Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 19 með fótunum og hélt á Erlu Björk allt þar til mér var bjargað. Sjálfur var ég mikið slasaður, hægri hand- leggurinn og fóturinn mölbrotnir, andlitið skaddað og ég með miklar innvortis blæðingar. Það eina sem ég gat gert var að biðja og reyna að halda ró minni. Veðrið lægði held- ur þegar leið á kvöldið og ég man að út um brotinn glugga sá ég stjöm- ur á himninum. Kuldinn var hrika- legur. Þegar ég sá loksins gult ieifturljósið á snjóbíl björgunar- mannanna áttaði ég mig ekki á því hvað þetta var og hélt að nú væri ég að kveðja.“ Einhver tilgangur með þessu Þau Pálmar, Kristján og Auður Erla voru á lífi þegar björgunar- mennina bar að. I hópi þeirra var læknir sem hlúði að hinum slösuðu. Ekki var pláss nema fyrir tvo slas- aða í snjóbílnum og voru Auður og Kristján flutt fyrst tveggja kílómetra leið niður fjallið þangað sem þyrla beið hinna slösuðu. Auður Erla lést á leiðinni í snjóbílnum. Pálmari þótti biðin löng eftir því að bíllinn kæmi öðru sinni að sækja hann. Þyrlan flutti hina slösuðu til Stykkishólms, þar sem sjúkraflugvél beið þeirra. Minningar Pálmars frá sjúkraflutn- ingnum eru brota- kenndar. „Ég man að það var verið að stinga mér inn í einhvern sívalning og ég spurði lækninn hvað þetta væri. Vertu rólegur, þetta er bara flugvél, svaraði hann. Bara flug- vél, sagði ég.“ Næst man Pálm- ar eftir sér á slysadeild þar sem gert var að sámm hans. „Ég man að ég sagði frá blóðgjafakort- inu í veskinu mínu og flýtti það fyrir blóðgjöfinni. Það var svo ein- kennilegt að nokkrum dögum fyrir slysið bað Auður mig að fara á Sjúkrahús- ið á ísafirði og láta útbúa blóðkort. Ég var nýbúinn að sækja kortið þegar þetta kom fyrir,“ segir Pálm- ar. Hann dvaldi á gjörgæsludeild næstu vikur. „Þegar ég vaknaði spurði ég alltaf um Auði og var jafn- óðum svæfður aftur." Loks var Pálmari leyft að vakna og sjúkra- hússpresturinn tilkynnti honum að Auður væri látin. í hönd fór tími margra læknisað- gerða og endurhæfingar. Pálmar þurfti að fara í holskurði vegna inn- vortis blæðinga og afleiðinga þeirra, hann gekkst undir skurðaðgerðir vegna beinaígræðslu í hendi og til að setja fótleggínn saman. Pálmar segist ekki hafa fengið fullan styrk í höndina aftur og fóturinn þreytist fljótt við áreynslu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki náð fullum líkamskr- öftum eftir slysið telur hann sig kominn á rétt ról í lífinu á ný. „Ég á góða konu og fallegt heimili, þijú börn frá fyrra hjónabandi og stjúp- dóttur, er í góðri vinnu sem ég ræð vel við og hef góða yfirmenn sem sýna mér skilning. Hvers getur mað- ur þskað sér frekar? Ég hef oft spurt sjálfan mig hvort ég eigi þetta skilið. Af hvetju leyfði Guð mér að lifa? Af hveiju tók hann ekki mig í staðinn fyrir mæðgurnar eða hina mennina? Fyrir það fyrsta þá lifði ég slysið af og svo dó ég ekki af kuldanum og vosbúðinni. Minn dagur var ekki kominn. Það hlýtur að vera einhver tilgangur með þessu. Ég veit ekki hver hann er, mín hlýtur að bíða eitthvert verk- efni. Það kemst enginn í gegnum svona nema vera vel á sig kominn og að það sé haldið yfir honum verndarhendi." Þær stundir koma enn, jafnt á nóttu sem degi, að hryll- ingurinn hellist yfir hann. „Ég hrekk upp á nætumar kófsveittur og mig Heima i hreiórinu „Eg á góða konu og fallegt heimili, þijú börn frá fyrra hjónabandi og stjúpdóttur, er í góðri vinnu sem ég ræð vel við og hef góða yfirmenn sem sýna mér skilning. Hvers getur maður óskað sér frekar?“ I vinnunni „Ég er mjög þakklátur fyrir þolinmæði samstarfsfólksins, það hefur nennt að hlusta á mig þegar ég hef þurft að létta á hjarta mínu.