Morgunblaðið - 16.04.1993, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.04.1993, Qupperneq 34
 Albert Magnús- son — Minning Fæddur 7. september 1929 Dáinn 3. apríl 1993 í dag verður móðurbróðir minn, vinur og nafni, Albert Magnússon, jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, en hann lést laugardag- inn 3. apríl sl. Albert fæddist í Naustahvammi í Norðfirði 7. september 1929 þar sem hann ólst upp við leik og störf þess tíma., Foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson og Anna Aradóttir sem jafnan eru kennd við Nausta- hvamm. Barn að aldri fékk Albert berkla og um tíma var honum vart hugað líf. Aðeins þrettán ára gamall þurfti hann að leggjast á sjúkrahús vegna berklaveikinnar og næstu árin urðu sjúkrastofnanir hans aðal heimili þar á meðal berklaspítalinn á Vífilsstöð- um í þtjú ár. Ekki þarf að efa að spítalavistin hefur markað djúp spor í hugskot unglings á mesta og við- kvæmasta mótunarskeiði mannssál- arinnar. Eg er ekki frá því að á þessu æviskeiði hafi viðhorf hans til samskipta og samneytis fólks mest mótast. Allt varð að vera á hreinu og engum mátti skulda neitt til morgundagsins, hvorki forgengilegt né óforgengilegt. Sá sem horfst hef- ur í augu við dauðann metur örugg- lega meir hveija stund sem lífið gefur. Ekki urðu veikindi né slæmar lífs- horfur til að draga kjark úr frænda mínum heldur virtust efla hann og hvetja til að takast á við krefjandi verkefni og óþolinmóður var hann að komast til starfa þó að hjúkrun- arliðið teldi hann ófæran til átaka á þeim líma. Eftir að hafa sigrast á berklunum þótt lífsbaráttan á öðrum vígstöðv- um við. Þar stóð hann ekki einn því að fljótlega kynnist hann ástinni sinni, henni Völlu, eins og við alltaf köllum hana. Valla heitir fullu nafni Valgerður Valdimarsdóttir og er úr Reykjavík. Þau gifta sig síðan 1955 og hefja búskap í Hafnarfirði. Það fór ekki framhjá okkur kunningjum þeirra hjóna að vel fór á með þeim og á hvorugt hallaði í þeirra sam- bandi. í minni fjölskyldu voru þau varla nefnd á nafn öðruvísi en bæði samtímis, svo samtengd voru þau í hugum okkar. Um tíma bjuggu Al- bert og Valla á Sauðárkróki og Stokkseyri þar sem verslað var og ýmislegt annað lagt fyrir sig meðal annars sjómennskan. Þau komast vel af á þessum tíma og um sama leyti taka þau að sér tvo kjörsyni, þá Tómas Vilhjálm og Albert Val. Ég veit að báðum þessum drengjum hafa þau reynst góðir foreldrar og vinir. Stjórnmál eru sérstakur kafli í lífi frænda míns. Snemma gekk hann jafnaðarstefnunni á hönd og var hann dags daglega nefndur Alli krati. Eins og í öðru, sem hann tók sér fyrir hendur var enginn hálfkær- ingur í kringum pólitíska þátttöku hans. Fljótlega velst hann til forystu og stjómunarstarfa fyrir Alþýðu- fiokkinn, var formaður ungra jafn- aðarmanna í Hafnarfirði og síðan fulltrúi í ýmsum stofnunum flokks- ins. Kringum kosningar komst nafni minn í sérstakt hátíðarskap og þá var nú vel fylgst með hverjir skiluðu sér á kjörstað og vissara að hnippa í þá sem seinir voru fyrir. Engan mann þekki ég sem var tilbúinn að leggja eins hart að sér til að vinna flokki sínum fylgi og hann. Sama gilti þegar veija þurfti stefnu og gjörðir flokksins. Það voru frænda mínum nokkur vonbrigði að ég skyldi ekki fylla sama flokk og hann, strák- urinn sem var gefið nafn hans þegar verst horfði um lífslíkur hans í stríð- inu við berklaveikina. En þrátt fyrir að við skipuðum okkur í ólíkar póli- tískar fylkingar voru skoðanir okkar ekki ólíkar. Sjaldan eða aldrei minn- ist ég þess að við væmm ósammála um grundvallarsjónarmiðin og ein- huga vomm við um að landsstjómin væri best