Morgunblaðið - 11.07.1993, Page 1
72 SIÐUR B
154. tbl. 81. árg.
Dagmamma
má slá börn
DÓMSTÓLL í Sutton á Englandi hefur
gefið enskri dagmömmu leyfi til að beita
barn sem hún er með í gæslu líkamlegri
refsingu. Dagmamman sagði að með
þessu legði dómurinn blessun sína yfir
hagnýtar og raunsæjar aðferðir, frekar
en að fylgja lærðum kenningum upp-
eldisfræðinga. Dómarinn sagði að það
hefði verið rangt af bæjarstjórn Sutton
að taka Davis af skrá yfir dagmömmur
af því hún skrifaði ekki undir skjal þar
sem hún lofaði að beita ekki börn sem
hún væri með í gæslu líkamlegri refs-
ingu. Bæjarstjómin bar fyrir sig reglur
heilbrigðisyfirvalda á Englandi þar sem
dagmömmum og fóstrum er bannað að
beita slíkum refsingum.
Aðstoð
eða ákæra
BRESKUR maður á
þrítugsaldri verður
líklega kærður fyrir
að aðstoða ekki lög-
reglumann í neyð.
Tildrög málsins vom
þau að til handalög-
mála kom milli lög-
regluþjóns og inn-
brotsþjófs, sem hann
ætlaði að handtaka. Hrópaði lögreglu-
maðurinn til vegfaranda, er tók að halla
á hann í stympingunum, og bað um að-
stoð. Því neitaði maðurinn og á hann nú
á hættu að verða kærður á grundvelli
foms lagaákvæðis. Hann getur ekki not-
að þá málsvöra að aðstoð hans hefði
dugað skammt þar sem í máli, sem rétt-
að var í 1841, var það ekki tekin sem
gild afsökun hjá manni sem þráaðist við
að aðstoða nokkra verði laganna sem
þurftu að beijast við 400-500 æsta óláta-
belgi eftir hnefaleikakeppni. Einungis
hefur verið sakfellt þrisvar á gmndvelli
þessara laga undanfarin 150 ár.
Svíar halda
ekki „ríkinu“
SVÍAR verða líklega að afnema einka-
sölu á áfengi ætli þeir að gerast aðilar
að EB. Greinir Svenska Dagbladet frá
því að framkvæmdasijórn EB neiti að
taka tillit til krafna Svía um að fá undan-
þágu í þessum efnum í aðildarviðræðun-
um. Bendir framkvæmdastjórnin á Róm-
arsáttmálann þar sem blátt bann er lagt
við einokunarsölu ef það leiði til að sam-
keppnisaðilum sé mismunað. Hún segir
þau rök að með einokunarsölu sé verið
að vernda heilsu almennings ekki mark-
tæk þar sem ekkert bendi til að áfengis-
einkasalan hafi dregið úr neyslu.
STOFNAÐ 1913
SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Samkomulag um samstarf
BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Kiichi Miyazawa, forsætisráðherra Japans, takast í hendur á blaðamannafundi þar
sem tilkynnt var um víðtækt rammasamkomulag ríkjanna um samstarf á sviði efnahagsmála.
Bandaríkjamenn og Japanir gera rammasamkomulag um efnahagssamvinnu
Markmíðið er að jafna
viðskipti milli ríkjanna
Tókýó. Reuter.
BANDARIKJAMENN og Japanir gerðu á laugardag rammasamkomulag um samstarf
í efnahagsmálum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Kiichi Miyazawa, forsætisráðherra
Japans, kynntu samkomulagið á sameiginlegum blaðamannafundi í Tókýó og sögðu að
í því fælist mikilvægt skref í þá átt að jafna vöruskiptajöfnuð milli ríkjanna. Við-
skipti ríkjanna hafa til þessa verið Japönum mjög í hag og segja stjórnmálaskýrendur
að hinu nýgerða samkomulagi sé fyrst og fremst beint að þeim. Á síðasta ári var
vöruskiptajöfnuður Japana við Bandaríkin hagstæður um 118 milþ'arða dollara.
Þó að Bandaríkjamenn eigi samkvæmt
samkomulaginu að draga verulega úr fjár-
lagahalla sínum og auka samkeppnishæfni
sína er Japönum gert að draga mjög úr þeim
mun sem er á viðskiptum þeirra við Bandarík-
in, meðal annars með því að stórauka innflutn-
ing á bandarískum vörum.
Háttsettur japanskur embættismaður sagði
að það væri mjög mikilvægt að sýna fram á
að Japanir væru allir af vilja gerðir í þessum
efnum. „Það hefur borið á þeirri skoðun að
Japönum sé ekki alvara með því að vilja draga
úr hagstæðum vöruskiptajöfnuði sínum,“
sagði embættismaðurinn. Annar japanskur
embættismaður sagði að Miyazawa forsætis-
ráðherra hefði sjálfur lagt mikla áherslu á
það við samningamenn sína að samkomulag
myndi nást áður en Clinton færi úr landi.
Sú mikla ánægja sem ríkir meðal Japana
með samkomulagið hefur verið skýrð með því
að Clinton féll frá þeirri kröfu sinni að til-
greind yrðu töluleg markmið, sem stefna ætti
að. í hinu endanlega rammasamkomulagi er
einungis að finna almenn markmið.
Með samkomulaginu er stefnt að fjórum
atriðum. í fyrsta lagi að bæta markaðsaðgang
og auka sölu á innfluttum vörum og þjón-
ustu, í öðru lagi að auka fjárfestingar, í þriðja
lagi að bæta samkeppnishæfni og í þriðja
lagi að styrkja efnahagssamvinnu ríkjanna
tveggja. Japanir lofa að auka eftirspum á
heimamarkaði sínum sem ætti að hafa í för
með sér að japönsk fyrirtæki einbeiti sér frek-
ar að honum en útflutningsmörkuðum.
Clinton forseti hvatti menn hins vegar til
að vera ekki of bjartsýna um framhaldið.
Rammasamkomulag hefði verið gert en eftir
ætti að semja um einstök atriði. Þær samn-
ingaviðræður yrðu mjög erfiðar. „Við höfum
þó í það minnsta náð samkomulagi um hveij-
ar niðurstöður þessara samningaviðræðna
eiga að verða,“ sagði Clinton. Hann sagði
samstarf Japana og Bandaríkjamanna hafa
verið með ágætum á pólitíska sviðinu og á
sviði varnar- og öryggismála. Hins vegar
hefðu ríkin deilt hart um viðskiptamál og
yrðu að reyna að finna einhverja lausn á
þeirri deilu. „Þetta samkomulag er góð byij-
un,“ sagði Bandaríkjaforseti.
Auóævi i 18
undirdiúpum
BARIST
FYRIR 16
BETRIHEIMI
Líf
&listir
BLAÐ