Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 27
26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Fjnnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Afbrotafaraldur
Undanfama mánuði og miss-
eri hefur borið æ meira á
ýmiss konar afbrotum og of-
beldi í þjóðfélaginu. Er svo
komið, að yfirvöld þurfa að taka
málið föstum tökum jafnframt
því, að nauðsynlegt er að um-
ræða fari fram um þessa þróun
meðal almennings til að leita
orsakanna og finna leiðir til
útbóta.
Fréttir ijölmiðla hafa endur-
speglað þessa uggvænlegu þró-
un um langa hríð, ekki sízt
hrinu innbrota í hús, íbúðir og
bíla. Lögreglan hefur lýst
ástandinu sem faraldri og tals-
menn hennar telja að beita verði
innilokun helztu innbrotsþjóf-
anna, sem flestir eru þekktir,
en eru ekki látnir sæta ábyrgð
fyrr en þá seint og um síðir.
Sumir afkastamestu innbrots-
þjófarnir hafa sér til aðstoðar
ósakhæfa unglinga, sem þannig
leggja út á afbrotabrautina ein-
mitt þegar þeir eiga að vera
að undirbúa sig til þátttöku í
nytsömum þjóðfélagsstörfum.
Fjölmargar fjölskyldur hafa
orðið fyrir miklu tjóni í inn-
brotafaraldrinum, bæði vegna
skemmda og missis hvers konar
eigna. Sumir eru tryggðir fyrir
slíku en aðrir ekki. Þjófarnir
hafa einkum sótzt eftir að brjót-
DICKENS
• skrifar um
einstaklinginn einsog
George Orwell leggur
áherzlu á í merkri rit-
gerð sinni um skáldið,
ekki samfélagið í því
skyni að brjóta það til mergjar í
pólitískum tilgangi heldur einstakl-
inginn í samfélaginu; ekki samfélag
mauranna, heldur einstaklingsins.
Þar er hver og einn með sínum
sérkennum og svo vel mótaður að
hann fylgir okkur einsog annað
fólk sem við kynnumst. Það sem
við sjáum með augum Dickens er
ógleymanlegt. Margar af þessum
persónum eru ekkert frábrugðnar
fólki í dag, það er áhugalaust um
flesta hluti, ekkisízt verðmæti. Það
hefur jafnvel engan áhuga á vinn-
unni, hún er bara ill nauðsyn og
ástæðulaust að hugsa frekar um
hana. En peningar skipta máli, rétt-
einsog nú.
Vinsældir verka Dickens stafa
ekkisízt af því að fólk er að lesa
um sjálft sig án þess að vita en þó
fyrstogsíðast um aðra.
Vinsældir íslendinga sagna stöf-
uðu af því að fólkið sem las þær í
fátækt sinni og ömurleika vildi vera
einsog gömlu hetjumar — og setti
sjálft sig í þeirra spor. Kristján
gamli, vinnumaður Bjöms ísleifs-
sonar í Brúðarkyrtli Kristmanns,
var aðalsöguhetjan í þeim bókum
sem hann las, ekkisízt Njálu og
Grettlu, og gerði „ævintýri sagn-
anna að sínum og þóttist hafa lifað
þau, er hann ræddi við vini sína
að sumbli". Síðar dvínuðu vinsældir
sagnanna þegar íslendingar þurftu
ast inn í hús og íbúðir, þar sem
fólk er að heiman mestan hluta
dagsins í vinnu og skóla. Oft
fylgjast þjófamir með ferðum
íbúanna um tíma áður en látið
er til skarar skríða. Þjófavam-
arkerfí kosta allmikið fé og
þess vegna er ekki á allra færi
að koma sér upp slíkri vörn
fyrir heimili sín. Önnur leið
hefur gefízt vel, þar sem hún
hefur verið reynd, en þá taka
íbúar í einstökum götum eða
hverfum höndum saman um að
fylgjast með húsum nágrann-
anna í samstarfi við lögreglu.
Skoðanir em skiptar á því,
hver sé orsök þessarar afbrota-
öldu, en m.a. nefna menn til
þörf á peningum til að kosta
fíkniefnaneyzlu, áhrif frá of-
beldismyndum í sjónvarpi og
öðram slíkum miðlum, tekju-
samdrátt í þjóðfélaginu og vax-
andi atvinnuleysi. Þá telja
margir undirrótina vera aga-
leysi og lausung, upplausn
heimila í kjölfar skilnaða, svo
og sambandsleysi foreldra við
börn sín vegna óhóflegs vinnu-
álags.
