Morgunblaðið - 16.04.1993, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.04.1993, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Evrópubankinn ogbruðlið Yfirlýsing ríkisstj órnarinnar í tengslum við gerð Reiðubúin að gangí langt og nokkur kos Málin rædd ÞORARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI, Lára V. Júlíusd Sveinsson, forseti ASI, og Magnús Gunnarsson, formaður VSI, að lokni Endurreisnar- og þróunar- banki Evrópu hefur verið harðlega gagnrýndur að undan- förnu fyrir bruðl og flottræfils- hátt. Brezk blöð segja frá því, að um síðustu áramót hafí um tíu milljarðar íslenzkra króna runnið til hins eiginlega verk- efnis bankans; lánveitinga til gömlu kommúnistaríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu í því skyni að efla þar atvinnulíf og markaðshagkerfí. Hins vegar hafí tvöföld sú upphæð, eða um tuttugu milljarðar, farið í rekst- ur, glæsilegar innréttingar húsa- kynna bankans í Lundúnum, skemmtanir, risnu og ferðalög. Eflaust má færa rök fyrir því, að ýmsu þurfi að kosta til við stofnun banka af þessu tagi, en Evrópubankinn hefur alls 750 milljarða króna til ráðstöf- unar. Sjálfsagt er líka eðlilegt, að bankinn gæti aðhalds í útlán- um. Það er hins vegar deginum ljósara, að kaup á húsnæði á dýrasta stað í Lundúnum, kostnaður við marmarainnrétt- ingar í höfuðstöðvunum, íburð- armiklar jólaveizlur starfs- manna og þotuflug Jacques Att- ali, forseta bankans, er ámælis- verð meðferð á almannafé. Hvorki einkafyrirtæki né op- inber geta leyft sér slíkt bruðl, allra sízt á erfíðum tímum í efnahagslífínu, þegar niður- skurðar og hagræðingar er alls staðar þörf. Það er síðan enn kaldhæðnislegra að bankinn, sem átti að hjálpa Austur-Evr- ópubúum til sjálfshjálpar með peningum vestrænna skatt- greiðenda — í anda Marshall- aðstoðarinnar eftir síðari heims- styrjöld — skuli veija slíkum fjármunum til þess að borga undir nokkur hundruð starfs- menn bankans og glæsilegan lífsstíl þeirra. Málið er íslendingum skylt, þar sem íslenzkir skattgreiðend- ur leggja fram 0,1% af hlutafé Evrópubankans, eða 770 millj- ónir króna. Þar af hafa áttatíu milljónir króna af 228 milljóna beinu framlagi þegar verið innt- ar af hendi. Islendingar eiga fulltrúa í stjórn bankans og við- skipta- og iðnaðarráðherra situr í bankaráðinu ásamt ráðherrum frá öðrum vestrænum ríkjum, sem leggja í hann fé. Fulltrúar íslendinga hljóta að beita sér fyrir því, að bruðlinu verði hætt og fjármunir Evrópubankans notaðir til þess, sem ætlazt var til þegar til hans var stofnað. Gagnrýni af því tagi, sem nú beinist að Evrópubankanum, hefur oft komið upp á Islandi. Risnu- og ferðakostnaður stjórnmálamanna og embættis- manna, flugferðir með flugvél- um í eigu ríkisins, veizluhöld og óþarfur íburður í opinberum byggingum hefur allt sætt ámæli. Engu að síður hefur oft verið gert lítið úr umræðum af þessum toga og því haldið fram, að allt sé þetta nauðsynlegt og sambærilegt við það sem gerist með öðrum þjóðum. Umræðurn- ar um Evrópubankann nú, rétt eins og ákvarðanir stjórnvalda í Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar um stórfelldan niðurskurð risnureikninga, sýna okkur að almenningur þolir hvergi að þannig sé farið með fé hans. Þetta á reyndar jafnt við um opinberar stofnanir og stór al- menningshlutafélög. A hvorum vettvanginum sem er, hafa stjórnendurnir fé annarra milli handanna. Þeim ber því að fara með það af ráðdeild og ábyrgð og forðast bruðl og óþarfa. „Dæma- laust forn- eskjutaut“ Að kröfu Kvennalistans var efnt til utandagskrárum- ræðu á Alþingi í fyrradag til að ræða útboð ræstinga í fram- haldsskólum á höfuðborgar- svæðinu. Fram hefur komið að þetta útboð muni auka mjög hagræðingu og spara að minnsta kosti 100 milljónir