Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 DJOFLADYRKUN eftir Einar Örn Gunnarsson í BERGENS Tidende 20. jan- úar síðastliðinn birtist viðtal við tæplega tvítugan djöfla- dýrkanda sem ekki vildi láta nafns síns getið. í greininni lýsti hann því yfir að djöfla- dýrkendur hefðu staðið að baki átta kirkjubrunum og þar á meðal á Fantoft-stafkirkjunni sem var um það bil 800 ára gömul. „Ætlun okkar er að útbreiða ótta og djöfulskap í samfélaginu. Ótta við vald myrkursins," segir hann. „Þið megið kalla okkur hvað sem þið viljið. Við dýrkum djöfulinn en við forðumst að kalla hann Satan því að það heiti er notað af hópum unglinga sem eru aðeins að slá um sig og halda að þeir séu „töff“.“ í viðtalinu komu fram ýmsar upplýsingar sem ekki höfðu verið gefnar upp opinberlega viðvíkjandi kirkjubrunana og enginn gat vitað um nema sá sem til þekkti. „Við veiddum héra við Fanafjall- ið og það var meira verk en að brenna Fantoft-stafkirkjuna,“ sagði hann. „Við afhausuðum hér- ann, lögðum búkinn á kirkjutröpp- umar en höfuðið á jörðina skammt frá. Hérinn var tákn þess að gæsk- an skyldi brennd á báli og við von- uðumst til þess að ill meðferð okk- ar á saklausu dýrinu vekti upp dapurleika meðal fólks. Markmið okkar var að kveikja í fleiri kirkjum í Noregi aðfaranótt hvítasunnu 1992 því að hún gaf djöflamerkið 666. En félagar okkar guggnuðu á öllu saman því þeir voru bleyður sem gátu aðeins talað um hlutina. Sem betur fer leiddi hugleysi þeirra til þess að við öðluðumst meiri mátt yfir þeim og höfum átt auð- veldara með að stjóma þeim síð- an.“ Djöfladýrkandinn sagði að ein- ungis einn maður hefði lagt eld að Fantoft-stafkirkjunni. „Mig langaði mest til þess að gera það sjálfur og deila ekki fóminni með neinum. Kirkjan hafði verið helg í 800 ár og var J)ví sérlega bitastæð fyrir okkur. I henni var fólginn mikill kraftur.“ Hann lýsti fyrir blaðamönnum í smáatriðum hvemig staðið hafði verið að íkveikju Fantoft-stafkirkj- unnar og sagði meðal annars: „Við höfðum verið lengi í skóginum áður en brennuvargurinn gekk inn í kirkjuna. Við ætluðum okkur að ráðast á fyrstu manneskjuna sem gengi inn í skóginn. Þar fara stúd- entar oft um en því miður kom enginn þessa nótt. Það hefði verið meiri slagkraftur að fórna stúdenti en héra,“ sagði hann og sýndi eng- in svipbrigði við þessar hrikalegu yfirlýsingar. Djöfladýrkandinn sagði að sex manneskjur hefðu staðið að kirkju- brennunum. „íkveikjan í Ásane-kirkju að- faranótt jóladags var ekki á dag- skrá hjá okkur en þegar við sáum kirkjuna í sjónvarpinu þar sem talað var um hversu friðsæl hún drengurinn hefði viðurkennt í lok- uðu þinghaldi að hann hafi verið í viðtali við Bergens Tidende. Fyr- ir rétti vísaði drengurinn á bug innihaldi greinarinnar og þóttist ekki kannast við þær fullyrðingar sem þar komu fram. Það mun þó ekki vera svo auðvelt að draga frásögnina til baka því fjögur vitni voru að samtali hans við blaða- manninn. Allir fjórir aðilarnir standa fast á þvf að „greifinn“ eins og hann er nefndur, hafi gefíð ótrú- legar upplýsingar m.a. um kirkju- brennur í Noregi. í viðtalsgrein Bergens Tidende við „greifann" vora ekki allar upp- lýsingar sem hann lét í té birtar. Meðal þess sem ekki var tekið fram var hvemig eldurinn var nákvæm- lega lagður að Fantoft-stafkirkj- unni. Að sögn Grishnacks var það gert með því að setja pappakassa fullan af viði í austurinngang kirkj- unnar, síðan var bensíni hellt yfir brennið og að lokum kveikt í. Kom þetta heim og saman við niðurstöður branarannsóknar er leiddi í ljós að leifar af ýmsum við- artegundum var að finna á til- teknum stað. Rannsókharaðilar málsins telja útilokað að upplýsingar „greifans" séu getgátur sérvitrings sem vilji nota tækifærið