Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 PALMAR SMARIGUNNARSSON KOMST AF ÚR FLUGSLYSINU í UÓSUFJÖLLUM FYRIR UM SJÖ ÁRUM. HANN HEFUR LIFAD í SKUGGA SLYSSINS EN SÉR NÚ FRAM Á BJARTARIDAGA eftir Guðno Einarsson. FLUGSLYSIÐ í Ljósufjöllum 5. aprfl 1986 er fólki í fersku minni. Þar fórust fimm manns og tveir komust af, þeir Kristján Guðmundsson og Pálmar Smári Gunnarsson. Þeir biðu hjálpar í tæpar ellefu klukkustundir með- an nístandi kuldinn og æðandi íjúk næddi um flugvélarflakið. Pálmar Smári var með fullri meðvitund nær allan tímann, frá því tröllshrammur fjallabylgj- unnar greip vélina og skellti henni til jarðar, þar til týrði í gul leifturljós björgunarmanna gegnum kófið. Hann sat mikið slasaður við hlið unnustu sinnar, sem var með Iífsmarki en rænu- laus, og hélt á tæplega ársgam- alli dóttur sinni látinni. Enginn getur gert sér í hugarlund hvflík- ur hryllingur vistin í flakinu var, enginn nema sá sem þar sat hjálparvana og beið örlaga sinna. Liðin eru nær sjö ár frá flugferðinni afdrifaríku, sjö ár í skugga slyssins. Nú finnst Pálmari Smára hann loks eygja bjartari daga. Það er ekki hægt að hata neinn svo mikið að maður óski honum þess að upplifa þann hrylling sem ég reyndi þennan hálfa sólarhring," segir Pálmar Smári með alvöru- þunga. Hann tyllir sér í spænska sófann sinn og segir að þótt rattan- tágamar í burðargrindinni séu grannar þá leyni þær á sér. Rattan sé einhver sterkasta viðartegund sem til er. Sú hugsun skýst að blaða- manni að á sama hátt hljóti Pálmar að búa yfir miklum styrk, þótt hann láti lítið yfir sér. Enginn komist í gegnum slíka þolraun án þess að vera bæði andlega og líkamlega sterkur. Pálmar er 42 ára gamall og kvæntur Kristínu Sighvatsdóttur sjúkraliða. Hann á þijú böm frá fyrra hjónabandi og er stjúpi upp- kominnar dóttur Kristínar. Pálmar starfar sem fulltrúi á skrifstofu Lög- reglustjórans í Reykjavík við skýrslu- og sviptingaskrá ásamt fleim. Hann segir yfírmenn sína og samstarfsmenn hafa verið mjög skilningsríka og veitt sér ómetanlega hjálp. Hann nafngreinir sérstaklega þá Böðvar Bragason lögreglustjóra, Stefán Hirst skrifstofustjóra og Guð- mund M. Guðmundsson starfs- mannastjóra. „Ég er mjög þakklátur fyrir þolinmæði samstarfsfólksins, það hefur nennt að hlusta á mig þegar ég hef þurft að létta á hjarta mínu.“ Á veggnum bakvið skrifborð urina sem vantaði bara tíu daga upp á að verða ársgömul. Þennan laugar- dagsmorgun áttu þau pantað far með Fokkernum til Reykjavíkur og vestur á ísafirði leit út fyrir að vera ágætis flugveður. Það olli þeim von- brigðum þegar Flugleiðir tilkynntu að ekkert yrði af flugi vegna veður- aðstæðna. „Rétt fyrir hádegið bauðst okkur far með Iítilli vél til Reykjavíkur. Við álpuðumst til að þiggja farið,“ segir Pálmar. „Það er ekki nóg að Iíta út um gluggann á flugstöðinni til að dæma um veðrið, það segir ekkert um aðstæðurnar á leiðinni. Ég var kominn í betri fötin, eins og venja er þegar maður er að skreppa í frí. Var í þunnri skyrfu, blússu og þunnum buxum. Alls ekki búinn fyrir vetrarveður á fjöllum." Pálmar rifjar upp flugferðina sem sóttist seint vegna mótvinds. ísing fór að hlaðast á vélina og loks sást ekki út nema um smá gægjugat á framrúðunni. Þá heyrði hann flug- manninn biðja um heimild til að lækka fiugið. Hann hélt að vélin væri að lækka sig til að lenda í Reykjavík. Skyndilega fór flugvélin að nötra og kastast til. „Það var eins og tröllshrammur tæki vélina. Fólkið veinaði af skelfingu og ég sá fjallið koma æðandi á móti okkur. Ég man að ég reyndi að skýla Erlu litlu og tók utan um Auði, ég sagði mæðgunum að ég elskaði þær og kallaði upp: Guð blessi ykkur öll, Guð blessi alla í flugvélinni! Síðan sveigði vélin til hliðar og skall í fjallshlíðina. Ég missti meðvitund við höggið og rankaði við mér eftir um 20 mínútur, þá var klukkan rúm- Iega hálftvö. Veðurhamurinn var slíkur að flakið nötraði þar sem það Iá í skafli um 200 metra frá kletta- Morgunblaðið/RAX Kristin og Palmar „Við erum miklir vinir og reynum að vera sem mest saman. Þegar hún vinnur á helgar- vöktum, eða næturvöktum, þá er ég eins og vængbrotinn fugl. Hún hefur stutt mig mikið og reynst mér vel, ekki síst þegar mér líður illa.“ Pálmars á lögreglustöðinni hangir kross, tvær myndir af grátandi böm- um og heilræði um bamauppeldi. „Ég minnist yndislegrar dóttur minnar, hennar Erlu Bjarkar," segir Pálmar. „Það var hræðilegt áfall að missa mæðgumar. Nú get ég talað um þær án þess að brotna, en það er ekki langt síðan ég fór að geta það. Undanfarin sex ár hef ég stund- að fundi í mannræktarsamtökum Bem hafa kennt mér að tjá mig og hjálpað mér mikið.“ Slysið Pálmar var lögreglumaður á ísafirði, fílhraustur og mikill vinnu- þjarkur. Hann var búinn að taka margar aukavaktir fyrir félaga sína og á leið í langþráð frí þegar lagt var í hina afdrifaríku flugferð. Þau Auður Erla Albertsdóttir unnusta hans ætluðu að heimsækja ættingja fyrir sunnan og sýna þeim litlu dótt- belti. Ég áttaði mig strax á því að ég var búinn að missa hana litlu Erlu Björk og að Auður Erla var mikið slösuð. Það voru allar rúður brotnar, nema sú sem ég sat við, flugvélarbúkurinn opinn að framan og snjóinn skóf inn í storminum. Ut um gluggann sá ég að hreyfíllinn sneri aftur, vængurinn hafði hrein- lega snúist við. Sú hugsun læddist að mér að kviknað gæti í vélinni, en snjórinn hefur líklega komið í veg fyrir það. Ég reyndi að skýla Auði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.