Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ f993 23 * Kallað eftir víðtæku samstarfi um sóknarstefnu inn í 21. öldina á aðalfundi VSI 20 þús. ný störf þarf eigi að tryggja fulla atvinnu til aldamóta Sóknaráætlun OVISSA og erfiðleikar í atvinnulífi landsmanna var meðal þess sem rætt var um á aðalfundinum í gær, en formaður VSÍ lagði áherslu á að unnið yrði að nýrri sóknaráætlun í atvinnulífinu. Samdráttur ráðandi Eftirspurn eftir vinnuafli árið 2000 borin saman við störf 1993 Svartsýn spá VSÍ 0 1993 2000 Breyting Iðnaður ■| 23.000 20.000 -3.000 Fiskveiðar m 7.300 5.900 -1.400 Landbúnaður 1 6.600 5.700 -900 Verslun og viðgerðir 22.300 21.500 -800 Mannvirkjagerð II 9.000 84.000 -600 Ýmis viðskipti 7.600 7.100 -500 Fjármálaþjónusta 5.300 4.900 -400 Veitur 1.400 1.400 0 Hótel og veitingahús 3.400 3.400 0 Samgöngur, fjarskipti 9.700 9.700 0 Menntun 9.400 9.400 0 Opinber stjórnsýsla 8.000 8.300 400 Önnur samfélagsleg þjónusta 7.900 9.100 1.200 Heilbrigðismál, félagsleg þjónusta 19.500 22.400 2.900 Alls 140.300 137.400 -2.900 Hagvöxtur, ársverk og framleiðni 1986-1993 Vísitölur: 1986 er sett á 100 .. Heimild: VSÍ 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 MAGNÚS Gunnarsson, for- maður Vinnuveitendasam- bands Islands, sagði á aðal- fundi þess í gær að ekki væri eftir neinu að bíða að stjórn- málamenn, atvinnurekendur og verkalýðshreyfing vinni sameiginlega sóknaráætlun fyrir Island inn í 21. öldina. „Allt að 20 þúsund ný störf þurfa að verða til á næstu 7 árum eigum við að búa við fulla atvinnu," sagði hann. Magnús gagnrýndi einnig tregðu bankanna til að lækka vexti og sagði að háir vextir væri vís leið til að auka halla- rekstur skuldugra fyrirtækja og fjölga gjaldþrotum. Því sé efni til að spyrja hvort varn- arviðbúnaður banka og lána- sjóða sé að vinna gegn hags- munum þeirra sjálfra. Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti ræðu á aðalfundinum og sagði að erfiðleikar í sjávarútvegi væru fyrst og fremst vegna aflasamdrátt- ar í mörg ár og lækkunar afurða- verðs að undanförnu. Þessir erfið- leikar stöfuðu því ekki af hækkandi raungengi. Raungengi hefði þvert á móti lækkað umtalsvert að undan- förnu. Gengislækkun — hrossalækning „Verðlags- og launaþróun hér á landi gefur alls ekki til kynna að gengi krónunnar sé rangt skráð. Viðskiptahalli fer heldur minnkandi, sem styrkir stöðu gengisins,“ sagði Davíð. Hann sagði ennfremur að stöðugt gengi væri lykilatriði til að skapa þann stöðugleika sem sjávar- útveginum væri nauðsynlegur til að geta ráðið við sín vandamál. „Geng- islækkun til bjargar jafn skuldugri grein og sjávarútvegurinn íslenski er í dag er hrein hrossalækning, ef hún er þá nokkur lækning þegar raungengið er jafn lágt og það er um þessar mundir,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði að ef þorskafli yrði svipaður á næsta ári og á þessu ári væri talið að lands- framleiðsla yrði óbreytt milli ára. Það hefði í för með sér heldur aukið at- vinnuleysi en viðskiptahalli myndi minnka. Davíð sagði einnig að líkt og opin- beru ijárfestingarsjóðirnir væru bankarnir nú að gera upp við fortíð- ina. „Fortíðarsóun sjóðanna borgum við með sköttum en fortíð bankanna með miklum