Morgunblaðið - 11.07.1993, Page 27
Minning
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993
27
Gróa Ásmundsdóttir
frá Jörfa, Akranesi
Fædd 15. september 1910
Dáin 27. júní 1993
Þegar mér barst fréttin um að
amma væri látin kom margt fram
í hugann. Aðeins var liðin vika síð-
an við fórum upp í Borgarfiörð sam-
an og heimsóttum fornar slóðir
æsku hennar, meðal annars Syðstu-
Fossá í Andakíl, en þar bjó bróðir
hennar Guðjón sem nýlega er lát-
inn. Mest var gleði ömmu er við
hittum Ásgrím son minn, en hann
var þar í sveit. Eftir kaffi og góðar
veitingar héldum við í bæinn og
ræddum um heima og geima. Ég
hef sjaldan keyrt jafn hægt þessa
leið því að við nutum þess að spjalla.
Ég held við höfum bæði vitað að
kveðjustundin væri ekki langt und-
an og það læddist að mér að þetta
myndi seinasta ferð ömmu í Borgar-
fjörðinn sem var henni svo kær.
Við kvöddumst síðan hinsta sinni
er ég ók henni að heimili hennar í
Fannborg í Kópavogi. Mér fannst
hún vera léttstíg og ánægð.
Það kom mér ekki á óvart að það
leið ekki langt á milli þeirra afa og
ömmu, en það eru nú eitt ár og níu
mánuðir síðan hann lést. Þau voru
einlægir vinir og sálufélagar, og
aðskilnaðurinn var ömmu erfiður
eftir rúmlega sextíu ára sambúð
þó að hún bæri sig vel. Ég vissi
þó að undir niðri saknaði hún hans
sárt og átti erfítt með að lifa án
hans. Hún var hans stoð og stytta
og studdi hann með ráðum og dáð
í flestu er hann tók sér fyrir hend-
ur. Afí var þjóðkunnur maður
(Baldvin Þ. Kristjánsson), athafna-
maður, eldhugi og ræðumaður, og
töluvert í sviðsljósinu á sínum tíma.
Amma var hins vegar hlédræg og
ekki mikið fyrir að láta á sér bera.
En það veit ég að hvort sem það
voru ræður eða greinar eða annað
sem afi vann að, spurði hann hana
ætíð álits, og breytti eftir hennar
ábendingum ef þess þurfti. Amma
hafði listræna hæfileika í ríkum
mæli, bæði málaði hún myndir á
yngri árum og eftir hana liggja all-
mörg ljóð. Hún ræktaði hins vegar
hvorugan hæfíleikann því að hún
helgaði sig svo til algerlega fjöl-
skyldunni, eiginmanni, börnum og
bamabörnum. Amma heillaðist alla
tíð af austrænni speki, það vissu
fáir. Sérstaklega heimspeki hinna
indversku yoga. Hún trúði staðfast-
lega á endurholdgun, lögmál orsaka
og afleiðinga (karma) og ódauðleika
sálarinnar. Hún trúði staðfastlega
að lífíð væri einskonar skóli til að
ná þroska. Hún leit svo á að dauð-
inn væri einungis formbreyting,
einskonar fæðing til annars lífs,
áfangi á leið sálarinnar til guðdóms-
ins.
Amma hafði gaman af að ræða
þessi mál og ræddum við oft um
fHtggtm*
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLADASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUQVELLI
OQÁRÁOHÚSTORGI
þessa hluti á síðkvöldum, enda höfð-
um við mjög svipaðar skoðanir á
þessu sviði. Snemma í vor er við
ræddum saman um dauðann sagði
hún: „Það er best þú skrifír um
mig þegar ég er dauð,“ og hló við.
Það var mér Ijúft að verða við þessu.
Vildi hún að viðhorf sín til andlegra
mála kæmu þar fram. Það er því
að hennar ósk að ég skrifa þessi
orð. Amma var nokkuð seintekin
og gaf ekki vináttu sína hveijum
sem var, en fáum sem kynntust
henni duldist að þar fór einstök
kona sakir kærleika, festu, vilja-
styrks og hugrekkis. Mér finnst
viðeigandi að birta hér ljóð eftir
ömmu sem heitir Draumalandið.
Hve gott að eiga innst í hjarta
ofurlítinn reit
þar sem enginn óvelkominn
auga sínu leit,
indælt, lítið, ððrum hulið
ævintýraland
þar sem engu óskaskipi
örlög veita grand.
Já, þar er gott að geyma mega
gleði þess sem var,
leita þangað lífs frá striði,
lifa - og elska þar.
