Morgunblaðið - 11.07.1993, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993
eftir Ólaf Arnolds
Víða í heiminum á jarðar-
gróður undir högg að sáekja
og stór svæði sem áður voru
gróin verða að auðnum á ári
» hverju. Myndun eyðimarka
er án nokkurs vafa einhver
mesta vá sem nú steðjar að
mannkyninu. Talið er að
myndun eyðimarka ógni lífs-
afkomu nærri eins milljarðs
fólks í meira en 100 löndum
veraldar. Hungursneyð fylgir
í kjölfarið í mörgum þessara
ríkja og dauði milljóna
manna. Jafnframt því sem
land leggst í auðn eiga sér
stað gífurlegir fólksflutning-
ar sem alþjóðleg landamæri
hafa lítil áhrif á. Myndun
eyðimarka er að sönnu al-
þjóðlegt vandamál og á um-
hverfisráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Ríó á síðasta ári
var ákveðið að þinga sérstak-
lega um landeyðinguna og
freista þess að finna einhveij-
ar lausnir. Fyrstu lotunni
lauk nýlega í Nairóbí í Kenýja
og var hún helguð vísindum
og reynt var að fá sem
gleggsta mynd af eyðingunni
í heiminum. Undirritaður sat
ráðstefnunan fyrir hönd ís-
... lands á vegum umhverfis-
ráðuneytisins. Á næstunni
verður fundum haldið áfram
í Genf en ætlunin er að að
þeim ljúki seint á næsta ári.
Þess má geta að Island á nú
aðild að umhverfisnefnd
Sameinuðu þjóðanna og því
er brýnt að landið sýni
ábyrgð og taki þátt í störfum
samtakanna á sviði umhverf-
ismála.
Myndun eyðimarka í heiminum
er einkum rakin til þess að
viðkvæm vistkerfi eru ofnýtt. Fer
þá oftast saman mikil mannfjölgun
og náttúruleg áföll á borð við þurr-
katíð. Þurrkar eru hluti af náttúru-
fari þurrlendissvæða jarðarinnar
og valda ekki einir og sér landeyð-
ingu. Það sem skilur á milli nútíð-
ar og fortíðar er að fólkið hefur
aldrei verið fleira; álagið á vist-
kerfið er orðið of mikið. Afleiðing-
in er eins konar skriða landeyðing-
ar, því jafnframt því sem gróður
og jarðvegur tapast eykst álagið
enn meira á þau svæði sem ennþá
halda velli.
Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
um landeyðingu er einkum ætlað
Eyðimerkurnar
sækia fram
island hefur
alþjóðlegt hlut-
verk við stöðv-
un landeyðingar
í heiminum.
Eyðimörk í
hitabeltinu.
Mjög erfitt er
að koma gróðri
aftur í land sem
þetta vegna
ófrjósemi jarð-
vegsins og lítill-
ar úrkomu.
urinn skreið ofan af hálendinu og
gróðursældinni hnignaði ört.
Hungursneyð fylgdi í kjölfarið og
þjóðin lifði við sultarmörkin allar
götur síðan allt fram á þessa öld.
Sjálfstæðismissir þjóðarinnar er
án vafa tengdur hnignun íslenskra
vistkerfa, bæði jarðvegs og gróð-
urs. Þessi saga íslensku þjóðarinn-
ar leiðir hugann að því að íslend-
ingar standa e.t.v. nær löndum
sem hrjáð eru af Iandeyðingu en
nokkurt annað þróað ríki, nema
ef vera skyldi Miðjarðarhafslönd.
Lýsingar Norður-Afríkumanna og
þeirra sem koma frá fyrrum lýð-
veldum Sovétríkjanna í suðri, t.d.
Túrkmenistan, eru nánast þær
sömu og lýsingar á framrás sands-
ins á Rangárvöllum fyrir síðustu
aldamót og á Norðausturlandi á
þessari öld. Landeyðingin á íslandi
er dæmigerð fyrir eyðimerkur-
myndun í heiminum öllum og
endalokin eru alls staðar þau
sömu: auðnir. Eyðimerkur á borð
við íslensku auðnimar eru þó að
því leyti sérstæðar að auðnir eru
mjög sjaldgæfar á svæðum sem
búa við loftslag sem er svo rakt
og kalt. Þær eru eigi að síður,
eins og annars staðar, afleiðing
þess' að fólk bjó við kröpp kjör í
harðbýlu landi og nýting landsins
var ekki í samræmi við gæði þess.
