Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 Bjamveig Bjama- dóttír - Mmning Fædd 18. september 1905 Dáin 26. apríl 1993 í dag er kvödd hinstu kveðju merk kona, Bjarnveig Bjarnadóttir, - sem átti heima á Stýrimannastíg 5 hér í borg í rösk sextíu ár, en á Vesturgötu 7 eftir að heilsu tók að hraka. Við Bjarnveig hittumst fyrst sumarið 1951, þegar hún kom til Akureyrar með frænda sínum, Ás- prími Jónssyni listmálara. Þetta var 'íkömmu eftir að faðir minn, Snorri Sigfússon, og Bjarnveig kynntust. 0g auðvitað þurfti að sýna listmál- aranum Svarfaðardalinn, sem í huga pabba var allra dala fegurst- ur. Það voru skemmtileg kvöld í gamla heimilinu, þegar þau komu úr þessum ferðum og listmálarinn breiddi úr skissunum sínum og sýndi okkur. í þessum ferðum þeirra urðu til nokkrar gullfallegar vatnslitamyndir. Vel man ég, hve mér þótti Bjamveig glæsileg þessa sumardaga á Akureyri, en það var hún raunar alla tíð og hélt sér vel til hinstu stundar. í janúar 1952 gengu þau í hjóna- band Bjamveig og faðir minn, en hann hafði verið ekkjumaður í fimm ár og hún ein í mörg ár. í sama mánuði fluttumst við Birgir til Dan- K merkur. Það var gaman að taka á móti þeim, þegar þau heimsóttu okkur, og við fundum fljótt, hve vel fór á með þeim enda kom í ljós, að þau áttu mörg sameiginleg áhugamál og lifsviðhorf þeirra var líkt, svo og gildismat. Höfðinglegar vom móttökur, þegar við komum í heimsókn, en það var ekki fyrr en _ eftir að við fluttumst heim aftur, að ég kynntist Bjamveigu. Hún var af sunnlenskum ættum, móðir hennar Ámesingur, Guðlaug Hannesdóttir frá Skipum, en faðir- inn, Bjami Bjamason, Skaftfelling- ur. Að afloknu venjulegu barna- skólanámi fór hún í Kvennaskólann og hóf, að loknu námi þar, starf hjá bæjarsímanum. Margar skemmtilegar sögur sagði Bjarn- veig mér frá þessum tíma, og ógleymanleg hefir mér orðið frá- sögnin af vinstúlkum hennar á sím- anum, sem sumar hveijar fóru út og keyptu sígarettur, þegar þær fengu útborgað, en hún fór heim og setti sömu upphæð í krukku og Á-bytjaði að safna. Hún var listelsk og vissi alveg, hvað hún ætlaði með þessa peninga. „Þegar ég átti 100 krónur,“ sagði hún „fór ég að finna listmálara og falaðist eftir mynd. Hann varð svo hissa en líka ánægð- ur að eignast 100 krónur alveg upp úr þurm og buddan tóm, að hann gaf mér aðra mynd, svo að ég fór út með tvær.“ Þetta varð upphaf að málverkasafni því, sem nú er í eigu Selfossbæjar, gjöf frá Bjarn- veigu og sonum hennar tveim, og vildi hún með henni minnast móður sinnar, sem var með henni allt sit-t líf, greind, stórmyndarleg og ógleymanleg öllum, sem henni kynntust. Börnin okkar nefndu hana aldrei annað en ömmu Guð- laugu og ég held að við höfum ver- ið fleiri, sem tókum svo til orða. Fyrri maður Bjarnveigar var Jó- hannes Loftsson, en þau gengu í hjónaband 1928. Þau eignuðust tvo syni, Loft og Bjarna Markús, sem báðir em búsettir erlendis. Þar á hún þijú falleg og efnileg barna- börn, sem vom henni afar kær. Ekki kynntist ég föður drengjanna hennar, en heyrði talað um hann sem gáfaðan, músíkalskan og giæsilegan mann. Þegar þau slitu »■ éamvistum átti Bjarnveig hauk í horni þar sem foreldrar hennar voru. Guðlaug og Bjarni höfðu tek- ið í fóstur tveggja ára dreng, Axel Bjarnason, og alið upp sem sinn eigin son. Hann er nú látinn. Axel var góður og hjálplegur við fóstur- systur sína og mjög kært var með þeim. Axel og kona hans, Siguijóna - fióhannsdóttir, aldrei nefnd annað