kominn í stjómarsamstarfi okkar flokka, það sannaði viðreisn- arstjórnin. Hreinskilni var ríkur þáttur í fari nafna míns og hrein- skiptinn var hann í allri pólitískri framgöngu. Hann fór aldrei í mann- greinarálit þegar segja þurfti fólki til syndanna og óvæginn gat hann verið og dómharður þegar honum fannst það við eiga. Því fengu sum- ir forystumenn flokks hans að kynn- ast, en strax á eftir var hann farinn að vinna að frekari pólitískum frama þeirra. Hann átti sérstaklega auð- velt með að setja öll mál í pólitískt samhengi og þá oftar en ekki til að skopast að sjálfum sér eða lífga upp á stemmninguna. Frændi minn var ríkur í þeim skilningi að hann hafði mikið að gefa af sjálfum sér og naut þess að eiga góðar stundir með vinum og kunningjum. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hann, umræðu- efnin óþijótandi og alltaf stutt í glettni og gamansemi. Fyrir sjö árum fékk nafni minn hjartaáfall og átti eftir það við van- heilsu að stríða. Ég veit að oft var hann sárþjáður, þó að þeir sem un- gengust hann yrðu þess lítið varir á annan hátt en að sjá að honum var brugðið hvað krafta og orku snertir. Á þessum síðustu árum kom vel fram hversu sterka skapgerð hann hafði, hversu heilsteyptur hann var og ekki síður trygglyndur. Hart lagði hann að sér, oft þjáður, að samfagna vinum sínum og kunningjum á tíma- mótum og það var ekki sett fyrir sig að aka rútu til Hornafjarðar fram og til baka til þess eins að dvelja með mínu fólki á fertugsafmælisdegi mínum. Nafni minn var sérstakur per- sónuleiki og minnisstæður verður hann fyrir skoðanir sínar og fast- heldni, fas sitt, framkomu og yfir- bragð allt. Óhætt er að segja að hann hafí verið orðinn hálfgerð þjóð- sagnapersónua í okkar hugum og verður það örugglega áfram. Auðvitað vissi nafni minn að hveiju dró með daga hans hér og þó að hann segðist ætla að tóra út þetla kjörtímabil veit ég og fann að þessu sinni var meiri tilhlökkun tengd fæðingu fyrsta bárnabarnsins, sem von er á í maí, enda umræðu- efni síðustu samfunda mest tengt væntanlegu barnabarni. Á þeim stundum lifnaði vel yfir frænda mín- um og barnsleg gleðin og stoltið leyndi sér ekki. Löngunin og vonin að mega lifa þann dag að sjá fjölga í fjölskyldunni og verða afi var orðin öðru yfirsterkara. Nafni minn var kannski ekki allra en mikill vinur vina sinna og sú mikla tryggð og ræktarsemi sem hann sýndi mér og mínu fólki, for- eldrum mínum, systkinum og fjöl- skyldum þeirra var vel metin og það var tilhlökkunarefni í minni fjöl- skyldu í hvert sinn sem von var á samverustundum með þeim Albert, Völlu og strákunum. Þær stundir voru ekki aðeins skemmtilegar og gefandi heldur jafnframt notalegar. Fyrir þetta allt skal hér þakkað af heilum hug um leið og ég og mitt fólk sendum Völlu og fjölskyidu inni- legustu samúðarkveðjur. Albert Eymundsson. Á lífsleiðinni hef ég kynnst ein- hveijum þúsundum fólks, sem ég kalla kunningja mína, og í þeim hópi eru trúlega einhver hundruð, sem ég get kallað góðkunningja mína, jafnvel vini. í þessurn hópi til viðbótar eru svo þeir, sem eru mér nánir og þeir, sem eru vinir mínir með þeim hætti, að eiga trúnað til- finninga minna. Einn þannig vin minn, Alla krata (Albert Magnússon), kveð ég í dag er lík hans verður til moldar borið í Hafnarfirði. Leiðir okkar Alberts lágu fyrst saman fyrir 35 árum í stjórn félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfírði, og á sama tíma urðum við nágrannar á Vesturbrautinni í Hafnarfirði. Náinn samgangur varð þá þegar milli heimila okkar, sam- gangur, sem þroskaðist í einlæga vináttu mína og konu minnar við þau Albert og Valgerði, sú