vaxtamun og því miður er augljóst að sá mikli vaxtamunur mun verða viðvarandi á næstu miss- erum. Það er hart að þurfa að borga þennan brúsa og það er erfitt en það er óhjákvæmilegt að bregðast við vandanum. Bankarnir eru á fullri ferð að laga til hjá sér og vitneskjan um það gerir okkur öllum léttbærara að una þessum tímabundna vaxta- mun,“ sagði hann. Davíð vék að stöðu kjaramálanna og sagði að þrátt fyrir að skiptar skoðanir hefðu verið innan ríkis- stjórnar um hversu langt væri hægt að ganga í að auka útgjöld og lækka skatta vegna hugmynda aðila vinnu- arkaðarins um gerð langtímasamn- inga hefði verið full samstaða í ríkis- stjórninni um þá yfírlýsingu sem gefin var. Því væri fráleitt að gera yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar tor- tryggilega með vísan til umræðu um málið sem átti sér stað áður en niður- staðan lá fyrir. „Það urðu mér mikil vonbrigði að ekki náðist sátt á þeim grundvelli sem menn höfðu lagt mikla vinnu og rækt í að leggja en vera má að það mál sé ekki enn útrætt og enn megi finna flöt til að fara þessa leið sem ekki er vafi á að er hin hagkvæmasta fyrir alla aðila um þessar mundir,“ sagði Dav- íð. Ofríki fárra Magnús Gunnarsson fjallaði ítar- lega um versnandi afkomu, halla- rekstur og gjaldþrot í atvinnulífinu. Sagði hann að tapaðar kröfur banka, lánasjóða, tryggingafélaga, olíufé- laga og annarra þjónustufyrirtækja næmu nú þegar milljörðum króna og allt væri í óvissu um hvenær lát yrði á þeirri þróun. Sagði Magnús að enn hefði orðið sorglega lítill árangur í lækkun vaxta og yrðu menn að láta sér nægja frétt- ir erlendis frá um verulegar vaxta- lækkanir. „Það er hins vegar tregara um vaxtalækkanir hjá íslensku bönk- unum, en ráðleggingar um aðhald og sparnað eru þeim miklu útbær- ari. Það var því dálítið skondið, að lesa skýrslu frá opinberum aðilum, þar sem fullyrt er að rekstrarkostn- aður bankakerfisins sé allt að tvö- faldur á við það sem almennt gerist á hinum Norðurlöndunum. Sjálfsagt eru skýringar á einhverjum mun, en hitt er ljóst að fjármálastofnanir sýn- ast geta leyft sér meiri nærfærni í niðurskurði á eigin kostnaði en þær miða við í ráðleggingum til viðskipta- manna. Þeir hafa dregið við sig að senda fólk út í atvinnuleysið eins og sagt er,“ sagði Magnús og bætti við að svo virtist sem atvinnuleysi meðal félagsmanna ASÍ væri 8-9% á sama tíma og atvinnuleysi bankamanna og opinberra starfsmanna væri innan við 1,5%. Magnús fjallaði einnig um kjara- viðræðurnar á síðustu mánuðum og yfirlýsingu ríkisstjórnar til aðila vinnumarkaðar. Gagnrýndi hann þá sem hefðu varað við útgjaldaauka ríkissjóðs vegna hennar og sagði að þar hefðu þingmenn úr stjórnarlið- inu, áhrifamiklir embættismenn og þau blöð sem helst hefðu stutt ríkis- stjórnina talið samning af þessu tagi hreint ábyrgðarleysi og flótta frá vandamálunum. Sagði Magnús að þessi málflutningur hefði skaðað nóg til þess að samstaðan hefði brostið í hópi launþega. Við þær aðstæður sem nú hefðu skapást teldu vinnuveitendur óger- legt að mæla með svo umfangsmikl- um breytingum á skattakerfi og út- gjöldum nema allir væru með. „Þessi afstaða hefur skiljanlega komið illa við marga í röðum viðsemjenda okk- ar, því það er illt undir því að sitja að vilji mikils meirihluta í verkalýðs- hreyfingunni fær ekki notið sín vegna ofríkis fárra,“ sagði hann. Forsætisráðherra ávarpar fundargesti DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra flutti ræðu á aðalfundi VSÍ á Hótel Sögu í gær en nokkrir ráð- herrar sátu aðalfundinn og hlýddu á ræður. 