Morgunblaðið - 11.07.1993, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993
Minning
Jón K. Sæmunds
son ljósmyndari
Þegar ég kynntist Jóni Sæm. átti
hann heima í Tjarnargötu 10B og
var giftur amerísku konunni, henni
Maríu. A jiessum árum var frændi
hans Óli 01. í sama húsi og þarna
vorum við strákarnir eins og gráir
kettir, Aggi Biering, Stebbi Sturla,
Raggi Arinbjarnar, Ingólfur Lilliend-
al og margir fleiri. Við kynntumst
Jóni og komumst brátt að því að
^'hann kunni frá ýmsu að segja. Hann
fræddi okkur meðal annars um New
York, steinsteypufrumskóginn þar
sem hann átti heima um sex ára
skeið. Þar vann hann á stórri ljós-
myndastofu hjá konu sem ég man
ekki lengur hvað hét. Þessi kona
sagði stundum við hann: „AU we
need is time John.“ Einu sinni var
hann sendur til að taka myndir í
brúðkaupi, en þegar hann ætlaði
heim spurði hann einn gestanna að
því hvar strætisvagninn stansaði, því
þetta var í úthverfi; gesturinn leið-
beindi honum með bros á vör. En
daginn eftir segir konan, vinnuveit-
andi hans, „Is it true John that you
are annoying the guests?“
■ ''•* En Jón kynnti okkur ekki heiminn
með því einu að segja sögur, ha’nn
spilaði líka fyrir okkur á píanóið
„Shine on, shine on harvest moon“
og mörg fleiri lög að vestan. Hann
kunni líka ýmis lög að austan og
stundum söng hann með. Einu sinni
kom til hans hermaður af vellinum,
sá var fæddur Rússi. Jón spilaði fyr-
ir hann á flygilinn lög frá gamla land-
inu og söng með á heimatilbúinni
rússnesku. Manninum þótti þetta svo
hjartnæmt, ekki síst að heyra móður-
málið, að hann „fór að gráta“, eins
ög Jón sagði okkur síðar. En Jón
kunni líka Alla túrka og ýmislegt
fleira eftir stóru kallana og sagði að
þeir væru enn sprelllifandi.
Jón giftist Línu með ljósa hárið;
það var upp úr því sem hann keypti
húsið í Hafnarfirði og fluttist þangað
með fjölskylduna. Þetta var við Vita-
stíginn. Hann lýsti þar aðstæðum.
Þama var mjólkurbúðin, þama
stoppaði strætó og svo — og nú lækk-
aði Jón róminn „neðst við götuna er
sprúttsali, hann heitir Guðrjón". Ljós-
myndastofu sína hafði Jón þó áfram
við Tjarnargötuna. Einu sinni stönd-
um við Jón þar við glugga og ég
segi: „Jæja, svo þú ert bara fluttur
til Hafnarfjarðar." „Ég,“ segir Jón,
- ,jú, ég sef í Hafnarfirði, en,“ segir
hann og bendir út um gluggann „ég
á heima héma við Tjörnina — hjá
öndunum" og margan góðviðrisdag-
inn fórum við niður á götuna til þess
að skoða þessa fugla og stundum
keyptum við franskbrauð handa þeim
í bakaríinu á horninu.
Og tíminn leið, strákagengið í
Tjarnargötunni leystist upp og menn
hurfu hver í sína áttina.
Jón og Lína heimsóttu okkur í
Stykkishólm. Þá var haldið mikið
teiti í apótekinu og ýmsum boðið.
Jón var þá með nikku með sér. Þar
gekk hann spilandi milli gesta og
beygði sig niður að hverjum og einum
eins og spilarar gerðu í gamla daga
á kaffihúsunum í Búdapest.
Mörg ár liðu þar til ég hitti Jón
næst, en dag einn labba ég upp stig-
ana í Tjamargötunni. Jón kemur til
dyra og segir: „Khómení er að vinna
stríðið." „Nú,“ segi ég. „Já,“ svarar
Jón, „hann segir það, hann segist
ætla að vinna.“
Og nú er hann allur þessi heims-
borgari, þessi lífsglaði maður og aldr-
ei framar eigum við eftir að heyra
hann mæla eitthvað spaklegt upp úr
eins manns hljóði, svo sem eins og
„save your money, buy whisky!"