vinátta og væntumþykja náði svo gagn- kvæmt til barnanna okkar. Það er því svo margs að minnast að allt Morgunbiaðið hrykki _ekki til, hvað þá stutt kveðjugrein. Ég mun því stilla mjög í hóf að rekja atburði og athafnir, en reyna heldur að fjalla um eiginleika vinar míns og persónu- gerð. Ég mun heldur ekki fjalla um afskipti Alberts af Alþýðufiokknum, það ætla ég öðrum. En þegar ég var spurður hver hann væri þessi Alli krati, þá svaraði ég yfirleitt „Alli krati er sérstök stofnun í Alþýðu- flokknum." Albert var mjög vitur og vel greindur, en lítið skólalærður. Hann fékk berkla þegar hann var ungur drengur og táningsárunum, sem öðrum gáfust til náms í málfræði, stærðfræði og tungum útlendra þjóða, eyddi hann á sjúkrahúsum og berklahæli, oft svo fársjúkur að það þótti einsýnna að hann myndi deyja en lifa. Skört á skólagöngu bætti hann sér svo síðar á ævinni með því að læra það, sem hann þurfti og gerði það léttilega. Oft sagði hann mér frá því að á berklaárunum hefði viljastyrkurinn einn haldið í honum lífinu. Margir stofufélagar hans dóu fyrir augunum á honum og hann sagði mér að því hefðu fylgt svefn- litlar og erfíðar nætur, en þá hefði hann ævinlega hert sig upp með því að strengja þess heit, að hversu veik- ur sem hann yrði þá skyldi hann aldrei gefast upp, hann skyldi lifa og hann skyldi fara út af Vífilsstöð- um á eigin fótum. Þegar Albert hafði verið á Vífils- stöðum í rúm þijú ár og læknar höfðu staðfest að hann væri örugg- lega ekki smitandi þá vildi æhann fá útskrift af hælinu til að geta séð um sig sjálfur, en læknarnir neituðu og töldu hann allt of þreklítinn til að vinna fyrir sér. Þá tók Albert pokann sinn og fór án þess að kveðja. Ekki var hann eltur, en plássinu hans var haldið auðu í þeirri vissu að hann gæfíst upp og sneri til baka. En læknarnir þekktu ekki viljastyrk unglingsins. Albert var sannfærður um að hann væri laus við berklana í eitt skipti fyrir öll og það reyndist rétt. Hann hét að til Vífílsstaða færi hann ekki aftur, þó að hann ætti þar skjól. Albert sagði mér oft að fyrstu vik- urnar eftir að hann kom út af berkla- hælinu hefðu verið erfiðar. Hann fékk leigt ískalt kjallaraherbergi í Hafnarfirði, en hann fékk enga vinnu og hann átti enga peninga fyrir mat, hann átti aðeins vilja- styrk. Hann komst yfír svoiítið af kartöflum og fann sér öngla og snæri og fór svo á bryggjurnar að veiða. Hann hló ævinlega þegar hann sagði mér þessar veiðisögur. „Ég fékk ekkert nema marhnúta. Fyrst henti ég þeim, en það var sama hvað ég reyndi, ég fékk alltaf mar- hnút og aftur marhnút og ekkert nema marhnút svo að ég ákvað bara að prófa hvernig væri að éta mar- hnút“. í kjallaranum þar sem hann leigði var þvottahús með eldstæði. Á nóttunni þegar aðrir sváfu þá lædd- ist hann fram og kveikti upp, og í fiskibolludós sauð hann sér svo kart- öflur og marhnúta. Ég hef orð Al- berts vinar míns fyrir því að mar- hnútur og þó sérstaklega marhnúta- lifur séu herramanns kræsingar. Það þurfti mikinn viljastyrk til að hírast aleinn og allslaus í köldum kjallara og þurfa ekki annað en taka strætó til að komast í hlýju og skjól á Vífilsstöðum, það þurfti meira en meðalmennsku til að standast þá freistingu. En Albert Magnússon var ekkert meðalmenni, hann var hetja. Viljastyrkurinn, sem var að mér fannst mest áberandi einkennið í skaphöfn Alberts var því engin til- viljun. Lífslöngunin, sterkasta hvöt alls þess, sem lifir, hafði sjálf fléttað í hann þennan viljastyrk sem síðasta haldreipið. Hugtakið uppgjöf notaði hann stundum um aðra, en sjálfur gafst hann aldrei upp við nokkurt viðfangsefni, hvorki huglægt né