Morgunblaðið - 11.07.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.07.1993, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993 ítökum. Og það jafnvel þótt um 50 prósent íbúanna í Lettlandi séu rússneskumælandi, 40 prósent í Eistlandi og um 30 prósent í Lithá- en. En sjálfstæðisyfirlýsing Rúss- lands sem þing þess samþykkti 12. júní 1990 spillti mestu og þó sér- staklega staðfesta Rússlands að taka lýðveldislög fram yfir sam- bandslög. Auk þess var ákveðið að allir skattar sem lagðir væru á íbúa Rússneska Sambandslýðveldisins skyldu renna í fjárhirslur Rúss- lands. Og hvað merkti það? Jú, Rússland gat í raun ákveðið hve mikið skyldi renna til Sovétsam- bandsins; með öðrum orðum, Sovét- ríkin áttu ekki lengur að hafa sjálf- stæða íjármálastjórn. Áður fóru allir skattar og gjöld beint í ríkis- kassa Sovétríkjanna, ekki í gegnum fjármálaráðuneyti lýðveldanna. Áuk þess sló Rússneska lýðveldið eign sinni á allar ríkiseignir á lands- svæði sínu, eins og sjálfstæðisyfir- lýsingin fól í sér. Undir þessum þrýstingi hóf Gorbatsjov viðræður við leiðtoga lýðveldanna um framtíð Sovétríkj- anna, fram hjá Æðstaráðinu og Fulltrúaþinginu, ekki ólíkt sérstök- um viðræðum Jeltsíns nú við leið- toga sjálfsstjórnarlýðveldanna sem hann heldur án samráðs við rúss- neska Æðstaráðið eða Fulltrúa- þingið. í þessum viðræðum var gert uppkast að sambandssáttmála sem gerði ráð fyrir að greiðslur til hins opinbera færu aðeins eina leið, það er að segja að fólk greiddi einungis til síns lýðveldis en ekki í sovéskan ríkissjóð, að lýðveldin væru eigend- ur að því sem verið höfðu eignir Sambandsríkisins og að lög lýðveld- anna stæðu sovétlögum ofar í sum- um tilfellum. Þessi skilyrði gerðu tilveru Sovétríkjanna ómögulega, með þeim var í raun verið að leggja Sovétríkin niður. Þessi nýju drög Gorbatsjovs og leiðtoga lýðveldanna að sambandssáttmála voru því í fullkominni andstöðu við stjórnar- skrána, niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar og grundvöll Sovét- ríkjanna: Lög Sovétríkjanna voru gerð ómerk. Ég var alltaf á móti sambands- sáttmála af þessu tagi því hér var ekki verið að semja um sambands- ríki heldur bandalag ríkja og ég tel enn að það hafi verið rangt og gróf mistök af Gorbatsjov að ganga til viðræðna við Jeltsín, Kravtsjúk og fleiri um slíkt. Þjóðaratkvæða- greiðslan knúði mig til andstöðu við þessar nýju viðræður og skyldur rnínar við þingið sömuleiðis. Þrisvar lýsti þingið því yfir að Sambands- sáttmálinn eins og hann var væri í fullu samræmi við niðurstöðu þjóð- aratkvæðagreiðslunnar. Það hefðu verið svik við þingið hefði ég stutt drögin sem Gorbatsjov og leiðtogar lýðveldanna voru að vinna að. Sam- bandsríki var markmiðið sem ég barðist fyrir og svo er enn.