkaður
og þingið var haldið fyrir opnum
dyrum", útskýrir Aðalgeir. „Grund-
vallarlagaþingið leiddi hjá sér að
kveða á um hversu sambandi íslands
og Danmerkur yrði háttað því að
konungur hafði heitið fslendingum
að engar ákvarðanir yrðu um það
teknar fyrr en íslendingar hefðu lát-
ið skoðanir sínar í ljós á innlendu
þingi. Því lá næst fyrir að boða til
kosninga til þessa stjómlagaþings,
sem hlotið hefur nafnið þjóðfundur
í sögu okkar. Slíkar samkomur voru
haldnar víða um álfuna um þetta
leyti. Sumum var hleypt upp með
vopnavaldi. Okkar þjóðfundur var því
rólegur miðað við það. Það haustaði
fljótt eftir vorleysingar byltingarinn-
ar í Evrópu. Sakir styijaldarinnar í
hertogadæmunum höfðu Danir öðru
mikilvægara að sinna en sjálfstæð-
iskröfum íslendinga. Afturhaldsöflin
í álfunni sóttu í sig veðrið jafnt og
þétt. Milli Dana og Rússa hafði lengi
verið vinátta, ekki síst vegna legu
Danmerkur og siglinga um Eyrar-
sund. Að auki hafði einveldið haldið
lengur velli í Danmörku en annars
staðar í álfunni. Rússar og fleiri þjóð-
ir litu óhýru auga að þýska ríkjasam-
bandið seildist til landa innan vé-
banda danska ríkisins. Því fór svo
að Þjóðvetjar drógu sig út úr stuðn-
ingi við hertogadæmin þegar ná-
granninn í austri gaf þeim í skyn
að honum félli engan veginn afskipti
þeirra af uppreisninni í hertogadæ-
munum. Danska stjómin varð því að
gæta þess að gefa hertogadæmunum
engin færi á að geta notað samband
íslands og Danmerkur til saman-
burðar og reist kröfur um aukna
sjálfstjóm eða samband við þýsku
ríkin á ákvæðum sem lögleidd yrðu
um samband íslands og Danmerkur.
Þetta var höfuðástæðan til þess að
þjóðfundinum var frestað vorið 1850,
en jafnframt gefið út opið bréf um
að kalla hann saman 4. júlí 1851.“
„Dönsku ráðherramir tóku að
hugleiða hvemig sambandi ríkjanna
yrði fyrir komið á útmánuðum 1851.
Þar kom skýrt fram að þeir töldu
að Islendingum bæri ekki að fá lög-
gjafarvald í eigin málum og vildu
búa þannig um hnútana að ísland
hefði svipaða sérstöðu og ömtin í
danska ríkinu. Að vísu var nokkur
skoðanamunur meðal ráðherranna
um þessi atriði. Þetta frumvarp og
fleira því tengt var sent heim til ís-
lands til að leggja fyrir hinn vænt-
anlega þjóðfund þegar á vorið leið
1851. Einnig sendi stjómin heim til
Islands fmmvarp um aukið verslun-
arfrelsi og átti það að verða íslend-
ingum sárabót fyrir að ekki átti að
verða við óskum þeirra og kröfum
um aukið sjálfstæði. Svo illa tókst
þó til að þessi gögn bárast ekki til
Reykjavíkur í tæka tíð. Þegar frum-
vörpin loks komu í hendur þingheims
kom fljótt í ljós að mikill meiri hluti
þingmanna var þeim andsnúinn."
„Trampe skynjaði að mikillar and-
stöðu mátti vænta“, heldur Aðalgeir
áfram frásögn sinni af þessum fræga
fundi. „Hann hugðist vinna tíma með
því að taka verslunarmálið fyrst á
dagskrá og ganga frá því. Því næst
var framvarp stjórnarinnar um sam-
band landanna lagt fyrir og það sem
því fylgdi, svo sem seta Islendinga
á danska ríkisþinginu. Þegar mátti
heyra að stjómarfrumvarpinu var lítt
fagnað. Var það sett í nefnd þar sem
Jón Sigurðsson var áhrifamesti mað-
urinn. Þegar nefndin hafði lokið
störfum og komið fram með nýtt
framvarp sem reist var á stefnu Jóns
Sigurðssonar um víðtækt sjálfstæði
íslendingum til handa, brá Trampe
stiftamtmaður og konungsfulltrúi á
það ráð að slíta þjóðfundinum. Hann
hafði í uþphafi fundar talað um
ákveðin tímamörk sem hann mætti
standa og nú væri komið að þeim.“
TRAMPE HAFÐISÍN FYRIRMÆLI
Auðheyrt er að Aðalgeir dæmir
ekki Trampe greifa jafnhart og
margir íslendingar hafa löngum gert.