“ hefur þá verið að dreyma þetta. Þetta gerðist þó mun oftar fyrst eftir slysið. Það kemur fyrir að mig grípur hræðileg vanlíðan. Vetr- arveðrin fara líka mjög illa í mig, skafrenningur, kuldi og myrkur. Þá rifjast þetta allt upp. Stundum gríp- ur mig reiði út í þann sem öllu ræð- ur. Af hveiju fékk sú litla ekki að lifa? Hún náði því ekki einu sinni að verða eins árs.“ Pálmar segist stundum eiga erfitt með að vera innan um fólk sem er með barn á svipuðu reki og Erla var þegar hún lést. Eins getur verið erfitt að hitta böm sem fæddust um líkt leyti og hún. „Þá kemur upp svo sár tilfjnn- ing. Maður fer að hugsa um hvað hún væri að gera nú, til dæmis að byija í skóla eða annað sem jafnaldr- ar hennar eru að stússa." Eftir slys- ið hefur Pálmar oft orðið fyrir því að heyra samtöl þagna, þegar hann kemur óvænt innan um fólk, eða heyra pískur útundan sér um að þama fari „aumingja strákurinn hann Pálrnar". Stundum segist fólk kannast við hann og spyr hvar það hafi séð hann áður og þegar Pálmar minnist á fjölmiðlaumfjöllun um Ljósufjallaslysið þá kemur á fólk. Hann segist frekar vilja tala við fólk um slysið en að það verði vandræða- legt og reyni í fremstu lög að kom- ast hjá því að minnast á þennan atburð. Að sofna í sátt Pálmar lærði hjá mági sínum að nota íhugun til að bægja vanlíðan- inni frá og segir hana hafa hjálpað sér mikið. Hann segist trúa á Guð og leggjast ekki til hvíldar nema fara með bænimar sínar. Þegar hann lýkur upp augunum á morgnana fer hann einnig með bæn. „Maður hugs- aði ekki út í þetta áður. Nú þakka ég fyrir að fá að vakna, það er ekk- ert sjálfsagt að maður fái að lifa nýjan dag. Á kvöldin tjái ég þakk- læti mitt fyrir að hafa fengið að lifa daginn. Ég vil vera sáttur við kon- una mína og fara ekki að sofa reið- ur. Þá sef ég bara illa og líður ekki vel. Við vitum heldur ekkert um það hvort við fáum bæði að vakna að morgni. Hann séra Hjalti Guð- mundsson lagði út af þessu þegar hann gaf okkur Kristínu saman, að við skyldum aldrei fara ósátt að sofa og ef Guð væri með okkur í lífinu þá gengi okkur vel. Ég leyfði mér það hér áður fyrr að fara að sofa hundóánægður, en það á ekki við lengur.“ Pálmar segir lífsmat sitt hafa breyst við slysið. Nú vill hann njóta hverrar stundar sem hann get- ur. Það sem áður var hversdagslegt er nú hátíðlegt. Þau Kristín gengu í hjónaband 9. mars 1990 og Pálmar segir hana hafa verið sér til mikillar hjálpar. Án hennar hefði hann ekki komist yfír áfallið sem fylgdi slys- inu. „Við erum miklir vinir og reyn- um að vera sem mest saman. Þegar hún vinnur á helgarvöktum, eða næturvöktum, þá er ég eins og vængbrotinn fugl. Hún hefur stutt mig mikið og reynst mér vel, ekki síst þegar mér líður illa.“ Ef hjónin eiga stund aflögu þá fara þau gjarn- an í heimsókn til ættingja og vina, í bíltúr eða gönguferð. I fyrra voru þau á dansnámskeiði, en urðu að hætta þvf Pálmari var „sýnt rauða spjaldið“, eins og hann orðar það. Dansinn var of mikil áreynsla á fætuma. Þau hafa farið saman til útlanda og eru á leið í sína þriðju ferð til Kanaríeyja á næstunni. Flugöryggið fyrir öllu Flugöryggismál eru Pálmari hug- stæð eftir slysið. Hann hefur kynnt JRwgnnMafrUt Mestu vinnu- deilur í hálfaöld Þiýsti barninu að mer off revndi að Forsíduviðtal Morgunblaðið birti viðtal við Pálmar Smára 9. apríl 1986. Viðtalið var tekið á gjörgæsludeild Borgarspít- alans og vakti mikla athygli. sér ýmislegt í þeim efnum og dregur meðal annars úr pússi sínu afrit af ályktun fundar fulltrúa öryggis- nefndar Félags íslenskra atvinnu- flugmanna og Flugmálastjórnar frá 1983. í ályktuninni er hvatt til þess að settar verði reglur um að tveir flugmenn skuli vera við stjórn allra farþegaflugvéla sem fljúga blind- flug. „Minni flugrekstraraðilar mót- mæltu þessu, en ég tel að þetta sé sjálfsagt öryggisatriði. Ég ber full- komið traust til