VafalauSt era rætur vandans
flóknar. Við lausn hans er hlut-
verk foreldranna, heimilanna
og skólanna mikilvægast, svo
og þeirra, sem móta það and-
ekki á hetjusögum að
halda í auðlegð sinni
og velmegun. Það var
ekki lengur eins áríð-
andi og áður að hugsa
inní hirðsali Noregs-
konunga eða standa í
sporum hetjanna að öðru leyti.
Menn höfðu fengið drauma sína
uppfyllta — í lífinu sjálfu og þar
stóðu hetjur hversdagslífsins,
lausar við lúsina og sauðskinns-
skóna og lögðu veröldina að fótum
sér án aðstoðar þeirra sem skrifuðu
sögumar handa fátæku og einangr-
uðu fólki. Viðhorfíð breyttist, menn
urðu sjálfum sér nægir einsog þurs-
arnir í samfélagi dofranna sem Ibs-
en lýsir í Pétri Gaut.
Fólk er enn að leita að sjálfu sér
í verkum Dickens en þó einkum að
öðrum; skrítnum vinnufélögum eða
hlægilegu fjölskyldunni í næsta
húsi. Þráttfyrir alla tækni og allar
breytingar á yfirborði þjóðfélagsins
er enn hægt að sjá sjálfa sig og
aðra í viktoríönskum persónum Dic-
kens. Maðurinn breytist ekki. Inn-
viðir hans eru hinir sömu. Þótt útlit-
inu sé eitthvað breytt hefur jafnvel
ekki koinmúnismanum tekizt að
bre.vta innréttingunni. Sovétmaður-
ir.n varð aldrei til. Annað fólk er
einatt hálfgerðar skrípamyndir í
augum okkar og þessir furðufuglar
lifa ágætu lífí í verkum Dickens.
Það er einnig fullt af slíku fólki í
verkum Laxness, sérstaklega Guðs-
gjafaþulu og Kristnihaldinu — og
þá ekkisízt í Innansveitarkroniku,
perlunni sem endurkastar litadýrð
þessa einfalda en skringilega mann-
lífs þarna uppi í Mosfellsdal og er
rúmsloft, sem ríkir almennt í
þjóðfélaginu á hverjum tíma.
Æskufólk þarf að alast upp
í umhverfí, sem gerir það frábit-
ið ofbeldi og það hafí skilning
á því, að afbrot borgi sig alls
ekki. Það umhverfí þurfa for-
eldrar, skólar, fjölmiðlar og
landsfeður að búa unga fólkinu
eigi því og þjóðfélaginu vel að
famast.
Því miður endurspeglast hér
í vaxandi mæli vandamál stór-
borga erlendis, sem við höfum
fylgzt með áram saman og sýn-
ast nánast vera óviðráðanleg.
Þessar borgir era að verða
framskógur og í ákveðnum
borgarhlutum ríkir lögmál
frumskógarins. Það er þeim
mun hörmulegra að þróunin
skuli stefna í sömu átt hér, þar
sem við eigum að geta notið
kosta fámennis. Þetta litla sam-
félag er ekki fjölmennara en
svo, að það á að geta sinnt ein-
staklingunum með þeim hætti,
að hér verði til fyrirmyndar-
þjóðfélag. Það er ekki að ger-
ast. Þvert á móti. Við sjáum
allt í kringum okkur í smækk-
aðri mynd vandamál stórborg-
anna.
Metnaður okkar á að vera
sá, að snúa þessari þróun við
og ná tökum á vandamálum
þeirra einstaklinga, sem hér
eiga hlut að máli. Það er ekki
of seint að gera slíka tilraun.
En það getur orðið of seint, ef
við bregðumst ekki við þegar i
stað.
Líklega höfum við leitt þessi
vandamál hjá okkur um of. Þau
hafa ekki verið ofarlega á blaði
í þjóðfélagsumræðunni. Þau
skjóta upp kollinum við og við,
þegar sérstakt tilefni gefst til,
en þess í milli era þau lítið til
umræðu. Það er sjaldgæft, að
Alþingi sjái ástæðu til að fjalla
um hin almennu afbrotavanda-
mál og vafalaust fínnst því
fólki, sem starfar á þessum
vettvangi, að bakhjarl skorti.