til að vekja á sér athygli. Manndráp tengt við djöfladýrkendur „Greifinn" hefur haldið því fram að hópur sá er hann tilheyri hafi staðið að baki manndrápi í sumar í Lillehammer. Lögreglan lítur vitaskuld mjög alvarlega á þessar staðhæfingar hans og hefur rannsóknarlögregl- an í Ósló krafist þess að þijú ung- menni í Bergen sem heyrt hafa „greifann“ lýsa morðinu verði taf- arlaust tekin til yfirheyrslu. Manndrápið hefur verið til rann- sóknar frá því 24. ágúst og ekki hafa fundist nokkrar vísbendingar um morðingjann eða tildrög morðs- ins. „Greifinn“ hefur lýst því yfir væri urðum við svo pirruð á öllu þessu siðsemishjali í þjóðfélaginu. Við notuðum illa gefinn vesaling til að framkvæma verknaðinn. Hann fór í fylgd með einum úr hópnum og reyndi í fyrstu að koma sér inn um glugga en það gekk ekki þó svo að hann notaði exi. Að endingu braut hann upp kirkju- hurðina." Samkvæmt upplýsingum helltu þeir bensíni á altari kirkjunnar, á tákn frelsarans og rifu niður sálmabækur sem þeir lögðu fneð- fram veggjunum. Undir kirkju- turninum settu þeir sérstaklega mikið bensín og varð kirkjan alelda Count Grishnack á heimili sínu í Bergen. Hann vill útbreiða ótta og djöfulskap i samfélaginu; ótta við vald myrkursins. Rústir hinnar 800 ára gömlu Fantoft-stafkirlqu sem djöfladýrkendur lögðu eld að á síðastliðnu ári. á skammri stundu. „Eftir fáar sekúndur byijuðu kirkjuklukkumar að hringja og slökkviliðsbíll kom á staðinn tveim- ur til þremur mínútum síðar. Við fylgdumst með úr fjarlægð en ein- hver kom auga á okkur og Iýsing- ar sem birtust í dagblöðum voru næstum réttar. Það var einhver aumingi dreginn í yfirheyrslu til lögreglunnar en sá hafði ekkert með brennuna að gera,“ sagði hann og hló við. En skyndilega setti hann upp þótta- svip og bætti við: „Við höfum ekki neitt til að hlæja að í þessu hjákát- lega samfélagi." Samvinna við ný-nasista Djöfladýrkandinn sagði að djöflatrúarhópur sá sem hann til- heyrir hafi sambönd við ný-nasista í Noregi og öðram löndum. „Við styðjum nasistana því þeir era slæmir," sagði hann. „Við vilj- um hafa sem mesta sorg og ömur- leika í samfélaginu. Persónulega vildi ég sjálfur helst deyja. En áður verð ég að útbreiða sem mest- um djöflaskap. Ég píni mig í gegn- um lífið til að þjóna herra rnínum." Hann sagði samstarf við ný-nas- AÐ SÖGN GRISHN- ACKS VAR ELDUR LAGÐURAÐ FANTOFT-STAF- KIRKJUNNl MEÐ ÞVÍ AÐ SETJA PAPPA- KASSA FULLAN AF VIÐI í AUSTURINN- GANG KIRKJUNN- AR, SÍÐAN VAR BENSÍNI HELLT YFIR BRENNIÐ OG AÐ LOKUM KVEIKT í ista hentugt því að með þeim hætti gætu djöfladýrkendur tryggt sér vopn. En hópurinn væri jafnframt í sambandi við aðila í röðum öfga- fullra vinstrimanna. „Við reynum að vera alls staðar þar sem við getum útbreitt óró- leika,“ sagði hann. „Allt okkar líf gengur út á það að gera líf ann- arra sem ömurlegast en lögreglan gerir okkur erfítt úm vik. Við vilj- um helst drepa og við höfum nú þegar mannslíf á samviskunni." Hann vildi ekkert fara nánar út í það en benti á að í Bergen hafi menn horfið sporlaust. „Ég hef engar tilfinningar. Það djöfulleg- asta sem maður getur gert er að drepa þá sem sköpuðu mann,“ seg- ir hann svipbrigðalaust. Count Grishnack handtekinn Dreifibréf með mynd af bruna- rústum Fantoft-stafkirkjunnar og ónafngreind vísbending leiddu til þess að lögreglan handtók ungan mann sem kallar sig Count Gris- hnack. Reyndist hann vera söngv- ari og bassaleikari í hljómsveitinni Burzum en meðlimir hennar leggja áherslu á svokallaða Black Metal- tónlist. Veijandi hans staðfesti að A SIÐUSTU MANUÐ- UM HAFA 8 KIRKJUR BRUNNIÐ í NOREGI OG ÖRUGGT ER TALIÐ AÐ DJÖFLA- DÝRKENDUR STANDI AÐ ÍKVEIKJUNUM MYRKRflVERK o I I í I I ( I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.