Morgunblaðið - 16.04.1993, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993
KYNNINGARDAGUR HASKOLANS A AKUREYRI
HÁSKÓLINN á Akureyri verður með kynn-
ingu á starfsemi sinni laugardaginn 17. apríl
milli klukkan 13 og 17. Forstöðumenn deilda
kynna það nám sem boðið verður upp á í
deildunum á næsta vetri og kennarar og
nemendur verða á staðnum til að spjalla við
gesti.
Að loknum kynningarerindum verður boð-
ið upp á kaffi og strengjasveit Tónlistarskól-
ans á Akureyri leikur fyrir gesti.
Húsakynni skólans við Þingvallastræti og
Glerárgötu verða til sýnis og bókasafn og
öll kennsluaðstaða kynnt.
Einnig gefst kostur á að skoða stúdenta-
garðana á milli klukkan 14 og 16.
„Hjúkrun er lifandi
og skemmtilegt starfu
Sigrún Tryggvadóttir lýkur BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskól-
anum á Akureyri í vor. Hún er Reykvíkingur og ef til vill þætti
einhveijum það vera að sækja vatn yfir lækinn að fara norður
til Akureyrar til að Iæra hjúkrunarfræði. En Sigrún er á öðru máli:
Námsleiðir við Há-
skólann á Akureyri
Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987. Þá voru innritaðir
nemendur á tvær námsbrautir, hjúkrunarfræði og rekstrarfræði.
í upphafi ársins 1990 bættist svo sjávarútvegsfræði við og á næsta
hausti hefst kennaranám við skólann.
- Ég er mjög ánægð með námið
og skólann og sé svo sannarlega
ekki eftir að hafa komið norður í
þetta nám. Mér finnst það mjög
jákvætt að skipta svona um um-
hverfi og held að það ættu allir
Reykvíkingar að gera, að fara og
búa að minnsta kosti um tíma úti
á landi. Ég held að það gæti orðið
til að auka skilning á menningu
og viðhorfum þjóðarinnar.
- Mér finnst samsetning hjúkr-
unamámsins stórfengleg. Maður
fær innsýn í svo marga þætti sem
geta komið að gagni í starfi. Einn
kosturinn við námsbrautina hér er
að þetta er mun minni eining en
námsbrautin við Háskóla íslands
og fyrir vikið held ég að samskipti
við kennara til dæmis verði nánari
og betri. Hér verð ég að vísu að
taka fram að ég þekki ekki af eig-
in reynslu hvernig þetta er fyrir
sunnan. Annar kostur er að í verk-
legu námi fáum við að kynnast
starfsemi heilbrigðisþjónustunnar
á landsbyggðinni sem getur verið
mjög ólíkt því að vinna á stóru,
tæknivæddu sjúkrahúsi í Reykja-
vík þar sem flestir hjúkrunamemar
fá mestan hluta sinnar verklegu
kennslu.
Á tímum atvinnuleysis liggur
beint við að spyrja um atvinnu-
möguleika að námi loknu?
- Starfsmöguleikar að námi
loknu eru mjög góðir, það er nán-
ast hægt að velja úr stöðum. Það
er líka auðvelt að fá vinnu erlend-
is með þessa menntun og sömu
sögu er að segja um aðgang i fram-
haldsnám við erlenda háskóla.
- Mér fínnst hjúkrun líka vera
mjög lifandi og skemmtilegt starf
og býður upp á mikla fjölbreytni.
Það er krefjandi, hjúkmnarfræð-
ingar þurfa að gefa af sér og fylgj-
ast vel með í faginu. En það gefur
manni líka mikið til baka. Fólk
getur sagt svo fallega hluti ef
manni tekst vel upp að maður fer
heim alveg í skýjunum.
- Hins vegar finnst mér mikið
vanta á að hjúkrunarstarfið njóti
nægilegrar virðingar í samfélag-
inu, segir Sigrún, greinilega stað-
ráðin í að láta ekki sitt eftir liggja
í baráttunni fyrir að breyta því
viðhorfi.
Fólk getur sagt svo fallega hluti
að maður fer heim alveg í skýjun-
um, segir Sigrún Tryggvadóttir,
hér í hópi bekkjarsystra að vinna
að rannsókn á upplifun HIV-
jákvæðra. Á myndinni eru frá
vinstri: Sigrún Tryggvadóttir,
Edda Baldursdóttir, Emilía Petra
Jóhannsdóttir, Hallveig Friðþjófs-
dóttir, Sigríður Einarsdóttir.
Mynd: Yngvi Kjartansson.