14% atvinnuleysi um aldamót? í erindi sem Hannes G. Sigurðs- son, aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ, flutti um vinnumarkað og hagvöxt um aldamót kom fram að ef 1.800 manns bætast árlega í hóp þeirra sem sækjast eftir vinnu, þyrfti hag- vöxtur framvegis að vera 2,5% á ári til að atvinnuleysi færi ekki yfir 5%. Sagði hann að hagvöxtur á næsta ári þyrfti að vera nálægt 5% til þess að atvinnuleysi kæmist niður á svip- að stig og á síðasta ári. Hannes setti fram það sem hann kallaði „svartsýnisspá" til aldamóta, sem byggðist á því að kyrrstaða ríkti í atvinnulífinu. Forsendur spárinnar voru m.a. að veidd verði 270 þús. tonn af þorski og að annar afli verði svipaður og á þessu ári. Núverandi stóriðjufyrirtæki verði öll áfram í rekstri og önnur framleiðslustarf- semi muni halda sínúm hlut en störf- um fjölgi í opinberri stjómsýslu og opinberri þjónustu. Ef þetta yrði raunin mætti m.a. gera ráð fyrir að fækkun landbúnað- arstarfa haldi áfram í sama takti og verið hefur undanfarin ár eða 2% á ári, sem þýði að þar hverfi 900 störf. Eðlilegt sé að gera ráð fyrir að fiski- skipaflotinn minnki um 20% og sjó- mannastörfum fækki samsvarandi„ en við það hverfí 1.400 störf. Iðnað- arstörfum muni fækka um 3.000 miðað við 2% framleiðniaukningu í iðnaði og stóriðju. Starfsmannafjöldi í veitustarfemi breytist lítið og um- svif í byggingariðnaði verði að öllum líkindum ekki frábrugðin því sem verið hefur og gera megi ráð fyrir 1% framleiðniaukningu á ári. Sam- tals muni því störfum í frumvinnslu og iðnaði fækka um 5.300. Hannes sagði að ef gert væri ráð fyrir nokkurri hagræðingu í verslun og að starfsmannafjölai í hótel- og veitingahúsum og samgöngum verði óbreyttur en nokkur hagræðing verði í fjármálaþjónustu og viðskiptum þá muni enn fækka störfum um 1.700 manns. Hannes gerir hins vegar ráð fyrir nokkurri íjölgun starfa í opin- berri stjórnsýslu í þessari spá sinni, ekki síst tengdum umhverfismálum og alþjóðasamskiptum og að fjölgun aldraðra og sjúkra kalli á fjölgun starfa í heilbrigðisgeiranum. Alls fjölgi því opinberum starfsmönnum um 4.400 til aldamóta miðað við forsendur þessarar spár. „Þessar forsendur allar saman leiða loks til þeirrar niðurstöðu að störf í boði á vinnumarkaðinum öll- um árið 2000 verði rúmlega 137 þúsund og hafi fækkað um tæp 3.000 frá því sem nú er,“ sagði hann. Benti hann á að samkvæmt þessu yrðu 23 þúsund manns án atvinnu sem næmi 14% atvinnuleysi. „Þessir 23 þúsund skiptast þannig að milli sjö og átta þúsund eru þegar atvinnulausir, tólf þúsund bætast við á vinnumarkaðin- um og núverandi störfum fækkar um þrjú þúsund," sagði Hannes. Lækkun árgjalda A aðalfundinum í gær var sam- þykkt tillaga um lækkun árgjalda sem aðildarfyrirtækin greiða til sam- bandsins um 5%. Þá var Magnús Gunnarsson endurkjörinn formaður VSÍ á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.