Morgunblaðið - 11.07.1993, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993
Meó Iridium siman-
um verður hægl aó hringja
hvaóan sem er ó jöróínni og hverl
sem er um net 66 gervihnatta.
Ör þróun sim-
tækninnar
kann aó leióa
til byltingar á
sviói sam-
skipta fólks
um alla jöró.
teng-
ingu heimilis-
tölva og síma
opnast fjöl-
breyttir
möguleikar á
gagnvirkri
húfi og ljóst að framtíð þessara
fyrirtækja er undir því komin að
þau nái fótfestu á hinum nýja
markaði fræðslu, skemmtunar og
samskipta.
Eitt af lykilorðum nýju tækn-
innar er gagnvirkni, sem merkir
að notandinn er ekki óvirkur þiggj-
andi heldur skilgreinir hann sitt
eigið notkunarumhverfi. Nú hillir
undir kapalkerfi vestanhafs sem
bjóða 500 sjónvarpsrásir. Með að-
stoð tölvu getur áhorfandinn fund-
ið uppáhalds þáttinn sinn, eða
forvalið það efni sem hann horfir
helst á. Þá skannar tölvan allar
rásirnar og fylgist með því hvar
áhugaverðasta efnið er að finna.
Nýlega birtust fréttir um að
Breska símafélagið (BT) ætlaði
að bjóða upp á myndbandaleigu
gegnum síma. Tilraunir með þjón-
ustu af þessu tagi eru þegar hafn-
ar á nokkrum stöðum í Bandaríkj-
unum. Nú er sá háttur hafður á
að símamyndbandaleigur sýna
kvikmyndir af venjulegum mynd-
böndum á fyrirfram auglýstum
tíma þannig að notandinn verður
að stilla sig inn á sýningartíma
leigunnar. Sá sem hefur áhuga á
að horfa á myndina hringir á
myndbandaleiguna, gengur frá
greiðslu og fær myndina senda
um símalínu í sjónvarpstækið sitt.
í náinni framtíð verða myndirnar
geymdar á tölvudiskum og getur
þá leigjandinn nálgast myndir hve-
nær sem honum þóknast.
Hvar sem er
Á næsta ári hyggst Póstur og
sími taka í notkun nýtt stafrænt
farsímakerfi, GSM. Þetta er þriðja
farsímakerfið se'm sett er upp hér
á landi. Helstu kostir GSM-sím-
anna eru að tækin eru létt og rúm-
ast í vasa, í GSM kerfinu á að
vera hægt að tryggja símaleynd,
þ.e að ekki sé hægt að hlera símt-
öl, og notkun símanna er persónu-
bundin. Hver símaeigandi fær út-
hlutað flögukorti sem stungið er
í símann og skráist þá símnotkun-
in á handhafa kortsins. Notendur
geta flutt kortið á milli síma, hvar
sem er í aðildarlöndum
GSM-kerfisins. Til-
koma GSM notanda-
kortsins er liður í þró-
un til persónutengdra
síma sem hægt er að
nota í mörgum lönd-
um. í stað þess að
síminn sé staðsettur á
ákveðnum stað fylgir
hann notandanum
hvert sem er.
Motorola fyrirtækið
hefur kynnt áform sín
um nýtt alheimsfar-
símakerfi, Iridium, sem
byggir á neti 66 gervi-
hnatta og 7 til vara.
Hnettirnir eiga að svífa í
um 780 kílómetra hæð
yfir jörðu en fjarskipta-
hnettir eru nú í rúmlega 40
þúsund kílómetra hæð. Jarð-
geisli Iridium-hnattanna á að
þekja alla jörðina og því verð-
ur hægt að hringja úr sím-
tæki, sem rúmast í vasa,
hvaðan sem er og hvert sem
er á jarðarkringlunni. Eins
verður hægt að senda sím-
bréf, boð til boðtækja og tölvu-
upplýsingar um kerfið. Sex til-
raunahnettir verða sendir á
loft 1996 og er reiknað með
að Iridium kerfið verði komið
í gagnið árið 1998 og kosti um
240 milljarða króna. Samið hef-
ur verið við Rússa um að skjóta
hluta gervihnattanna á loft og
hafa þeir einnig lýst áhuga á
að leggja hlutafé í fyrirtækið.
