Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 85. tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Giulio Andreotti vísar öllum staðhæfingum um mafíutengsl á bug Osvífnar lygar og uppspum Róm. Reuter. GIULIO Andreotti, fyrrum forsætisráðherra Italíu, mætti í gær öðru sinni á inn--- an við sólarhring fyrir þing- nefnd, sem er að rannsaka meint tengsl hans við maf- íuna. Sagði hann ásakanir fyrrum mafíuforingja um slík tengsl vera „ósvífna lygi“ og „uppspuna“. Búist er við að þingnefndin ljúki störfum í næstu viku og mun þá öld- ungadeild ítalska þingsins taka afstöðu til hvort svipta beri Andreotti þinghelgi. Tveir fyrrum mafíuforingjar í Bandaríkjunum hafa haldið því fram við yfirheyrslur að Andreotti hafi átt fundi með yfirmönnum mafíunnar á Sikiley og skipað fyr- ir um morðin á blaðamanninum Mimo Peceorelli og Carlo Dalla Chiesa, sem stjórnaði baráttunni gegn mafíunni. Einnig hefur verið látið að því liggja að hann tengist morðinu á Aldo Moro, fyrrum for- sætisráðherra. Dómarar á Sikiley vilja kæra Andreotti fyrir mafíu- tengsl og hafa farið fram á að hann verði sviptur þinghelgi. Níu blaðsíðna greinargerð Andreotti vísaði í gær öllum þessum ásökunum á bug í níu blað- síðna greinargerð sem hann las upp fyrir þingnefndina. Hann sagðist hafa gert allt sem í valdi hans stóð sem forsætisráð- herra til að fá Aldo Moro lausan úr haldi, en honum var rænt af hryðjuverkamönnum árið 1978 og síðan myrtur. Andreotti neitaði einnig stað- hæfingum um að hann hefði átt fund með yfirmönnum mafíunnar í Palermo á Sikiley árið 1980 og sagði þær vera „algjöran upp- spuna“. Andreotti er einn þekktasti stjórnmálamaður eftirstríðsáranna á Ítalíu og hefur gegnt embætti forsætisráðherra sjö sinnum. Þinghúsið yfirgefið ANDREOTTI, umkringdur lífvörðum, yfirgefur þinghúsið í gær að loknum fundi með þingnefndinni sem á að úrskurða hvort rétt sé að svipta hann þinghelgi. Þingnefndarmenn sögðu líklegt að þeir myndu hefja umræður um málið á þriðjudag og skila niðurstöðu á fimmtudag í næstu viku. Málið verður þá rætt í öldungadeild þingsins óháð niðurstöðum nefndarinnar. Deilt um hugsanlegt afnám vopnasölubanns SÞ á Bosníu Kókaín- ið felldi kokkinn Miinchen. Reuter. EINN mesti listakokkur í Þýskalandi var í gær dæmdur í tveggja ára skil- orðsbundið fangelsi og til að löka veitingastaðnum sínum. Var hann fundinn sekur um að hafa keypt og notað kókaín. Þetta mál hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi enda er kokkurinn, Eckart Witzig- mann, mjög kunnur og veit- ingastaðurinn hans, Aubergine í Múnchen, er einn af þremur þýskum stöðum, sem fengið hafa þijár Michelin-stjörnur fyrir framúrskarandi rétti. Um 90 matreiðslumeistarar í Múnchen reyndu að biðja Witzigmann griða í hálfsíðu- auglýsingu í blaðinu Sud- deutsche Zeitung en allt kom fyrir ekki. Eftir næstu mán- aðamót verða fagurkerar í hinni göfugu matargerðarlist að kitla bragðlaukana annars staðar en í Aubergine. Owen óttast að Rúss- ar muni vopna Serba I nnrlnn dQpaiavn Rontoi' London, Sar^jevo. Reuter. OWEN lávarður, alþjóðlegur milligöngumaður í deilunum í Júgóslavíu, segist óttast, að Rúss- ar muni sjá Serbum fyrir vopnum verði banni við sölu vopna til Bosníu aflétt. Hermenn Sam- einuðu þjóðanna reyndu í gær án árangurs að flytja fólk frá borginni Srebrenica. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfír, að hún vilji taka upp vopnasölu til múslima í Bosníu fallist Serbar ekki á friðarsamninga en Owen sagði, að þá væri hætta á að Rússar, sem styðja Serba í ýmsu, færu að sjá þeim fyrir vopnum. „Því hafa þeir í raun hótað verði vopnasölubanni aflétt,“ sagði Owen í viðtali við BBC í gær. Reginald Bartholomew, sérlegur fulltrúi Bandaríkjastjómar í friðarviðræðunum, ítrekaði í gær á fundi með breskum embættismönnum að Bandaríkjamenn myndu hugsanlega grípa til enn frekari aðgerða gegn Bosníu-Serbum, s.s. afnáms vopnasölu- bannsins eða loftárása, ef þeir féllust ekki á frið- aráætlun SÞ. Fyrst yrði þó reynt að herða refsiað- gerðirnar. John Major, forsætisráðherra Bret- lands, sagði einnig í breska þinginu í gær að hann teldi að réttara væri að takmarka vopnaframboðið en að auka það. Bílalest SÞ fór í gær frá Srebrenica með aðeins fimm manns en múslimskir ráðamenn þar kröfð- ust þess, að fyrst yrði sært fólk flutt brott með þyrlum. Sitja Serbar um borgina og hafa tugir manna látið lífíð í sprengjuárásum þeirra síðustu daga þótt heita eigi, að vopnahié sé í landinu. Ætla fulltrúar heija Serba og múslima að hittast í Sarajevo í dag til að ræða um leiðir til að binda enda á átökin í borginni. ! Deilt um Endurreisnar- og- þróunarbanka Evrópu Breska stjórnin vill hömlur á útgjöldin BRETAR munu leggja til á næsta aðalfundi Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, sem haldinn verður í næstu viku, að eftirlit með útgjöldum bankans verði hert til muna. Norman Lamont, fjármálaráð- herra Bretlands, sagði í samtali við Financial Times í gær, að breska ríkisstjórnin hefði miklar áhyggjur af því hvernig fjármun- um bankans væri varið og hefði hann margsinnis hvatt til aukinnar hagkvæmni og ráðdeildar í rekstri. Lamont, sem situr í stjórn bankans fyrir hönd Bretlands, sagðist ætla að sjá til þess að tekið yrði tillit til þessara sjónarmiða á aðalfund- inum. Eins og fram hefur komið hefur rekstrarkostnaður bankans frá stofnun numið tvöfalt hærri fjár- hæð en útlán hans. Meðal annars hefur 60 milljóna króna kostnaður vegna ferðalaga forseta bankans, Jacques Attali, verið gagnrýndur. Attali segir í Financial Times að hann geti ekki sinnt starfi sínu án þess að nota einkaþotur og fram- kvæmdastjórn bankans segir að unnið sé að því að lækka þennan kostnað með útboðum. Sjá einnig bls. 22 Reuter Kvatt með kossi RÉTTARHÖLDUM yfír valdaránsmönnunum í Moskvu var frestað í gær þar til skorið hefði verið úr um þá fullyrðingu veijenda sakborninganna 12, að saksóknarasveitin væri hlutdræg. Hér er einn sakborninganna, Vladímír Kryútsjkov (til hægri), fyrrverandi yfírmaður KGB, að búast til að kyssa lögfræðinginn sinn í kveðjuskyni en réttarhöldin áttu að hefjast aftur í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.