króna á fímm ára samnings- tímabili. Þannig er náð spamaði í skólakerfínu án þess að kennslustundum sé fækkað eða þjónusta skert. Skemmst er frá því að segja að þingmenn Kvennalista, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags fundu útboðinu allt til foráttu og töluðu um „einka- vinavæðingu" og „miðstýr- ingu“. Þeir létu hins vegar vera að útlista eigin hugmyndir um sparnað og hagræðingu í menntakerfínu. Stöðug útþensla ríkisútgjald- anna er að sliga þessa þjóð. Nú stefnir í að íjárlagahallinn verði 13 milljarðar króna á þessu ári og jafnvel enn meiri á næsta ári. Hins vegar hljóta menn að spyija hvernig eigi að ná tökum á þessum vanda, ef allar hug- myndir um spamað og hagræð- ingu hljóta móttökur af þessu tagi á Alþingi. Það er óhætt að taka undir lýsingu Ólafs G. Ein- arssonar menntamálaráðherra á málflutningi stjómarandstöð- unnar í þessu málí; hann er „dæmalaust forneskjutaut“. RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær- kvöldi eftirfarandi yfirlýsingu fyrir aðila vinnumarkaðarins. í yfirlýsingunni koma fram þær aðgerðir, sem stjórnin er reiðubú- in að ráðast í til að greiða fyrir kjarasamningum Ríkisstjórnin hefur að undanförnu átt viðræður við fulltrúa ASÍ, VSÍ og VMS þar sem ræddar hafa verið ýmsar aðgerðir af opinberri hálfu sem máli skipta við gerð kjarasamninga. Á síðastliðnu hausti kynnti ríkis- stjórnin víðtækar aðgerðir til að styrkja stöðu íslensks atvinnulífs, m.a. lækkun skatta á atvinnuvegum og sérstök framlög til framkvæmda í því skyni að treysta atvinnu. Ríkisstjórnin telur mikilvægt að eyða óvissu í kjaramálum og treysta þannig stöðugleika í efnahagsmálum með vítækri samstöðu um kjarasamn- inga til loka næsta árs. Á þessum forsendum er ríkisstjórnin reiðubúin að ganga eins langt og nokkur kostur er í ljósi erfiðrar stöðu í ríkisbúskapn- um í þá átt að greiða fyrir gerð kjara- samninga til lengri tíma. Ríkisstjórnin er reiðubúin til sam- starfs við samtök launafólks og at- vinnurekenda um öfluga sókn í at- vinnumálum, sem treystir íslenskt atvinnulíf. 1. Ríkisstjórnin mun stuðla að áfram- haldandi lækkun vaxta. Vextir hafa farið lækkandi að undanförnu. Sem dæmi um vaxtaþróun má nefna að spariskírteinavextir á eftirmarkaði eru nú um 0,75% lægri en í lok síð- astæ árs og nafnvextir ríkisvíxla um 2,5% lægri. Nafnvextir í bönkum hafa einnig farið lækkandi. Mikilvægt er að þessi þróun haldi áfram. Aðgerðum í peningamálum verður hagað þannig að vextir geti lækkað enda verði stöð- ugleika ekki stefnt í hættu. Þetta á einnig við um aðgerðir er lúta að við- skiptum Seðlabankans og innláns- stofnana, þ. á m. bindiskyldu. Að undanförnu hefur sala á ríkisverð- bréfum í auknum mæli farið fram með fijálsu útboði á markaði. Þessu verður haldið áfram og fjölbreytni í framboði bréfa aukin, m.a. með út- gáfu ríkisverðbréfa í erlendri mynt á innlendum markaði. Lánsfjárþörf opinberra aðila verður takmörkuð eins og kostur er til að forðast neikvæð áhrif á þróun raun- vaxta. Hér ræður afkoma ríkissjóðs miklu og sama gildur um framkvæmd húsbréfakerfisins. 2. Á árinu 1993 verða útgjöld ríkis- sjóðs til atvinnuskapandi aðgerða, einkum fjárfestingar og viðhalds, aukin um 1.000 milljónir króna frá því sem áður hefur verið ákveðið. Þetta felur í sér að heildarútgjöld rík- issjóðs vegna fjárfestingar og við- halds á árinu 1993 verða um 17 millj- arðar króna eða 3 milljörðum króna mein en árið 1992. 