Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 Aðalfundur SVFÍ í Stykkishólmi Fjölmennasti aðal- fundurínn til þessa Stykkishólmí. AÐALFUNDUR SVFÍ var haldinn í Stykkishólmi, dagana 7.-9. maí sl. Var fundurinn haldinn í salarkynnum félagsheim- ilisins, en allur viðurgerningur var á snærum Hótels Stykkis- hólms, en hótelið og félagsheimilið eru sambyggð. Um 200 manns sóttu fundinn alls staðar af að landinu. Einar Sigurjóns- son, stjórnarformaður SVFI, sagði fréttaritara að þetta væri fjölmennasti aðalfundur félagsins fram að þessu. Morgunblaðið/Stefán Magnússon Hættur vegna vegaskemmda VEGIR á Vesturlandi eru enn víða hættulegir vegna skemmda sem urðu á þeim í vatnavöxtum síðastlið- inn sunnudag en unnið er að viðgerðum. Á þessari mynd, sem tekin var á Barmahlíð í Reykhólasveit, sjást skemmdir á þjóðveginum þar. Lagður var bráðabirgðavegur fyrir ofan veginn til að fólk kom- ist leiðar sinnar. í Saurbæ í Dalasýslu er þjóðvegur- inn enn lokaður hjá Brekku en menn komast gamla veginn. Sveinn Aðalmál fundarins voru nú eins og alltaf áður björgunarmálin og framvinda þeirra, með tilliti til þess að alltaf má betur gera, og tímamir breytast og mennirnir með. Það fer ekki milli mála að mik- ill og vaxandi áhugi er um allt land fyrir þessum málum og nauð- syn eflingar. Þá var annað umræðuefnið að félagið gæti komið á fót björgun- arskóla og hefír það mál verið til umræðu undanfarin ár og nú er verið að kanna frekari áhuga fyrir því máli. Virtist landsbyggðin hafa mikinn áhgua á að þetta mál kæm- ist sem fyrst í forystu slysavarna- mála hér á landi. Þá var og mjög rætt um svo- nefnt „neyðarsímamál/‘ en eins og vitað er rekur SVFI í tilrauna- skyni neyðarsíma í Austur-Skafta- fellssýslu og við Borgarfjörð. Telur forysta félagsins að þessi tilraun hafí þegar skilað árangri og sé þess vel verð að koma henni á fleiri staði. Öryggismál sjómanna er sígilt umræðuefni og urðu talsverðar umræður um þau og eins ungl- ingadeildarmálin, en nú hafa verið stofnaðar 24 unglingadeildir SVFÍ. Um það mál var töluvert Qallað og virtist það mál hafa mikinn byr á fundinum og sérstak- lega um að draga þetta mál ekki á langinn. Ýmis önnur mál voru til umræðu. Fundinum stjómuðu: Reynir Gústafsson, Grundarfirði, Sveinn Gestsson, Grundarfírði og Sigurð- ur Ingvason, Borgarnesi. Stjóm SVFÍ skipa nú: Aðal- stjóm: Einar Sigurjónsson forseti, Gunnar Tómasson varaforseti, Lára Helgadóttir 2. v.forseti, Sig- urður H. Guðjónsson ritari, Garðar Eiríksson gjaldkeri, Svala Hall- dórsdóttir meðstj., Jóhannes Bri- em meðstj. Varastjóm: Ragnar Bjömsson, Gylfí Sigurðsson, Eng- elhart Bjömsson, Ámi Kolbeins. Vesturland: Ingi Hans Jónsson aðalstj., Guðmundur I. Waage va- rastj., Ágúst Jakob Ólafsson að- alstj., Katrín B. Jónsdóttir varastj. Norðurland: Þóranna Hansen að- alstj.,-.Gunnar S. Sigurðsson va- rastj. Austurland: Baldur Pálsson aðalstj., Ólafur Sigurðsson va- rastj. Suðurland: Olafur íshólm Jónsson aðalstj., Októvía Anders- en varastj. Siguijón Gíslasön fullt. ungl., Þórður Ásmundsson fulltr. ungl. Fundarmenn voru ánægðir með Stykkishólm sem fundarstað