Til þess að komast að því hvernig
sá var sem genginn er getur verið
gagnlegt að hugleiða hvemig hann
var ekki. Jón Sæm. var ekki það sem
kalla mætti „Homo pragmaticus" eða
maðurinn sem hvorki sér lit blóm-
anna né finnur ilm þeirra; maðurinn
sem leitar sér sáluhjálpar á Bylgj-
unni eða Stöð tvö; maðurinn sem er
í rauninni ekki annað en bókfærslum-
askína í jakkafötum. Lífssýn hans
var önnur. Mér er nær að halda að
hann hafi séð heiminn undir sama
horni og bróðir hans, málarinn Ág-
úst Petersen, maðurinn sem skynjaði
veruleikann á bak við veruleikann.
En svona er lífið. Endumar á
Tjöminni halda áfram að éta fransk-
brauð og segja bra bra, en Tjörnin
er samt ekki söm og áður og það
emm við ekki heldur, gamlir vinir
Jóns Sæm., því með honum misstum
við eitthvað af okkur sjálfum, eitt-
hvað sem hver og einn finnur með
sjálfum sér, en enginn fær þó komið
orðum að.
Blessuð sé minning Jóns K. Sæ-
mundssonar.
Stefán Sigurkarlsson.
Mér fannst Jón Sæm. ljósmyndari
og fjölskylduvinur til margra ára allt-
af eins og persóna úr skáldsögu eft-
ir William Heinesen. Hann var hrif-
næmi drengurinn með ást á fögrum
listum, eirðarlaus listamaður í sí-
felldri leit að fullkomnun, einlægur
fagurkeri.
Ég veit lítið um æsku hans annað
en að hún var stef við sígilda sögu,
um viðkvæman son athafnamanns-
ins, sem hvorki gat né vildi feta
troðna slóð og laga sig að harðn-
eskju lífsbaráttunnar. Hann þráði að
fá að skapa, gat þó lengi ekki gert
það upp við sig hvert hann átti að
beina kröftunum, enda var honum
margt gefíð.
Hann sagði sjátfur, að sem bam
hefði hann verið síteiknandi og leitað
fanga í litaflóru Vestmannaeyja.
Einn daginn kom hann hlaupandi til
móður sinnar og tilkynnti með andk-
öfum að nú hefði hann séð guð. Þeg-
ar að var gáð reyndist guðdómurinn
felast í vel tilhafðri hefðarkonu í
plássinu, sem hafði gengið fyrir sto-
fugluggann með skrautlegan túrban
á höfði. Guð hlaut að vera falleg
kona í heitum og skærum litum.
Þessa hugljómun bamsins, hrif-
næmi og hrekkleysi varðveitti Jón
alla ævi. Þess vegna var hann öðrum'
fremur snillingur augnabliksins.
Hann kunni að fanga það og hann
kunni að njóta þess. Hann var ótrú-
lega næmur á fólk, fljótur að átta
sig á réttu sjónarhorni og hafði lag
á að laða fram bestu hliðarnar í
hverri sál.
Það átti fyrir honum að liggja að
læra ljósmyndun, fijálsar listir þóttu
ekki vænlegt lifibrauð i upphafi
kreppunnar og vestur um haf var
Ágúst Jóhannesson fæddist að
Bakkabæ á Brimilsvöllum 6. ágúst
1898 og ólst þar upp. Faðir Ág-
ústs var Jóhannes Bjarnason,
bóndi á Bakkabæ, (f. 1869, d.
1921). Jóhannes eignaðist gott bú
og gerði út fjóra báta og komst í
góðar álnir á þess tíma mæli-
kvarða. En er allt lék í lyndi og
útgerðin gekk vel brann bærinn
og öll gripahúsin með gripum og
heyforða. Þurfti Jóhannes þá að
selja bátana og koma sér upp búi
að nýju. Móðir Ágústs var Anna
Sigurðardóttir (f. 1871, d. 1927),
dóttir Sigurðar Bjamasonar og
Þorkötlu Jóhannsdóttur þeirrar
sem margar sögur eru af, enda
annálaður kjarnakvenmaður og
formaður á bátum. Þorkatla var
móðir Sigurðar Kristófers Péturs-
sonar rithöfundar, sem dó úr
lungnabólgu um aldur fram.
Afi sótti snemma sjóinn og naut
lítillar formlegrar skólagöngu.
Hann sagði okkur seinna að far-
andkennari hefði gengið á milli
bæja og kennt bömum að lesa og
draga til stafs. Annarri skóla-
menntun var ekki til að dreifa.