Þess vegna er tímabært að veita
þessum málum meiri athygli og
þeim sem era í daglegri snert-
ingu við þau öflugri stuðning.
svo áleitin reynsla að flest annað í
samtímasagnalist okkar fellur í
skuggann. Samt nefndi enginn Inn-
ansveitarkroniku, þessa þéttriðnu
og einstæðu fléttu, nú þegar spurt
var um beztu bækur skáldsins. Og
það er auðvitað eftir öðru á metsölu-
markaðnum!
í afstæðri fjarlægð erum við öll
einskonar skrípamyndir. En ná-
lægðin er góð og kynnin, ef svo
mætti segja, gera furðufuglana að
þolanlegum nágrönnum; jafnvel
viðfelldnum samtímamönnum.
En persónur rússnesku stór-
skáldanna standa okkur þó nær að
því leyti að okkur fínnst þær líkari
okkur sjálfum og ófullkomleiki
þeirra er afdrifaríkari en örlög
furðufuglanna I verkum Dickens.,
Persónur Tolstojs og Dostojevskís
eiga margt sameiginlegt með sögu-
hetjum fornsagnanna.
ÞÓ AÐ DICKENS HAFI
• samið sögur um ógrynni
persóna lýsir hann nánast mergðar-
lausu samfélagi með kostum og
göllum borgaralegra lífshátta, fá-
tækt og auði. En það er aldrei sam-
félag múgmennskunnar og þegar á
því örlar einsog í Tales of Two Citi-
es, sem fjallar öðrum þræði um
stjómarbyltinguna frönsku og
höggstokkinn og múgæðið kringum
hann, getur höfundur ekki farið
leynt með andúð sína og ógeð.
Hann getur jafnvel haft örlitla sam-
úð með aðalsmönnum.
M.
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
AUNDANFORNUM
misserum hafa bankar
í Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi lent í miklum
erfíðleikum. í öllum
þessum löndum hafa
stjórnvöld orðið að
grípa í taumana og
rétta bönkunum hjálparhönd. Bankar, sem
verið hafa einkafyrirtæki í þessum löndum
hafa í raun verið settir á ríkisframfæri.
Því fer fjarri, að þessir erfíðleikar séu að
baki eða að þeir miklu fíármunir, sem lagð-
ir hafa verið til bankanna, hafi dugað til.
Ekki eru nema örfáar vikur liðnar frá því
að einn helzti banki Svíþjóðar, sem fram
að þessu hefur ekki þurft á opinberri fyrir-
greiðslu að halda, átti ekki annarra kosta
völ en leita eftir slíkri aðstoð. Vandamál
banka í Færeyjum eru kunn af fréttum
undanfarnar vikur, en þar hafa Danir orð-
ið að hlaupa undir bagga.
Þessir erfiðleikar bankanna á Norður-
löndum stafa af gífurlegum útlánatöpum,
sem aftur hafa leitt af því kreppuástandi
í efnahags- og atvinnumálum, sem ríkt
hefur víðast á Vesturlöndum undanfarin
ár. Fasteignaverð hefur í sumum tilvikum
hrunið og þar með þau veð, sem bankam-
ir hafa haft fyrir útlánum.
Bankar á Norðurlöndum eru ekki einu
bankarnir á Vesturlöndum, sem lent hafa
í slíkum erfiðleikum. Hið sama á við um
banka t.d. í Bandaríkjunum. Citybank, sem
fyrir áratug var einn öflugasti banki í
heimi, er ekki nema svipur hjá sjón. Það
á við um fleiri banka vestan hafs, sem í
sumum tilvikum hafa lokað en í öðrum
hafa þeir sameinast til að styrkja stöðu
sína. Þar hefur hrun á fasteignamarkaði
átt þátt í vandamálum bankanna en einn-
ig almennt óvarleg útlán á síðasta áratug,
sem virðast hafa einkennt fjármálalíf
flestra þjóða á Vesturlöndum. Japanskir
bankar, sem verið hafa í miklum uppgangi
á undanförnum árum, eru líka að draga
saman seglin vegna vandamála heima fyr-
ir, ekki sízt á fasteignamarkaði og hluta-
bréfamarkaði.