Flugleiða í þessum efnum, þeir hafa strangar öryggis- reglur og tefla ekki í tvísýnu. I þeim tilvikum sem þeir leigja minni vélar til farþegaflugs þá setja þeir sem skilyrði að tveir flugmenn fylgi vél- inni. Þeir setja líka strangar reglur um veðurskilyrði. Ef þeir treysta sér ekki til að fljúga, þá er engin ástæða fyrir aðra að fara. Fokker-vélarnar geta flogið yfir óveðrin sem litlu vélarnar eru að paufast í gegnum. Mér finnst að fólk eigi að hugsa sinn gang áður en það leggur í flugferð á leið sem Flugleiðir treysta sér ekki til að fljúga við ríkjandi aðstæð- ur. Flugleiðir eru ekkert að leika sér. Veðrið á leiðinni getur verið allt annað en á hvorum áfangastað um sig.“ Pálmari verður tíðrætt um að- draganda slyssins sem hann lenti í. Hann hefur útvegað sér skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa um slysið og kynnt sér ýmis önnur gögn. Spurningamar eru áleitnar um margt viðkomandi þessari flugferð. Hefði það skipt sköpum að hafa tvo flugmenn um borð? Skipti það máli að flugvélin var komin fram yfír skoðunartíma og annar hreyfillinn skilaði líklega ekki fullum afköstum? Hvers vegna veitti flugumferðar- stjórn heimild til lækkunar, þrátt fyrir veðrið? Af hveiju var yfírleitt veitt heimild til flugsins? Við flestum spurningunum fæst aldrei svar. Þetta slys kann að hafa átt sinn þátt í því að í reglugerð var sett ákvæði, sem tekur gildi 1. janúar 1994, um að tveir flugmenn skuli vera við stjórn flugvéla S farþega- flugi, jafnt þótt flughandbók geri einungis ráð fyrir einum flugmanni. Eina undantekningin er þegar flogið er sjónflug á einshreyfilsvélum að degi til. Taki þessi regla gildi verður ísland eina landið í heiminum sem gerir svo háar kröfur til öryggis í farþegaflugi. Með þakklæti í huga Pálmar hefur flogið bæði innan- lands og á milli landa eftir slysið, en hann vill ekki fljúga með litlum vélum. Fyrstu flugferðina fór hann til Isa- fjarðar hálfum mánuði eftir slysið, til að vera við útför mæðgnanna. Sú flugferð reyndi mikið á þolrifin, við minnsta hnykk rifjaðist slysið upp. Síðar bauð Sigurður Helgason for- stjóri Flugleiða honum að fljúga til útlanda með þotu Flugleiða. „Það var hrika- lega erfitt að fara í þá ferð. Þegar ég kom til Keflavíkur ætl- aði ég ekki að þora um borð, en ég beit á jaxl- inn og.dreif mig. Vélin mátti ekki hreyfast, þá fraus ég alveg." Pálmar segist eiga Sigurði for- stjóra mikið að þakka, hann hafi sýnt sér mikla velvild og stuðning. „Þeg- ar ég fór til út- landa fyrir ári síðan með þotu Flugleiða fékk ég mjög gott sæti svo ég gat teygt vel úr mér. Ég verð að hafa gott pláss fyrir fætuma, því ég þreytist fljótt í þeim. I þessum nýju vélum er hljómflutn- ingskerfi, ég setti á mig heyrnartól- in og valdi mér róandi tónlist. Flug- freyjurnar gerðu allt til að mér liði sem best, þessar elskur færðu mér teppi og kodda og áttu sinn þátt í því hve rólegur ég var. Innan skamms var ég sofnaður og svaf vært eins og barn! Samferðafólk mitt var steinhissa á þessu rólyndi mínu, en sjálfur undraðist ég mest að hafa getað sofnað í flugvél." Pálmar segir að líf sitt verði aldr- ei samt og fyrir slysið, en nú lítur hann björtum augum fram á veginn. „Stundum kemur vanlíðanin yfir mig, en ég hef lært að takast á við hana. Ég er ríkur. Ég á svo margt sem ég get verið þakklátur fyrir. Það er ekkert sjálfsagt að eiga yndis- lega konu, heilbrigð börn og góða ættingja. Mér er ofarlega í huga þakklæti til björgunarmannanna sem lögðu sig í hættu við leitina að okkur, starfsfólks Borgarspítalans sem hefur annast mig meira og minna undanfarin sjö ár og til Flug- leiða fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir mig. Þetta er allt yndislegt fólk.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.