Morgunblaðið - 16.04.1993, Síða 10

Morgunblaðið - 16.04.1993, Síða 10
:. MQRPDNBLAÐIÐiEÖSTUÐAGUR, 1.6. APRÍj,;X9,93 fio Þorvaldur Skúlason listmálari. SEINNIVERK ÞORVALDAR Myndlist Bragi Asgeirsson Undanfarið hefur tugur mál- verka hins nafnkennda lista- manns Þorvaldar Skúlasonarver- ið til sýnis í listhúsinu Sólon Is- landus, og þar á meðal eru þijú, sem hann málaði á árinu 1983, eða síðasta heila árið sem hann lifði, en hann dó 31. ágúst 1984. Sýningin hefur hlotið nafnið „Hinstu myndverk" og nokkur þeirra hafa ekki sést áður opin- berlega, en allar eru myndirnar komnar úr einkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sig- urðssonar. Þetta er satt að segja dapur- legt nafn á sýningu, en sýnu lak- ara er að fæstar myndirnar geta kallast þessu nafni, þar sem flest- ar eru frá tímabilinu 1971-80, en hins vegar standa allar sýn- ingar Þorvaldar fyrir sínu í sjálfu sér og það gerir þessi einnig þótt nokkuð sundurlaus sé. Það má að vísu að nokkru skrifast á kostnað hins hráa húsnæðis, sem menn hafa ekki enn náð tökum á, en þó er mikil bót í því að flek- ar eru komnir fyrir suðurglugga- na. Samkvæmt nafngiftinni mætti álíta að hér væri um að ræða síðustu myndir sem Þor- valdur málaði meðan hann gat enn valdið pentskúfnum, en elsta myndin á sýningunni „Elektra" er máluð árið 1971, eða 13 árum áður en hann dó og hún ber vott um mikil umbrot og átök málara í fullu fjöri. En hvenær málari verður gam- all er umdeilanlegt, og við vitum t.d. að Picasso málaði að segja má til síðasta lifsneista, auk þess, sem margur vill meina að síðasti áratugurinn hafi verið einn sá merkasti á ferli hans, t.d. var hann þá tíu árum á undan ný- bylgjumálverkinu. Ekki nóg með það heldur lauk hann við þrjú verk á dag! Það er þannig tómt mál að tala um aldur málara, því að sumir eru orðnir gamlir og úrelt- ir í list sinni fyrir fimmtugt og, jafnvel mun fyrr, en aðrir eiga þá eftir blómaskeið sitt. Það er sjálfsagt fagnaðarefni að fá þessa sýningu og ég þykist vita að mikið safn mynda sé til, sem aldrei hafa komið fyrir sjón- ir almennings, en hún er þó ekki þess eðlis að tilefni sé til að gera sérstaka úttekt á þessum verkum né ferli hans. Á þessari öld hraðans er mikil hætta á að yngri kynslóðir verði sér ekki meðvitandi um líf og feril eldri og genginna brautryðj- enda í myndlist, og menn eru þegar farnir að reka sig á þetta og stundum á hvorttveggja bros- legan sem neyðarlegan hátt. Og þar til rými Listasafns íslands hefur margfaldast, svo það geti nokkurn veginn gegnt hlutverki sínu eru sýningar sem þessi nauðsynlegar. Þorvaldur Skúlason var einn merkasti brautryðjandi íslenskr- ar listar á þessari öld, og er hann yfirgaf hlutlæga málverkið til hags fyrir sértæk og síðan hrein og klár form átti hann lengi erf- itt uppdráttar, þótt hann nyti alla tíð mikillar virðingar í ís- lenskum listheimi. Hann var einn af þeim málurum sem vísast hefðu ílenst erlendis ef heims- styijöldin síðari hefði ekki skollið á, og jafn ágætur og menntaður málari hefði vafalítið haslað sér völl meðal stærri