Morgunblaðið - 16.04.1993, Side 21

Morgunblaðið - 16.04.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 21 Magnúsi Scheving boðið að gerast atvinnumaður í þolfimi Ég er bara trésmið- ur heima á Islandi MAGNÚSI Scheving, sem varð þriðji á heimsmeistaramótinu í þolfimi í Tókíó um síðustu helgi, hefur verið boðið að gerast atvinnumaður í íþróttinni. Hann segist ekki hafa gert upp hug sinn varðandi málið, enda hafi hann eiginlega fyrir tilviljun farið að stunda íþróttina af þeirri ástundun sem til þarf til að ná árangri á heimsmælikvarða. Dómarar á heimsmeistaramótinu í Japan töldu Magnús eitt mesta efni sem komið hefði fram í íþróttinni og að hann ætti alla möguleika til að verða næsti heimsmeistari. Magnús varð aðeins einu stigi á eftir Japana sem varð í öðru sæti en sjö stigum á eftir heimsmeist- aranum, Yokomoto. Hann var eini Evrópubúinn sem komst í 10 manna úrslit. Gefið er fyrir þrjá þætti í æfingum hvers keppenda, þ.e. æf- ingar (specialtyj, tækni og samhæf- ingu æfingar og tónlistar (chore- omgraphy). Magnús varð hæstur í tveimur þeirra, æfmgurn og sam- hæfingu æfingar og tónlistar. Hann varð hins vegar sjö stigum lægri en heimsmeistarinn í tækni, sem þó er lítill munur þegar haft er í huga að fyrir hvern þátt voru gefin um 70 stig. Fyrir þriðja sætið hlaut hann að launum andvirði 100 þúsunda kr. og verðlaunapening. Á launum allt árið Morgunblaðið náði tali af Magn- úsi þar sem hann dvelst í Singa- pore, ásamt sambýliskonu sinni, Ragnhildi Melsteð. „Þetta gekk bara alveg ótrúlega vel. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið búinn að æfa mikið fyrir þetta mót. Reyndar fannst mér sjálfum ég hafa æft tölu- vert, en þegar ég kom út fór ég að tala við þátttakendur á mótinu og komst þá að því að t.a.m. Japanirn- ir höfðu flestir verið í æfingabúðum í eitt ár. Haft sex þjálfara, nuddara og sérstaka menn til að hanna bún- inga og tónlist. Þeir voru á launa- skrá allt árið hjá Suzuki-fyrirtækinu, sem mótið var kennt við. Þeir sem komust í tíu manna úrslit, Brasilíu- maður, Argentínumaður, Nýsjálend- ingur og Astralíubúi, ætluðu sér að ná fyrsta sæti og ekkert annað og hafa æft grimmt fyrir mótið. Ég tók upp mína tónlist sjálfur og hannaði búninginn minn. Þeir þurfa ekki að hugsa um þetta heldur æfa þeir alla daga.“ Sérhannaðir skór Áður en ég hélt utan leitaði ég mér að skóm til að keppa í og fann mjög létta skó einhvers staðar niðri í bæ. Þetta voru ódýrustu skórnir í búðinni, kostuðu 3 þúsund kr. Japan- irnir spurðu mig hvort þetta væru sérhannaðir skór frá íslandi, hvort ég hefði látið búa þá til sérstaklega fyrir mig,“ sagði Magnús. Þolfimi verður sýningargrein á næstu Ólympíuleikum sem haldnir verða í Seattle í Bandaríkjunum 1996. Þplfimi verður síðan fullgild grein á Ólympíuleikum aldamótaárið 2000. Suzuki-heimsbikarmótið í Tótíó er talin vera sterkasta keppni í heiminum í þolfimi. Næst á eftir í styrkleika er Reebok-keppnin í Bandaríkjunum, sem haldin verður í júní nk. „Mér er boðið að taka þátt í henni og eins í Evrópumótinu sem verður í Ungverjalandi. Þá verður opið mót á Ítalíu og Frakklandi sem ég ætla taka þátt í. Ég stend reynd- ar frammi fyrir smávandræpum, því allt kostar þetta peninga. Á íslandi setja menn ekki peninga í þetta, ég veit því ekki hvað ég get leyft mér að gera. En ég fer altént til Frakk- lands og eiginlega er ég neyddur til að fara til Ungvetjalands, því ég er hæstur í Evrópu að stigum.