og þótti sérstaklega gott, hversu öll þjónusta á hótelinu var ágæt og á réttum og góðum tíma og allt snyrtilegt. Hótelstjórinn, Sigurður Skúli Bárðarson, dró ekki heldur dul á-. ánægju sína yfír hversu þama hefðu góðir gestir verið á ferð. Árni. ATVIN NULEYSI Toyota býður 500 lítra af bensíni með nýjum bílum Bílasalan snýst um það að bjóða eitthvað með bílun- um, segir blaðafulltrúi Toyota-umboðsins P. SAMÚELSSON hf., umboðsaðili Toyota, býður 500 lítra af bensíni með öllum nýjum Toyota-bílum sem þeir seija. Loftur Ágústsson blaðafulltrúi P. Samúelssonar segir að bílasala virð- ist snúast um það um þessar mundir að bjóða eitthvað með bílun- um. Hann segir að þetta jafngildi um 34 þúsund kr. afslætti. „Okkur finnst jákvæðara að semja við olíufélag um bensínkaup og láta 500 lítra fylgja með bílun- um en að lána peninga kostnaðar- laust eins og Hekla hefur gert. • • Ul III Okkur fínnst það óeðlilegir við- skiptahættir," sagði Loftur. Erfiður markaður Hann segir að það séu færri um hituna í bílasölunni nú en áður og það sé erfiðara að ná til viðskipta- manna. „Bensín hækkaði um rúm- ar tvær krónur í síðustu viku. Þeim sem eru að kaupa sér nýjan bíl fínnst mjög gott að fá 500 lítra af bensíni með bílnum.“ Hann sagði að ekki hefði staðið á við- brögðum við þessú tilboði fyrir- tækisins og mikið verið hringt. Loftur sagði að bensínið sem kaupendum nýrra Toyota-bíla byð- ist væri á engan hátt reiknað inn í verð bílanna. Þetta væri í raun um 34 þúsunda kr. afsláttur af nýjum bílum. Breytingar á lögum um At vinnuleysistryggingasjóð Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um Atvinnuleysis- tryggingasjóð. Deildarstjóri Atvinnuleysistryggingasjóðs Margrét Tómasdóttir, lýsti helstu breytingum í þjónustuút- varpi atvinnulausra á mánudag. Hámarksaldur er lækkaður úr 71 ári niður i 70 ár. Sumarbúðirnar við Ástjörn verða starfræktar í níu vikur í sumar. Sumarstarfið við Asljöm að hefjast SUMARBÚÐIRNAR við Ástjörn í Kelduhverfi verða starfræktar í níu vikur í sumar frá 9. júní til 20. ágúst. Sumarheimilið Ástjörn er staðsett í þjóðgarðinum, nálægt Ásbyrgi, og var stofnað árið 1946 af Arthur Gook, kristniboða. Að jafnaði dvelja um 80 börn á Helstu breytingar eru þessar: Breytingar sem rýmka gildandi lög Launamenn sem eru utan stétt- arfélaga eiga rétt á atvinnuleysis- bótum: Skilyrði fyrir félagsaðild í stéttarfélagi hefur verið felld nið- ur. Lögin taka gildi 1. júli. Sjálfstætt starfandi einstakling- ar öðlast nú rétt til bóta en ákvæði þar um tekur ekki gildi fyrr en 1. október. Nánari skilyrði verða sett í reglugerð. Bótaþegum gefst kostur á að kaupa sig frá sextán vikna bið- inni, þ.e. bótalausa tímabilið eftir 52 vikur á bótum. Þeim sem njóta atvinnuleysisbóta og eru búnir með bótakröfutímabilið sitt, er gefínn kostur á því að fara á námskeið fyrir atvinnulausa, eða taka þátt í átaksverkefnum sveitarfélaga í að minnsta kosti átta vikur. Á þann hátt geta þeir keypt sig frá bóta- lausa tímabilinu. Ákveðin nefnd mun vinna að því að allir geti nýtt sér þennan rétt hvar sem er á land- inu. Breytingar sem herða gildandi lög. Lækkun