Morgunblaðið - 11.07.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JUU 1993
21
KAUPMANNAHAFNARBRÉF
YFIR SUNDIÐ
Stundum þegar heyrast áhyggjuraddir
yfir að nánara samstarf í Evrópu, samræm-
ing og samstilling hvers konar muni þurrka
út muninn á einstökum svæðum og löndum
verður mér hugsað til hvernig það er að
setjast upp í flugbátinn og stíga á sænska
grund. Þá leynir sér ekki að maður er kom-
inn til útlanda. Og þó þessi mismunur sé
ekki endilega dæmigerður fyrir hvernig Evr-
ópa gæti litið út, þá má heldur ekki gleyma
að í Evrópu hafa landamærin flust fram og
aftur og samt er svo ótrúlega mikill munur
að keyra frá einu landi til annars eða einu
svæði til annars. En það var þetta með
Dani og Svía ...
Yfir Sundið sigla fléiri en eitt bátafélag.
Fínu flugbátarnir sigla frá horninu á Nýhöfn-
inni og Hafnargötu. Þeir er mest notaðir af
fólki í viðskiptaerindum, sem ekki þurfa að
borga farið sjálfir, en ferðin kostar tæplega
þúsund íslenskar krónur. Neðar í Hafnar-
götu sigla ódýru bátamir og með þeim kost-
ar ferðin frá 200-400 krónum, eftir því hve-
nær er. Þeir gera út á Svía í innkaupa- og
skemmtitúrum, því fyrir Skánarbúa er Kaup-
mannahöfn nokkurs konar höfuðborg. Eftir
gengisfellingu sænsku krónunnar hefur
straumurinn á þá áttina reyndar minnkað,
en Danir farnir að fara í innkaupaleiðangra
yfir til Svíanna.
Á gullspengdum skóm
Strax í biðsal flugbátanna er hægt að
greina að Svíana og Danina. Danirnir eru
margir hveijir heldur feitlagnari en frændur
þeirra Svíarnir, sem eni mjóir og rennilegir
eftir margra ára áróðursherferð fyrir mögr-
um mat. Og ekki hafa þeir ódýra bjórinn til
að belgja sig út af heima fyrir, því bjórverð-
ið sænska er hliðstætt því íslenska. Og svo
er eitthvað einstaklega snyrt og strokið við
Svíana. Þeir eru yfirleitt betur klæddir en
Danirnir, penni og fínni í tauinu.
Sænskt kvenfólk er líka sér á báti í saman-
burði við danskar kynsystur. Þær sænsku
eru að mér sýnist meira málaðar, meira til-
hafðar, með stællega klippingu, strípur í
hárinu og svo í sínum sérsænska fótabún-
aði. Um árabil hefur það vakið athygli mína
hvað þær eru hallar undir gullspengda skó,
nokkurs konar spariútgáfa af mokkasínum.
Ekki aðeins að þeir séu með gylltum spenn-
um, hnöppum eða keðjum yfir ristina eða
tána, heldur er lágur og penn hællinn með
gullspöng á. Einhvers staðar úti í heimi hljóta
að vera skóverksmiðjur sem sérhæfa sig í
þessari framleiðslu og virðast geta gengið
að viðskiptavinum sínum vísum, rétt eins
og prinspólóverksmiðjurnar með íslandsvið-
skipti sín.
Sérdanskur fótabúnaður kvenna er hins
vegar af öllu öðru tagi. Fyrir um fimmtán
eða tuttugu árum fóru að sjást í dönskum
kvennablöðum mislit rúskinnsstígvél, blá,
rauð, gul, græn eða svört með útsaumuðu
blómamynstri í einhvers konar miðevrópsk^
um sveitastíl. Stígvélin voru ýmist borin við
pils og kjóla eða buxurnar girtar ofan í þau
og voru í stíl við sveitatísku þess tíma. En
þó sveitatískan hafi farið og komið nokkrum
sinnum, þá hafa stígvélin haldið velli. Hér
eru skóbúðir, sem alltaf hafa þessi stígvél á
boðstólum og mér frnnst ég oft sjá konur á
miðjum aldri skarta þessum fótabúnaði. Hins
vegar sýnist mér fljótt á litið að tískan líði
undir lok með þeim, því ég minnist þess
ekki að hafa séð ungar stúlkur í blómastíg-
vélunum. Þær sænsku í gullspengdu skónum
eru hins vegar á öllum aldri.