Rekstrardeild
Innan rekstrardeildar er hægt
að velja milli tveggja námsbrauta,
iðnrekstrarfræði og rekstrarfræði
til 70 eininga prófs og síðan gefst
kostur á tveggja ára viðbótarnámi
í gæðastjórnun sem lýkur með
BS-prófi. Inn í gæðastjórnunarná-
mið geta einnig innritast nemend-
ur úr öðrum skólum sem hafa
lokið að lágmarki tveggja ára
námi í rekstrarfræði eða sambæri-
legu námi.
Heilbrigðisdeild
Nám í hjúkrunarfræði tekur
fjögur ár og lýkur með BS-prófi.
Fyrirhugað er að stofna fleiri
námsbrautir við heilbrigðisdeild
Háskólans á Akureyri. Einnig
mun hjúkrunarfræðingum frá
Hjúkrunarskóla íslands gefast
kostur á sérskipulegu námi til
BS-prófs í hjúkrunarfræði.
Sjávarútvegsdeild
Sjávarútvegsfræðingar nefnast
þeir sem lokið hafa námi í sjávar-
útvegsfræði við Háskólann á Ak-
ureyri. Námið tekur fjögur ár og
lýkur með BS-prófi. I náminu
blandast raun-, viðskipta- og
tæknigreinar þannig að verðandi
sjávarútvegsfræðingar fái sem
besta þekkingu á hinum mismun-
andi hliðum íslensks sjávarútvegs.
Kennaradeild
Nemendur í reglulegt kennara-
nám við Háskólann á Akureyri
verða innritaðir í fyrsta sinn á
þessu ári. (Reyndar má segja að
deildin hafi þjófstartað með
kvöldnámskeiðum í þremur undir-
stöðugreinum kennaranámsins í
vetur.) Markmið deildarinnar er
að mennta kennara til starfa í
grunnskólum landsins og verða
þeir útskrifaðir að loknu þriggja
ára námi sem lýkur með 90 ein-
inga B.Ed.-prófi.
Bókasafn
Bókasafn Háskólans á Akur-
eyri er rannsókna- og sérfræði-
bókasafn sem sníður bókakaup
sín að mestu leyti eftir þörfum
deilda skólans, svo og þeim rann-
sóknum sem þar eru stundaðar.
Bókasafnið er tengt ýmsum
gagnabönkum bæði inann- og
utanlands og leggur mikla áherslu
á tölvuvædda upplýsingaþjónustu
og skilvirk millisafnalán.
Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta á Ak-
ureyri á og rekur stúdentagarða
og annast ýmsa þjónustu við
námsmenn, s.s. ljósritun, bóksölu,
kaffistofu o.fl. í stúdentagörðum
verða frá og með haustinu 28
íbúðir og 26 einstaklingsherbergi
til útleigu fyrir nemendur Háskól-
ans, allt í nýju og vistlegu hús-
næði. Umsóknarfrestur fyrir
næsta vetur rennur út 20. júní n.k.
(Fréttatilkynning)
í FJÖRUFERÐ
í fjörunni við Ytri-Vík á Árskógsströnd bogra nokkrir stígvélað-
ir menn og tína upp í poka þang og ýmislegt annað sem fyrir
þeim verður. Þeir kalla sín á milli: - Hér er klapparþang og
nokrir sniglar... eða - Eg fann krabba! I næstu andrá heyrist:
Gunnar, hvað heitir þetta kvikindi?
Hér eru á ferð nemendur í sjáv-
arútvegsfræði við Háskólann á
Akureyri í fylgd með kennara sín-
um, Gunnari Ólafssyni líffræð-
ingi. Tilgangur ferðarinnar er að
taka sýni úr fjörunni sem síðan
á að rannsaka í rannsóknarstofu
háskólans. Og það er ekki annað
að sjá en að nemamir séu áhuga-
samir. - Reyndar áttum við að
vera komnir í páskafrí heyrist
samt einn þeirra tauta.
En þeir læra fleira en að greina
þörunga.
- Einn helsti kostur þessa náms
er að sjávarútvegsfræðingur fær
þverfaglega þekkingu á sjávarút-
vegi, segja nemarnir.
Og hvað ætlið þið svo að verða
þegar þið verðið stórir?
- Innan átta ára verður einn
okkar orðinn sjávarútvegsráð-
herra, en það máttu ekki hafa
eftir okkur.
Það er munur á þangi og þangi fengu nemendur að vita. Á mynd-
inni eru talið frá vinstri: Stefán Gunnlaugsson, Gunnar Ólafsson,
Hermann Stefánsson, Sævaldur Jens Gunnarsson, Gestur Geirsson
og Bernharð Bernharðsson. Mynd: Rúnar Þór.
Af hverju ætti sjávarútvegsráð-
herra að vera sjávarútvegsfræð-
ingur?