hámarksaldurs bótaþega: Biðtími lengdur: Þeir sem segja upp sjálfir verða að bíða í 40 daga frá skráningu í stað 30 daga áður. Þessi tími er ekki greiddur en telst til bótatímabilsins. Sjálfvirkt ákvæði fellt út: Fái bótaþegi vinnutilboð, en treystir sér ekki til þess að taka því og leggur fram læknisvottorð, getur hann sjálfkrafa verið áfram á at- vinnuleysisbótum. Þetta ákvæði er fellt niður. Það verður í valdi út- hlutunamefnda að meta gildi læknisvottorðsins. Ákvæði gagnvart þeim sem neita að vinna: Fram til þessa hafa þeir sem neita vinnutilboði fallið út af bótum og öðlast ekki bætur fyrr en þeir hafa verið í vinnu ein- hvem tíma vinnu og misst hana. Sú breyting hefur verið gerð að sá sem neitar að vinna í fyrsta sinn getur látið skrá sig í 40 daga, neiti hann vinnutilboði í annað sinn þá öðlast hann ekki bótarétt fyrr en hann hefur unnið í 6 vikur sam- fellt. Tekjutenging bóta: Ef tekjur umsækjanda síðustu sex mánuði fyrir skráningu eru hærri að með- altali en sem nemur tvöföldum at- vinnuleysisbótum á mánuði, þá frestast réttur til atvinnuleysisbóta þar til meðaltekjur fyrir liðinn mánuð verða jafn háar tvöföldum atvinnuleysisbótum. (Nánari regl- ur verða settar í reglugerð) Skerðing vegna elli- og örorku- styrkja: Þeir sem sækja um at- vinnuleysisbætur og njóta elli- og örorkustyrkja frá Tryggingastofn- un, missa atvinnuleysisbætur sem styrkjunum nemur. Ákvæð hert: Þeir sem gefa rang- ar eða villandi upplýsingar um hagi sína missa nú rétt til bóta í sex mánuði (í stað tveggja mánaða áður) og við ítrekað brot í allt að tvö ár (í stað eins árs áður). Síðan kemur inn nýtt ákvæði: Viðkom- andi sem aflar sér bóta á röngum forsendum skal endurgreiða sjóðn- um allt að tvöfaldri þeirri bótafjár- hæð sem hann fékk úr Atvinnu- leysistryggingasjóði. Ath. Rétt er að fram komi: Að fræðslu- og upplýsingaátaki fyrir atvinnulausa standa Upplýsinga- þjónusta Háskólans og Rás 1 og er verkefnið styrkt af Starfs- mannasjóði Félagsmálaráðuneytis- ins. M. Þorv. sumarbúðunum. Fyrstu fjórar vikurnar eru fyrir drengi, en næstu fjórar vikur eru fyrir stúlkur og drengi. Hægt verð- ur að dvelja í sumarbúðunum frá tveimur upp í átta vikur, en bömin verða á aldrinum 6 til 12 ára. Síð- asta vika sumarsins (14.-20. ág- úst) verður unglingavika fyrir 13-17 ára. Hver vika kostar 11.300 krónur að viðbættu staðfestingar- og rútu- gjaldi. Akstur á leiðinni Akureyri — Astjörn, Ástjörn — Akureyri en inn- ifalinn. Veittur er 10% aflsáttur fyrir systkini. Hægt er að greiða á ýmsan hátt, t.d. með jöfnu millibili, staðgreiða (5% afsl.) eða með Visa, Euro eða Samkorti, sem er mjög þægilegur greiðslumáti. Flugleiðir bjóða sérstakan afslátt af fargjaldinu Reykjavík — Akur- eyri — Reykjavík fyrir 6-12 ára börn á leið til Ástjarnar í sumardvöl. í samvinnu við hestaleiguna á Hóli geta börnin farið á hestanám- sekið. Nánari upplýsingar fást hjá forstöðumanni, Boga Péturssyni, í síma 96-23238, Magnúsi Hilmars- syni í síma 96-21585, Þorsteini Péturssyni í síma 96-21509 eða Jógvani Purhúsí síma 96-22733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.