Hins vegar varð menntunin meiri
í lífsins skóla og gerðist. afi
snemma mikill fyrir sér í sjósókn
Blömastofa
Friöfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opiðöllkvöld
til kl. 22,- einnig um heigar.
Skreytingar viö öll tilefni.
Gjafavörur.
haldið til framhaldsnáms. Það sýndi
sig að fríðleikspilturinn úr Eyjum gat
tekið afbragðs portretmyndir, þótt
hann hafí átt stærri drauma og þráð
að læra kvikmyndun. í gömlu íbúð-
inni hans við Tjamargötu héngu
margar af hans fyrstu myndum,
menn og konur liðinna tíma, banda-
rísk ungstirni innan um harðneskju-
legri andlit landans. Mög þeirra urðu
með tímanum gamlir kunningjar, því
eftir því sem ég kynntist ljósmyndar-
anum betur lærði ég að þekkja mynd-
irnar hans úr, þegar þær bar fyrir í
bókum og blöðum. Það var baklýsing
sem einkenndi þær, með henni tókst
Jóni oft að draga fram einhveija
mystík og áru, birtuna á bak við
andlitið.
Handbragðið leyndi sér ekki og
margar bestu mannamynda hans eru
listilegar lýsingar á kvikum karakt-
erum, félögum hans í andanum. Jón
dróst að öllu skapandi fólki og í minn-
ingunni er hann samofínn þessari
svarthvítu sviðsmynd á Tjamargöt-
unni, þar sem heimili hans var allt
í senn, biðstofa, ljósmyndastofa og
framköllunarherbergi, mörg augna-
blik fest á eina keðju, eins og lífið
sjálft. Þama undi hann sér innan um
fegurðardísir, ungskáld, bóhema, líf-
snautnamenn og hugsuði.
En Jón var líka gleðimaður í orðs-
ins bestu merkingu og hann lagði
mikið til í góðra vina hópi. Hann
hafði unun af að leika á píanó, helst
djass og söng þá gjaman með, hann
var frábær ljóðalesari og sögumaður
og sagði oft bráðfyndnar hrakfalla-
enda harðger og duglegur með
afbrigðum. Honum er vel lýst í
eftirfarandi vísu úr kvæði sem
Hilmar sonur hans samdi um
hann:
Fyrrum út á sætijám sótti
snemma lið að honum þótti
enda lundin styrk sem stál
það er allra manna mál.
Árið 1919 gekk afi að eiga
ömmu okkar, Lilju Kristjánsdóttur
frá Mávahlíð í Fróðárhreppi. Hófu
þau í fýrstu búskap á Bakkabæ
en fluttu til Akraness 1923 og síð-
an til Hafnarfjarðar 1927, þar sem
þau bjuggu æ síðan. Afi starfaði
lengst af á skipum Einars Þorgils-
sonar og var lengi á togaranum
Surprise (gamla Præsa) frá Hafn-
arfirði.
Ágúst og Lilja eignuðust fimm
böm, Aðalbjörgu, Sigurlín, Krist-
ján, Bjarna og Hilmar. Elst er
Aðalbjörg, f. 3. september 1920.
Fyrri maður hennar var Atli Hall-
dórsson og eiga þau fjögur börn
saman. Seinni maður hennar er
Árni Jónasson. Næst koma tvíbur-
amir Sigurlín, f. 1. júlí 1923, gift
Guðmundi Ársæli Guðmundssyni
og eiga þau sex börn, og Kristján,
einnig f. 1. júlí 1923. Kristján
kvæntist Sigrúnu Guðmundsdótt-
ur, sem nú er látin. Kristján átti
tvo syni og er annar þeirra á lífi.
Bjarni, f. 14. febrúar 1925, er
kvæntur Sóleyju Brynjólfsdóttur
og áttu þau tvö börn, en misstu
son sinn ungan. Hilmar, f. 16.
mars 1928, var yngstur barna
þeirra hjóna. Hann lést um aldur
fram árið 1970. Hann var kvæntur
Ingibjörgu Jónsdóttur og áttu þau
þijár dætur. Af þeim hjónum Lilju
og Ágústi er kominn langur leggur
afkomenda í fjóra ættliði.
