Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993
eftir Trausta Ólafsson
GUÐJÓN Magnússon for-
maður Rauða kross Islands
hefur geg-nt starfi eins af
varaforsetum Alþjóðasam-
bands Rauðakrossfélaga frá
árinu 1989. Kjörtímabil hans
er að renna út. Á þingi Al-
þjóðasambandsins sem
halda á í Birmingham á
Rnglandi í haust reynir á
endurkjör hans. Þar á jafn-
framt að kjósa aðalforseta
Alþj óðasambandsins til
næstu fjögurra ára og það
hefur komist til tals að Guð-
jón verði í framboði til emb-
ættisins. Setjist Guðjón í það
embætti verður það án efa
mesta virðingarstaða sem
íslendingi hefur til þessa
hlotnast á alþjóðavettvangi.
Hann gengur með lítið barm-
merki í jakkanum sínum,
aflangt gyllt merki með
krossi og hálfmána. Þetta er merki
Alþjóðasambands Rauðakrossfé-
laga sem hann er greinilega svolít-
ið stoltur af að bera. „Mjög verk-
fræðilega sinnaðir menn spyija
mig stundum hvað þetta plús c
tákni,“ segir Guðjón og brosir svo-
lítið. Tal okkar beinist áfram að
rauðum krossi og rauðum hálf-
mána, táknum fyrir það líknar-
og mannúðarstarf sem Rauði
krossinn innir af hendi um víða
veröld. En úr þessum táknum líkn-
ar og mannúðar má líka lesa af-
drifaríka skiptingu heimsbyggðar-
innar í ólík menningarsvæði, skipt-
ingu sem öldum saman hefur leitt
af sér ófrið og hörmungar. „Það
er allalgengt að múslimar iíti á
rauðan kross sem trúartákn," seg-
ir Guðjón, „trúartákn sem minnir
þá á krossfaratímann þegar
kristnir menn fóru með ófriði um
lönd þeirra."
Svona er maðurinn lengi að
gleyma því sem misgert hefur ver-
ið við hann. Stríð sem háð voru
fyrir mörg hundruð árum hafa
ennþá áhrif á skoðanir og tilfínn-
ingar fólks og um Ieið viðbrögð
þess. „Rauðakrosshreyfingin er í
eðli sínu hlutlaus og algerlega
óhlutdræg,“ segir Guðjón. „Það
má því segja að það sé í andstöðu
við meginstefnu hennar að telja
sig tilheyra annaðhvort Rauða
krossinum eða Rauða hálfmánan-
um, enda hefur farið fram um það
alvarleg umræða innan hreyfing-
arinnar að taka upp nýtt merki.
Slíkt er þó miklum erfiðleikum
bundið. Menn eru fastheldnir á sín
tákn og miklar tilfínningar eru
bundnar rauðum krossi og rauðum
hálfmána eins og mörgum öðrum
táknum.“
Guðjón hefur gegnt fleiri trún-
aðarstörfum en starfi varaforseta
fyrir Alþjóðasamband Rauða
krossins því að frá árinu 1991
hefur hann stýrt framtíðarnefnd
hreyfingarinnar. í þeirri nefnd
eiga sæti fulltrúar landsfélaga,
Alþjóðasambandsins og Alþjóða-
ráðsins. Nefndin mun skila tillög-
um sínum á aðalfundinum í haust.
Blendnar tilfinningar
Framboð Guðjóns til embættis
aðalforseta Alþjóðasambandsins
er hvergi nærri afráðið. Núverandi
aðalforseti, Mario Villaroell frá
Venezúela, sem Guðjón kveðst
hafa átt mjög gott samstarf við,
hefur óvænt ákveðið að gefa kost
á sér til endurkjörs eitt kjörtíma-
bil enn. .Norðurlöndin standa
frammi fyrir þeirri ákvörðun að
ákveða framboð nú eða draga það
til ársins 1997,“ segir Guðjón, en
það voru einmitt landsfélög Rauða
krossins á Norðurlöndum sem
stóðu að framboði hans til varafor-
seta á sínum tíma. Norðurlönd
höfðu þá um alllangt skeið reynt
að koma sínum manni að í æðstu
embætti Rauða krossins, en það
var ekki fyrr en Guðjón gaf kost
á sér til varaforseta að sigurinn
vannst.
En langar Guðjón til þess að
takast á hendur viðamikið og
ábyrgðarmikið starf aðalforseta
samtaka sem í eru um 250 milljón-
ir félaga í rúmlega 150 löndum?
Hann segir að tilfinningar sínar
hvað þetta varðar séu svolítið
blendnar. Starfið er sjálfboðaliða-
starf, launalaust og kallar á mikl-
ar fjarvistir frá fjölskyldunni. „Ég
efast ekki um að konan mín mun
veita mér allan sinn stuðning ef
ég fer í þetta framboð og næ
kjöri,“ segir Guðjón. „En ég gæti
þá ekki sinnt starfi mínu sem skrif-
stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu
og það er svolítið einkennilegt að
hugsa til þess að konan sjái
kannski ein um framfærslu heimil-
isins.“ Kona Guðjóns er Sigrún
Gísladóttir skólastjóri Flataskóla í
Garðabæ og bæjarfulltrúi þar í
bænum. Þau eiga þrjá uppkomna
syni.
Skorast ekki undan.
