Morgunblaðið - 16.04.1993, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993
35
þá Tómas Vilhjálm og Albert Val.
Nú sjá þeir á bak ástríkum föður
sem unni þeim svo heitt. Ég og mín
fjölskylda sendum Völlu og drengj-
unum tveim okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur, einnig öðrum ættingj-
um og venslafólki.
Blessuð sé minning Alberts Magn-
ússonar.
Gunnar Snorrason.
Albert Magnússon alías Alli krati
— lífið og sálin í hópi Hafnarfjarðar-
krata - er fallinn í valinn, aðeins
63ja ára að aldri. Jafnaðarstefnan
var honum eins og köllun. Þeirri
köllun var hann trúr alla ævi til
hinstu stundar. Þess vegna kveðjum
við hann í dag með mikilli virðingu,
þakklæti og eftirsjá.
Aðrir munu rekja stutt en við-
burðaríkt og fjörmikið lífshlaup
hans. Ég staldra við tvennt: Trú-
mennsku hans við æskuhugsjón sína
og hjálpsemi við alla þá, sem höllum
fæti stóðu í lífsbaráttunni. Hann
sýndi trú sína af verkunum. Hann
var heilsteyptur jafnaðarmaður.
Hann var ekta.
Þau Aili og Valgerður kona hans
voru Guði velþóknanleg í störfum
sínum, svo sem sjá má af því að
allt blómstraði og dafnaði, sem þau
komu nálægt. Þannig blessaði for-
sjónin störf þeirra hjóna að þau gátu
liðsinnt þeim, sem ekki farnaðist
eins vel.
Albert Magnússon var liðsforingi
í framvarðarsveit íslenskra jafnað-
armanna. Hann stjórnaði kosninga-
baráttu okkar í mörgum kosningum,
ekki aðeins í Hafnarfirði heldur einn-
ig á Sauðárkróki og Stokkseyri, þar
sem þau hjón bjuggu um hríð, Það
lýsir baráttumanninum Alla krata
vel, að ungir jafnaðarmenn í Hafnar-
firði kusu hann heiðursfélaga sinn.
Hann átti alltaf heima í hópi hinna
ungu og áræðnu.
F.h. Alþýðuflokksins - Jafnaðar-
mannaflokks íslands, kveð ég Albert
að leiðarlokum og þakka honum lið-
veisluna og félagsskapinn í blíðu og
stríðu. Konu hans, Valgerði Valdi-
marsdóttur, sonum þeirra og afkom-
endum sendi ég innilegustu samúð-
arkveðjur.
Jón Baldvin Hannibalsson.
í dag er til grafar borinn frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði Albert
Magnússon. Albert var fæddur 7.
september 1929 og ólst upp að Mið-
húsum í Norðfirði, yngstur átta
systkina. Ungur þoldi hann sjúk-
dómsraunir, því fjórtán ára gamall
greindist hann með berkla og glímdi
við þann sjúkdóm í fjögur ár á
sjúkrahúsum, fyrst eitt ár á Seyðis-
firði, síðan þrjú ár á Vífilsstöðum.
Nærri má geta hversu þungbær
þessi reynsla var erfið fyrir óharðn-
aðan ungling, en því fór fjarri að
hún bugaði Albert Magnússon. Hon-
um var gefið mikið sálarþrek sem
hann var óspar á í annarra þágu. Á
Vífilsstaðaárunum kviknaði stjórn-
málaáhugi Alberts. Hann kynntist
þar jafnaðarstefnunni og gerðist
liðsmaður Alþýðuflokksins. Svo
samgróinn var hann Aiþýðuflokkn-
um og stefnumálum hans að flestir
þekktu hann fremur undir nafninu
„Alli krati“ en Albert Magnússon.
Vífilsstaðavistin dugði til að
hrekja burt vágestinn hvíta og átján
ára gamall hóf Albert sitt ævistarf
sem sjómaður og verslunarmaður.
Þessi störf stundaði hann í Hafnar-
firði, á Sauðárkróki og Stokkseyri,
lengst af í Hafnarfirði þar sem hann
átti drýgstan hluta sinnar starfsævi.
Það einkenndi öll störf Alberts
hversu gott samband hann hafði
jafnan við sína samferðamenn og
lifandi áhuga á högum þeirra og
góðan vilja til að verða þeim að liði.