verklegt, - aldrei. Stundum leit ég á þennan vilja- styrk sem þvermóðsku eða þijósku, ævinlega þó sem staðfestu og oft sem ótrúlegt siðferðisþrek, og ég lærði að virða þennan viljastyrk, sem gaf honum svo mikið afl að líkams- burðir virtust skipta litlu. Því var það, að þegar Albert vinur minn komst að orði við mig upp úr áramót- um, að af sérstökum ástæðum, sem hann tilgreindi, þá ætlaði hann sér að tóra að minnsta kosti fram á sumarið, þá hvarflaði ekki að mér að tóra að minnsta kosti fram á sumarið, þá hvarflaði ekki að mér efi um annað, og vissi ég þó vel að líkamsþrek hans var nánast þrotið. Árið 1961 fluttumst við hjónin norður á Sauðárkrók. Ári síðar flutt- ust þau Albert og Valgerður til Sauð- árkróks. Á Sauðárkróksárunum starfaði Albert í mörg ár sem mat- sveinn á skipum útgerðarfélags Skagfirðinga. Það lýsir vel um- hyggju Alberts fyrir öðru fólki að um borð í togurunum hirti hann mikið af undirmálsfiski, sem hann verkaði í bútung stundum upp í tvær tunnur í ferð. Hann verkaði mikið í hverri ferð af sjósignum fiski, hann flakaði fisk og frysti og hann bjó til hakk og frysti. Þegar togarinn kom í land og aðrir fóru heim til sín þá keyrði Albert um bæinn og gaf allan þennan mat. Mest gömlum körlum og kerlingum og einstæðing- um og fólki, sem var þannig statt fjárhagslega að það munaði um að fá gefinn mat. Og hann gaf þennan mat svo laglegá að enginn var auð- mýktur. Ef hann vissi af einhveijum, sem var þannig staddur að hann munaði um að fá gefinn mat, þá sætti Albert lagi að mæta viðkom- andi og segja honum að hann væri með mikið af fiski sem hann tímdi ekki að henda og hvort hann mætti ekki færa honum í soðið. Þannig lifði Alli krati sína lífsskoðun. Að endingu vil ég víkja að einum þætti í persónugerð Alberts, sem hafði mjög mikil áhrif á æði hans allt og athafnir, en það var algjör sannfæring hans um framhaldslíf persónunnar eftir líkamsdauðann. Vegna þeirrar sannfæringar gat hann rætt hispurslaust og óttalaust við mig og aðra vini um dauða sinn eins og um ferðalag, sem hann væri að fara í. Ég ætla að leyfa mér að ljúka þessum kveðjuskrifum með því að látast vera áhorfandi að einum hluta af þessu ferðalagi Alberts vinar míns í þeim heimi framandi vídda, sem hann var svo sannfærður um að biði okkar. Sviðið er ótilgreint en ég sé tölu- vert af fólki og að Albert vinur minn er þar á tali við stórvaxinn mann. Ég færi mig nær og spyr einhvern á leiðinni hver hann sé þessi stóri, sem litli karlinn með skeggið sé að tala við. „Þetta er hann Pétur postu- li, það er hann sem tékkar á því hvort maður eigi innistæðu fyrir vist- inni í bjarmalandinu þarna hinum megin við hliðið, það er toppurinn að komast þangað." Ég færi mig nú nær og sem ég fer að nema orða- skil þá heyri ég að Pétur segir: „Hér hafa hlaðist einhver ósköp af Guðsblessunar-bænum og góðum óskum þér til handa. Það sem þið gjörið einum af mínum minnstu bræðrum það hafið þið einnig mér gjört, sagði Guðs sonur á jarðvistar- dögum sínum. Og satt best að segja, Alli minn, þá hafa safnast hér veru- legar innistæður í himnakladdann, sam fjöldi okkar minnstu bræðra hei'ur lagt þar inn á þitt nafn.“ Og postulinn brosir breitt og ég sé að lófamir snúa upp þegar hann réttir fram hendur sínar til Alberts vinar míns, sem gengur í opinn faðm hans. Pétur leggur arm sinn yfir bak hans og tekur þá um öxlina, sem honum er fjær, og þannig horfi ég eftir vini mínum þar sem postulinn leiðir hann beina leið gegnum hliðið að heimi Ijóssins: Eftir stend ég með verk í bijóstinu og ég veit að hann stafar af sorg minni af því að sjá ekki vin minn framar. í huganum hrópa ég hinstu kveðjuna til Alla krata: „Farðu vel félagi og vinur og til hamingju með að vera kominn á kjörskrá í ljóssins borg, sem er stjórnað af eilífum meirihluta jafn- réttis, frelsis og bræðralags, jafnað- arstefnunnar, sem lifír í hugsjónum þínum.