þjóðfélags- heilda. En hlutskipti hans var, eins og margra annarra fram- sækinna myndlistarmanna, að beijast fyrir lífi sínu á heimaslóð- um fámennis, fáfræði og for- dóma. Nú berast þær merku fréttir frá Árósum, að dóttir hans hafí sett upp sýningu á myndverkum hans í virtum sýningarsal, og að 25 hafi selst, sem er mjög óvenju- legt í Danmörku hin seinni ár, að ekki sé meira sagt. Auk þess fékk sýningin mjög góðar viðtök- ur og vel var skrifað um hana. Sum þessara myndverka seldust á mun hærra verði en fæst fyrir verk listamannsins hér á landi, og geta menn dregið sínar álykt- anir af þessu öllu. Sögunni fýlgir svo að enginn íslendingur hafi fest sér mynd og fáir landar kom- ið á sýninguna, og að því er ég best veit fór þetta fram hjá ís- lenzkum fjölmiðlum, en er í raun stórfrétt. Á stundum fínnst manni sem myndlistin sé að verða homreka hér á landi í öllum hávaðanum í kringum kvikmyndir, sjónleiki yfirborðsins og popptónlist, og verðfallið á myndum eldri meist- ara virðist meira en erlendis, og þó voru þeir mun ódýrari sam- bærilegum myndlistarmönnum norrænum. Kannski erum við svona fáir og smáir en vísa má til þess í framhjáhlaupi, að bílar á íslandi, svo og önnur veraldleg þægindi eru dýrari hér en ytra, en þó virðast hérlendir öllu frek- ar hafa efni á þeim en fólk í útlandinu! En nóg um það og þessar línur eru fyrst og fremst festar á blað til að vekja athygli á að nokkrar myndir hins frábæra listamanns Þorvaldar Skúlasonar hanga uppi í listhúsinu Sólon íslandus til sunnudagsins 18. apríl. UM HELGINA Myndlist Aður ósýnd verk Hrings í miðrými Listhúss i Laugardal stend- ur yfir sýning Hrings Jóhannessonar og er hún þar í boði Listgallerís. Hring þarf ekki að kynna fyrir unnendum myndlist- ar, svo sterk er staða hans í veröld ís- lenska málverksins. Sýnd eru málverk og risastórar teikningar eftir Hring frá ýmsum tímum sem ekki hafa komið fyr- ir sjónir almennings fýrr. Sýningu á verk- um Hrings lýkur 20. apríl. Sófinn „Wave“ eftir Kristinn Brynjólfsson. Hiisgag'iiahönnun í Listhúsi 7. apríl síðastliðinn opnaði Kristinn Brynjólfsson, innanhússarkitekt, sýningu í sýningarsal Listagallerís í Listhúsinu í Laugardal á ýmsum húsgögnum sem hann hefur hannað, þar á meðal hinum þekkta sófa „Wave“ sem hlotið hefur viðurkenningu fyrir glæsilegt og fágað útlit. Sófa þennan má meðal annars finna í Ráðhúsi Reykjavíkur í skrifstofu borg- arstjóra og í Design Centre í Lundúnum sem er heimsþekkt hönnunarsafn. Krist- inn sýnir einnig ýmis sérstæð húsgögn frá Desform, en hann hefur sérhæft sig í að kynna ítalska hönnun hér á landi. Sýningin verður opin til 20. apríl og er opin-alla daga nema páskadagana. Á veggjum Listgallerís eru jafnframt til sýnis teikningar og málverk Bjama Ragnar, en myndirnar og húsgögnin þykja ríma vel saman. Sigrún Eldjárn íFold Dagana 17. apríl til 1. maí sýnir Sig- rún Eldjám pastelmyndir í Gallerí Fold. Sigrún Eldjám er fædd 1954, dóttir hjón- anna Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Hún stundaði _nám við Myndlistar- og hand- íðaskóla íslands árin 1974 