“ Beindist ekki gegn Gorbatsjov -Engu að síður atvikaðist það nú svo að þessi afstaða yðar, sem þér létuð íijós á meðan valdaránstilraun neyðarnefndarinnar svokölluðu stóð yfir, var túlkuð sem stuðningur við valdaránið? „Ég var ekki í neyðarnefndinni. Ég vissi ekkert um fyrirætlanir þeirra sem í henni sátu, en það voru jú nánustu samstarfsmenn Gorbatsjovs, fyrr en þeir komu til Moskvu aftur eftir að hafa rætt við Gorbatsjov á Krím. Þeir fóru til Gorbatsjovs til að fá hann ofan af því að skrifa undir samning við lýð- veldin sem hefði lagt Sovétsam- bandið í rúst. Þeir fóru til hans í þeirri von að hann fengist til að lýsa, yfir neyðarástandi og kæmi þar með í veg fyrir yfirvofandi hrun ríkisins. Þeir vildu gera honum grein fyrir þvi livað væri að gerast í landinu, hvað væri á seyði í efna- hagslifinu og svo framvegis. Þeir vonuðust eftir stuðningi hans. Það var alls ekki hugmyndin að taka völdin af forsetanum. Málið er að við höfðum í raun öll völd í hendi okkar. Æðstaráðið og þó einkum Fulltrúaþingið sem kaus Gorbatsjov forseta var á sínum stað og enginn gerði tilraun til að taka af því völd- in. Ríkisstjórnin hélt sínum völdum og forsætisráðherrann hafði ná- kvæmlega þau völd sem hann hafði haft áður. Varaforsetinn tók aðeins tímabundið á sig skyldur forset- ans.“ -Skoðun yðar er samt sú að menn- irnir sem sátu í- neyðarnefndinni hafi ætlað sér að koma í veg fyrir að Gorbatsjov tækist ganga frá samningum við leiðtoga lýðveld- anna. Hvernig getið þér kallað það annað en valdarán að taka með þeim hætti fram fyrir hendurnar á forseta ríkisins? „Atburðir ágústmánaðar, þessar 73 klukkustundir í lífi landsins, eru kallaðir valdarán. Ég vil spyija ykk- ur að þessu: Hefur nokkru sinni í sögunni verið gert samsæri með þeim hætti að samsærismennirnir byiji á því að fara til fundar við þann sem gera á samsæri gegn og geri honum grein fyrir þeirri ætlun sinni að taka völdin? Þannig var það í þessu tilfelli. Hvað er valda- rán? Það felur í sér að ráðist er gegn valdakerfinu, stofnunum rík- isins. En hvað gerðist hér? Öllu var haldið í sama horfi og valdaræningj- arnir krefjast þess meira að segja að stofnanir ríkisins haldi völdum sínum. Klukkustundirnar 73 færðu aðrir sér í nyt og reyndu að láta líta svo út að eining ríkisins væri í hættu. Svo var hafist handa um aðgerðir til að breyta skipan ríkisins og þjóðfélagsins sem enduðu með yfírlýsingu Jeltsíns í desember um að Sovétríkin væru ekki lengur til, stjórnarskrá þeirra úr sögunni og forsetinn var hrakinn frá völdum. Um þá yfirlýsingu frétti forseti Sovétríkjanna síðar en forseti Bandaríkjanna.“ Valdaránið stendur yfir „Þannig voru atburðir ágústmán- aðar bara upphafið að hinu raun- verulega valdaráni, ríkið var lagt að velli og allri þjóðfélagsskipan breytt. Völdin voru tekin af þeim sem fóru löglega með þau og færð í hendur allt annars fólks, eignar- rétti og hugmyndafræði breytt í einu vetfangi. Það var ekki gert neitt valdarán 19. ágúst heldur var það sem þá gerðist forsendan fyrir því að hægt var að hefja alvöru valdarán og það stendur yfir ennþá. Markmiðið var að leggja Sovétríkin í rúst en það á eftir að taka langan tíma. Því að eyðileggja allt það sem hefur verið byggt upp í Rússlandi, ekki bara síðustu 70 árin heldur í þúsund ára sögu þess kostar gífur- lega baráttu. Fyrirstöðu er víða að finna. Ekki Kommúnistaflokksins eða stjómarandstöðunnar, heldur