Ég sendi afa og ömmu ástar-
kveðjur í ríki ljóssins. Enginn á
þeim jafn mikið að þakka og ég.
Om shanti, shanti, shanti.
Ásmundur Gunnlaugsson.
t
Móðir okkar,
ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
varð bráðkvödd erlendis að morgni 9. júlí.
Jóna, Einar Már og Erla.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓHANNES ÖRN ÓSKARSSON
forstöðumaður,
Vfðimel 35,
Reykjavfk,
lést í Borgarspítalanum 9. júlí.
Ólöf Erla Kristinsdóttir,
Laufey Erla Jóhannesdóttir, Hannes Sigurðsson,
Arndís Birna Jóhannesdóttir,
Kristinn örn Jóhannesson, Brynhiidur Ólafsdóttir,
Þórhiidur Ýr Jóhannesdóttir,
Einar Örn Hannesson.
t
Sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
LOFTUR BALDVINSSON,
Heiðargerði 1 b,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 12. júlí kl. 13.30.
Kristjana J. Richter,
Baldvin Loftsson, Guðrún Asta Franks,
Helgi Loftsson, Guðný Þorvaldsdóttir,
Finnur Loftsson, Harpa Svavarsdóttir,
Ólöf Loftsdóttir, Vilhjálmur Kr. Garðarsson
og barnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faöir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
SVEINBJÖRN HAFSTEINN PÁLSSON
vélsmfðameistari,
lést 5. júlí sl. á heimili sínu, Jökulgrunni
22, áður Langholtsvegi 144, Reykjavík.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 14. júlí kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim,
sem vildu minnast hans, er bent á
Heimastoð krabbameinslækningadeildar Landspítalans.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Guðlaug St. Sveinbjörnsdóttir, Þórður Kristjánsson,
G. Erla Sveinbjörnsdóttir, Gérerd Vautey,
Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson, fris Björnæs Þór,
Erla, Örvar Hafsteinn, Marít Guðríður,
Nfls Sveinbjörn, Sólveig Guðríður og Tómas Þór.
+
Faðir okkar,
ÁGÚST JÓHANNESSON,
er lést á Hrafnistu 28. júní, verður jarðsunginn frá Garðakirkju
mánudaginn 12. júlí kl. 13.30.
Aðalbjörg Ágústsdóttir,
Sigurlín Agústsdóttir,
Kristján Ágústsson,
Bjarni Ágústsson.
■ Útför móöur okkar, t
ÖNNU S. ÁRNADÓTTUR WAGLE,
verður gerð frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Reykjavík mánudaginn 12. þ.m.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Hrafnistu í Hafnar-
firði (sími 653000). Herdfs Hinriksdóttir, Elísabet Hinriksdóttir.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
BENEDICTU K. GUNNARSSON
frá ísafirði.
Katharína Ú. Ranson,
Birgir Úlfsson, Brynja Jörundsdóttir
Gunnar Martin Úlfsson, Kolbrún Svavarsdóttir,
Kristfn Úlfsdóttir, Egill Rögnvaldsson,
barnaböm og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
INGIBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks vistheimilisins Seljahlíðar.
Lillý Ása Kjartansdóttir,
Ásdís Mountz, James Mountz,
Ingibjörg Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður minnar,
JÓNUJÓNSDÓTTUR,
áðurtil heimilis
á Skúlagötu 60,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki deildar 3 A á Hrafnistu,
Reykjavík.
Sæmundur Sigursteinsson.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar,
tengamóður, dóttur og systur,
ERLU BJARGAR ARADÓTTUR,
Kleifarseli 3,
Reykjavfk.
Pétur Jónsson,
Pétur Pétursson,
Guðrún Pétursdóttir, Haraldur Óskar Haraldsson,
Bjarghildur Sigurðardóttir
og systkini.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts vinar míns, bróður okkar
og mágs,
RUNÓLFS STEFNIS
STEFNISSONAR.
Dr. E. Gerald
Regfna Stefnisdóttir,
Þóra Stefnisdóttir,
Hrönn Stefnisdóttir,
Anna Nína Stefnisdóttir,
Fanný Stef nisdóttir,
Hugrún Stefnisdóttir,
Auður Stefnisdóttir,
Valur Jóhann Stefnisson,
Dabbs,
Elfas Ágústsson,
Thomas Gill,
Howard Thornton,
Böðvar Björgvinsson,
Hilmar Eggertsson,
Þórður Njálsson,
Marta Grettisdóttir.