Hann segir: „Meginástæðan var sú
að hann hafði í höndum fyrirmæli
frá dönsku stjórninni um að leyfa
ekki umræður sem brytu í bága við
frumvarp hennar. Hann fór því að
fyrirmælum dönsku stjórnarinnar
þegar hann sleit þjóðfundinum. Hins
vegar hlaut Trampe litlar þakkir fyr-
ir frammistöðu sína á þjóðfundinum
í dönskum blöðum og meðal dönsku
ráðherranna. Jafnvel var talað um
að kalla hann heim eða að minnsta
kosti senda sljómarfulltrúa til ís-
lands til að bera klæði á vopnin. Af
þessu varð ekkert og Trampe sat í
áratug sem stiftamtmaður, en galt
þess jafnan að hafa lent í því að
verða að hafa afskipti af þjóðfundin-
um með þeim hætti sem alþjóð veit.“
Aðalgeir vekur athygli á því að lítt
hafi verið á loft haldið að Trampe
tókst að koma kyrrð á í Lærða skól-
anum eftir „pereatið" og hann beitti
sér fyrir því að íslenska var almennt
tekin upp í innlendri embættisfærslu.
Fyrir það var hann gerður að heið-
ursfélaga í Bókmenntafélaginu.
Aðalgeir bætir því við að tæpast
verði með sanni sagt að íslendingar
hafi trúað þvf að stefnumið þeirra
myndu ná fram að ganga á þjóðfund-
inum. Samt höfðu þeir þá reynslu
af dönsku stjórninni að hún gat ver-
ið þeim eftirlát í því sem minna
máli skipti og fór að tillögum þeirra,
þótt ekki þættu þær alltaf skynsam-
legar. En hér var hins vegar stungið
við fótum og þar réð miklu um að
um sama leyti var verið að binda
lausa enda í Slésvíkurdeilunni og
samband Danmerkur og íslands
mátti ekki trafla það bindingsverk.
„Á þjóðfundinum varð Jón Sig-
urðsson ókrýndur foringi íslendinga
í sjálfstæðisbaráttunni. Þegar gengið
var til kosninga til þjóðfundarins
gætti hins vegar andblásturs gegn
honum í kjördæmi hans, svo að Páll
Melsteð amtmaður skarst í leikinn
og tryggði kosningu hans. Fyrir það
uppskar hann að eftir þjóðfundinn
lét Jón skrifa honum bréf með ávítum
sem flestir fundarmenn undirrituðu
fyrir hvemig hann brást við sem
forseti þegar þjóðfundinum var slitið.
Þannig hlutu menn ýmist lof eða
last fyrir afstöðu sína, urðu ýmist
þjóðardýrlingar eða urðu svartir
sauðir í sögu okkar.“
NÁÐI AFMÆLISDEGINUM
Að lokum er Aðalgeir Kristjánsson
spurður um tildrög þess að hann
lagði í þetta stórvirki. Þegar hann
skrifaði bók um Brynjólf Pétursson
fyrir 20 áram kvaðst hann hafa rek-
ist á ýmislegt sem ekki átti þar
heima. Þá vaknaði áhugi á að halda
áfram þar sem Brynjólfi sleppir.
Kveðst Áðalgeir hafa verið með ann-
að augað á þessu verkefni síðan og
aflað heimilda. Þá fór hann að hugsa
um að ekki mætti láta skriftirnar
híða of lengi og hann ákvað að hætta
skjalavarðarstarfinu 65 ára gamall
og einhenda sér í skriftir. Sá tími
entist honum til að ljúka bókinni á
þessum tímamótum, þegar 150 ár
era síðan lögin um endurreisn Al-
þingis tóku gildi. Kveðst hann hafa
treyst því varlega að verða enn á
lífi og með einhverju viti eftir alda-
mótin þegar 150 ár verða liðin frá
þjóðfundinum.
Um efni verksins og hvort hann
hafi gert þar einhvetjar nýjar upp-
götvanir, svarar Aðalgeir einfald-
lega: „Meginatburðirnir vora þekktir
áður, en í myndina var unnt að bæta
allmörgum nýjum dráttum. Fyrir
bragðið verður hún nokkuð öðruvísi
en áður.“
Morgunblaðið/Kristinn
Aðalgeir Kristjánsson með nýju bókina sína, Endurreisn Alþingis
og Þjóðfundurinn.