Hann var ákaflega hjálpsamur mað-
ur svo oft gekk það út fyrir hans
eigin hag.
Allar götur frá Vífilsstaðaárunum
var Albert óþreytandi talsmaður og
starfsmaður fyrir Alþýðuflokkinn.
Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir flokkinn, var m.a. formaður
Félags ungra jafnaðarmanna í Hafn-
arfirði, í stjórn Sambands ungra
jafnaðarmanna og í flokksstjórn Al-
þýðuflokksins var hann um árabil.
En umfram allt var hann alla sína
ævi óþreytandi að tala máli flokksins
og vinna fyrir hann í kosningum. Á
þeim vettvangi átti hann fáa sína
líka. Svo vel fylgdist hann með hrær-
ingum og straumum meðal fólks, á
vinnustöðum og heimilum að hann
var einn á við fjölmennar skoðana-
rannsóknastofnanir og kosninga-
skrifstofur. Sá sem hafði „Alla
krata“ með sér í kosningabaráttu
átti sannarlega hauk í horni.
Ég var svo lánsamur að njóta
krafta Alberts Magnússonar þegar
ég var valinn til að vera í framboði
fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjanes-
kjördæmi við alþingiskosningarnar
vorið 1991. Reyndar var hann í hópi
þeirra manna sem í upphafi hvöttu
mig til þess framboðs. Fyrir þann
stuðning stend ég í mikilli þakkar-
skuld við Albert Magnússon. Þegar
við kynntumst var heilsa Alberts
farin að bila, en stjórnmálaáhuginn
og baráttuviljinn var óbilaður. Meðal
minna bestu minning úr stjórnmála-
starfi er samstarfið við Albert Magn-
ússon. Þótt líkaminn væri hijáður
af erfiðum sjúkdómi glömpuðu aug-
un af áhuga æskumannsins. Hann
var glöggskyggn á kosningahorfur
og fór mjög nærri um úrslitin í
Reykjaneskjördæmi fyrir Alþýðu-
flokkinn vorið 1991 alllöngu fyrir
kjördag, en í þeim kosningum bætti
flokkurinn stöðu sína að mun. Sá
árangur var ekki síst að þakka ósér-
hlífni fólks eins og Alberts Magnús-
sonar.
Alþýðuflokksmenn í Reykjanes-
kjördæmi þakka allt þetta starf. Við
munum sakna vinar í stað.
Við Laufey þökkum liðnar sam-
verustundir sem voru því miður of
fáar.
Á þessari stundu leita hugir okkar
með djúpri hluttekningu til eiginkonu
Alberts, Valgerðar Valdimarsdóttur,
og sona þeirra, Tómasar og Alberts
Vals, og fjölskyldunnar allrar sem
mikið hefur misst. Minningin um
góðan dreng mun lifa.
Jón Sigurðsson.
Veturinn 1948 vann ég vertíðar-
störf í Hafnarfirði. Þennan vetur
kynntist ég Fanneyju Magnúsdóttur
frá Neskaupstað sem síðar varð kona
mín. Hún sagði mér að yngsti bróð-
ir sinn væri sjúklingur á Vífilsstöð-
um. Þangað fórum við í heimsókn
síðla vetrar og í þeirri för sá ég
Albert í fyrsta sinn, en okkar kynni
áttu- eftir að verða allnáin alla tíð
síðan. Foreldrar hans voru hjónin
Anna Aradóttir og Magnús Guð-
mundsson, þau bjuggu í Miðhúsi í
Naustahvammi sem er fyrir botni
Norðfjarðar, sem næst á mörkum
hins unga bæjar á Nesi og hinnar
blómlegu sveitar sem liggur inn af
botni fjarðarins. Þau hjón eignuðust
átta börn sem upp komust og var
Albert þeirra yngstur.
Skömmu eftir fermingaraldurinn
kom í ljós að drengurinn hafði veikst
af berklum sem var þá ægileg plága
hér á landi, sjúkdómurinn lagðist
einkum þó á ungt fólk og lagði það
í hrönnum í gröfina. Þessi ægilegi
sjúkdómur var oft nefndur hvíti
dauðinn og voru margar fjölskyldur
víða um landið sem áttu um sárt að
binda af hans völdum.
