Morgunblaðið - 11.07.1993, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993
EFNI
2 FRÉTTIR/INNLENT
Burstarfell
Bærinn Burstarfell í Vopnafirði er dæmigerður íslenskur burstabær og er hann að finna á þjóðminjakortinu ásamt öðrum fornminjum.
Fyrsti þjóðminjadagurinn í dag
FYRSTI íslenski þjóðminjadagurinn er í dag
og verður að því tilefni ókeypis aðgangur í
fjölmörg minjasöfn.
Ókeypis aðgangur verður að Þjóðminjasafninu
þar sem m.a. er viðamikil afmælissýning, Nes-
stofusafni á Seltjarnarnesi, Sjómninjasafninu í
Hafnarfirði, Keldum á Rangárvöllum, Víðimýrar-
kirkju í Skagafirði og Laufásbæ í Eyjafirði. Þá
verður boðið upp á leiðsögn sérfræðings við hin-
ar sögufrægu fornleifar á Stöng í Þjórsárdal.
Þar standa yfir fornleifarannsóknir sem varpað
hafa ljósi á byggð og mannlíf í dalnum.
Þjóðminjasafnið hvetur fólk sérstaklega til að
leggja leið sína í minjasöfn í dag en þess má
geta að safnið gaf nýlega út þjóðminjakort.
Kortið er aðgengilegur leiðarvísir um söfn og
minjastaði um land allt og fæst á afgreiðslustöð-
um olíufélaganna og víðar.
Verðbreytingar
v. gengislækkunarinnar
ZSOg Verðið Vérðið hækkar
varkr. ernúkr. um
Wasa
hrökkbrauð 119,- 128,- 7,6%
Hrökkbrauð
hækkar um 7,6%
VEGNA nýlegrar gengislækkunar
hækkaði m.a. verð á Wasa hrökk-
brauði í 250 g pakkningum úr 119
krónum í 128 krónur. Það samsvar-
ar 7,6% hækkun.
Yfirvinnubann flugvirkja hjá Flugleiðum hf. hófst í gær
Möguleikar kannaðir
á skoðun í Hamborg
FLUGLEIÐIR hafa kannað möguleika á mánaðarlegum skoðunum á
Boeing 737-vélum fyrirtækisins í Hamborg eftir því sem Guðmundur
Þ. Pálsson, yfirmaður tæknisviðs, segir. Hann leggur áherslu á að með
þessu sé fyrirtækið aðeins að tryggja sig vegna yfirvinnubanns flug-
virkja sem hófst í gær, laugardag. Ekki segir hann að tilboð vegna
könnunarinnar hafi komið inn á borð sitt fyrir lok vinnudags á föstudag.
„Eg ítreka að þessi könnun okkar
er aðeins til þess gerð að þreifa fyr-
ir sér með aðra valkosti fyrst okkar
eigin flugvirkjar vilja ekki semja við
okkur upp á það sama og aðrir fá,“
sagði Guðmundur í samtali við Morg-
unblaðið.
Hann sagði að Hamborg hefði
verið valin vegna þess að þar væri
eirri staðurinn þar sem Boeing 737-
vélar fyrirtækisins stoppuðu í lengri
tíma en rétt til að snúa við, þ.e. yfir
nótt. Þá væri möguleiki á að skipta
á vélum á leiðinni svo hægt væri að
skoða allar ijórar 737-vélamar mán-
aðarlega. „Aðrar flugvélar teljum við
okkur geta skoðað í dagvinnu þannig
að vonandi kemur ekki til þess að
við þurfum að senda þær neitt ann-
að.“
Tvær til þrjár vikur í skoðun
Guðmundur kvaðst að lokum vona
að ekki kæmi til þess að skoða þyrfti
vélamar í Hamborg. „Við eigum að
eiga alla möguleika á að gera þetta
héma heima og stefnum að því.“
Ekki er að hans sögn þörf á um-
ræddri skoðun fyrr en eftir tvær til
þijár vikur.
