Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 HANDKNATTLEIKUR Dammen DANMÖl ÞÝSKALAND • Solingen Milliríkja- leikir Stefansog Rögnvalds A-landsleikir karla..27 A-landsleikir kvenna.17 Evrópuleikir karla..11 Evrópuleikir kvenna..4 HM U-21 karla....... 5 HM U-21 kvenna........5 Norðurlandamót drengja...2 Norðurlandamót stúlkna...4 Landsl. unglinga/drengja ....1 Flugleiðamót - karlar....3 Aðrir landsleikir karla..1 (ísland U-21 - Bandaríkin) Aðrir landsleikir kvenna.4 (ísl A/ísl. ung/Tékk. A/B) Samtals................84 dæma erlendis fyrir stórmót, en hvorki hefur verið um þrýsting að ræða eða meiri glæsileika en venjulega meðan á dvöl ytra stend- ur. Til dæmis dæmdum við í Sviss fyrir B-keppnina í Austurríki og erum nýkomnir frá móti í Frakk- landi. Eg geri ráð fyrir að menn hafí viljað sjá okkur og kanna við hverju væri að búast, en Frakkar telja sennilegt að við dæmum hjá þeim í Svíþjóð.“ Rögnvald var á sama máli. „Við höfum aldrei upplifað þessi „kaup“, en gott viðurværi hefur sjálfsagt áhrif í undirmeðvitund- inni, þó ekki sé hægt að segja að það hjálpi inni á vellinum. I Evr- ópukeppni er ljóst að annað liðið er á heimavelli og hitt á útivelli og þegar maður er með sjö til átta þúsund manns öskrandi á bakinu kemur ekki á óvart þó eitthvað láti undan, þó það sé ekki ætlun- in. En í HM eru öll lið á útivelli og auk þess eru dómarar þar með marga menn sér til halds og trausts, þannig að ekkert á að þurfa að óttast.“ Kórea eftirminnilegust Þeir hófu ferilinn saman, en leiðir skildu um sinn og það var ekki fyrr en haustið 1989 að þráð- urinn var aftur tekinn upp og hef- ur hann haldist óslitinn síðan þrátt fyrir að Rögnvald hafí búið fyrir sunnan og Stefán lengst af á Akureyri. Félagamir hafa komið víða við á undanfömum árum, en eftirminnilegasta keppnin var heimsmeistaramót kvenna í Seoul í Suður - Kóreu síðla vetrar 1990. „Framandi umhverfí," sagði Islenskirdómarardæma ífyrsta sinn íheimsmeistarakeppninni: Ellefu ára draumur verður að veruleika FYRIR rúmlega 11 árum fengu Rögnvald Erlingsson og Stef- án Arnaldsson fyrst að spreyta sig sem dómarar í al- þjóða handknattleikskeppni, þegar þeir dæmdu þrjá leiki á Norðurlandamóti stúlkna í Sví- þjóð. Þá settu þeir sér það markmið að komast í hóp þeirra bestu í heiminum, að dæmaí heimsmeistarakeppni karla. í Svíþjóð hófst stilling strengjanna og þar verður draumurinn að veruleika eftir helgi, þegar þeir dæma fyrsta leik sinn á HM og verða þar með fyrstu íslensku hand- knattleiksdómararnir, sem Al- þjóða handknattleikssam- bandið, IHF, velur til að dæma í heimsmeistarakeppni karla. Þeir hafa náð þvf takmarki að vera í hópi 12 bestu dómara- para heims. Félagamir hafa dæmt á HM kvenna, í B-heimsmeistara- keppni, aðra landsleiki og Evrópu- leiki, alls 84 al- **,**B® þjóðaleiki saman. Eftir Rögnvald hefur auk Steinþór þess dæmt með Guðbjartsson Gunnari Kjartans. syni og samtals á hann 130 leiki að baki, en Stefán, sem hefur líka dæmt með Ólafí Haraldssyni, er með 114 leiki skráða. „Þetta hefur verið ánægju- legur tími, en ekkert jafnast á við að fá tækifæri á HM — það er toppurinn," sagði Rögnvald við Morgunblaðið og Stefán tók í sama streng. Danir útí kuldanum Svo hefur virst að ákveðnar þjóðir hafí „átt“ dómarapör á stór- mótum. Því hefur verið á brattann að sækja hjá dómurum utan „stóru“ landanna og þeir nánast ekki átt möguleika að klífa upp á efsta tind metorðastigans. Því er árangur Rögnvalds og