Skánarbúar koma mikið til Kaupmanna-
hafnar til að skemmta sér. Um helgar, ekki
síst á vorin og sumrin, er miðbærinn fullur
af Svíum í skemmtanaleit. Á heila tímanum,
þegar bátarnir koma, ganga holskeflur
þeirra inn Nýhöfnina og dreifast síðan fyrir
veðri og vindum um nágrennið. Bæði búðir
og veitingastaðir njóta góðs af heimsókn
þeirra. Mest ber á ungu og miðaldra fólki.
I hvert sinn sem börnin í fjölskyldunni sáu
koma hóp af ungmennum, strákana í ljósum
jakkafötum með sítt hár klippt í styttur og
strípað eins og Hershey-bræðurna (hét ekki
einhver sænsk popphljómsveit því nafni?) og
stelpurnar í kjólum og allir glaðir og bjór-
hreyfir, voru þau ekki í vafa um að þarna
væru Svíar á ferð.
Lengi vel var þetta mynd mín af Svíum,
sumsé að þeir væru háværir, gengu um í
hópum, rækju upp skræki og köll og væru
fínir. Eg varð ekki svo lítið hissa að koma
til Málmeyjar og sjá allt þetta prúða fólk,
sem gengur um stillt og alvöruþrungið.
Svona eru þeir heima hjá sér, en svo bregða
þeir sér af bæ, alla leið í annað land, til að
sleppa undan alvörugefninni og sletta úr
klaufunum.
Kökur, pylsur og amrískt
morgunverðarkorn
Þó Danir stæri sig af mikilli kökumenn-
ingu, vínarbrauðunum og öllu því, þá finnst
mér dönsk bakarí og kökuhús blikna við
hlið þeirra sænsku. Sænsku kökurnar eru
einstaklega girnilegar, allt frá snúðum og
eplakökum upp í viðameira bakkelsi. Matar-
menning þjóðanna er ólík og það kemur
glöggt í ljós, þegar sænskar kjörbúðir eru
heimsóttar.
Að vissu leyti minna sænsku kjörbúðirnar
nokkuð á þær íslensku. Alla vega þótti mér
kunnuglegt að sjá hvern hillumetrann eftir
annan lagðan undir kex og margt af því
innflutt. Úrvalið af morgunverðarkorni er
fjarska fátæklegt í Danmörku miðað við
Island og þá á ég ekki við musl og hvers
kyns hollustu, heldur þetta þrælunna, sykr-
aða og litaða korn á amríska vísu. Það fyll-
ir hin svegar ófáa metrana í sænskum kjör-
búðum. Eg hef reyndar heyrt um íslenskar
fjölskyldur í Danmörku, sem láta reglulega
senda sér þessa vöru að heiman, því það sé
verra að vera án hennar en hangikjöts og
skyrs, en ábyrgist ekki að þetta sé satt. En
nýlega opnaði amerísk matarbúð í miðbæ
Kaupmannahafnar. Þegar ég brá mér þngað
ásamt ^táningnum spurði afgreiðslustúlkan
hvort við værum íslensk, þegar hún heyrði
okkur tala saman. Nei, hún hafði ekki verið
á íslandi eða þekkti þjóðina, heldur hafði
hún nýlega lært að þekkja málið, því það
koma bara svo margir íslendingar í búðina.