Svalbarðasamkomu-
lagið ekki um veiðar
SVALBARÐASAMKOMULAGIÐ frá 1926 fjallar ekki um veiðar
á hafsvæðinu umhverfis Svalbarða enda hafa Norðmenn ekki
fært út fiskveiðilögsöguna þar. Landanir erlendra fiskiskipa eru
heimilar hér samkvæmt íslenskum lögum hafi ekki verið veitt
úr sameiginlegum fiskistofnum íslendinga og annarra þjóða.
Landslið í hestaíþróttum
Hinrik
Bragason
tryggði sér
fyrst sæti
HINRIK Bragason á Eitli frá
Akureyri varð fyrstur í gær
til að tryggja sér sæti í landsl-
iðinu sem fer á heimsmeistara-
mótið í hestaíþróttum í Hol-
landi í ágúst nk. Keppnisgrein-
in var 250 metra skeið, og
skeiðaði Eitill á 22,3 sekúndum
bæði á föstudag og laugardag.
Næstur í skeiðinu var Guðni
Jónsson á Funa á 22,6 sekúndum
og í 3. sæti varð Sveinn Jónsson
á Ósk frá Litladal, á 24,1 sekúndu.
Efstur í gæðingaskeiði varð Sigur-
björn Bárðarson á Höfða frá Húsa-
vík með 7,30 í einkunn. Sveinn
Jónsson á Andra frá Steðja annar
með 7,17 stig og Erling Sigurðs-
son á Tý frá Hafsteinsstöðum varð
þriðji með 6,83 stig.
Erlent fiskiskip landaði 120 tonn-
um af ísuðum þorski á Þórshöfn sl.
föstudag og var aflinn veiddur í
Barentshafi. Að sögn forsvarsmanna
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar voru
veiðar skipsins stundaðar samkvæmt
Svalbarðasamkomulaginu.
Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrif-
stofustjóra hjá sjávarútvegsráðu-
neytinu, áttu Danir aðild að Sval-
barðasamkomulaginu sem gert var
árið 1926 og eru íslendingar því
sennilega aðilar að þessu samkomu-
lagi.
Flókið mál
Jón sagði að samkomulagið hefði
ekki verið gert með fiskveiðar í huga
heldur fjallaði það um umgengnisrétt
innan þriggja mílna lögsögu og á
landi á Svalbarða. Hann sagði að
Norðmenn hefðu ekki fært út fisk-
veiðilögsögu við Svalbarða og því
ætti Svalbarðasamkomulagið varla.
við um áðurgreindar veiðar. Jón
sagði að sú regla gilti samkvæmt
íslenskum lögum að erlend skip
mættu landa hér afla ef ekki hefði
verið veitt úr sameiginlegum fiski-
stofnum íslendinga og annarra
þjóða. Væri þar fyrst og fremst átt
við síldarstofninn, úthafskarfastofn-
inn og rækjustofninn.
Aðspurður sagði Jón að ef t.d.
Norðmenn myndu mótmæla því að
afla úr Barentshafi væri landað hér,
yrði að kanna það mál sérstaklega
með hliðsjón af alþjóðarétti og yrði
það mjög flókið mál.
BIFREIÐ var stolið af stæði við Háskólabíó á föstudags-
kvöld og fjórir bílar skemmdir. Bíllinn var stöðvaður í Hafn-
arfirði seinna um kvöldið, þrír unglingar voru í bílnum og
er ökumaður grunaður um ölvun. Tveir 16 ára unglingar
skemmdu bíl og grindverk í Garðabæ á föstudagskvöld og
tók lögreglan þá í sína vörslu.
Fimm bílar voru skemmdir á
stæði við Háskólabíó þegar brot-
ist var inn í þá á föstudagskvöld.
Litlu var stolið eftir því sem
næst verður komist, geisladisk
úr einum og vodka-fleyg úr öðr-
um.
