Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16: APRÍL 1993
7
Gagnrýni á innheimtu virðisaukaskatts af fiskkaupum
Tefur markaðsþró-
un á fískmörkuðum
Kaupfélag Saurbæinga
Unnið að
endurskipu-
lagningu
REKSTUR Kaupfélags Saurbæ-
inga var erfiður á siðasta ári og
nú er unnið að fjárhagslegri end-
urskipulaginu á félaginu. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Guðjóni
Kristjánssyni liggja tölur um tap
síðasta árs ekki endanlega fyrir
en reikna má með að tapið nemi
2-3% af veltu eða á bilinu 4-6
milljónir króna. Guðjón segir að
stefnt sé að því að ljúka við end-
urskipulagninguna fyrir aðal-
fund félagsins á næstunni.
Auk verslunarinnar rekur kaup-
félagið sláturhús og flutningafyrir-
tæki og nam veltan á síðasta ári
tæpum 200 milljónum. Guðjón seg-
ir að stóran hluta af vandanum
megi rekja til byggingar nýs slátur-
húss. „Við fengum ekki það ijár-
magn sem við þurftum til nýbygg-
ingarinnar og gengum því mjög á
eigið fé,“ segir Guðjón. „Við hefðum
þurft að byggja þetta hús í áföngum
á löngum tíma en vegna krafna frá
heilbrigðisyfirvöldum urðum við að
reisa húsið eins fljótt og auðið var.“
í máli Guðjóns kemur ennfremur
fram að hluta af rekstrarerfiðleik-
LOGI Þormóðsson, fiskverkandi
og stjórnarformaður Fiskmark-
aðar Suðurnesja, segir að núver-
andi fyrirkomulag við innheimtu
virðisaukaskatts af fiskkaupum
mismuni aðilum í sjávarútvegi
og tefji markaðsþróun á fisk-
mörkuðum. Það valdi smærri
fiskkaupendum óþægindum en
útgerðin sem selur aflann þurfi
ekki að standa skil á virðisauka-
skattinum fyrr en að liðnum
tveimur mánuðum og því sé ríkið
að lána henni stórfé vaxtalaust.
Logi vill afnema virðisaukaskatt
af fiski sem keyptur er til útflutn-
ings.
Logi bendir á að fiskkaupenduiN
þurfi hærri greiðslutryggingu í við-
skiptum á fiskmörkuðum vegna
virðisaukaskattsins og þetta skerði
kaupgetu þeirra sem hafí litlar
bankaábyrgðir.
Uppgjör vikulega
Þegar fiskvinnslufyrirtæki kaup-
ir hráefni innheimtir útgerðaraðil-
inn virðisaukaskatt af fiskkaupand-
anum en þarf ekki að standa skil
á honum til ríkisins fyrr en eftir tvo
mánuði. Fiskkaupendur geta hins
vegar fengið virðisaukaskattinn
endurgreiddan vikulega þar sem
útflutningur afurðanna er skatt-
fijáls, ef viðkomandi skuldar ekki
virðisaukaskatt eða önnur opinber
gjöld, skv. upplýsingum sem feng-
ust hjá Indriða Þorlákssyni skrif-
Útigengin hitabrúsalömb íStaðarsveit
TVÖ lömb fundust í Elliðahlíð í Staðarsveit. Eru þau þokkalega vel á sig
komin. Lömbin eru frá Hrísdal og er eigandi þeirra Sigurður Kristjánsson
bóndi. Þetta eru hvorttveggja gimbrar, alsystur, sæðingarlömb frá sl. vori,
svokölluð hitabrúsalömb. Þrátt fýrir slæma veðráttu virðast lömbin ekki
hafa látið það á sig fá.
- Páll.
stofustjóra í fjármálaráðuneytinu.
Ef sami eignaraðili stendur á bak
við útgerð og fiskvinnslu innheimtir
hann ekki virðisaukaskatt af sjálf-
um sér að sögn Indriða en getur
aftur á móti fengið innskatt endur-
greiddan vegna kaupa hans á öðr-
um aðföngurri. Hefur þetta skapað
ákveðið misræmi og kom nokkuð
tii umræðu á sínum tíma þegar
skattkerfisbreytingin tók gildi, að
sögn Indriða.
Einstakt áskriftartiiboð:
%> ú iLAÐi
19S JfiOHURI
Við bjóðum þér vinsælasta myndasögublað á Islandi,
Andrés Önd á aðeins kr. 195 hvert blað - sent heim til þín.
Tryggðu þér
1.....—■l—iinrn«
að Andrés Ond
um kaupfélagsins megi rekja til
erfiðrar stöðu bænda.
Nýju línuskautarnir
frá
Verð kr. 9.880
S Y
ÚTILÍFP
GLÆSIBÆ • S/MI 812922
komi heim til þín
# Hálfsmánaðarlega berst einhver
óvæntur glaðningur með blaðinu.
# Ef að þú tekur tilboðinu innan
10 daga færðu vandaða 700 krónu
safnmöppu undir blöðin að gjöf.
í hverri viku
- og að þú fáir
safnmöppuna
HRINGDU STRAX í DAG í ÁSKRIFTARSÍMANN: 91 -688300.