Einhvern tímann heyrði ég sænsk ung-
menni, sem voru nýflutt að heiman, tala um
matseld sína. Þetta voru háskólanemar og
pyngjan heldur létt, svo þau gátu ekki sleg-
ið um sig með krásum. Strákarnir sögðust
helst elda sér' það sem á sænsku kallast
„falukorv" og er pylsa, sem helst líkist kjöt-
búðing og er úr svínakjöti. Pylsuna keyptu
þeir ódýrt á tilboði, skáru niður í sneiðar sem
þeir frystu og steiktu síðan eftir þörfum.
Með þessu borðuðu þeir frysta grænmetis-
blöndu, sem þeir keyptu líka á tilboði. Hér
eru svona pylsur ekki til og heldur ekki blóð-
búðingur, sem aðrir kváðust borða. Hann
kaupa Svíar í löngum bunum og líkist helst
slátrinu okkar, nema að hann er sætur,
búinn til úr svínablóði og bakaður í formi
en ekki soðinn í keppum.
Horft í ólíkar áttir
Heimsmynd þessara þjóða er mjög ólík,
ef marka má sjónvarpsfréttir þeirra. Eftir
að horfa á sænskar og danskar fréttir sama
kvöldið er tæplega hægt að reikna út að
þetta séu nágrannaþjóðir. í fyrsta lagi er
lítið um danskar fréttir í sænska sjónvarpinu
og öfugt, nema helst þegar kjarnorkuverið
í Barsebáck er annars vegar eða væntanleg
Eyrarsundsbrú, sem Svíar eru áberandi
miklu tortryggnari yfir en Danir og gætu á
endanum gert brúaráætlanirnar að engu.
Og hvað erlendar fréttir varðar þá eru Dan-
ir mest uppteknir áf Evrópufréttum meðan
Svíar hafa sérstakt dálæti á fréttum frá
Suður-Ameríku, sem af fréttum þeirra að
dæma virðist mun nær þeim en iandakortið
gefur til kynna.
Það er því af nógu að taka þegar litið er
á muninn á Svíum og Dönum, hvort. sem
það er útlit þeirra, framganga, matarvenjur
eða heimsmynd og ekkert sem bendir til að
þeir séu neitt að falla í eitt far. En hvort
þetta segir eitthvað um framvinduna í Evr-
ópu er önnur saga.
Sigrún
Davíðsdóttir.
Dauði hryðjuverkamanns
gæti þýtt endalok GSG-9
Engin vægð
SVEITARMENN GSG-9 æfa návígi í æfingarbúðum sveitarinnar.
Einungis 20% umsækjenda standast þær kröfur sem gerðar eru.
Forþjálfun sveitarmanna tekur átta mánuði og hættir þriðjungur
MIKIL óvissa ríkir um framtíð
hinnar virtu sérsveitar þýsku
lögreglunnar GSG-9, eftir að
ásakanir hafa komið fram um
að Wolfgang Grams, sem átti
aðild að hryðjuverkasamtökun-
um Rauðu herdeildinni, hafi ver-
ið skotinn til bana að tilefnis-
lausu er hann var handtekmn í
síðustu viku. Margir stjórnmála-
menn hafa krafist þess að sveit-
in verði leyst upp þar sem lög-
regluyfirvöldum hefur ekki enn
tekist að skýra á trúverðugan
hátt hvað gerðist. Atvikið á
brautarstöðinni í bænum Bad
Kleinen í Mecklenburg hinn 27.
júní hefur þegar orðið til þess
að Rudolf Seiters innanríkisráð-
herra sá sig til-
neyddan til að
segja af sér og
að ríkissak-
sóknarinn Alex-
ander von Stahl
var leystur frá
störfum. Þá barst yfirvöldum á
föstudag orðsending frá Rauðu
herdeildinni þar sem því er lýst
yfir að áframhald verði á hryðju-
verkum. Þýska leyniþjónustan
segist gera ráð fyrir blóðugum
hermdarverkum á næstunni.