- Af því að sjávarútvegsfræð-
ingur hefur yfirgripsmikla þekk-
ingu á sjávarútvegi, allt frá því
að kunna skil á lífríkinu í sjónum
og til að hafa vit á rekstri fyrir-
tækja. Hann getur til dæmis tekið
skýrslu frá Hafró og lesið hana
og skilið það sem í henni stendur.
Svo verða þeir svolítið alvar-
legri og segjast reikna með að
geta að loknu námi tekið að sér
einhverskonar stjórnunarstöður
innan sjávarútvegs.
Og enn eykst alvaran: - Nú er
samdráttur í veiðum og við verð-
um að auka við þekkingu okkar
innan greinarinnar til að geta
skapað enn meiri verðmæti úr
þeim afla sem eftir er.
Samtök kvik-
myndaleikstj óra
Aðalatrið-
ið er auk-
in útboð
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Samtök-
um kvikmyndaleikstjóra en hún
er undirrituð af stjórn SKL, Frið-
riki Þór Friðrikssyni, Sigurbirni
Aðalsteinssyni, Hilmari Oddssyni
og Kristínu Pálsdóttur:
„Að gefnu tilefni vill stjórn SKL
taka fram að Hrafn Gunnlaugsson
situr ekki lengur í stjórn SKL.
Hann vék úr stjórn þegar hann
hóf störf sem framkvæmdastjóri
Sjónvarpsins 4. apríl sl.
Stjórn SKL harmar að í öllu því
upphlaupi sem orðið hefur um
persónu Hrafns Gunnlaugssonar
hefur aðalatriði gleymst, nefnilega
aukin útboð Sjónvarpsins, sem
samtökin styðja heilshugar. Einn-
ig styðjum við þá stefnubreytingu
að Sjónvarpið komi i.nn í fjármögn-
un kvikmynda strax á framleiðslu-
stigi, þó með þeim fyrirvara að
sjónvarpssýningin skaði ekki að-
sókn í kvikmyndahúsum. Mynd
sem sýnd er í sjónvarpi 6 mánuð-
um eftir frumsýningu skaðar aug-
ljóslega kvikmyndaaðsókn. An
stuðnings íslenskra bíógesta væri
íslensk kvikmyndagerð ekki til.
Þá skorar SKL á menntamála-
ráðherra að standa vörð um Menn-
ingarsjóð Sjónvarpsins og fylgja
því fordæmi sem þegar hefur
skapast, að kvikmyndagerðarmað-
ur sé formaður sjóðsins."
Afmæliskaffi
Vatnaskógar
Á KOMANDI sumri eiga sumar-
búðir KFUM í Vatnaskógi 70 ára
starfsafmæli en það var í ágúst-
mánuði 1923 sem fyrsti hópurinn
hélt af stað í Vatnaskóg. Fór
hópurinn á vörubílspalli upp í
Mosfellssveit, en þaðan gangandi
og var gist í hlöðu á leiðinni. I
þessa fyrstu ferð fóru um 20
drengir og leiðtogar en í sumar
er von á um 1.000 drengjum í
Vatnaskóg og er skráning nýlega
hafin.
í dag, sumardaginn fyrsta,
gangast skógarmenn KFUM fyrir
kaffisölu til styrktar starfinu í
Vatnaskógi og er vonast til að sem
flestir velunnarar sjái sér fært að
koma og þiggja góðgerðir. Kaffi-
salan verður í nýju félagshúsi
KFUM og KFUK við Holtaveg
(gengt Langholtsskóla) og hefst
kl. 14.
Athyglissýki
verðlaunuð
STUTTMYNDADAGAR voru
haldnir á Kaffi Hressó dagana 6.,
7. og 8. apríl og bárust um 40
myndir í keppnina alls staðar að
af landinu. Þetta var í annað skipt-
ið, sem keppnin er haldin af Kvik-
myndafélagi íslands, sem hefur
það að markmiði að stuttmynda-
dagar verði árlegur atburður.
Fyrstu verðlaun og 200 þúsund
krónur hlaut myndin Athyglissýki
eftir Reyni Lyngdal og Arnar
Jónasson. Önnur verðlaun og 100
þúsund krónur hlaut myndin Oh
bodo eftir Maríu Sigurðardóttur
og þriðju verðlaun og 50 þúsund
krónur hlaut myndin Gaddavír í
gelgjunni eftir Robert Douglas.
Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri afhenti verðlaunin fyrir hönd
Reykjavíkurborgar, sem gaf þau,
en í dómnefnd sátu Gísli Einarsson
kvikmyndagagnrýnandi DV, Anna
K. Jónsdóttir borgarfulltrúi og Ari
Kristinsson kvikmyndagerðar-
maður, sem jafnframt var formað-
ur dómnefndar.