í ljósi þessara miklu og djúpstæðu
vandamála í bankakerfum nálægra þjóða
vekur það eftirtekt, _g.ð við íslendingar
höfum ekki staðið frammi fyrir erfíðleikum
í fjármálakerfi okkar af þessari stærðar-
gráðu. Bankarnir hér hafa að vísu orðið
að afskrifa útlán í miklum mæli á síðustu
árum en ekki upphæðir af því tagi, sem
nefndar hafa verið annars staðar. Bank-
arnir hafa lagt mikla íjármuni í afskrifta-
sjóði á síðustu tveimur árum sérstaklega
og ljóst er að afkoma þeirra er erfíð. Is-
landsbanki tapaði hátt á annað hundrað
milljónum króna á síðasta ári og gera má
ráð fyrir að Landsbankinn hafí einnig ver-
ið rekinn með tapi.
Þrátt fyrir stórfelld vandamál í atvinnu-
lífí okkar og t.d. hrun Sambands ísl. sam-
vinnufélaga virðast bankamir hafa staðið
þessi áföll af sér. Ætla verður að enn eigi
eftir að verða umtalsverð gjaldþ^ot á næstu
misserum og almennt er fyrirsjáanlegt að
harðna mun á dalnum í fjármálum atvinnu-
lífs' og heimila á þessu ári. Bankamir sjá
því ekki fyrir endann á þessum vandamál-
um og eiga vafalaust eftir að leggja veru-
lega fjármuni til viðbótar í afskriftasjóði
til þess að mæta útlánatöpum á næstu
árum.
Hingað til hefur athyglin einkum beinzt
að hinu innlenda starfsumhverfí bank-
anna, erfíðleikum atvinnufyrirtækjanna og
áhrifum þeirra á rekstur og afkomu bank-
anna. Augljóst er, að bankarnir eru slík
þungamiðja í þjóðarbúskap okkar, að þá
hugsun er tæpast hægt að hugsa til enda,
að bankakerfið hér lendi í svipuðum vanda-
málum og bankarnir í þeim nágrannaríkj-
um okkar, sem hér hafa verið nefnd. ís-
lenzka ríkið hefur ekki sama bolmagn til
þess að hlaupa undir bagga og t.d. stjórn-
völd í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Breytt við-
horf á er-
lendum
lánamörk-
uðum
NÚERHINSVEG-
ar ljóst, að það er
ekki einungis hið
innlenda starfsum-
hverfí bankanna,
sem er að breytast
heldur einnig staða
þeirra á erlendum
lánamörkuðum.
Það á ekki bara við um bankana, heldur
íslenzka lýðveldið, sem lántakanda á er-
lendum fjármálamörkuðum. Þetta kemur
glöggt fram í fréttaskýringu, sem birtist
hér í blaðinu í gær, föstudag.
Þar er m.a. bent á, að með sama hætti
og við höfum notið þess í lánstrausti á
alþjóðavettvangi að vera í hópi Norður-
landaþjóða, gjöldum við nú bankakrepp-
unnar á Norðurlöndum, sem hefur haft
þau áhrif, að stórbankar í útlöndum eru
tregari til að lána peninga til Norðurlanda
yfírleitt og ef það er gert eru lánskjörin
verri en áður.
í fréttaskýringunni segir m.a.: „Morg-
unblaðið hefur upplýsingar um, að Búnað-
arbanki íslands, sem nýverið tók lán hjá
Sumitomo Bank, fékk lánið með töluvert
lakari kjörum en hann fékk fyrir tæpu ári
hjá sama banka. Sömuleiðis tók Iðnþróun-
arsjóður nú fyrir skömmu lán hjá Norræna
fjárfestingarbankanum ... með óhagstæð-
ari kjörum en sjóðurinn fékk hjá sömu
stofnun fyrir einu ári. Báðar þessar lántök-
ur eru í skjóli ríkisábyrgðar, en þrátt fyrir
hana hafa kjörin versnað.“
Síðan er frá því skýrt, að lánskjör þeirra,
sem ekki búa við ríkisábyrgð, hafí versnað
enn meira en hinna, sem við hana búa.