en Sigga og oftast Sigga hans Axels, fluttust til Bjarnveigar og studdu hana á alla lund. Sigga hef- ir staðið við hlið hennar alla tíð, og eftir að Bjarnveig varð aftur ein og lasburða hefir hún verið einstök, eftir því sem heilsa hennar hefir leyft. Og þótt Bjarnveig hafí átt marga að, góða vini og miklar hjálp- arhellur þori ég að fullyrða, að á engan er hallað þótt sagt sé, að Sigga hans Axels stóð henni næst. Þegar Bjarnveig var orðin ein- stæð móðir hóf hún störf við forlag Ragnars f Smára. Hún sagði oft frá því, að þessi góði vinur hefði fært sér ritvél og sagt sér að æfa sig og koma í vinnu. Hún varð brátt hraðskrifandi á þetta tæki og fannst alla tið mikið til um þetta vinar- bragð Ragnars. Bjarnveig hafði mjög gott vald á rituðu máli og ömggan smekk á góðum texta. Þetta kom glöggt í ljós, þegar hún hóf að skrifa í blöð um hugðarefni sín og ýmislegt í þjóðfélaginu, sem henni fannst betur mega fara. Starf hennar hjá forlaginu var einkum fólgið í að fara yfir handrit, hrein- skrifa, lesa prófarkir o.s.frv. Það varð mikil breyting á lífi Bjarnveigar, þegar hún giftist öðm sinni. Hún tók á vissan hátt að sér stóra fjölskyldu og reyndist öllum vel. Hún var mikil rausnarkona og gestrisin, og þau vora bæði tvö góðir gestgjafar og höfðu gaman af að sjá vini sína, sem voru marg- ir, taka í spil eða spjalla. Veislurn- ar, sem hún bauð til á jólum allri fjölskyldu föður mins - mig minnir við vera um 35 alls - verða okkur ógleymanlegar, ekki síst börnunum, en þá varð Stýrimannastígurinn þeim yngstu að ævintýralandi. Heimilið var fallega skreytt og borð hlaðin góðgæti. Þetta var mikið starf fyrir húsfreyjuna, þótt hún hefði aðstoð, en Bjamveig naut þess að taka á móti þessum stóra hópi og gladdist innilega með gest- um sínum. Stærstur þáttur í lífsstarfi Bjam- veigar er án efa Ásgrímssafn og væri efni í heila ritgerð. Við kynnt- umst þessu nokkuð snemma, er Ásgrímur leitaði til Birgis á meðan við bjuggum í Danmörku, vegna litakaupa og viðgerða á myndum, sem höfðu ekki verið rammaðar inn á réttan hátt. Þegar Ásgrímur féll frá varð Bjamveig umsjónarmaður hinnar miklu þjóðargjafar lista- mannsins. Hún hófst handa af slík- um dugnaði og skörungsskap, að ógerlegt er að lýsa. Hún gerði safn- ið að fallegu minningarhúsi, lét gera við fjölda mynda, sem lista- maðurinn hafði skilið eftir í stafla án ramma, og margar þurfti að gera mikið við, áður en hægt var að ramma þær inn. Allt var þetta unnið hjá Listasafninu í Kaup- mannahöfn. En nú vandaðist málið. Þetta kostaði peninga, og ríkið, sem tekið hafði við þessari miklu gjöf, var ekki eins ánægt með að þurfa að borga fyrir ramma og viðgerðir. En þá hóf Bjarnveig útgáfu korta af verkum listamannsins með slík- um dugnaði, að enginn nema sá sem kynntist því mun skilja. Hún fór sjálf til fyrirtækja að tryggja sér viðskiptavini og hún stóð í raun í öllu sjálf, og henni tókst að láta ramma verkin inn og gera við þau öll og ég held að það sem inn kom fyrir kortin hafi risið undir þessum kostnaði. Bjarnveig kom á nemendasýn- ingum fyrir skólabörn og hengdi þá upp myndir, sem hún taldi að börn hefðu gaman af, t.d. teikning- arnar úr þjóðsögunum. Þegar hún tók á móti börnunum, kynnti hún safnið alltaf eitthvað á þessa lund: Þetta er safnið ykkar, þetta eru myndirnar, sem listmálarinn Ás- grímur Jónsson gaf ykkur. Nærri má geta að lítil barnsaugu hafa horft undrandi á þessa glæsi- legu konu segja frá. Bjamveig hafði margvísleg