Morgunblaðið - 11.07.1993, Side 30
HtargNtifclfiMfe
ATVINNURAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
ATVINNUA UGL YSINGAR
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Siglufjarðar óskar að ráðahjúkrun-
arfræðing til starfa strax til lengri eða
skemmri tíma.
Boðið er upp á að koma og skoða stofnunina.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri
í síma 96-71166.
Aðstoðardýralæknir
Staða aðstoðardýralæknis í Austur-Skafta-
fellssýslu tímabilið 15. sept.-15. maí nk. er
laus til umsóknar.
Umsóknir sendist héraðsdýralækni, Hlíðar-
túni 41, 780 Höfn, fyrir 20. júlí.
Nánari upplýsingar veittar í síma 97-81190.
Verktakar
Byggingatæknifræðingur, með 10 ára starfs-
reynslu, getur bætt við sig hvers konar
verkefnum.
Áhugasamir leggi inn tilboð á auglýsinga-
deild Mbl., merkt: „P-4222“.
Atvinnurekendur
Starfandi viðskipta/byggingatæknifræðingur
getur bætt við sig verkefnum, t.d. hvers
konar endurskipulagningu fyrirtækja, gæða-
mál, markaðs- og sölumál, arðsemisútreikn-
inga, greiðsluáætlanir fyrir fjárfesta,
verkbókhald og tilboðsgerð.
Umsóknum skal skila á auglýsingadeild Mbl.,
merktum: „G - 3870.“
Véltæknifræðingur
starfandi í Danmörku, óskar eftir framtíðar-
starfi. Tölvukunnátta, m.a. Cad og forrritun.
Reynsla: Vélhönnun, stönsunarverkfæri,
teiknistofuvinna og CNC.
Upplýsingar í síma 40996.
Afgreiðslu- og
lagerstarf
Óskum eftir að ráða hraustan starfsmann
allan daginn til afgreiðslu- og lagerstarfa.
Umsóknir með upplýsingum um aldur og
fyrri störf sendist auglýsngadeild Mbl. fyrir
15. þessa mánaðar merktar: „FG - 2344".
Skyndibitastaður
- framleiðslueldhús
Skyndibitastaður með framleiðslueldhúsi er
til sölu eða leigu. Fyrirtækið er á góðum stað
í Reykjavík. Það er vel tækjum búið og getur
annað töluverðri matvælaframleiðslu.
Til greina kemur að selja eða leigja skyndi-
bitastaðinn sér og framleiðslueldhúsið sér.
Nánari upplýsingar gefur Jón í símum 42255
og 654913.
FJÓWOUNGSSJÚKRAHUSIÐ
Á AKUWEVRI
Staða yfirlæknis við barnadeild FSA er laus
til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. janúar 1994.
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1993.
Meðal verkefna yfirlæknis verður undirbún-
ingur að flutningi deildarinnar í nýtt húsnæði.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra
sjúkrahússins.
Nánari upplýsingar veitir Baldur Jónsson,
yfirlæknir.
70% staða sérfræðings í háls-, nef- og
eyrnalækningum við HNE-deild FSA er laus
til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. október 1993 eða eftir
samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1993.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra
sjúkrahússins.
Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Sveinsson,
yfirlæknir.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
sími 96-30100.
Frá Háskóla Islands
Laus er til umsóknar tímabundin
staða dósents íverkfræðideild
Um er að ræða hálfa stöðu dósents í bygg-
ingaverkfræði á sviði straumfræði og skyldra
greina og er ráðningartími til tveggja ára frá
1. janúar 1994 að telja.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn
sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau
er þeir hafa unnið, ritsmfðar og rannsókn-
ir, svo og námsferil og störf. Með umsókn-
um skulu send eintök af vísindalegum ritum
og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og
óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir
greinagerð um rannsóknir sem umsækj-
andi hyggst stunda, verði hann ráðinn.
Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármáiaráðuneytisins.
Umsóknarfrestur er til 9. ágúst 1993 og
skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs
Háskóla íslands, aðalbyggingu við
Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Athugið að auglýsing þessi kemur í stað
auglýsingar á hálfri tímabundinni stöðu
lektors í byggingaverkfræði sem auglýst
var laus til umsóknar 4. júlí sl.
Byggingafræðingur
30 ára byggingafræðingur, með Bsc-gráðu
frá tækniskóla í Danmörku og meistararétt-
indi í húsasmíði, óskar eftir framtíðarstarfi.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi sam-
band í síma 39165.
Aðstoðardýralæknir
Staða aðstoðardýralæknis í Austur-Skafta-
fellssýslu, tímabilið 15. sept. til 15. maí nk.,
er laus til umsóknar.
Umsóknir sendist héraðsdýralækni, Hlíðar-
túni 41, 780 Höfn, fyrir 20. júlí.
Nánari upplýsingar veittar í síma 97-81190.
Alþýðuskólinn
á Eiðum
Laus kennarastaða með stærðfræði sem
aðalgrein. í skólanum eru 90-100 nemendur
í 10. bekk grunnskóla svo og á fyrstu tveim
árum á framhaldsskólastigi.
Leikskóli er starfræktur á staðnum.
Upplýsingar í síma 97-13817.
Sölu- og skrifstofu-
starf
í fallegri sérverslun, allan eða hálfan daginn.
Við leitum að manneskju sem hefur góða
söluhæfileika, þjónustulund og tölvukunn-
áttu.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 15. þessa mánaðar
merktar:„S -556“.
Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað
Hjúkrunarfræðingar
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað óskar
eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í fast starf
nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Mjög góð vinnuaðstaða er í nýlegu húsnæði.
Á sjúkradeild ásamt fæðingardeild eru 32
rúm, auk þess er rekin 11 rúma dvalardeild
í tengslum við sjúkrahúsið.
Ódýrt húsnæði er í boði og aðstoð veitt við
flutning á búslóð.
í Neskaupstað er leikskóli og dagheimili,
tónskóli, grunnskóli og framhalds- og verk-
menntaskóli. Veðursæld er rómuð og fjöl-
breyttir möguleikar til tómstundaiðkana éru
fyrir hendi.
Hafið samband við hjúkrunarforstjóra í síma
97-71403 eða framkvæmdastjóra í síma
97-71402 sem gefa allar nánari upplýsingar.
Framkvæmdastjóri.