“ Atvinnumcnnska Magnús sagði að árangur sinn í Tókíó gæti breytt öllu fyrir sína framtíð, en á sama tíma gæti hann engin áhrif haft. „Þeir komu til mín dómararnir eftir keppnina og sögð- ust ekki hafa séð neinn nýlega sem ætti meiri möguleika til að verða Morgunblaðið/Bjöm Leifsson Sigri hrósað MAGNÚS á verðlaunapalli á heimsmeistaramótinu í þolfimi í Japan. heimsmeistari en ég, og hvöttu mig til að keppa aftur. Það er ógurlega skemmtilegt að heyra dómarana segja svona hluti við mann,“ sagði Magnús. „Ég get orðið atvinnumaður í greininni. Ég get keppt á öllum Norðurlöndunum og síðan fer ég til AIF, sem eru alþjóðasamtök þolfimi- manna, og halda heimsmeistaramót- ið með Suzuki. Samtökin hafa boðið mér að koma og kenna á þeirra veg- um, en ég veit ekki hvað ég geri, heimsmeistarinn frá því í fyrra og sá er varð í þriðja sæti í fyrra, eru báðir bókaðir allt árið um kring “ Tillögur tvíhöfðanefndar kynntar sjómönnum á Suðurnesjum Eru jafnvel tilbúnir að sigla skipunum í land Keflavík. FORMENN tvíhöfðanefndarinnar, Þröstur Ólafsson og Viliyálmur Egilsson, fengu harða gagnrýni þegar þeir kynntu helstu tillögur nefnd- arinnar á fjölmennum fundi í félagsheimilinu Stapa á miðvikudags- kvöldið. Þar kom fram hótun frá Grétari Mar, skipstjóra úr Sand- gerði, um að menn væru jafnvel tilbúnir að sigla skipum sínum í land ef ekki yrðu gerðar breytingar á tillögum nefndarinnar. Á fundinum sem stóð í 4 tíma voru um 400 manns og var mikill tilfinningahiti í mörgum ræðumönnum sem allir höfnuðu kvótakerfinu. Þetta var annar fundur þeirra Þrastar og Vilhjálms sem nú eru á yfírreið um landið til að kynna tillög- ur tvíhöfðanefridarinnar sem settar eru fram í drögum að skýrslu tíl sjáv- arútvegsráðherra um mótun sjávar- útvegsstefnu. í upphafi fundarins skýrði Þröstur Ólafsson þann vanda sem blasir við í sjávarútvegi og að á nokkrum árum hefði orðið um helmings samdráttur í fiskveiðum sem hefði gert skuldastöðu sjávarút- vegsins verulega erfiða, en hún væri nú um 110 milljarðar. Nefndin teldi best að aflamarkskerfið yrði áfram og að takmörkun á heildarsókn og stjómun veiðanna væri nauðsynleg. Þröstur sagði að í tillögunum væri gert ráð fyrir að kvóti yrði ekki bund- inn við skip og að heimilt verði að framselja aflahlutdeild yfir til vinnsl- unnar. Fleiri tegundir í kvóta Fram kom hjá Þresti að nefndin teldi nauðsyn á að aflamark yrði sett á fleiri tegundir og nefndi stein- bít, lúðu, löngu, keilu og blálöngu. Þá væri mikilvægt að veiðiheimildir söfnuðust ekki á of fáar hendur og að „hákarlarnir“ mættu ekki éta þá „litlu“. Vilhjálmur Egilsson fjallaði að mestu leyti um nauðsyn þess að ná fram meiri hagræðingu í sjávarút- vegi og rauði þráðurinn í starfi þeirra nefndarmanna hefði verið að íslensk- ur sjávarútvegur yrði rekinn með eins miklum hagnaði og framast væri kostur. í því sambandi yrði að mæta aukinni samkeppni með auk- inni framleiðni og að sameining sveit- arfélaga og atvinnusvæða væri einn- ig mikið hagsmunamál. Vilhjálmur taldi nauðsynlegt að rýmka hömlur um eignaraðild útlendinga í útgerð og að þær reglur sem nú giltu stæðu greininni fyrir þrifum. „Erum tilbúnir að sigla í land“ Að loknum framsöguræðum Þrastar og Vilhjálms var orðið gefið laust og komu 18 fundarmenn í pontu. Fyrstur talaði Grétar Mar, skipstjóri í Sandgerði, og taldi hann að bróðurparturinn af nefndarmönn- um í tvíhöfðanefndinni væri vanhæf- ur því þeir sætu í stjómum útgerðar- fyrirtækja og hefðu því beinan hagn- að af að viðhalda núverandi kvóta- kerfi. Grétar taldi óþarfa að setja enn frekari aflamörk þar sem mörg dæmi væru um að menn næðu ekki að veiða upp í úthlutaðar aflaheimild- ir. Hann sagði að nú væri svo komið að stór hluti fiskveiðiflotans á Suður- nesjum væri nú kominn í hlutverk „leiguliðans", það væri að veiða upp í aflaheimildir sem væru í eigu svo- kallaðra „sægreifa". Grétar sagði að hann myndi beita sér fyrir og hefði stuðning sjómanna fyrir aðgerðum ef ekki yrðu gerðar breytingar á til- lögum nefndarinnar. „Við erum til- búnir til að sigla í