“ Birgir Dýrfjörð. Laugardaginn fyrir pálmasunnu- dag lést svili minn og vinur Albert Magnússon. Hafði hann þá átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið. Trúað gæti ég að þess vegna hafi hann verið sáttur við að skilja við hið jarðneska líf nú, þó með þeim fyrirvara að honum entist líf til að sjá fyrsta barnabarnið komið í þenn- an heim, en þessi von hans brást. Albert lést á 64. aldursári, sem í dag er ekki hár aldur. Þann tíma sem ég þekkti Albert, fannst mér hann búa við nokkuð góða heilsu, sér í lagi þegar haft er í huga að hann veiktist af berklum ungur að árum, eins og margir á þeim tíma, en hann dvaldist á Vífilsstaðahæli frá fjórtán ára aldri til átján ára aldurs af þeim sökum. Kynni okkar Alberts hófust fýrir réttum fjörutíu árum, eða um svipað leyti og hann og eftirlifandi eig- inkona hans, Valgerður Valdimars- dóttir, hófu búskap sinn. Ekki minn- ist ég þess að nokkurn tíma hafi borið skugga á vinskap okkar Al- berts og mun ég ætíð minnast hans með hlýhug. Helsta áhugamál Al- berts gegnum ævina og sem má segja að væru hans ær og kýr voru störf hans fyrir Alþýðuflokkinn. Á sínum yngri árum var hann kosinn formaður ungra jafnaðarmanna, einnig sat hann í miðstjórn flokks- ins, og gegndi að auki fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum, sem honum voru falin. Seinni árin kaus hann að starfa meira í bakvarðarsveit flokksins ef svo má að orði komast, en þar hefur hann ekki síður notið sín, flokknum til handa. Það duldist engum var í flokki Albert var. Ef Hafnfirðingur var spurður hvort hann þekkti Al- bert Magnússon í Hafnarfirði var svarið já, Alla krata þekkja allir. Þetta er sagt að gefnu tilefni. Við vorum ekki samstiga í pólitíkinni, en oftar vorum við sammála í okkar skoðunum en ekki, í hinum ýmsu málefnum og fannst mér bæði upp- byggjandi og fróðlegt að ræða við Albert um þjóðmál, en hann var mjög víðsýnn maður og einkar vel gefinn. Það er ekki vafi á því að Alþýðuflokkurinn hefur misst dugm- ikinn málsvara, þar sem Albert var. Albert tók sér fyrir hendur ýmis verkefni sem tengdust oftast við- skiptum og verslun. Þau hjón ráku verslun á Sauðárkróki um árabil. Minnist ég þess hversu ánægjulegt var að eiga vísan áningarstað hjá Völlu og Albert, þegar ekið var um landið. Síðar ráku þau hjón verslun á Stokkseyri og í Hafnarfirði. Ég tel að Albert hafi valið þennan atvinnu- veg umfram aðra, vegna þess að hann hafði yndi af því að umgang- ast fólk og ræða við það um him ýmsu mál, enda var Albert maður þægilegur í allri umgengni, greiðvik- inn fram úr hófi og gat aldrei sagt nei. Því miður galt hann oft fyrir það. Albert voru falin ýmis trúnaðar- störf fyrir kaupmenn, meðal annars sat hann í stjórn Kaupmannafélags Hafnarfjarðar um árabil. Eins og áður er sagt, var Albert félagslyndur með afbrigðum, ekki síst á gleði- stund, en þar var hann hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Ekki vra hann heldur seinn á sér út á dans- gólf, þegar tónar harmóniku hljóm- uðu. Við sem nú syrgjum Albert Magn- ússon huggum okkur við það að eiga ljúfar minningar um góðan dreng og að hann sé nú kominn til þess staðar sem hann sjálfur trúði svo fastlega að biði sín, en Albert var mjög trúaður maður. Þeim hjónum Völlu og Albert varð ekki barna auðið, en tóku að sér tvo drengi og gengu þeim í foreldra stað,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.