áhugamál og studdi mörg menning- ar- og mannúðarmál. Hún var með- al fyrstu félagSmanna í Tónlistarfé- laginu og sótti flesta konserta. Hún hafði mikið yndi af klassískri tón- list og dáði Mozart og Beethoven mest allra. Hún sagðist finna Guð sinn í fallegri tónlist og á gangi ein úti í náttúrunni. Ég gætti þess, að hringja aldrei, þegar ég vissi af hinum föstu tónlistarþáttum ríkis- útvarpsins, vissi að hún var að hlusta. Þau hjónin áttu lengst af frumsýningarmiða í Þjóðleikhúsinu og voru tíðir gestir á sýningum. Hún beitti sér mjög í stórátaki kvenna fyrir kvensjúkdómadeild Landspítalans á áttunda áratugn- um, studdi ýmis hagmunamál kvenna og hvatti þær til menntunar. Bjarnveig var sérstök. Hún var mikill fagurkeri i öllum efnum, hún var hreinskiptin, mikill vinur vina sinna og trygg, Hún var dýravinur og hafði á borði mynd af eftirlætis kisunni, sem hafði sest að hjá henni. Hún fylgdist af áhuga með barna- börnum Snorra og ekki bara hans, heldur fjölda annarra vina og hafði vakandi áhuga á námi og starfi unga fólksins. Enga konu hefi ég þekkt, sem hafði jafn brennandi áhuga á dagblöðunum, keypti þau flest og fýlgdist með þjóðmálum. Hún klippti út greinar sem henni þótti áhugaverðar og ofarlega er í minni greinastaflinn stóri, sem hún hélt til haga. Þetta vora greinar um allt, sem skrifað hafði verið um myndlist og sýningar í fjöldamörg ár. Saga Bjamveigar er mikil og margbreytileg. Hún var komin til Berlínar fyrir síðari heimsstyijöld og var þar á torgi, þegar brúðkaupi hins illræmda Göbbels var fagnað með miklum hátíðarhöldum. Hún fór margar ferðir til meginlandsins, og einnig til Bandaríkjanna, einkum til að heimsækja syni sína og skoða listaverk í. söfnum. Hún naut þess að sjá sig um í heiminum. Eina skemmtilega fesð fómm við saman til London, en það var þegar Bjarni sonur hennar gekk í hjónaband og var okkur báðum mikil gleðiferð. En samt var það svo, að það var ísland, sem átti hjarta hennar og ferðir með henni út í náttúruna vom alltaf viðburður. Síðasta mál- verkasýningin með henni og Siggu verður ógleymanleg. Þetta var sýn- ingin Landslag á Kjarvalsstöðum. Birgir ók henni í stól að hverri mynd og stóð þar smástund. Þarna vom einungis verk okkar gömlu list- málara, sem hún þekkti, það var eins og að heilsa upp á gamla vini, sagði hún. Bjarnveig og faðir minn áttu saman einstaklega gott líf í rösk 25 ár, en fæsta mun hafa grunað að yrði svo langt, því að hann var 67 ára, er þau gengu í hjónaband. Þau virtu hvort annað, og ég er sannfærð um, að það má þakka henni, hve háum aldri faðir minn náði. Hún gætti alls af nákvæmni og vandvirkni, t.d. mataræðis og hvíldar. Hún var útivistarkona með- an heilsa leyfði, naut þess að ganga úti og elskaði landið sitt. Nú er hún horfin blessunin og mikið tóm eftir í mínu bijósti. Mér þótti vænna um hana með hveiju ári og við áttum margar góðar stundir saman. Ég var stödd á Akureyri, þegar hún lést en hafði hringt tveim dögum áður. Hún lét vel af sér og hlakkaði mikið til að fara í fermingarveislu. Það var Snorri Bjarnvin, sem átti að ferma, sonur Ingibjargar Marteinsdóttur söngkonu og Jóns Karls Snorrason- ar flugmanns. Þessi ungu hjón vom góðir vinir hennar og sýndu það á margvíslegan hátt. Hún sagði mér hvernig hún yrði klædd, en hún hafði yndi af fallegum fötum. Og í veisluna fór hún og naut þess. Um nóttina varð hún lasin, var flutt á Borgarspítalann og klukkan níu þann morgun var hún öll. Þegar hringt