Morgunblaðið - 11.07.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993
17
skóla hafa haft mikinn áhuga á
félagsmáhim. Á námsárunum í
Háskóla íslands tók hann virkan
þátt í stúdentapólitíkinni, hann var
varaformaður Stúdentaráðs og
formaður utanríkisnefndar ráðs-
ins. Hann var formaður Félags
læknanema og nær nýbakaður
læknir var hann kjörinn ritari
Læknafélags íslands.
Þrátt fyrir mikinn áhuga á fé-
lagsmálum var það samt Rauði
krossinn sem fann Guðjón en ekki
hann Rauða krossinn. „Arinbjörn
Kolbeinsson læknir bað mig um
að taka sæti í stjórn Reykjavíkur-
deildar Rauða krossins árið 1981,“
segir Guðjón aðspurður um hvern-
ig hann hafí kynnst starfi hreyf-
ingarinnar. „Arinbjörn hafði kennt
mér í læknadeildinni og fannst ég
hefði eitthvað það til að bera sem
Rauði krossinn gæti haft gagn af.
Ári síðar var ég að tilhlutan Ólafs
Mixa þáverandi formanns kjörinn
í stjórn Rauða kross íslands. Starf
mitt í hreyfíngunni vatt fljótt upp
á sig. í fýrstu voru þetta tveggja
til þriggja tíma fundir hálfsmánað-
arlega en undanfarin ár hef ég
varið nær öllum frítíma mínum í
þágu Rauða krossins. Ég hef líka
stöðugt hrifíst meira og meira af
þessari hreyfingu. í henni starfar
gott fólk sem gerir sér grein fyrir
vandanum sem heimsbyggðin
stendur frammi fyrir, en er rauns-
ætt og ekki kröfuhart, að minnsta
kosti ekki fyrir sjálft sig.“
Mannbætandi starf
Þessi orð hljóma eins og félagar
í Rauða krossinum hafí háar hug-
sjónir. Er Guðjón sjálfur hugsjóna-
maður?
„Já,“ svarar hann óhikað. „Það
er ekki hægt að starfa í Rauða
krossinum án þess að hafa hug-
sjónir. Mér fínnst það líka mann-
bætandi að taka þátt í starfi sam-
takanna og kynnast heiminum af
sjónarhóli þeirra. Af þeim sjónar-
hóli skynja ég sterkt hvað við höf-
um það óskaplega gott hér á ís-
landj. Það er vissulega auðvelt að
benda á erfiðleika hjá okkur, en í
heildina búa íslendingar við vel-
megun og öryggi. Við ættum að
vera þakklát fyrir það, einkum
öryggið. En einmitt vegna velmeg-
unarinnar hér er ég hryggur yfír
því hvað hið opinbera framlag
okkar til hjálparstarfs í samfélagi
þjóðanna er lítið. Óopinbert hjálp-
arstarf íslensku mannúðarhreyf-
inganna, Rauða krossins og Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar, er á hinn
bóginn ótrúlega mikið og yfir því
gleðst ég. Alþjóðasambandið hefur
á einu ári nálægt 1.000 sendifull-
trúa um víða veröld. Af þeim eru
tuttugu íslenskir sem Rauði kross
íslands kostar. Það eru tvö pró-
sent af öllum sendifulltrúunum frá
þessari fámennu þjóð. Já, ég get
ekki annað en verið stoltur af því.“
Ár mannvonskunnar
En þrátt fyrir góðan vilja og
mikið starf til úrbóta virðist sem
ástandið í heiminum fari sífellt
versnandi. Guðjón segir frá því að
á síðustu tíu árum hafi þeim sem
þurft hafa á aðstoð neyðarhjálpar
Rauða krossins að halda vegna
náttúruhamfara fjölgað um tíu
milljónir á ári að meðaltali. Hann
segir að nú sé orðið greinilegt
grátt svæði á milli náttúruhamfara
og styijaldarátaka. í æ ríkari
mæli beinist aðgerðir heija að því
að eyðileggja land. „Menn úða eit-
urefnum yfir landið og laufíð kem-
ur ekki út á tijánum næstu tíu
árin. Jarðvegur eyðist og land
verður örfoka. Jarðsprengjur
liggja í leyni á styijaldarsvæðum
áratugum saman eftir að átökum
lýkur. Um leið stöndum við frammi
fyrir offjölgun mannkyns og ráð-
um nándar nærri hvergi við að
brauðfæða íbúa jarðarinnar, stór-
Já, ég er hugsjónamaóur, segir Guéjón Magnús-
sen formaóur Rauóa kross Islands. í október
ræóst hvort hann veróur aóalforseti Alþjóðasam-
bands hreyf ingarinnar.