land,“ sagði Grét- ar Mar ennfremur. Gunnar Svavarsson sagði að úti- lokað væri fyrir trillubátaeigendur að lifa af væntanlegum aflaheimild- um. „Við eigum ekki einu sinni rétt á atvinnuleysisbótum þegar báturinn og húsið eru farin undir hamarinn." Ámi Gíslason taldi að kvótakerfið stæðist ekki lög og talaði um hugsan- lega málsókn fyrir alþjóðadómstóln- um í Strassborg. Hann minnti á alla þá togara og þann kvóta sem þeim hefði fylgt og selt hefði verið frá Suðurnesjum norður í land. Nú væri svo komið að norðanmenn næðu ekki að veiða allan kvótann og því væri hann nú veiddur af bátum á Suður- nesjum og keyrður norður til vinnslu. Hann minnti einnig á nýafstaðnar veiðar íslenskra togara á svokölluð- um „Franshóli“ sem hefðu gefið þjóð- arbúinu um 300 milljónir króna og áreiðanlega mætti finna fleiri slíka hóla í víðáttu landhelginnar. Óskar Karlsson taldi að þeir félagar hefðu átt að bytja fundarherferðina áður en skýrslan var samin. Logi Þor- móðsson fiskverkandi sagðist hafna þeini tillögum að fiskvinnslustöðvar eignuðust kvóta og að hann hefði. orðið fyrir miklum vonbrigðum með það sem frá nefndinni hefði komið og spurði: „Hvað hefur kvótakerfið leitt gott af sér?“ Að lokum komu fram nokkrar fyr- irspumir og síðan svöruðu þeir Vil- hjálmur og Þröstur. í máli Þrastar kom fram að ekki hefði allt verið til sóma sem sagt hefði verið á fund- inum og að menn vildu of oft kenna kvótakerfinu um það sem miður færi. Hann væri ekki trúboði fyrir kvóta- kerfið sem hefði marga annmarka en væri þó skásti kosturinn af því sem í boði væri og að störf nefndar- innar miðuðust við að finna skynsam- legt fyrirkomulag um mótun sjávar- útvegsstefnu sem sátt næðist um meðal þjóðarinnar. Hann benti á að þeir sem reru á krókaleyfisbátum og væru „atvinnumenn" mættu búast við að fá 40-50 tonna kvóta en ekki 11,8 tonn eins og væri í umræðunni. -BB UTILIFw GUESIBÆ. SÍMI 812922 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími S71800 MMC Colt GLX '89, rauður, 5 g., ek. 72 þ. Rafm. í rúðum o.fl. V. 630 þ. MMC Pajero turbo diesel '89, 5 g., ek. 63 þ., álfelgur, hiti í sætum, rafm í rúðum o.fl. V. 1780 þús. stgr.' m % Suzuki Vitara JLX '90, hvítur, 5 g., ek. 68 þ. Ýmsir aukahlutir. V. 1050 þ. Sk. ód. Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan, brúnsans, sjálfsk., ek. 16 þ. rafm. íöliu o.fl. V. 890 þ. Nissan KingCap 4x4 m/húsi '91, grár/svartur, 5 g., ek. 34 þ. Toppeintak (vsk. bíll). V. 1290 þ. stgr. MMC L-300 4x4 Minibus '88, grásans, 5 g., ek. 77 þ. V. 1090 þ. Range Rover '85, 5 g., ek. 86 þ. V. 1150 þús., sk. ód. Citroen BX 16 TZS ’91, grásans, 5 g., ek. 23 þ., rafm. í rúðum, central o.fl. V. 930 þús. Bíll fyrir vandláta: Pontiac Bonneville LE ’88, grásnas, 6 cyl., sjálfsk., ek. 68 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Óvenju gott eintak. V. 1480 þús. Daihatsu Charade TX '91, ek. 9 þ., 3ja dyra. V. 620 þ. Subaru 1800i GL ’87, blásans, sjálfsk., ek. 110 þ., bein innsp. o.fl. V. 670 þ. Toyota Corolla Liftback XL ’88, stein- grár, 5 g., nýuppt. vél. Fallegur bfll. V. 680 Þ- V.W. Jetta GL ’86, 5 g., ek. 87 þ. Góður bfll. V. 450 þús. Ford Bronco II XL '87, 5 g., ek. 70 þ. V. 1050 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '89, 5 dyra, sjálfsk., ek. 10 þ. (á vél). V. 650 þús. Cherokee Laredo 4L '88, 2ja dyra, sjálfsk., ek. 38 þ. mílur. V. 1400 þús. Peugout 205 XL '91, 5 dyra, ek. 30 þ. V. 530 þús. Ódýrir bílar: Ford Escort CL '86, ný skoð. (94), gott ástand. V. 240 þús. stgr. Ford Sierra 1,6 GL '84,5 dyra. V. 270 þús. Mazda 626 2000 sport '82, gott ástand V. 150 þús. Volvo 244 GL '79. Góður bíll. V. 110 þús. Seat Ibiza 1200 '86, 3 dyra, ek. 75 þ. V. 120 þús. stgr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.