var til mín varð mér að orði: Þetta var henni líkt. Hún gerði flesta hluti á sinn sérstæða hátt. Við erum mörg sem minnumst hennar með einlægri þökk. Anna S. Snorradóttir. Foreldrar Bjarnveigar voru hjón- in Bjarni málari Bjarnason og Guð- laug Hannesdóttir. Bjarni fæddist í Þykkvabæ í Álftaveri 1867. Foreldrar hans vom hjónin Bjami Bjarnason og Rann- veig Jónsdóttir. Bjarni málari var einn úr hópi 16 systkina. Hann var fjölhæfur maður og hamhleypa til verka. Guðlaug fæddist árið 1883 á Skipum í Stokkseyrarhreppi. For- eldrar hennar voru Hannes Hannes- son bóndi á Skipum og kona hans Sigurbjörg Gísladóttir, fædd í For- sæti. Böm Hannesar og Sigurbjarg- ar vom fimm og var Guðlaug yngst þeirra. Guðlaug og Ásgrímur Jóns- son, myndlistarmaðurinn víðkunni, voru systrabörn. Lesa má um þetta í „Nokkrum Árnesingaættum“ eftir Sigurð E. Hlíðar og nefnir hann þennan ættboga Jötuætt. Bjarnveig var einbirni en foreldr- ar hennar ólu upp sem sitt eigið barn Axel Arnór Bjamason. Vom þau Bjarnveig og Axel ætíð sem bestu systkini og studdu hvort ann- að með ráðum og dáð. Axel kvænt- ist stúlku af Húsafellsætt, Sigur- jónu Jóhannsdóttur. Bjarnveig og Siguijóna reyndust hvor annarri sannir vinir. Bjamveig erfði bestu eiginleika foreldra sinna. Dugnaðinn, fjöl- hæfnina og gestrisnina fékk hún frá þeim báðum, listfengi og trygg- lyndi ekki síður frá móður sinni og svo framúrskarandi þolgæði á hveiju sem gekk í líflnu. Hún gekk í Kvennaskólann og lærði að spila á hljóðfæri. Hún hafði gott vald á máli og á fullorðinsámm skrifaði hún oft greinar í blöðin um vandamál í þjóðfélaginu. Þessar greinar voru hnitmiðaðar og höfðu stundum mikil áhrif og sýndu þær að hún hafði ávaxtað skólalærdóm sinn vel. Þetta átti eftir að verða örlagaríkt fyrir hana eins og síðar verður komið að. Hún spilaði reip- rennandi Fjárlögin (Íslenskt söngvasafn) á orgel og gat lífgað allt upp með söng. Þetta gerði hún einkum meðan hún var ennþá ung. Guðrún er kona nefnd, Jóhannes- dóttir frá Hóli í Lundarreykjadal (f. 1875). Jóhannes faðir hennar var einn af bömum Jóns Jónssonar í Deildartungu, en þau voru eins og kunnugt er 21 og er stærsti meiður Deildartunguættarinnar. Kona Jó- hannesar á Hóli var Kristín Björns- dóttir, Kortssonar, á Möðruvöllum í Kjós, Þorvaldssonar (sem írafells- móri var við kenndur). Guðrún gift- ist manni sem Loftur hét Loftsson skipstjóri (f. 1875). Loftur féll út- byrðis af skipi sínu og drukknaði 1906. Þau Guðrún og Loftur áttu tvö börn, Jóhannes, f. 1. ágúst 1903, og Kristínu, f. 1905. (Hún varð kona Árna Björns læknis á Grenivík og þótti bera af að mynd- arskap og rausn.) Guðrún var mikil röskleikakona. Hún átti hús á Stýrimannastíg 5 og tók hún það fyrir að selja mönn- um fæði. Voru það einkum nemend- ur Stýrimannaskólans sem voru í fæði hjá henni. Hún var á annan áratug á hveiju sumri á Húsafelli með börnin sín. Ástríður húsfreyja á Húsafelli og Guðrún vom systk- inadætiff. Kortsættin er annáluð fyrir snyrtimennsku, dugnað og glæsi- leika. Allt þetta einkenndi Guðrúnu og börn hennar. Sambandið við Húsafell varð til þess að á Stýri- mannastíg 5 áttu allir frá Húsafelli athvarf hvort það var í langan eða skamman tíma. Stúlkurnar á Húsa- felli sátu þar vetrum saman að for- frama sig, þær gengu á skóla, lærðu á orgel og að sauma föt og hjálp- uðu til í mötuneytinu fyrir fram- færi sínu. Það var einhver sérstakur ljómi yfir fólki Guðrúnar, það var glæsilegt í útsjón, það sást