Hver verða viðbrögð Guðjóns
ef félagar hans á Norðurlöndum
fara þess ákveðið á leit við hann
að hann bjóði sig fram á fundinum
í Birmingham í október? Svar hans
er afdráttarlaust. „Ég mun ekki
skorast undan. Margir aðrir en
félagar mínir á Norðurlöndum
hafa líka hvatt mig til að gefa
kost á mér. Ég þekki starf hreyf-
ingarinnar orðið það vel að ég tre-
ysti mér til þess að vera aðalfor-
svarsmaður hennar. 0g ég hef
áhuga á því að bæta heiminn. Ég
Uppbygging Rauða-
kross-hreyfingarinnar
Ríki sem undirritað hafa Genfar- sáttmála
Alþjóöaráð R.K. skipað 25 Svissl. ICRC Alþjóða- ráðstefna R.K. Alþjóða- samband R.K.-félaga IFRC
Lands- félögin
Þessi mynd sýnir hvernig Rauði krossinn er byggður upp.
Landsfélögin mynda Alþjóðasambandið þar sem Guðjón
Magnússon er einn af varaforsetum. í Alþjóðaráðinu sitja
hins vegar eingöngu Svisslendingar. Meðlimir þess velja
nýja menn í ráðið þegar einhver þeirra lætur af störfum
eða fellur frá. Verkaskipting milli Alþjóðaráðsins og Al-
þjóðasambandsins er í stórum dráttum sú að Alþjóðaráðið
annast hjálpar- og líknarstörf á ófriðarsvæðum en Alþjóða-
sambandið sér um ly'álparstarf vegna náttúruhamfara og
uppbyggingarstarf. Á Alþjóðaráðstefnu samtakanna eiga
rétt til setu tveir fulltrúar frá Alþjóðaráðinu, tveir frá
Alheimssambandinu, hvert landsfélag ræður yfir einu at-
kvæði og það sama gildir um hvert það ríki sem undirritað
hefur Genfarsáttmála. Alþjóðaráðstefnu hefur ekki tekist
að kalla saman frá árinu 1986 vegna ágreinings af stjórn-
málalegum toga. Guðjón Magnússon telur að aldrei hafi
verið brýnna en nú að haldin verði Alþjóðaráðstefna Rauða
krossins. Því beri lífsnauðsyn til að jafna þann pólitíska
ágreining sem hefur hamlað ráðstefnuhaldi undanfarin ár.
„Við þurfum vettvang þar sem rædd eru mannúðarlög og
mannréttindi til að setja skýrari reglur, en umfram allt til
að tryggja betur öryggi óbreyttra borgara og hjálparliðs
þar sem stríð geisar.“
er þess fullviss að óvíða er betri
vettvangur til þess en innan Rauða
krossins.“
Þótt Rauðakrosshreyfingin sé
hlutlaus hafa alþjóðastjórnmál
haft áhrif á starfsemi hennar. Al-
þjóðaráðstefna samtakanna á
samkvæmt starfsreglum að koma
saman á fimm ára fresti. Hún
hefur þó ekki farið fram síðan
árið 1986. Síðast átti að efna til
Alþjóðaráðstefnu í Búdapest árið
1991 en af því varð ekki vegna
deilna um það hvort Palestína
ætti að eiga þar áheyrnarfulltrúa.
„Pólitískur þrýstingur hefur lengi
verið Rauða krossinum þungur í
skauti,“ segir Guðjón. „Gott dæmi
um það eru mörg ríki fyrrum
Austur-Evrópu. Þar var algengt
að starfsmenn fyrirtækja ættu
skylduaðild að Rauða krossinum.
Þá voru félagsgjöld til Rauða
krossins tekin sjálfkrafa af starfs-
mönnum hvort sem þeim líkaði
betur eða verr en öll stjórn og
starfsemi samtakanna var í nánum
tengslum við opinber stjórnvöld.
Almenningur missti við þetta tiltrú
á samtökunum. Eftir fall kommún-
ismans er þess vegna erfitt að
byggja upp starfsemi Rauða
krossins í þessum heimshluta.
Þetta kemur einnig fram í þverr-
andi virðingu fyrir hreyfingunni,
til dæmis í Júgóslavíu þar sem
stríðandi fylkingar hafa oftlega
ekki virt ákvæði Genfarsáttmál-
anna um friðhelgi hjálparliðs Al-
þjóðaráðs Rauða krossins.“
Barist gegn hermennsku barna
Við þessar upplýsingar vaknar
sú spurning hvort ekki væri heilla-
vænlegast fyrir Rauða krossinn
að slíta öll bein tengsl við opinber
stjómvöld, en Alþjóðaráðstefnu
samtakanna sitja fulltrúar frá
þeim ríkjum sem undirritað hafa
Genfarsáttmála Rauða krossins.
Guðjón telur að þessi tengsl séu
nauðsynleg, enda séu mörg bar-
áttumál Rauða krossins þess eðlis
að sigur geti ekki unnist án þess
að fá ríkisstjórnir heimsins til þess
að gera um þau alþjóðasáttmála.
Sem dæmi nefnir hann að það sé
eitt helsta baráttumál Rauða kross
Islands og sænska Rauða krossins
að lagt verði alþjóðlegt bann við
því að kveðja börn til herþjónustu.
„Við beijumst fyrir því að enginn
undir 18 ára aldri í heiminum verði
gerður að hermanni. Þetta var á
sínum tíma baráttumál þegar
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna var undirritaður en mörg
valdamikil ríki stóðu gegn því og
tókst að koma í veg fyrir að þetta
ákvæði kæmist inn í sáttmálann."
Guðjón Magnússon er læknir
að mennt, lauk doktorsprófi í sam-
félagslækningum frá Stokkhólms-
háskóla árið 1980. Hann kveðst
alveg frá því að hann var í mennta-