borgir draga til sín fjölda land-
lausra íbúa sem reisa sér hreysi í
útjöðrum borganna. Ofan á allt
þetta færast styijaldarátök í vöxt.
Ég held að enginn maður á Vestur-
löndum hafi trúað því að við ættum
eftir að horfa upp á styijöld eins
og háð er í fyrrverandi Júgóslavíu.
Grimmdin er svo gífurleg. Það var
ekki að ástæðulausu að síðastliðið
ár var kallað ár mannvonskunnar.
Það hefur verið erfíðara fyrir
Rauða krossinn að starfa í Júgó-
slavíu en nokkurs staðar annars
staðar á þessari öld. Við verðum
vör við aukið virðingarleysi fyrir
Rauða krossinum, merki samtak-
anna veitir ekki næga vernd og
mannslífíð er ekki virt neins. Þó
að ástandið sé hvað verst í fýrrum
Júgóslavíu er það víða annars
staðar hörmulegt. Það líður ekki
svo dagur að ekki séu brotnir al-
þjóðasáttmálar einhvers staðar í
heiminum."
Er hægt að bæta heiminn?
Þannig lýsir varaforseti Alþjóða
Rauða krossins ástandinu í heim-
inum eins og hann hefur séð það
með eigin augum á fjölmörgum
ferðum sínum víðs vegar um ver-
öldina undanfarin ár. En þýðir þá
nokkuð að hafa áhuga á því að
bæta heiminn eins og hann sagði
í upphafí? Er ekki vonlaust að
snúa mannkyninu frá hatri sínu
og af eyðingarbraut sinni?
Guðjón í hópi sjálfboðaliða Rauða krossins í Mahwalala í
Svazilandi árið 1990.
haldinn var í Svazilandi síðastliðið haust.
Morgunblaðið/Bjarni
Guðjón í skoðunarferð um Bahar Dar í Eþíópíu en þangað fór lianii árið 1989 til þess
að kynna sér þjálparstarf Rauða krossins þar.
„Kannski er þetta bara bama-
skapur í mér,“ byijar Guðjón að
svara en neitar því svo skorinorður
að svo sé. „Ég hef séð svo mikinn
árangur af starfi Rauða krossins
víða í heiminum að ég hlýt að trúa
á þetta starf. Já, ég er sannfærður
um að það er ekki vonlaust -að
bæta heiminn. Þekkingarskortur-
inn er versti óvinur okkar og aðal-
meinsemd. Við hjá Rauða krossin-
um sjáum þetta greinilega í þriðja
heiminum þegar fræðsla okkar þar
fer að skila árangri. Við vestur-
landabúar verðum líka að læra og
viðurkenna að þekkingarskortur-
inn er ekki eingöngu bundinn við
aðra heimshluta og við verðum að
temja okkur meiri þolinmæði.
Okkur hættir mjög til þess að
dæma um alla hluti út frá okkar
menningarheimi. Þessu verðum
við að venja okkur af. Það er ekki
sjálfgefið að okkar menning sé sú
besta. Við þurfum að taka verð-
mætamat okkar til endurskoðun-
ar. Lífsskoðunin mótast svo mikið
af verðmætamatinu. Hugsjónir
Rauða krossins felast meðal ann-
ars í skilyrðislausri virðingu fyrir
manninum, óháð stétt hans og
stöðu. Titill, starf og menntun
kunna að gefa þér ákveðna yfir-
burði en það þýðir ekki að þú eig-
ir skilið meiri virðingu en hvaða
önnur mannvera sem er eða að
þú eigir ekki að bera virðingu fyr-
ir manninum eins og hann birtist
smæstur."