þjóðarinnar sem er vön allt öðru kerfi. Þessari þjóð hentar ekki vest- rænt hagkerfi. Við förum ekki í fötin ykkar Evrópumanna eða Am- eríkumanna, þau springa utan af okkur. Eignarréttur var alltaf fé- lagslegur í Rússlandi, stjórnunarað- ferðir samvirkar og löngu fyrir 1917 tíðkuðust samkundur og ráð eins og þau sem hafa verið grund- völlur Sovétríkjanna. Að leggja allt þetta í rúst verður erfitt. Ríkisfyrir- tæki fara með 95 prósent eigna, allur einkageirinn snýst um spá- kaupmennsku en ekki framleiðslu; um þjónustu og miðlun. Hér hafa verið stofnaðir fleiri bankar og kauphallir en í öðrum Evrópulönd- um samanlagt. Fjármagn streymir frá Rússlandi til annarra landa, nú þegar yfir 40 milljarðar dollara. Þetta er alvöru valdarán. En það á eftir að taka tíma því fyrirstöðu er víða að finna.“ Yfirvegað mat Gorbatsjovs -Teljið þér að það hefði verið rétt af Gorbatsjov að fallast á áætlanir samstarfsmanna sinna og lýsa yfir neyðarástandi? Var það nauðsyn- íegt að yðar áliti í ágúst 1991? „Ég held að neyðarástandi hefði mátt lýsa yfir á ákveðnum svæðum í ríkinu. Það hafði Gorbatsjov sjálf- ur sagt að kæmi til álita. 3. ágúst, rúmum tveimur vikum fyrir valda- ránið svokallaða, lýsti Gorbatsjov því yfir á fundi ráðherraráðsins að sérstakar aðgerðir væru óhjá- kvæmilegar, jafnvel þótt fáir viður- kenndu nauðsyn þeirra. Þess vegna var honum falið að undirbúa lög um beina stjórn forsetans, þau voru tilbúin 15. ágúst. Mennirnir sem fóru að hitta hann á Krím 18. ág- úst héldu eðlilega að Gorbatsjov væri á sömu skoðun og hann hafði verið. Hvað hefði Gorbatsjov getað gert? Reynið að setja ykkur í hans spor: Hvernig mundi íslenskur valdsmaður sem skreppur í sum- arfrí til Mallorka bregðast við ef samstarfsmenn hans kæmu og héldu því fram við hann að heima væri allt að fara úr böndunum? Ég ímynda mér að langflestir hefðu sest upp í flugvél með gestunum og flogið þegar í stað til íslands. Gorbatsjov hefði auðveldlega getað farið með þeim til baka. Þegar ég kom til Moskvu 18. ágúst var ég sannfærður um að þar mundi ég hitta Gorbatsjov. Og enn er ég þess fullviss að ef Gorbatsjov hefði viljað koma í veg fyrir Neyðarnefndina hefði hann getað það. En hann sat sem fastast á Krím. Ég hef þekkt Gorbatsjov í 40 ár og ég held að þessi ákvörðun hans hafi verið vandlega yfirveguð. Hann vissi ósköp vel að ef Neyðarnefndinni tækist að bæla niður mótþróa Jelts- íns og leiðtoga lýðveldanna gæti hann haldið innreið sína að nýju í Kreml á rauðum klár og stjórnað landinu áfram. Á sama hátt hefur hann talið-að ef mótstaða yrði of mikil gæti hann komið til baka á hvítum lýðræðishesti og sent sam- starfsmenn sína sem setið höfðu í Neyðarnefndinni í fangelsi með stuðningi Jeltsíns; honum var hvort eð er farin að leiðast stífni þeirra. En Gorbatsjov skjátlaðist. Þegar hann sneri aftur hafði Jeltsín ekk- ert við hann að gera. Svo einfalt er það. Þetta varð upphafið að því að Sovétríkin voru þurrkuð út. Og ég endurtek það sem ég sagði áð- an: Það voru engar ástæður fyrir hruni Sovétríkjanna, aðrar en per- sónuleg markmið