Á þeim tíma voru engin lyf þekkt
sem að gagni komu í baráttunni við
hann. Elsti bróðir Alberts, Guð-
mundur, sem var eistur þeirra systk-
ina veiktist einnig ungur af berklum,
en komst þó af berklahælinu lif-
andi, með skerta heilsu sem fleiri
sem lifðu berklana af. Hann lést
nálægt miðjum aldri. Þó að dánaror-
sök hafi verið talin önnur þá munu
afleiðingar berklanna hafa veikt
mótstöðuafl líkamans gegn öðrum
sjúkdómum. Þetta sumar, 1948, fór
Álbert af Vífilsstaðahæli þar sem
hann hafði dvalið um árabil og sett-
ist að í Hafnarfirði.
Það var enginn leikur fyrir ungl-
ing á nítjánda ári með skerta heilsu
að koma sér fyrir er sjúkrahúsvist-
inni lauk, fá húsnæði og vinnu við
sitt hæfi. þar við bættist að nánast
var litið á berklasjúklinga sem lík-
þráa menn, slíkur var ótti manna
við hinn hvíta dauða að þeir voru
hræddir um að jafnvel þeir sjúkling-
ar sem útskrifaðir voru af berklahæl-
unum væru smitberar.
Það kom fljótt í ljós að Albert var
gæddur ódrepandi þrautseigju og
sjálfsbjargarviðleitni sem er ákaf-
lega ríkur þáttur í fari hans fólks.
Illa gekk að fá vinnu sem heilsa
hans þoldi og lengi fyrstu mánuðina
eða árin eftir að hann kom af hælinu
þurfti hann að fara þangað með
vissu tímabili þar sem lofti var dælt
í bijóstholið til að hindra hreyfingar
sýkta lungans meðan það var að
gróa að fullu. Þetta var algeng lækn-
ingameðferð lungnaberklasjúklinga
á þeim tíma.
Næsta vetur vann ég við vetrar-
störf í Hafnarfirði og hittumst við
Albert oft í landlegum og var þá
margt spjallað. Það sem einkum
vakti athygli mína við okkar fyrstu
kynni var hve mikinn áhuga hann
hafði á pólitík og var þá þegar orð-
inn mjög ákveðinn Alþýðuflokks-
maður.
Hann fór fljótlega eftir komu sína
til Hafnarfjarðar að starfa í Félagi
ungra jafnaðarmanna og varð síðar
formaður FUJ og sinnti því starfi
af miklum áhuga. Hann tók mikinn
þátt í baráttu flokksins fyrir hveijar
kosningar og þótti mjög miður ef
þær gengu ekki flokknum í hag,
hvort sem var kosið til bæjarstjórnar
eða alþingis. Ég þekkti lítið þennan
eldlega áhuga og fannst pólitík-
usarnir misnota sér hans fölskva-
lausa áhuga og hans veiku starfs-
krafta, en í engu koma til móts við
hann með því að útvega honum hent-
ugt starf. Þá fannst mér að þessi
aukavinna sem flokksstarfinu fylgdi
gæti verið hættulegt heilsu hans þar
sem það kom niður á hvíldar- og
svefntíma hans. Þessar röksemdir
mínar lét hann sem vind um eyru
þjóta er við ræddum þessi mál. Álla
tíð var það svo að hann forðaðist
að leita til sinna flokksmanna um
neins konar fyrirgreiðslu fyrir sjálf-
an sig. Slíkt fannst honum ósæmileg
misnotkun þeirrar vináttu sem varð
til í gegnum pólitískt starf.
I ársbyrjun 1955 flytjumst við
Fanney búferlum til Hafnarfjarðar.
Þá hafði Albert kynnst ungri stúlku
úr Reykjavík, Valgerði Valdimars-
dóttur, og giftu þau sig þetta sama
ár. Valgerður er mikil mannkosta
manneskja, bókelsk og listhneigð og
gædd miklu umburðarlyndi og að-
lögunarhæfni. Varð hún hans heilla-
dís og styrka stoð í lífinu. Lifir hún
mann sinn ásamt tveim kjörsonum
þeirra. Þau voru ákaflega samhent
í lífinu þrátt fyrir að þau virtust um
margt vera ólíkrar gerðar og höfðu
ólík áhugamál. Það var draumur
Alberts að geta starfað sjálfstætt
og margt var það sem hann reyndi
fyrir sér í því efni þó að fjárráð
væru að sjálfsögðu lítil í fyrstu. Um
þetta leyti tók hann ásamt tveim
félögum sínum að sér rekstur sölut-
urns við Hafnarfjarðarhöfn og
stunduðu þeir jafnframt sendibíla-
akstur. Bílarnir voru litlir og óhent-
ugir til þeirra hluta, en þessa starf-
semi stunduðu þeir um skamman
tíma. Fleiri tilraunir til eigin atvinnu-
rekstrar voru gerðar á næstu árum
og einnig vann hann sem kokkur á
bátum á vetrartíð og síldveiðum.