Þessi ákvörðun er talin
framtiúa
eftir Guðna Einarsson
SÍMKERFIÐ er að langmestu leyti notað fyrir samtöl milli einstakl-
inga, talsími er því enn réttnefni, en allt bendir til þess að notkun-
arsvið og uppbygging símkerfa breytist mjög á næstu árum. Þess-
ar miklu breytingar má annars vegar rekja til stafrænnar tækni
(digital) og hins vegar harðvítugrar samkeppni símafyrirtækja í
kjölfar þess að einokun hefur víða verið aflétt af rekstri símkerfa.
Ills munu vera skráðir um
580 milljón símar um allan
heim og notendumir eru margfalt
fleiri. Því hefur verið haldið fram
að alþjóðlega talsímakerfíð sé
stærsta vél í heimi. Engu að síður
þarf um helmingur jarðarbúa að
leggja á sig meira en tveggja
klukkustunda ferðalag til að kom-
ast í síma.
Símafélög, kapalsjónvarpsfélög,
fjölmiðlafyrirtæki, kvikmynda-
framleiðendur, tölvufyrirtæki og
framleiðendur rafeindatækja eru
meðal þeirra sem beijast nú um
skerf af meira en 21 þúsund millj-
arða króna ársveltu símafyrir-
tækja í heiminum. Þeir sem gerst
þekkja fullyrða að samkeppnin eigi
enn eftir að harðna og að baráttan
um fótfestu á símamarkaðinum
verði háð um allan heim.
Stafræn tækni (digital) er
grunnurinn að tækniþróuninni og
samþættingu tölva, gervihnatta,
símkerfa og allra mögulegra jaðar-
tækja. Stafræna tæknin felst í því
að bókstöfum, tölustöfum, hljóð-
merkjum og myndum er breytt í
runur af tölugildunum 1 og 0 líkt
og gert er í tölvum. í þessu kerfi
felast nær ótæmandi möguleikar
á vinnslu og meðferð hverskonar
upplýsinga. Með svonefndri ISDN
tækni er hægt að senda hljóð,
mynd og aðrar upplýsingar sam-
tímis um eina símalínu. Ýmislegt
bendir til þess að ISDN tæknin
verði tekin í notkun hér á landi
innan tveggja ára. Þá verður til
dæmis hægt að flytja tvær talrás-
ir og eina rás fyrir merki, t.d. við-
vörunarmerki á þröngri tíðni, um
venjulega notendalínu.
Ný tækni til ísiands
Þróun dreifikerfa virðist vera
samtímis í tvær áttir, annars veg-
ar til þráðlausra samskipta og hins
vegar til miðlunar um ljósleiðara.
Ljósleiðarar hafa margfalda flutn-
ingsgetu í samanburði við hefð-
bundna koparvíra og þráðlausar
sendingar veita notendum aukinn
hreyfanleika. Japanir, Þjóðveijar
og Frakkar stefna að því að vera
búnir að ljósleiðaravæða símkerfi
sín, eða upplýsingaveitur, að fullu
árið 2015 og Bandaríkjamenn
nokkru síðar.
ísland er ekki undanskilið í örri
tækniþróun í símamálum. Á þessu
ári lýkur hringtengingu ljósleiðara
um landið og unnið er að því að
gera allt símkerfið stafrænt. Á
næsta ári verður sett upp nýtt
stafrænt farsímakerfi af gerðinni
GSM. Um síðustu áramót var tæp-
ur helmingur íslenskra símstöðva
stafrænn en í árslok verður hlut-
fall stafrænu stöðvanna komið í
70%. íslenskir símnotendur hafa
þegar kynnst nýrri þjónustu sem
stafræna tæknin gerir mögulega.
Má þar nefna sérþjónustu á borð
við símtalaflutning og þriggja
manna tal. Stafræna tæknin er
einnig forsenda símatorgsins og
ýmissa nýrra þjónustusíma sem
hafa númer sem byija á 99.