Stefáns glæsilegur og ekki síst fyrir það að þeir hafa fengið lítinn stuðning og ekki haft neina þrýstihópa á bak við sig heldur verið dæmdir af eigin verkum. „Fólk áttar sig ekki almennt á hvað liggur að baki,“ sagði Rögn- vald. „Allt snýst um hvort landslið- ið nái að tryggja sér sæti, en við emm „bara“ dómarar, sem fáir taka eftir hvað em að gera á þess- um vettvangi. Tilfellið er að við höfum þurft að hafa mikið fyrir því að hljóta náð fyrir augum IHF og höfum nú slegið Dönum við, en þeir hafa alltaf átt dómara á öllum stórmótum frá stofnun IHF tþar til á HM í Svíþjóð. Áður vom fjögur dómarapör frá Norðurlönd- um, en nú verða þau þijú og við emm eitt þeirra, en Danir em úti í kuldanum." Stefán sagði að árangurinn væri afrakstur starfa í alþjóða keppni. „Við höfum ekkert á bak við okkur og höfum eingöngu ver- ið dæmdir út frá því sem við höfum fynt erlendjs. Það hljómar ótrú- lega, en í nánast öllum leikjum okkar erlendis hefur ekki aðeins allt gengið upp heldur höfum við dæmt yfír getu. Enda höfum við yfirleitt fengið jákvæða dóma og góða gagnrýni, meðal annars 108 stig af 120 mögulegum fyrir leik hjá eftirlitsdómara, sem er í raun óeðlilega hátt.“ Enginn þrýstingur í alþjóðlegum handbolta em þess dæmi að dómarar hafa verið „keyptir" af liðum. Sögusagnir um „heimadómara" eiga því miður við rök að styðjast, en strákamir sögð- ust aldrei hafa fundið fyrir neinum þrýstingi í þá vem. „Við vitum um dæmi þar sem dómarar, einkum frá Austur-Evr- ópu, hafa verið dæmdir í bann fyrir að hafa þegið mútur," sagði Stefán. „Hins vegar vita félög og lið að dómurum frá Norðurlöndum verður ekki hróflað og því er ekki reynt að fá dómara frá þessum löndum til að dæma einhveijum í hag. Við höfum fengið boð um að Að störfum Stefán Amaldsson er tækniteiknari hjá Pósti og síma á Akur- eyri. Hann er hér að störfum. „...höfum eingögu verið dæmdir út frá því sem við höf- um sýnt erlendis. 0* Áfangastaöir Rögnv Stefans með flauturnac 1989-1993 Þrándheimur • NOREGUR Paris • Porrino ’Lugo • • l orsch 1 ^rieb Pfullendort^acho“ TÉKKÓSLÓVAKÍA ÚKRAÍNA SotesðL- i -Gmö^ Stockorau Schaffhausen** n Bratislava , WlntarthúrVJ Graz» J FRAKKLAND ^tsvlss AtóTORIÍ% X ~ ^ ^ ^ V ^ V SPANN ^----- Madrid HM í ríkissjónvarpinu Allir leikir íslands í HM verða í beinni útsend- ingu hjá íslenska ríkissjónvarpinu og endur- sýndir að hluta eða í heild eftir 11 fréttir. Leiki ísland í milliriðli stendur C2 fyrir ann- að sætið í riðlinum, C3 fyrir þriðja sætið og C1 fyrir fyrsta sætið. Leikur Danmerkur og Þýskalands verður sýndur um kvöldið eftir að honum lýkur og viðureign Noregs og Frakklands daginn eftir leik. Urslitaleikurinn verður sýndur beint og leikur íslands um sæti (ef ísland leikur um eitt af átta efstu sætunum)^ 09. mars: ísland - Svíþjóð.......17.45 10. mars: Danmörk - Þýskaland..23.10 11. mars: ísland - Ungveijaland..16.45 13. mars: Noregur - Frakkland.......12 13. mars: ísland - Bandaríkin..12.45 15. mars: C2-D2..................16.45 C3-D1............... 14.45 C1-D3.................18.45 16. mars: C2-D1.....................16.45 C3-D3.....................14.45 C1 - D2...................18.45 18. mars: C2-D3.....................16.45 C3-D2.....................14.45 Cl-Dl.....................18.45 20. mars: úrslitaleikur.............16.45 7.-8. sæti................10.45 5. - 6. sæti..............12.45 3.-4. sæti................14.45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.