Haustið 1962 flytjast þau hjónin
til Sauðárkróks. Þá höfðu þau tekið
eldri kjörsoninn Tómas, og mun Al-
bert hafa sett á stofn bílaleigu er
hann kom norður og rak hana um
tíma. Þá var hann einnig á sjónum
sem matsveinn á bátum og síðar á
togara. Þarna byggja þau stór og
vandað hús og var þar rekin mat-
sala og verslun. Einnig höfðu þau
eins konar listmunagerð. Á Sauðár-
króki eignuðust þau fjöida vina og
var gestkvæmt á heimili þeirra sem
ávallt hefur verið hvar sem þau hafa
búið. Ekki lét Albert deigan síga í
félagsmálum, starfaði m.a. fnikið í
Sjálfsbjörgu, styrktarfélagi lamaðra
og fatlaðra, auk flokksstarfsins sem
hann tók ævinlega þátt í af sama
eldlega áhuganum. Það fór ekki á
þann veg að þessi pólitíska baktería
sem hann hafði ungur tekið færi
dvínandi með aldrinum sem ég hafði
vonað í fyrstu. Sá áhugaeldur lifði
í hans huga alla tíð og flokknum
sínum lagði hann allt það lið sem
hann mátti og var óþreytandi tals-
maður hans hvar sem hann fór.
Hann var laginn í viðræðum við fólk
á sinn hógværa hátt og eflaust eru
mörg atkvæðin sem hann færði
flokki sínum á kjörstað af þeim sem
lítinn áhuga höfðu eða voru hálfvolg-
ir í sinni pólitísku sannfæringu.
Á Sauðárkróks-árunum eignuðust
þau yngri kjörsoninn Albert Val, sem
stundar nám og dvelst í foreldrahús-
um. Bæði áttu þau stórar fjölskyldur
og frændgarður Alberts stór og hann
með afbrigðum ættrækinn. Otaldir
eru þeir mannfagnaðir sém þau hjón
sátu meðal hinna austfirsku frænda
auk annarra og alltaf virtist Albert
vera miðdepillinn í hópnum. Hann
var í eðli sínu félagslyndur og naut
þess að umgangast fólk og hafa vini
og frændur í kringum sig, var
gamansamur og orðheppinn í sam-
ræðum og hafði lag á að tala við
hvern sem var án þess þó að vera
ætíð á sama máli og viðmælandi.
í lok ársins 1974 flytjast þau frá
Sauðárkróki til Stokkseyrar. Keyptu
þau hús og settu upp verslun, Álla-
búð, sem þau ráku uns þau fluttust
þaðan eftir fjögur ár til Hafnarfjarð-
ar, þar var sett upp verslun í vestur-
bænum, á Vesturbraut, með sama
nafni. Þessi verslunarrekstur gekk
vel, en þau lögðu mikla vinnu á sig
og hefur Albert vafalaust ofgert
heilsu sinni með of miklu vinnuálagi
um langt árabil. Fyrir fáum árum
fékk hann hjartaáfall eða hjarta-
vöðvalömun og varð algjör öryrki
þau ár sem hann átti eftir ólifuð.
Það eru þung örlög starfsömum
manni að vera allt í einu sviptur
starfsorku aðeins hálfsextugur.