Gústav Arnar yfirverkfræðing-
ur hjá Pósti og síma telur ofmælt
að um byltingu sé að ræða, en
tvímælalaust hafi þróunin verið
ör. Telur hann að í þróuninni tog-
ist á þarfir almennings og tæknin
sjálf. „Það er erfitt að segja fyrir
um hvert þróunin leiðir,“ segir
Gústav. „Þörfin kallar á nýja
tækni og ný tækni skapar nýjar
þarfir. Sífellt fleiri fjölþjóðleg fyr-
irtæki teygja sig um heiminn og
krefjast greiðari samskipta sín á
milli.“ Gústav leggur áherslu á
mikilvægi þess að Islendingar
fylgist vel með þróuninni erlendis
og láti stóru þjóðunum eftir að
prófa sig áfram að þeim stöðlum
sem festast í sessi. Reynslan hefur
kennt mönnum að kerfi sem sett
hafa verið upp hafa úrelst á
skömmum tíma. Þetta á til dæmis
við um handvirka farsímakerfið
(002) sem tekið var í gagnið 1983
en ekki liðu nema þijú ár þar til
NMT kerfið var sett upp.
Gagnvirk samskipti
Aukin afkastageta símkerfanna
kallar á meiri notkun og leita síma-
fyrirtækin sífellt nýrra leiða til að
nýta kerfin sem best. Fyrrgreint
símatorg og önnur þjónusta af því
tagi er dæmi um það. Ný tækni
getur sparað fólki fé og fyrirhöfn.
Nú er farið að halda fjölþjóðlegar
ráðstefnur þar sem þátttakendur
sitja í sínu heimalandi og ráðfæra
sig við þátttakendur í öðrum lönd-
um með hjálp sjónvarps- og síma-
tækni. Meðal annars hafa Islend-
ingar tekið þátt í slíkum fjarþing-
um á vegum Menningarstofnunar
Bandaríkjanna. Fyrirspurnir þátt-
takenda fara um símalínur til
Bandaríkjanna og sjónvarpsstöðin
World Net sendir mynd af sva-
rendum til baka til þátttakenda á
fjarþinginu. Læknar senda rönt-
genmyndir og þrívíðar sjónvarps-
myndir á milli sjúkrahúsa hvar
sem er í heiminum og ráðfæra sig
við færustu sérfræðinga um sjúk-
dómsgreiningar. Tölvuframleið-
endur, sem hafa verksmiðjur víða
um heim, senda teikningar af nýj-
ungum á milli tölvuskjáa og halda
símafundi starfsmanna þar sem
málin eru rædd.
Til þessa hefur þróun símkerf-
anna verið örust í Bandaríkjunum.
Þór Jes Þórisson yfirverkfræðing-
ur hjá Pósti og síma er nýkominn
af mikilli sýningu vestanhafs,
Supercom ’93, þar sem helstu
nýjungar í síma- og samskipta-
kerfum voru kynntar. Hann seg-
ir fyrirsjáanlega mikla upp-
stokkun á þessum markaði. Á1
Gore varaforseti Bandaríkjanna
hefur lagt til að'opnuð verði
„hraðbraut“ upplýsinga um
bandarískt þjóðfélag, þá er átt
við öfluga upplýsingamiðlun
með rafrænum hætti. Clinton
stjórnin hallast að því að fela
einkageiranum uppbyggingu
nýrra upplýsingaveitna, enda
hefð fyrir því vestanhafs. Aðil-
ar sem þegar eiga lagnanet
vilja nýta þau betur og keppa
um- reinar á upplýsingahrað-
brautinni. Kapalfyrirtækin
vilja fá að bjóða upp á síma-
þjónustu og símafélögin senda
sjónvarpsefni til heimilanna.
Fyrirtæki úr hinum ýmsu
greinum upplýsingamiðiunar
og samskiptatækni hafa
ruglað reitum til að styrkja
stöðu sína í framtíðinni.
Miklir hagsmunir eru
I
1
I
í
í.
I
I
I
I