aldrei kusk eða hrukka á neinu sem það snerti á, það var fljúgandi vel gef- ið. Jóhannes var betur til fara í vinnufötum en margir aðrir í spari- fötum sínum. Hann varð fyrsta flokks píanisti og hinn mesti mála- garpur. Hann gekk í Verslunarskól- ann. Þessum manni kynntist Bjarn- veig og þau gengu í hjónaband 1927. Það var hátíðlegt á Húsafelli þegar þessi fallegu hjón komu til að eyða þar sumarfríi sínu. Þau vom listelsk og fróð og í kringum þau var allt gott og skemmtilegt. þau settu saman heimili á Stýri- mannastíg 5 og Húsfellingar áttu þar enn sem fyrr athvarf. Bjarnveig og Jóhannes vom samhent í gest- risninni. Þeim fæddist sonur 23. desember 1930 og var hann vatni ausinn og nefndur Loftur. Þeim fæddist annar sonur 5. des- ember árið 1939, Bjarni Markús. En óhamingja kvaddi dyra. Hjónin urðu að skilja. Hún þurfti að beij- ast harðri baráttu til að halda hús- inu á Stýrimannastíg 5. Hann var alltaf jafn fínn og prúðmannlegur í óhamingju sinni. Hann andaðist 6. febrúar 1961. Húsfellingar áttu eftir sem áður athvarf á Stýrimannastíg 5. For- eldrar Bjarnveigar áttu heima í stofu uppi á hæðinni, en Axel Bjarnason og Siguijóna í'kjallaran- um. Þarna átti annar greinarhöf- unda heima í tvo vetur í litlu her- bergi undir súðinni á loftinu við nám í menntaskóla. Þetta var sannarlega höfðingjabústaður. Áður en Jó- hannes og Bjarnveig skildu höfðu þau eignast mörg listaverk og fal- leg. Þar bar mest á málverkum eft- ir Ásgrím málara. Á Húsafelli höfðu orðið mjög náin og góð kynni milli Ásgríms og þeirra hjóna Jóhannes- ar og Bjamveigar. Á Stýrimanna- stíg 5 voru málverk eftir fleiri önd- vegismálara íslenska. Hin mikla snyrtimennska Bjarnveigar og Guð- laugar settu þar að auki tignarbrag á heimilið. Bjarnveig stóð ekki ein á þessum döpm árum. Móðir hennar Guðlaug stóð við hlið hennar í hverri raun og það var eins og ekkert gæti bugað þær mæðgur. Gestrisni og ósérhlífni einkenndi Guðlaugu og þar á ofan einhver sérstök mann- gæska. Hún lét engan segja sér hvaða skoðanir skyldi hafa á hlut- unum. Hún var listamaður sem kom meðal annars fram í því að hún gerði frábær saumuð veggteppi. Börn og unglingar leituðu til henn- ar og hún leysti vanda allra eftir megni. Guðlaug andaðist árið 1970. Svo átti Bjarnveig tryggðavin- konur sem héldu sambandi við hana alla ævi, þær systur Kristrúnu og Sigríði Bjamadætur frá Fljótshól- um; Katrínu Helgadóttur og Ásfríði Ásgrímsdóttur. Og nú á þessum síðustu veikindaárum Bjarnveigar var það dóttir Ásfríðar sem reynd- ist henni svo undur vel. Þess er áður getið að Bjarnveig skrifaði stuttar og markvissar greinar um dægurmálin í blöðin. Snorri námsstjóri Sigfússon, þá heima á Akureyri, fylgdist með þessum greinum og hreifst af þeim. Þetta varð tilefni til bréfaskrifta milli þeirra og síðar hjónabands. Snorri var ekkjumaður, f. 1884. Þau gengu í hjónaband 19. janúar 1952. Snorri var landskunnur ágætis- maður og var ekki hægt annað en láta sér líka vel við þann heiðurs- mann. Böm hans myndarlegt sóma- fólk, allt uppkomið þegar þetta gerðist, lærði að virða og meta Bjarnveigu og urðu sannir vinir hennar. Þau ár sem hún átti með Snorra voru góð og farsæl. Snorri lést 15. apríl 1978. Ásgrímur málari frændi Bjarn- veigar var mjög heilsutæpur í elli sinni. Hann þjáðist af astma svo mjög að hann var löngum óyinnu- fær af þeim sökum. Féll það í hlut Bjarnveigar að vera honum til hjálp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.