til 1977 og eftir það framhaldsnám við listaskóla í Póllandi. Sigrún hefur haldið fíölda Hringur Jóhannesson. einkasýninga og tekið þátt í samsýning- um víða um heim. Verk hennar eru m.a. í eigu opinberra aðila og safna. Þá hefur hún hlotið fíölmargar viðurkenningar fyrir myndskreyttar bækur. Norðurlandahúsið í Færeyjum 10 ára Grannar okkar og frændur, Færeying- ar, fagna nú 10 ára afmæli Norðurlanda- hússins í Færeyjum með dagskrá sem hlaðin er þekktum norrænum listamönn- um. f dag, 16. apríl, opnar sýning í hús- inu á verkum norska listamannsins Káre Tveter sem nefnist Myndir frá Sval- barði. Verkin á þessari sýningu vom sýnd fyrir nokkra í menningarmiðstöð- inni Hafnarborg í Hafnarfirði að við- staddri Noregsdrottningu. Sendiherra Noregs í Kaupmannahöfn, Arne Arnes- en, setur sýninguna, dansaðir verða fær- eyskir dansar og leikin tónlist eftir Grieg. Leðursmíði í Stöðlakoti Á morgun, laugardaginn 17. apríl kl. 15.00, opnar Amdís Jóhannsdóttir sína fyrstu einkasýningu í Stöðlakoti. Amdís lærði söðlasmíði í „The Cordwainers Technieal College" í Lundúnum og fékk meistararéttindi í iðninni 1982. Hún hef- ur tekið þátt í nokkrum samsýningum erlendis, t.d. „Scandinavian Design" í Japan árið 1987, Nord-Form í Svíþjóð árið 1990 og Váxjö í Svíþjóð árið 1992. Á hinum síðustu áram hefur aðalefnivið- ur hennar verið steinbítsroð, og á sýning- unni f Stöðlakoti era verk unnin úr roði og leðri. Sýningin er opin til 2. maí. Tónlist Söngvar ljóss og myrkurs Sigurður Bragason, söngvari, og Bjarni P. Jónatansson, píanóleikari, halda tónleika í Vinaminni á Akranesi þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.30, en fyrri tónleikar þeirra með þessari yfirskrift verða á morgun í Stykkishólmskirkju. Á efnisskránni verður m.a. ljóðaflokkurinn Söngvar og dansar dauðans eftir Modest Mússorgskíj fluttur á rússnesku, íslensk Iög eftir Jón Leifs, Sigvalda Kaldalóns, Áma Thorsteinsson og gamansöngvar eftir Atla Heimi Sveinsson, auk sönglaga eftir ítalska höfunda s.s. Paolo Tosti, Giuseppe Verdi o.fl. Vortónleikar Reykja- lundarkórsins Á morgun, laugardaginn 17. apríl, kl. 14.00 heldur Reykjalundarkórinn vortón- leika sína í Áskirkju við Vesturbrún. Kórinn er að mestu skipaður starfsmönn- um Reykjalundar og er þetta sjöunda starfsár hans. Á efnisskránni kenni margra grasa. Þar er bæði að finna ís- lensk þjóðlög, sígild tónverk og lög í Iétt- ari kantinum, bæði innlend og erlend. Stjómandi Reykjalundarkórsins er Láras Sveinsson og undirleikari Ingibjörg Lár- usdóttir. Unnur Jensdóttir hefur radd- þjálfað kórinn sl. þtjú ár. Einsöngvari með kómum á þessum tónleikum er Hildigunnur Rúnarsdóttir. Alafosskórinn á tón- leikum Álafosskórinn heldur tónleika í Bú- staðakirkju, sunnudaginn 18. apríl, kl. Reykjalundarkórinn. Konur skrifa Norræna kvennabókmenntasagan að koma út Bókmenntir Dagný Kristjánsdóttir I dag kemur fyrsta bindi Nor- rænu kvennabókmenntasögunnar út í Danmörku og Svíþjóð samtím- is. Norræna kvennabókmenntasagan hefur verið meira en tíu ár í vinnslu og að henni standa meira en hundrað