Afrekið í Mogadishu
Sérsveitin GSG-9 eða Grenz-
schutzgruppe 9 hefur verið goð-
sögn í mörg ár. Hún var stofnuð
í september árið 1972 af Hans-
Dietrich Genscher, sem þá var inn-
anríkisráðherra, vegna morðanna á
ísraelskum íþróttamönnum á
Ólympíuleikunum í Munchen fyrr
um árið. Eldraun sveitarinnar var
árið 1977 þegar hópur GSG-9
manna var sendur til Mogadishu í
Sómalíu en þangað höfðu flugræn-
ingjar beint þotu frá Lufthansa.
Sérsveitunum tókst að bjarga öllum
farþegunum 86 heilum á húfi úr
flugvélinni og bana öllum flugræn-
ingjunum án þess að einn einasti
lögreglumaður yrði fyrir meiðslum.
Þessi aðgerð vakti mikla athygli
um allan heim og hefur átt ríkan
þátt í að byggja upp ímynd GSG-9
sem þrautþjálfaðrar og harðsnú-
innar sveitar. Vartalað um blitzkrí-
eg í lögreglubúningi.
Þegar haldið var upp á tuttugu
ára afmæli GSG-9 í höfuðstöðvum
sveitarinnar í Saint-Augustin
skammt fyrir utan Bonn urðu menn
þó að játa að liðsmenn GSG-9 hefðu
ekki þurft að hleypa af skoti undir
„alvöru“ kringumstæðum frá því í
Mogadishu. Þróunin hefur verið sú
að yfirvöld öryggismála í sam-
bandslöndum Þýskalands hafa
frekar kosið að nota sínar
eigin sérsveit-
ir áður en beð-
ið er um að-
stoð GSG-9.
Hún ætti þó
að vera auð-
fengin því að
hægt er að senda GSG-9-sveit
hvert sem er í Þýskalandi með
þyrlu á innan við tveimur klukku-
stundum.
Sveitin hefur líka átt við ýmis
vandamál að stríða, ekki síst hversu
illa launað þetta erfiða og oft og
tíðum hættulega starf er. Yfir-
greiðsla sveitarmanna nemur ein-
ungis 200 mörkum og fer stór hluti
þeirrar upphæðar til að greiða af
sérstakri áhættulíftryggingu, sem
nauðsynleg er starfans vegna, en
þjálfun sveitarmanna felur í sér
margar hættur.
Þetta hefur leitt til þess að um-
sóknum um inngöngu í GSG-9 hef-
ur fækkað ört og eru nú á bilinu
200-300 á ári. Gífurlegar jafnt
andlegar sem líkamlegar kröfur eru
gerðar til umsækjenda og standast
80% þær ekki. Þá hættir um þriðj-
ungur þeirra, sem leyft er að sækja
um, á þjálfunartímabilinu, sem er
átta mánuðir.
Lítið um verkefni
Verkefnin fyrir sveitarmennina
200 hafa líka verið af skornum
skammti og ekkert tækifæri boðist
til að endurtaka afrekið frá Moga-
dishu. Sveitin hefur að undanförnu
starfað töluvert fyrir þýsku sam-
bandslögregluna, ekki síst í málum
sem tengjast eiturlyfjaiðnaðinum
og skipulögðum glæpum. Meðal
verkefna undanfarinna ára má
nefna gíslatöku á ræðismanna-
skrifstofu Tyrkland í Köln (1982),
handtaka eiturlyfjahrings í Frank-
furt (1990) og aðgerðir gegn skipu-
lögðum glæpasamtökum í Dusseld-
orf í fyrra. Þá sá GSG-9 um hluta
öryggisgæslunnar vegna fundar
leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í
Miinchen í fyrra.
GSG-9 hefur líka áður komið við
sögu við handtöku á hryðjuverka-
mönnum. Fyrir ellefu árum, í nóv-
ember 1982, handtók sérsveit Brig-
itte Mohnhaupt og Adelheid
Schulz, sem báðar áttu aðild að
Rauðu herdeildunum, skammt frá
Frankfurt.