Ölvun við akstur
Bílnum sem stolið var, Saab
árgerð 1983, var ekið í Hafnar-
fjörð þar sem lögregla stöðvaði
hann. Þrír unglingar voru í bíln-
um og er ökumaður grunaður
um ölvun við akstur. Tveir gistu
fangageymslur lögreglunnar en
sá þriðji fékk að fara heim vegna
ungs aldurs. Talið er að fjórir
hafi staðið að því að stela bílnum.
„Það var leiðinlegt að koma
að bílnum svona útleiknum,"
sagði Bjöm Guðmundsson í sam-
tali við Morgunblaðið, en hliðar-
rúða var brotin í bifreið hans á
stæðinu við Háskólabíó á föstu-
dagskvöld. Engu hafði verið stol-
ið úr bílnum enda var þar ekkert
fémætt að fínna. Björn átti ekki
von á að fá tjónið bætt en kærði
skemmdarverkið þó til lögreglu.
Skemmdarverk
Morgunblaðið/Ingvar
BJÖRN Guðmundsson við bifreið sína sem brotist var inn í á
stæðinu við Háskólabíó á föstudagskvöld.
• •
Olvaðir ungling-
ar skemmdu bíla
Landráðamaður eða
ranglega borinn sök-
um?
►Anatolíj Lúkjanov, fyrrum for-
seti Æðstaráðs Sovétríkjanna ræð-
ir við Morgunblaðið um valdarán
fjórmenninganna, hrun Sovétríkj-
anna og Míkhaíi Gorbatsjov./lO
Sími framtíðar
►Ör þróun símatækninnar kann
að leiða til byltingar á sviði sam-
skipta fólks um heim allan./14
Barist fyrir betri heimi
►Guðjón Magnússon formaður
Rauða kross Islands segist vera
hugsjónamaður í baráttunni fyrir
betra lífi mannkyninu til handa og
kveðst ekki skorast undan fram-
boði til embættis aðalforseta Al-
þjóðasambands Rauða krossfé-
Íaga./16
Auðævi í undirdjúpum
►Möguleikar eru á að afla þjóð-
arwbúinu tekna með því að nýta
ýmsar tegundir skel- og krabba-
dýra sem finnast í sjónum allt í
kringum landið./18
Eyðmerkurnar sækja
fram
►ísland hefur alþjóðlegt hlutverk
við stöðvun landeyðingar í heimin-
um./24
B
► 1-28
Líf og listir
►Sendiherrafrú Rússa á íslandi,
Nína Rechtetova-Acimova, er leik-
kona sem ólst upp meðal listafólks-
ins í Moskvu./l
Grisham malar gull
►Bækur bandaríska rithöfundar-
ins John Grishams hafa slegið í
gegn en þær fjalla allar um lög-
menn í vondum málum./4
Löggur á léttum nótum
►Til allrar hamingju á starf lög-
reglumanna sér fleiri hliðar en þá
að sinna fólki í neyð. Margar uppá-
komumar eru býsna broslegar,
svona eftir á að hyggja./6
Pu og töfralampinn
►ingmar Bergman er 75 ára
næstkomandi miðvikudag. Af því
tilefni er stiklað á stóru um yfir-
gripsmikinn feril þessa mikla
meistara kvikmyndagerðar./lO
Hugmyndaflug í dum-
bungnum
►Verðlaunamyndir úr ljósmynd-
amaraþoni Áhugaljósmyndara-
klúbbs Akureyrar og Kodak./14
Þar sem plágan geisar
►Hin hliðin á Hollywood verður
sýnileg þegar þegar AIDS-samtök-
in þar í borg eru heimsótt./16
FASTIR ÞÆTTIR
Kvikmyndahúsin 20 fdag 5b
Leiðari 22 Fólk í fréttum 18b
Helgispjall 22 Myndasögur 20b
Reykjavíkurbréf 22 Brids 20b
Minningar 24 Stjömuspá 20b
íþróttir 38 Skák 20b
Útvarp/sjónvarp 40 Bíó/dans 21b
Gárur 43 Bréf til blaðsins 24b
Mannlífsstr. 8b Velvakandi 24b
Dægurtónlist 12b Samsafnið 26b
Kvikmyndir 13b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR;
1-4