og pólitískur metnaður einstakra rnanna." -Eitt er engu að síður erfitt að skilja og það er hvernig þeir sem sátu í neyðarnefndinni gátu látið sér detta í hug að það gæti yfir- leitt gengið að lýsa yfir neyðará- standi með þessum hætti, láta eins og Gorbatsjov værí veikur þegar hann varþað ekki og svo framvegis. „Neyðarnefndin hefði getað hald- ið uppi neyðarástandi í ríkinu öllu með útgöngubanni og herlögum hefði hún viljað. Það er enginn vafí á að þeir höfðu fullt vald yfir hern- um, lögreglunni, KGB og innanrík- ishernum. En þeir töldu að bæði forsetinn og þingið mundu styðja aðgerðir þeirra á endanum. 21.ág- úst, þegar ljóst var orðið að forsæt- isnefnd Æðstaráðsins styddi ekki að lýst væri yfir neyðarástandi skrifaði Janaév, starfandi forseti, undir tilskipun um að neyðarnefnd- in skyldi lögð niður. Með öðrum orðum, Neyðarnefndin vildi ekki beita hörku og þaðan af síður að stofna til blóðsúthellinga. Þess vegna er ekkert vit í að tala um hvort það hafi eða hafi ekki verið hægt að halda upp neyða- rástandi. Það var einfaldlega ekki reynt. Besta dæmið um það er her- liðið sem kallað var út. Þótt mikið hafi verið gert úr því að skriðdrek- um var ekið inn í borgina, þá voru aðeins tvær herdeildir kaílaðar út og þær ekki einu sinni fullskipaðar, samtals 5.500 hermenn. Til að framfylgja útgöngubanni í Moskvu þar sem búa tæpar ellefu milljónir manna þarf meira en tvöhundruð þúsund hermenn. Átökin sem brutust út á hring- veginum umhverfis miðborgina voru hreint slys. Mannfjöldinn lok- aði leiðinni fyrir brynvagnana með strætisvögnum sem lagt var þvers- um á götuna og hermennirnir kom- ust því hvorki aftur á bak né áfram. En það erjiauðsynlegt fyrir þá sem komust til valda í kjölfarið að láta líta svo út að þetta hafi verið valda- rán ofbeldismanna, því annars væri ekki hægt að halda því fram að hetjudáðir hafi verið drýgðar á meðan á því stóð og halda upp á þær með flugeldasýningum og há- tíðarathöfnum.“ SJÁ NÆSTU SÍÐU Við erum að skipuleggja stærsta og skemmtilegasta fiskmarkaðstorg ársins Hafnardaginn 24. júlí Gamla höfnin mun iða af mannlífi og skarta sínu fegursta með fjölbreyttum og skemmtilegum hátíðarhöldum frá morgni til kvölds. Miðpunktur hátíðarhaldanna verður sérstakt fiskmarkaðstorg á Austurbakka.framan við Faxaskála, þar sem ætlunin er að kynna og selja alls kyns sjávarfang og gómsæta sjávarrétti. Við óskum eftir að komast í samband við sjómenn, fisksala, fiskverkendur og framleiðendur, sem vilja sýna og selja t. d. rækjur, humar, krabba, söl, síld, skelfisk, hákarl, rauðmaga og hverskonar annað óvenjulegt sjávarfang. Einnig höfum við áhuga á að komast í samband við veitingamenn sem líefðu hug á að selja sjávarrétti í sérstöku veitingatjaldi á staðnum. Kolaportið mun annast undirbúning fiskmarkaðsins og veitingatjaldsins fyrir okkur og við biðjum alla þá, sem áhuga hafa á þátttöku, að hafa samband við skrifstofu Kolaportsins í síma 625030 sem fyrst. REYKJAVIKURHÖFN HAFNARHÚSI TRYGGVAGÖTU 17 101 REYKJAVlK SÍMI (91) 28211

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.