3. Á árinu 1994 verður varið 1 millj- arði króna í sérstök verkefni, nýfram- kvæmdir og viðhald, þar sem leitast verður við að skapa sem flest störf. Þetta felur í sér að heildarútgjöld rík- issjóðs til fjárfestingar og viðhalds á árinu 1994 gætu orðið allt að 2 millj- örðum króna meiri en á árinu 1992. Árin 1989, 1990 og 1992 námu þessi útgjöld að meðaltali um 14 milljörðum króna á verðlagi ársins 1993. Sam- kvæmt þessu verða útgjöld ríkisins til fjárfestingar og viðhalds 5 milljörð- um króna meiri árin 1993 og 1994 samtals en ef miðað er við meðaltal þriggja ofangreindra ára. Þetta er gert í ljósi versnandi atvinnuástands og þrátt fyrir þá erfiðleika sem við er að etja í ríkisbúskapnum vegna minnkandi tekna. 4. Til að treysta íslenskt atvinnulíf þarf öfluga sókn í atvinnumálum. Til þess þarf m.a. breytingar á starfsskil- yrðum, skipulagi og starfsaðferðum sem skila munu árangri til lengri Umfjöllun breska tímaritsins The Economist Breytilegir vextir to baráttuna gegn verð SKAMMTÍMAVEXTIR hafa Iækkað í Bandaríkjunum um alls sjö pró- sentustig á undanförnum fjórum árum. í Bretlandi hafa þeir lækkað um níu prósentustig frá því þeir voru hæstir. Vaxtalækkanirnar hafa þó mismunandi áhrif á efnahagslíf landanna og þau ráðast aðallega af því hversu stór hluti lánanna er með breytilegum vöxtum annars vegar og föstum vöxtum hins vegar. Bresk fyrirtæki eru til að mynda háðari lánum með breytilegum vöxtum en fyrirtæki í helstu sam- keppnislöndunum og vaxtakerfið í Bretlandi torveldar stjórnvöldum að halda verðbólgunni í skefjum. Vextir hafa tvenns konar áhrif á efnahagslífið. Lágir vextir auka einkaneysluna, hvetja menn frekar til þess að eyða peningunum strax fremur en á næsta ári; spamáður er ekki jafn arðbær og lán ódýrari. Vaxtalækkun eykur ennfremur ráð- stöfunartekjur þeirra sem skulda en minnkar aftur á móti arð sparifjár- eigenda. Heildaráhrifin ráðast af því hvort heimilin og fyrirtækin skulda meira en þau eiga á vöxtum eða öfugt. Áhrifin ráðast ennfremur af því hversu stór hluti lánanna er með breytilegum vöxtum, því breytingar á þeim verka strax á efnahagslífið. Hátt hlutfall breytilegra vaxta Að minnsta kosti 90% allra hús- næðislána í Bretlandi em með breytilegum vöxtum, aðeins 20% í Bandaríkjunum og innan við 10% í Þýskalandi, Frakklandi og Japan. Sérstaða Bretlands á þessu sviði markast af mikilli verðbólgu á und- anförnum áratugum sem veldur því að fastir langtímavextir eru of áhættusamir fyrir lánardrottna. Op- inberar reglugerðir hafa einnig haft áhrif á þróunina í nokkram ríkjum. Til að mynda var bandarískum spari- sjóðum sem lána til húsnæðiskaupa meinað að bjóða breytilega vexti þar til árið 1981 og þeir voru ekki tekn- ir upp í Japan fyrr en 1983. í Bretlandi hagnast húsnæðiskau- pendur beint á vaxtalækkunum. Bandaríkjamenn verða á hinn bóg- inn að taka ný lán í stað þeirra gömlu með föstu vöxtunum til að njóta góðs af lækkun vaxtanna. Ahyggjur af aukinni verðbólgu og sívaxandi skuldum ríkissjóðs Banda- ríkjanna hafa þar að auki haldið arði langtímaskuldabréfa allnokkuð hærri en skammtímavöxtunum. Vaxtabyrði heimilanna í Bretlandi hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Vaxtagreiðslur bre- skra heimila hafa til að mynda minnkað úr 11,6% af ráðstöfunar- tekjunum árið 1990 í 6,5% á fyrsta fjórðungi þessa árs, samkvæmt áætlunum. Vaxtagreiðslur barida- rískra heimila hafa á hinn bóginn breyst mun minna, minnkað úr 9,3% í um 8%. Bandarískir neytendur tapa á vaxtalækkunum Þetta segir þó aðeins hálfa sög- una. Það sem skiptir mestu máli eru nettóvaxtagreiðslurnar, þegar tillit er tekið til áunninna vaxta af spari- fé og vaxtagreiðslna af lánum. Bret- land er eina iðnveldið þar sem heim- ilin skulda meira en þau eiga á breytilegum vöxtum. Þar af leiðir að vaxtalækkanir hafa aukið ráð- stöfunartekjur breskra heimila; í hinum iðnríkjunum hafa þær aftur á móti minnkað. Lacy Hunt, hag- fræðingur bandaríska verðbréfafyr- irtækisins Carrol McEntee and McGinley, áætlar að á milli síðustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.