konur og bókmenntafræðingar frá öllum Norðurlöndunum. Verkið verð- ur í fímm bindum sem eiga að koma út á tímabilinu 1993-1995. Hvert bindi verður 600 blaðsíður. Hvers vegna kvennabókmenntasaga? Hefðbundnar bókmenntasögur hér heima og erlendis hafa verið skrifað- ar af körlum og þeir hafa hreint ekki verið að halda fram hlut kvenna. Helga Kress skrifaði greinina „Um konur og bókmenntir" árið 1977 og gerði þar úttekt á hlut kvenna í nokkrum íslenskum bókmenntasög- um og sýnisbókum. í sumum þeirra eru engar konur nefndar til sögunn- ar, í öðrum má fínna eina konu sem eins konar fulltrúa tegundarinnar. í enn öðrum eru kvenhöfundar teknir með í kippum í setningum sem hefj- ast á „Auk þess má nefna ...“ Nú kynni einhver að hugsa að ekki komist allir karlar með í þessar bókmenntasögur, úrval fari alltaf fram og konurnar hafí einfaldlega ekki reynst nógu góðar eða stefnu- mótandi. Þessu getum við hvorki játað né neitað fyrr en verk bæði eldri og yngri kvenna hafa verið lesin og endurmetin. Til þess er sérstök kvennabókmenntasaga skrifuð og það er von okkar sem að verkinu stöndum, að það sem við höfum fund- ið í lestri okkar muni breyta (bók- menntajheiminum og að það verði aldrei hægt að skrifa kvenmanns- lausa bókmenntasögu aftur. Endurmat Norræna kvennaþókmenntasagan er búin að fara í gegnum fleiri en eitt og fleiri en tvö þróunarferli á leið sinni til lesenda. Það var til dæmis rætt um það í upphafi hvern- ig endurmat ætti að fara fram. Hvað hafði til dæmis gerst þegar höfund- um, sem okkur fundust frábærir, hafði verið hafnað eða þeir afgreidd- ir háðulega í eldri bókmenntasögum? Það höfðu augljóslega verið notuð félagsleg, sálfræðileg eða fagur- fræðileg viðmið sem við gátum ekki notað. Hugtökin „gott“ og „vont“ eru afstæð, eins og allir vita, og það hvað okkur finnst gott eðá vont í listum fer oftast eftir því hvað við höfum lært að sé fallegt eða ljótt eða áhugavert. En hvaða mælikvarða átti að nota til að meta verk kvennanna ef við höfnuðum öllum þeim viðmiðum sem alltaf höfðu verið notuð í eidri bók- menntasögum? Og hvernig gátum við hafnað eða jafnvel gagnrýnt mælikvarða sem okkur höfðu verið kenndir í mennta- og háskólum, mælikvarða sem höfðu verið okkur sjálfum kyrfílega innrættir? Umræðurnar um þetta allt saman urðu mjög róttækar en þegar upp var staðið urðu málamiðlanir ofan á. Sagði ekki einhver að „galdur — væri list hins framkvæmanlega?" Sú norræna kvennabókmenntasaga sem nú er að líta dagsins ljós er engu að síður ólík þeim bókmenntasögum sem fyrir eru og „öðruvísi bók- menntasaga" í margvíslegum skiln- ingi. Norðurlandakonur Bókmenntasaga Norðurlanda, Nordens iitteratur (1972), spannaði bókmenntir Norðurlanda frá upphafí til ársins 1960 og var byggð upp þannig að hvert land skrifaði einn kafla um hvert tímabil. Fyrsta bindi Norrænu kvennabók- menntasögunnar heitir í Drottins nafni (I guds navn) og fjallar um tímabilið 1000-1800. Verkið hefst á löngum kafla um munnlega skáld- skaparhefð kvenna á íslandi á heiðn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.