Þrátt fyrir þennan heilsubrest sótti
hann mannfagnaði við ýmis tæki-
færi í hinum stóru fjölskyldum þeirra
hjóna og nánasta frændgarði. Alla
tíð hafði hann mikla ánægju af að
fá gesti í heimsókn á þeirra vistlega
heimili þar sem allir mættu sömu
gestrisninni og hjartahlýjunni sem
áður. Á þessu tímabili var hann
stundum á hressingarhælinu á Rey-
kjalundi og virtist hafa gott af dvöl
sinni þar og njóta þess að vera inn-
an um fólk þar á hælinu. Síðastliðinn
vetur var þrekið að mestu þrotið og
var hann öðru hvoru á St. Jósefsspít-
ala, en fékk að fara heim skamma
hríð í einu og á þeim spítala lauk
hans löngu baráttu við sjúkdóma
sem varð ótrúlega löng eftir hans
líkamlega ástandi. Hafði hann með-
vitund allt undir það síðasta og vra
óttalaus við endalokin.
Ungur hafði hann sem áður getur
tekið illvígan sjúkdóm og var þá
vart hugað líf, en æðruleysið og lífs-
viljinn hjálpaði honum til að lifa af
hremmingar hvíta dauðans þar sem
það þótti ofur hversdagslegur við-
burður að sjá starfsfélagana borna
í líkhúsið. í þessu návígi við dauðann
þótti þessum unglingum á hans aldri
mikill áfangi að fá að lifa til tvítugs-
aidurs að því er hann sagði síðar
og voru margir furðu óttalausir við
dauðann sem gat hvenær sem er
vitjað þeirra. Á þeim tíma þótti bor-
in von að sá sjúklingur sem sendur
væri á berklahæli kæmi þaðan lif-
andi. Þó að Albert kæmist lifandi
af hælinu bjó hann ætíð við skerta
starfsorku þar sem annað lungað
var að mestu óvirkt, en hann átti
afar sterkan vilja og metnað til að
standa á eigin fótum í lífinu, og það
tókst honum. Hann naut aldrei
neinnar aðstoðar eða fyrirgreiðslu
samfélagsins síðan hann slapp úr
klóm hins hvíta dauða, að vísu ekki
með öllu ósár, en andlega ábyrgur
og ákveðinn í að standa sig eins vel
í lífsins baráttu og þeir er heilir
voru heilsu.
Fjölskyldu sinni var hann um-
hyggjusamur heimilisfaðir. Þau hjón
voru ákaflega vinsæl og vinmörg og
höfðu náið samband við ótrúlega
stóran hóp vina og vandamanna.
Hann var einn af þeirri manntegund
sem öllum vildi gera greiða einkum
þeim er höllum fæti stóðu í lífsbar-
áttunni. Meðan þau ráku verslun hér
í bæ voru ótaldar ferðir farnar með
vörur til gamla fólksins í hverfínu
þó að heimsendingum frá verslunum
væri liætt. Hann gerði miklar kröfur
til sín, var traustur og trúverðugur
í starfi og viðskiptum minnugur þess
hugsunarháttar „Að í engu mun ég
níðast sem mér hefur verið trúað
fyrir“.
Albert hugsaði mikið um eilífðar-
málin, hvað tæki við að loknu þessu
lífi og var sannfærður um framhald
lífsins eftir dauðann, hann væri eng-
inn lokapunktur í lífi mannsins. Eg
þykist vita að hann hafi varðveitt
sína barnatrú og hugsað til vista-
skiptanna án alls ótta.
Minningin um þessa að mörgu
leyti sérstæðu persónu lifir meðal
vina hans. Þá minnumst við lífsvilj-
ans, þrautseigjunnar og græsku-
lausrar gamansemi í góðra vina hópi
ásamt fágætu trygglyndi gagnvart
vinum og vandamönnum. Hann var
þrótinn heilsu og kröftum eftir langa
og stranga baráttu við erfíða sjúk-
dóma og víst getum við vinir hans
unnt honum hvíldar að leiðarlokum
þó að við hefðum kosið að hafa hann
lengur meðal vor við bærilega heilsu.
En hans stundaglas var útrunnið og
endirinn óumflýjanlegur. „Er syrtir
að nótt til sængur er mál að ganga,
sæt mun hvíldin eftir vegferð
stranga," sagði annar Austfírðingur-
inn í ágætu kvæði. Albert hefur nú
hlotið hvíld eftir sína vegferð og
vonandi verður honum að þeirri trú
sinni að á nýjum en okkur óþekktum
sviðum bíði hans líf og starf á ný.
Ó.B.
Látinn er fyrir aldur fram Aust-
firðingurinn Albert Magnússon.