Minningar okkar barnabarn-
anna um afa og ömmu eru einkum
tengdar Suðurgötu 58 í Hafnar-
firði, en þar bjuggu þau á árunum
frá 1957 til 1978. Á Suðurgötuna
var alltaf gott að koma, enda lögðu
margir leið sína þangað. Það má
segja að heimili afa og ömmu
hafi verið nokkurs konar athvarf
allrar fjölskyldunnar og þar var á
vísan að róa um mannamót. Þarna
skapaðist vettvangur fyrir upplýs-
ingar og skoðanaskipti ef svo bar
undir. Og alltaf var heitt á könn-
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöf ða 4 — sími 681960
Líkkist uvinnus tofa LlJv'mclar, Amasonar
Ulfarafijónusla
t
I íkkislusmíði
Vesturhlíð 3 ♦ Sími: I3485 ♦ Davíð Osvaldsson ♦ Heimasími: 39723
Agúst Jóhannes-
son - Minning
Fæddur 6. ágúst 1898
Dáinn 28. júní 1993
sögur af sjálfum sér. Meinfýsi var
ekki til í hans orðabók og einhvem
veginn var honum betur lagið að
setja eigið líf á svið en finna snögga
bletti á öðrum.
Jón gerði ekki miklar kröfur í ver-
aldlegum efnum. Hann var ekkert
að leita réttar síns í félags- og heil-
brigðisgeiranum, þegar hann hætti
að vinna, orðinn sársjúkur. Vildi helst
aldrei ónáða neinn og vera fremur
veitandi en þiggjandi. Síðustu æviár-
in voru honum erfið og án efa ein-
manaleg, flest bama hans búsett
erlendis og heilsunni hrakaði hratt.
Síðast þegar ég hitti hann á götu
var hann að verða alveg hjálparlaus,
þótt það héti svo að hann sæi um
sig sjálfur. Hann var lengi á leiðinni
út á kaffihús, einföldustu hlutir vöfð-
ust fyrir honum og hann villtist auð-
veldlega af leið.
Nú þegar þessi ljúflingur er kvadd-
ur eru þær myndir þó skýrari í endur-
minningunni, þegar einlæg gleði
skein úr andliti hans. Þegar hann
heimsótti okkur eitt sumarið í Dan-
mörku og sýndi okkur stoltur einka-
dótturina og bamabörnin hinum
megin Eyrarsunds, og þegar hann
sló hveija strófuna á eftir annarri á
píanóið heima á Kárastig, sneri sér
svo brosandi við og jánkaði eitthvað
út í bláinn eins og honum einum var
lagið. Síðbúið svar við einhverri
hugdettu eða kannski bara staðfest-
ing á því að gleðina býr maður til
sjálfur.
Sigrún Björnsdóttir.
unni, nýbakaðar hveitikökur og
heimagerð rúllupylsa á boðstólum.
Afí byggði lítinn hjall á lóðinni
aftan við húsið þar sem hann
þurrkaði fisk, herti og saltaði. Það
var ævintýri líkast að fá að fara
með afa út í hjall. Þar gaukaði
hann að forvitnu afabarni rykkl-
ingsbita að maula á meðan hann
vann að flökun og söltun. Meðan
á þessu stóð raulaði hann gjarnan
rímur fyrir munni sér um hetjud-
áðir og afrek frækinna kappa.
Hjallurinn sjálfur var undraheimur
þar sem hengu torkennileg tól í
bland við fiskspyrður. Ámur og
keröld voru í röðum með veggjum
og amboð undir rjáfri.
Það lifir einnig sterkt í minning-
unni um afa þegar hann hélt utan
um okkur með sínum stóru sterk-
legu höndum og kyrjaði vísur og
stökur dimmri röddu.
Það var afa mikið áfall þegar
hann missti Lilju konu sína í nóv-
ember 1981. Brosviprurnar og
glampinn í augunum hurfu. Hann
sat einn eftir og missti smám sam-
an áhuga á flestum málum þrátt
fyrir góða heilsu lengst af. Hann
fluttist á Hrafnistu í Hafnarfírði
1983 og átti rólegt og þægilegt
ævikvöld. En lífsfyllinguna vant-
aði, enda höfðu þau hjónin verið
óvenju samrýnd og samhent um
alla hluti.
Við barnabörnin og aðrir ætt-
ingjar kveðjum gamlan og þreytt-
an mann sem er hvíldinni feginn.
Loks hittir hann Lilju sína aftur
og það er sem heyra megi óminn
þegar þau fara með stökurnar sín-
ar saman. Blessuð sé minning afa
okkar og ömmu.
Barnabörnin.