Þær aðferðir sem þróunarlöndin
beita í baráttunni við eyðingaröflin
eru harla kunnuglegar. Reistir eru
varnargarðar til að hefta sand-
skrið og sáð er plöntúm líku melgr-
esinu íslenska. Því er fylgt eftir
með öðrum gróðri og um síðir er
reynt að græða sandinn að fullu
og helst hylja hann með trjágróðri.
ísland hefur hlutverk
Árangur íslendinga á sviði
sandgræðslu er að mörgu leyti
einstakur og glæsilegur þegar bor-
ið er saman við önnur lönd. Heft-
ing sandburðarins niður Rangár-
vellina er þrekvirki sem allar þjóð-
ir gætu verið stoltar af. Það sem
gerir starf Islendinga enn merki-
legra en ella er að íslendingar
hófu sandgræðslu af þessu tági á
undan flestum öðrum. Trúlega er
það fáum kunnugt að á íslandi er
líklega starfandi fyrsta jarðvegs-
\
Eyðimerkur að myndast. Myndin til hægri er frá Sýrlandi en sú til vinstri frá Hólsfjöllum.
Tslensk eyðimörk. Auðnir eru sjaldgæfar á þeim svæðum
sem búa við svipað loftslag og ísland.
að fást við vandamál á þurrka-
svæðum. Á fyrsta fundinum í
Nairóbí komu fulltrúar fjölda
landa og stofnana og lýstu þeim
vandamálum sem við er að etja.
Þar kom fram að eyðimerkurnar
sækja ekki aðeins á í Afríku held-
ur líka víða í latnesku Ameríku,
Miðausturlöndum, Kína, Mongólíu
og ekki síst í mörgum lýðveldum
fyrrverandi Sovétríkja. Nokkur
iðnríki hafa átt við mikil vandamál
að etja, t.d. Bandaríkin og Ástral-
ía sem og Miðjarðarhafsríkin.
Myndun eyðimarka er nefnd
„desertification" á ensku. Þetta
hugtak er heldur óljóst, en felur
í sér hnignun gróðurs ogjarðvegs
allt þangað til auðnin nær yfir-
höndinni. Jafnframt þessu versna
lífsskilyrði fólks og álagið á landið
vex hratt samhliða hnignun þess.
Því er myndun eyðimarka ekki
aðeins umhverfisvandi, heldur
jafnframt hagrænn og félagsleg-
ur, enda er sjaldnast hægt að skilja
þessa þætti að. Myndun eyðimarka
er ekki einvörðungu bundin
þurrkasvæðum jarðar. Gífurleg
landeyðing á sér einnig stað í Ind-
landi, Brasilíu, Mið-Ameríku, Ind-
ónesíu og víðar þar sem úrkoma
er yfirleitt nóg. Segja má að ofnýt-
ing lands sem í eðli sínu er við-
kvæmt, t.d. vegna þurrka, jarð-
vegsgerðar eða kulda, valdi mynd-
un eyðimarka.
Lýsingar á ástandinu í þeim
ríkjum þar sem landeyðing er al-
varlegust minna um margt á sögu
íslands. í stað þurrkanna kemur
kuldinn, eldgos og sérstaklega við-
kvæmur jarðvegur. íslendingum
fjölgaði mjög hratt á landnámsöld
og fram á söguöld, enda komu
landnámsmennirnir að gróskum-
iklu landi. En viðkvæm íslensk
viskerfi, sem áður höfðu staðið af
sér sveiflur í veðurfari og ýmsar
náttúruhamfarir, þoldu ekki álagið
sem fylgdi slíkum fólksfjölda.
Auðnimar tóku að stækka, sand-
verndar- og landgræðslustofnun
heimsins (Sandgræðsla, síðar
Landgræðsla ríkisins, stofnuð
1907). Ef svo reynist vera á Land-
græðsla ríkisins merkan sess á
meðal umhverfísstofnana í heimin-
um.
Nágrannar okkar hér á norður-
slóðum hafa miðlað af auðæfum
sínum til að reyna að aðstoða ríki
sem verst eru sett vegna landeyð-
ingar, en ekkert þessara ríkja hef-
ur svipaða reynslu og íslendingar