íslandsbanki hafí auírið erlendar lántökur
umtalsvert síðustu tvö árin til þess að
endurlána viðskiptavinum sínum. Síðan
segir: „Innan úr Islandsbanka er upplýst,
að bankinn hafi ekki leitað eftir lengri
lánum en til þriggja ára, þar sem bankinn
hafí komizt að þeirri niðurstöðu, í samráði
við erlenda ráðgjafa sína, að hagstæðara
væri vaxtalega að taka lán, sem ekki
væru til lengri tíma en þriggja ára.“
Það getur tæpast verið óskastaða ís-
landsbanka að taka erlend lán til ekki
lengri tíma vegna þess, að viðskiptavinir
bankans sem endurlánað er til hafa áreið-
anlega áhuga á lengri lánstíma, en um
leið er ákveðin áhætta fólgin í því fyrir
banka að taka erlend lán til skamms tíma
en endurlána þau til lengri tíma. Enda er
í framangreindri tilvitnun vísað til vaxta-
hagræðis af skammtímalánum. í fyrr-
nefndri fréttaskýringu segir ennfremur:
„Sparisjóðirnir taka jafnframt erlend lán
sín án ríkisábyrgðar. Þeir eru ekki stórir
í erlendum lántökum fremur en íslands-
banki en hjá þeim eins og íslandsbanka
hafa erlendar lántökur einnig færzt mjög
í vöxt síðustu árin, en þá jafnan vegna
óska viðskiptamanna. Sparisjóðimir hafa
notið ágætra kjara, þar sem þeir eru mjög
vel kynntir, en þeir eins og aðrir hafa
þurft að greiða hærra álag á liborvexti
undanfarið og getur það numið allt að
0,5% verri kjörum en þeir hefðu getað
vænzt að fá fyrir tveimur árum eða svo.“
Af þessu er eftirfarandi ljóst: Allar lána-
stofnanir búa nú við verri lánskjör en áður
á erlendum lánamörkuðum. Það er þyngra
undir fæti en áður að fá lán erlendis og
þau eru til styttri tíma en áður. Lánastofn-
anir, sem búa við ríkisábyrgð, fá hagstæð-
ari kjör en þær, sem ekki njóta slíkrar
ábyrgðar, þótt lánskjör allra hafí versnað.
RÍKISSTJÓRNIN
stefndi að því að
selja hlutabréf í
Búnaðarbanka ís-
lands á síðasta ári.
Af því varð ekki.
Ríkisstjómin stefnir nú að því að breyta
Landsbanka íslands og Búnaðarbanka ís-
lands í hlutafélög. Jafnframt er markmið
hennar að afnema ríkisábyrgð þessara
banka tveimur árum eftir að þeim hefur
verið breytt í hlutafélög. Ennfremur er það
stefna ríkisstjórnarinnar að selja hlutabréf
í þessum bönkum á opnum markaði, þegar
fram líða stundir.
Breytingar
á ríkisbönk-
um
RE YKJAVIKU RBRÉF
Laugardagur 6. marz
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þegar umræður voru á síðasta ári um
að breyta Búnaðarbankanum í hlutafélag
og selja hann á opnum markaði lýsti Morg-
unblaðið stuðningi við þau áform. Hins
vegar lýsti blaðið þeirri skoðun, að slík
sala kæmi ekki til greina fyrr en löggjöf
hefði verið sett, sem tryggði, að enginn
einn aðili eða fíárhagslega tengdir aðilar
næðu yfírráðum yfír bankanum. Setja yrði
löggjöf, sem tryggði, að eignarhlutur hvers
og eins í bankanum yrði mjög takmarkað-
ur.
Þessar ábendingar komu fram í kjölfar
umræðna, sem urðu á árunum 1990 og
1991 um samþjöppun valds og áhrifa í
viðskiptalífínu hér. Ekkert, sem síðan hef-
ur gerzt, breytir þessari afstöðu Morgun-
blaðsins í grundvallaratriðum. Nú hafa að
vísu tekið gildi samkeppnislög, sem skapa
möguleika á að taka á slíkum vanda, sem
óneitanlega er til staðar í viðskiptalífi okk-
ar. En eins og áður var vikið að eru bank-
amir mikil þungamiðja í atvinnulífí okkar.
