Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAI 1993 2l I 1 I i I ( i i < í i < i i Ferðaskrifstofan Nonni sækir á ný mið Vilja fá útlendinga í dagsferð norður HJÁ Ferðaskrifstofunni Nonna er unnið að því að fá hópa erlendra ferðamanna í dagsferðum til íslands til að koma til Akureyrar, en ferðaskrifstofan hefur í nánu samstarfi við þekktar erlendar ferðaskrifstofur annast móttöku ferðamanna í dagsferðum til Reykjavíkur. Á síðasta ári keyptu 4.800 manns einhveqa þjónustu hjá fyrirtækinu og hefur starfsemi þess leitt til þess að margir ferðamenn staldra við fleiri daga á Akureyri og í nágrenni en áður. Aðalfundur Ferðaskrifstofunn- ar Nonna var haldinn á mánudag og kom þar fram að lítilsháttar tap varð af rekstrinum á liðnu ári, en afkoma félagsins er viðun- andi þegar tekið er tillit til þess að verulegir fjármunir hafa verið lagðir í uppbyggingu ferðaþjón- ustu og afþreyingarmöguleika á Eyjafjarðarsvæðinu. Fleiri ferðamenn til Grímseyjar Straumur ferðamanna til Grímseyjar hefur farið vaxandi, en Nonni hefur haft einkaumboð fyrir farþegaflutninga með Sæf- ara. Þá hefur fyrirtækið frá upp- hafi annast móttöku og alla fyrir- greiðslu ferðamanna sem koma til Akureyrar í beinu flugi frá Sviss og annst einnig sölu ferða þangað. Meginmarkmið ferðaskrifstof- unnar hefur frá upphafí verið að laða ferðamenn til bæjarins með raunhæfum tilboðum um þjónustu og afþreyingu og hefur áhersla verið lögð á að taka á móti ferða- mönnum utan hefðbundins ferða- mannatíma. Þá hefur skrifstofan annast fímm ráðstefnur sem haldnar hafa verið á Akureyri og tókust vel. Snúa bökum saman Á aðalfundi Nonna voru stjómir sveitarfélaganna við Eyjafjörð hvattar til að hlúa að ferðaþjón- ustu á svæðinu en fara með fullri gát á viðkvæmum og litlum mark- aði. Ennfremur var hvatt til þess að hinri mörgu aðilar í ferðaþjón- ustu við Eyjafjörð snúi bökum saman og bæti með því afkomu greinarinnar í heild. Hjá fyrirtækinu vinna tveir starfsmenn allt árið, en yfír sumarmánuðina starfað þar að jafnaði sjö starfsmenn. Fram- kvæmdastjóri er Helena Dejak. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þrír þýskir TOGARARNIR Auriga, Cetus og Dorado eru í höfn á Akureyri, en það er þýska útgerðarfélagið Mec- hlenburger Hocseefisherei sem gerir þá út og á ÚA meirihluta í félaginu. Þrír þýskir togarar í höfn á Akureyri ÞRÍR togarar þýska útgerðarfélagsins Mechlenburger Hocheseefischerei eru nú við bryggjur á Akureyri, en sem kunnugt er á Utgerðarfélag Akureyrar meirihluta í þessu fyrirtæki. í lok síðustu viku komu tveir togarar félagsins til Akureyrar, Cetus og Auriga og fóru áhafnir þeirra í fri á heimaslóðir í Þýska- landi. Annar togaranna er við Slipp- kantinn og hinn í Fiskihöfninni og verða þeir þar fram til 17. maí næstkomandi. Karfaveiðar Þriðji þýski togarinn kom inn til hafnar í gærmorgun, þriðjudags- morgun, en sá heitir Dorado og var með tæplega 300 tonn af heilfryst- um karfa sem fer á Japansmarkað. Hinir tveir voru með um 300 tonn af karfaflökum. Þegar er búið að landa úr einum þeirra og verður landað úr hinum á næstu dögum, að sögn Gunnars Lórenzsonar hjá ÚA. Alls á fyrirtækið 8 togara og háfa þeir verið á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg að undanförnu. Ovenjumikið hefur molnað úr Kolbeinsey í veðrum í vetur Hæsti klettur ejrjarinn- ar hefur horfið í sjóinn Bátsverjar á Ola Bjarnasyni frá Grímsey skoðuðu eyjuna í vikunni ÓVENJUMIKIÐ hefur molnað úr Kolbeinsey í vetur og hæsti punkturinn, klettur á eyjunni austanverðri, hefur horf- ið í sæ. „Þetta er það langmesta sem molnað hefur úr eyj- unni á einum vetri frá því ég man eftir,“ sagði Guðmundur Arnarson skipstjóri á Óla Bjarnasyni EA-279 frá Grímsey, en félagarnir um borð voru að leita að fiski við Kolbeinsey á mánudag og sáu þá glöggt hvernig vetrarveðrin höfðu leikið eyjuna. Þyrlupallurinn sem byggður var árið 1989 er hæsti punktur eyjarinnar eftir að kletturinn er horfinn, en elstu menn í Grímsey muna eftir því að sá staður var eitt sinn sá lægsti. Eyja eða sker? UNDANFARIN sumur hefur verið unnið að gerð þyrlupalls á Kol- beinsey til að vinna gegn Iandbrotinu. Þessi mynd var tekin þegar þær framkvæmdir stóðu yfir. Eyjan undir ís „Það hefur