Það að handtaka hryðjuverka-
mennina Grams og Birgit Hogefeld
gæti orðið síðasta verkefni GSG-9.
Tveimur vikum eftir að atburðurinn
átti sér stað er ekki enn ljóst hver
banaði Grams. Tvö nafnlaus vitni,
annað þeirra lögreglumaður sem
tók þátt í handtökunni, hafa greint
tímaritinu Spiegel frá því að Grams
hafí verið skotin af sérsveitarmanni
er hann lá vopnlaus á jörðinni. Eina
haldbæra niðurstaða þrotlausra
rannsókna yfirvalda er að Grams
var skotinn af skömmu færi, en
ekki með skammbyssu af þeim teg-
undum, sem GSG-9 notar, en þær
eru Sig-Sauer og Heckler & Koch
með 9 mm hlaupvídd. Þá hefur
verið útilokað að hann framdi
sjálfsmorð.
Það er þvl eiginlega bara þrennt
sem kemur til greina: Grams var
tekinn af lífi af GSG-9 manni sem
notaði byssu Grams; Grams var
skotinn af GSG-9 manni sem not-
aði óopinbera skammbyssu; skot
fór úr byssu Grams er hann féll
til jarðar og hæfði hann í höfuðið.
Frásögn vitnanna tveggja bendir
til þess að annar fyrri kostanna sé
sá rétti. Ef í ljós kemur að einn
lögreglumannanna skaut Grams án
þess að það hafi verið í sjálfsvörn
og að samstarfsmenn hafi tekið
þátt í að hylma yfir málið er nán-
ast öruggt að GSG-9-sveitin verði
leyst upp.
„Ef einhver okkar drap Grams
getum við allir byijað að pakka
niður,“ segir einn sveitarmanna og
bætir við að það auki ekki á sam-
stöðuna að yfirmaður GSG-9,
Jurgen Bischoff, er mjög óvinsæl!
meðal manna sinna. Bischoff, sem
tók við af fyrsta yfirmanni GSG-9,
Ulrich Wegener, hefur sett frain
þá kröfu að sveitarmenn megi ekki
vera eldri en 35 ára gamlir. Þetta
hefur leitt til þess að margir reynd-
ir lögreglumenn hafa neyðst til að
hætta í GSG-9 á síðustu tveimur
árum. Hefur verið haft eftir heim-
ildarmönnum innan GSG-9 að sú
staðreynd hafi „beinlínis stuðlað
að klúðrinu í kringum handtöku
Grams“. Bent er á að það sé ekki
mjög traustvekjandi að hryðju-
verkamanni takist að skjóta ellefu
skotum á meðan 21 sérsveitar-
manni tekst samtals að skjóta 33
skotum áður en yfir lauk. Þá hafi
í raun ekki átt að koma til þess
að einu einasta skoti væri hleypt
af í þessari þrautskipulögðu að-
gerð, sem kostaði um hundrað
milljónir króna að undirbúa. Þó að
lögreglunni hafi í fyrsta skipti í sjö
ár tekist að handtaka fólk úr for-
ystusveit RAF er aðgerðin nú ai-
mennt talin hafa misheppnast al-
gjörlega.
Mikill þrýstingur er á lögregluna
að skýra málið til fulls hið fyrsta
því, líkt og Frankfurter Allgemeine
Zeitung benti á, byggist „styrkur
ríkisins á trúverðugleika þess“.
Blaðið segir þó einnig í forystu-
grein á fimmtudag að það sé ákveð-
inn veikleiki þýskra stjórnmála að
taka „móðursýkisköst" í málum af
þessu tagi. Þó að enn sé óljóst
hvað hafi í raun gerst keppist menn
við að krefjast afsagnar af hinum
. og þessum. Hættan sé sú að ef
menn hafi tekið of mikið upp í sig
í upphafi geti reynst erfitt að sætta
sig við að enginn glæpur hafi verið
framin, verði það niðurstaða rann-
sóknarinnar.
BAKSVID
eftir Steingrítn Sigurgeirsson