Samfélagið mundi aldrei una því, að sömu
aðilar hefðu t.d. ráðandi stöðu í tveimur
bönkum af þremur, svo dæmi sé nefnt.
Færa má rök að því, að hlutur stærstu
hluthafa í íslandsbanka sé of stór og
óheppilegt væri, að stærstu hluthafar þar
yrðu t.d. stærstu hluthafar í einkavæddum
Búnaðarbanka.
Með tilvísun til fyrri afstöðu Morgun-
blaðsins til þessa þáttar málsins er blaðið
þeirrar skoðunar, að þær hugmyndir, sem
nú eru uppi innan ríkisstjórnarinnar um
allt að 20% eignaraðild eins aðila í einka-
væddum ríkisbanka séu ekki á rökum reist-
ar og að hámarkseignaraðild eigi að vera
mun lægri og raunar minni en nemur hlut
stærstu hluthafa í íslandsbanka.
En þar að auki hlýtur sú spuming að
vakna, hvort hyggilegt sé að flýta sér um
of í breytingum á bankakerfínu. Bankam-
ir standa enn frammi fyrir stórfelldum
vandamálum. Þeir sjá ekki fyrír endann á
miklum útlánatöpum. Afkoma þeirra hefur
versnað eins og taprekstur Landsbanka
og íslandsbanka á síðasta ári sýnir. Ekki
er vitað um afkomu Búnaðarbankans.
Atvinnulífíð stendur höllum fæti. Margt
bendir til vaxandi erfíðleika í sjávarútvegi
á næstu mánuðum og hafa þeir þó verið
ærnir. Erfíðleikar í byggingariðnaði og
verktakastarfsemi blasa við. Búast má við
frekari gjaldþrotum atvinnufyrirtækja.
Bankamir sitja uppi með miklar eignir,
sem óvíst er, hvemig þeim tekst að losna
við. Tveir bankanna eiga t.d. stór hótel,
sem þeir finna enga kaupendur að. Fast-
eignir verða ekki verðmeiri, þótt þær kom-
ist í eigu banka. Lántökumöguleikar á
erlendum lánamörkuðum eru takmarkaðri
en áður. Lánskjörin hafa versnað. Láns-
tíminn hefur stytzt. Erfiðleikar í efnahags-
lífí okkar íslendinga era ekki að baki.
Þvert á móti getum við búizt við því, að
þeir standi í tvö til þijú ár til viðbótar.
Þetta era ekki rök fyrir því að hverfa
frá grandvallarstefnu ríkisstjómarinnar
um að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög
og einkavæða þá. Þetta era hins vegar
augljós rök fyrir því að fara sér hægt.
Þjóðin má ekki við því, að meiri háttar
mistök verði gerð við breytingar á banka-
kerfinu. Þess vegna getur verið skynsam-
legt fyrir ríkisstjómina að fara svolítið
hægar í sakirnar en nú er stefnt að. Hyggi-
legra er að stíga fyrsta skrefíð með því
að breyta Búnaðarbankanum í hlutafélag
og láta á það reyna, hvaða áhrif það hefur
á rekstur og afkomu bankans. Sala á hluta-
bréfum í Búnaðarbankanum á ekki að
koma til greina fyrr en trygg ákvæði hafa
verið sett um hámark eignaraðildar i sam-
ræmi við það, sem að framan sagði.
Þegar nokkur reynsla hefur fengizt af
slíkum breytingum á Búnaðarbanka er
tímabært að ræða breytingu Landsbank-
ans í hlutafélag, en fyrr ekki.
Allar aðstæður innanlands og utan eru
bæði erfíðar og viðkvæmar. Þess vegna
verða ríkisstjórn og þingflokkar stjómar-
flokkanna að fara að öllu með gát. Mistök
í þessum efnum verða ekki aftur tekin.
„Hyggilegraerað
stíga fyrsta skref-
ið með því að
breyta Búnaðar-
bankanum í hluta-
félag og láta á það
reyna, hvaða
áhrif það hefur á
rekstur og af-
komu bankans...
Þegar nokkur
reynsla hefur
fengizt af slíkum
breytingum á
Búnaðarbanka er
tímabært að ræða
breytingu Lands-
bankans í hlutafé-
lag, en fyrr ekki.“