Fæddur var hann í Miðhúsum í Norð-
fjarðarsveit 7. september 1929 og
ólst þar upp fram um fermingarald-
ur, en varð þá að hverfa til Suð-
urlandsins til að leita sér lækninga,
því hann hafði þá greinst með berkla,
en á þeim árum voru þeir nokkuð
útbreiddir hér á landi svo að margir
urðu að leita sér lækninga. Segja
má að fullur sigur hafi unnist hér á
landi í baráttunni við berklaveikina.
Albert dvelur nú á Vífilsstöðum á
fjórða ár og telst þá hafa náð góðri
heilsu. Hann sest nú að í Hafnar-
firði og stundar þar ýmiss konar
störf. Þar kynnist hann konuefni
sínu Valgerði Valdimarsdóttur úr
Reykjavík, en þau gifta sig og hefja
búskap þar syðra 1955. Skömmu
síðar flytjast þau til Norðfjarðar, en
eru þar skamma hríð og fara til
Hafnarfjarðar aftur og eru þar
næstu árin. Árið 1962 halda þau
norður í land, setjast að á Sauð-
árkróki og eru þar næstu tólf árin.
Albert gerist þá kokkur á togurum
þeirra fyrst í stað, en síðar rak hann
sína eigin matsölu. Valgerður rak
blóma- og gjafavörubúð auk þess
sem þau steyptu sína eigin muni úr
gipsi og máluðu og stunduðu þá iðn
í allmörg ár með öðrum störfum. Á
þessum árum tóku þau virkan þátt
í félagsmálum þeirra Sauðkrækinga.
Árið 1974 haldaþau til Stokkseyr-
ar og fljótlega setja þau upp versl-
un, fyrst í pöntunarfélagsformi og
þá í heimahúsi, en síðan smásölu-
verslun í byggðarkjarnanum og köll-
uðu hana „Allabúð". Eftir fjögurra
ára búsetu á Stokkseyri taka þau
sig enn upp og halda þá til Hafnar-
fjarðar og setja á stofn „Allabúð“
við Vesturbrautina. Ráku þau hana
þar í nokkur ár, en hættu þá verslun-
arrekstri að mestu. Næstu árin
pökkuðu þau og dreifðu ýmsum
smávörum, en allra síðustu árin hafa
þau rekið gistiheimili að Stapahrauni
2.
Ég held að þegar þau fluttust frá
Stokkseyri til Hafnarfjarðar þá hafi
þeim fundist að þau væru raunveru-
lega komin heim og að Hafnarfjörð-
ur hafí alltaf verið þeirra óskabyggð
þó að atvikin hafí orðið þess vald-
andi að þau settust víðar að.
Albert hefir alla tíð verið félags-
lyndur og því ætíð tekið mikinn þátt
í félagsmálum þar sem hann hefir
átt heima hveiju sinni. Það hefur
fyrst og fremst verið á hinu pólitíska
sviði og þá fyrir Alþýðuflokkinn en
hann sagðist verafæddurinn í hann.
Starfaði hann fyrir Alþýðuflokkinn
af lífi og sál, enda af kunningjum
jafnan kallaður „Alli krati“. Og varla
verður hin pólitíska saga Hafnar-
fjarðar síðustu áratugina skrifuð án
þess að minnst sé Alberts Magnús-
sonar og þeirra starfa sem hann
vann fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnar-
firði. Reyndar vann hann fyrir sinn
flokk af lífi og sál hvar sem hann
var búsettur hveiju sinni.
Albert hafði áhuga á að safna
gömlum munum og gömlu ritmáli
sem hann taldi að hefði sögulegt
gildi og var þetta orðið töluvert að
vöxtum svo að hann reyndi í tíma
að miðla því til þeirra sem höfðu
áhuga og tíma til að meta þar sem
hafði sögulegt gildi.
Þeim hjónum varð ekki barna
auðið, en þau ólu upp tvo kjörsyni,
Tómas Vilhjálm og Álbert Val.
Hin síðari ár fór heilsu Alberts
að hraka, en varla átti maður von á
að endadægur hans væri svo
skammt undan. Það dugir þó ekki
að deila við almættið. Fjölskylda
mín og ég þökkum fyrir samfylgdina
á umliðnum árum og óskum Val-
gerði og sonum alls hins besta á
ókomnum árum.
Steindór Guðmundsson.