greinilega verið mikið brim í vetur sem brotnað hefur á eyjunni, það hefur sennilega verið meira en oft áður. Ég man ekki eftir að svo mikið hafi molnað úr henni áður,“ sagði Guðmundur, en hann sagðist síðustu tíu ár hafa Fj órir buðu í nýjan strætó TILBOÐ frá Ræsi, Brimborg, Kraftur og Bílaumboðið, fyrir 14 til um 20 miiy. kr. bárust í nýjan strætisvagn sem Akur- eyrarbær hyggst kaupa. Stefán Baldursson, fram- kvæmdastjóri Strætisvagna Akur- eyrar, sagði að verið væri að bæta við vagni, en í haust á að hefja akstur í Giljahverfi. Sett hafa verið upp ný strætisvagnaskýli á fjórum stöðum í bænum og fyrirhugað að bæta fleirum við, að sögn Stefáns. róið á fiskimið við Kolbeinsey að vorlagi og á þeim tíma hefði hún breyst mikið. „Það hefur mikið brotnað úr henni á þessum tíma, en aldrei eins mikið og í vetur, eins og sést best á því að hæsti klettur- inn er alveg horfinn." Veikasti hlekkurinn Áhöfnin á Óla Bjarnasyni siglir ævinlega að vori að Kolbeinsey, sem er um 40 mílur norður af Grímsey og sagði Guðmundur að síðast hefði fólk verið á ferð í námunda við eyjuna í haust. Bátsverjar töldu lík- legt að einn áttundi hluti eyjarinnar hefði horfíð í sæ í vetur. „Með þessu áframhaldi kæmi mér ekki á óvart að eyjan yrði horfin í sæ eftir tvö til þrjú ár. Ég tala nú ekki um ef eitthvað yrði um hafís á þessum slóðum, hún myndi ekki þola það,“ sagði Guðmundur og bætti við að undirstaða hennar væri afar lélega „og engin keðja væri sterkari en veikasti hlekkur hennar," eins og hann orðaði það. Valdimar Traustason sjómaður í Grímsey sem er á áttræðisaldri sagðist muna eftir því að í kringum 1950 hefðu nokkrir Húsvíkingar ætlað í Kolbeinsey til að ná í fugl, en þá verið auðséð að sjór hefði nýlega gengið yfir eyjuna og ekk- ert verið þar að hafa. Tveimur árum áður voru hirt þar egg, að sögn Valdimars. Þá minntist hann þess að hafa farið í ískönnunarflug með Tryggva Helgasyni flugmanni fyrir 1970. Allt var hvítt af hafís og sáu þeir Kolbeinsey aldrei, þó svo að Tryggvi hefði þekkt staðhætti vel, en eyjan hefur þá öll verið undir ís. Valdimar sagði einnig að eyjan hefði í eina tíð verið lægst í miðj- unni, klettar verið til endanna, en þeir hafa nú horfíð vegna ágangs sjávar. Úr eyju í sker Kolbeinsey er mikilvæg þar sem grunnlína fiskveiðilandhelginnar miðast við hana, en hún hefur eyðst hratt á síðustu árum vegna ágangs sjávar. Þyrlupallur var byggður á eyjunni sumarið 1989, m.a. til að tryggja tilvist eyjarinnar sem kost- ur er og til að auðvelda rannsóknir. I maí á síðasta ári var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga sem Steingrímur J. Sigfússon mælti fyr- ir um styrkingu Kolbeinseyjar og sagði hann við það tækifæri það vera skyldu að tryggja landsréttindi okkar og varna því að þessi mikil- vægi grunnlínupunktur breyttist úr eyju í sker. Þórsarar verða með sumarbúð- ir í Hamri í SUMAR verður íþróttafé- lagið Þór með íþrótta- og leikjaskóla fyrir börn sem fædd eru árið 1980 til 1987 og nefnist Sumarbúðir í Hamri. Alls verða í boði 5 námskeið, frá 1. júní til 6. ágúst og stendur hvert þeirra í tvær vikur. Dagskrá sumarbúðanna er sam- felld frá kl. 9 til 16 alla daga, en einnig verður boðið upp á gæslu frá kl. 8 og til 17 sídegis og fá börnin heitan mat í hádeginu. íþróttaiðkun í sumarbúðunum verður fjölbreytt, því lögð er áhersla á að börnin kynnist sem flestum íþróttagreinum og leikjum. Mark- mið sumarbúðanna er að vekj^ áhuga barnanna á íþróttaiðkun. Mest áhersla verður lögð á bolta- greinar, knattspyrnu, handknatt- leik og körfuknattleik, en einnig verða kenndar fijálsar íþróttir, bandy, fímleikar og fleiri greinar íþrótta auk þess sem farið verður í ratleiki, í sund og ferðir ýmis kon- ar. Góð aðstaða í Hamri er góð aðstaða, stórt. íþróttasvæði, og þá hefur félagið aðgang að íþróttahúsi Glerárskóla. og sundlaugin er við lóðarmörkin. Þrír leiðbeinendur hafa umsjón með sumarbúðunum, þeir Lárus Sigurðsson, Sigui’páll Árni Aðal- steinsson og Páll Gíslason. Börnun- um verður skipt niður í hópa eftir aldri og verða um 10 börn á hvem leiðbeinenda. Innritun í sumarbúðirnar er haf-. inn, en nánari upplýsingar eru veitt- ar í félagsheimili Þórs, Hamri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.