Morgunblaðið - 11.07.1993, Side 44
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691191, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
EINN FYRIR MÖMMU...
Morgunblaðið/Kristinn
Flutningar á fiskveiðiheimildum milli kjördæma færast í vöxt
Hagnaður MHF fyrsta
ársfjórðung í eigu ÚA
Andvirði
samnings
við SH 1,8
milljarðar
HAGNAÐUR hefur verið af
rekstri þýzka útgerðarfélagsins
Mecklenburger Hochseefischer-
ei, þá þrjá mánuði sem liðnir eru
frá því að Útgerðarfélag Akur-
eyringa keypti meirihluta í fyrir-
tækinu. Veiðar verksmiðjutogar-
anna átta í eigu fyrirtækisins
hafa gengið vel. Gert er ráð fyr-
ir að andvirði þeirra afurða, sem
samið hefur verið um að Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna selji
fyrir MHF, verði um 1,8 milljarð-
ar króna á ári.
„Reksturinn gengur álíka og við
gerðum ráð fyrir. Aflinn og fram-
leiðslan hafa verið eftir áætlunum,"
sagði Gunnar Ragnars, fram-
kvæmdastjóri ÚA, í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði að hagn-
aður hefði verið af rekstrinum frá
því að ÚA keypti 60% hlut í fyrir-
tækinu í byijun apríl, en vildi ekki
nefna tölur í því sambandi.
Yfir 5.000 tonna þorsk-
kvóti fór til Reykjaness
Sj ómannasambandið undirbýr málssókn í sjö kvótakaupamálum
SAMKVÆMT yfirliti sem Fiskistofa hefur
unnið um tilfærslur á botnfiskkvótum milli
kjördæma á kvótaárinu sem nú stendur
yfir kemur í ljós að 5.200 tonna þorskkvóti
hefur verið fluttur suður á Reykjanes úr
öðrum kjördæmum. Til Vesturlands hefur
2.000 tonna þorskkvóti verið fluttur en þau
kjördæmi sem mest hefur verið flutt frá
eru Vestfirðir, Norðurland vestra, Norður-
land eystra og Reykjavík.
Kvótaviðskipti þar sem stórar útgerðir eða
fiskvinnslur láta minni báta veiða fyrir sig eða
kaup útgerðarmanna á kvótum sín í millum
hafa töluvert verið í umræðu í vetur og vor.
Sjómannasamband íslands hefur mótmælt
harðlega frjálsu framsali á kvótum og telur að
í mörgum tilfellum þar sem um bein kaup er
að ræða sé brotið í bága við kjarasamninga
sjómanna. Er Sjómannasambandið nú að und-
irbúa málsókn í sjö kvótakaupamálum.
Tonn á móti tonni
Framangreindar tölur eiga við um leigu-
kvóta en ekki varanlegt framsal. Hvergi er að
finna nákvæmar tölur um viðskipti með leigu-
kvóta yfir landið í heild en í stórum dráttum
má sjá umfang þeirra með því að skoða framan-
greindar botnfisktilfærslur. Megnið af tilfærsl-
um á þorskkvóta er vegna svokallaðra tonn á
móti tonni viðskipta þar sem fiskvinnslufyrir-
tæki norðanlands fá báta fyrir sunnan til að
veiða fyrir sig. Ekkert af þeim sjö málum sem
Sjómannasambandið ætlar með fyrir dómstóla
er vegna slíkra viðskipta en sambandið telur
þau samt á gráu svæði og er að kanna um-
fang þeirra. Málin sjö snúast öll um bein kaup
á kvótum og kæruefnið er að uppgjör er ekki
í samræmi við verðmæti selds afla.
Sjá bls. 36: „Yfir 7.000 tonna...“
Hagstæð búbót þegar afli fer
minnkandi
Gunnar sagði að alltaf hefði stað-
ið til að koma afurðum þýzka fyrir-
tækisins inn í sama sölukerfi og
framleiðsla ÚA væri seld í gegnum.
„Það er reiknað með að andvirði
afurðanna sé um 1.800 milljónir
króna á ári. Það er auðvitað mjög
hagstætt fyrir okkur að fá svona
lagað inn þegar aflinn fer minnk-
andi hjá okkur,“ sagði Gunnar.
Samningur um þjónustu á
íslandi
í síðustu viku var, auk samnings-
ins við SH, undirritaður samningur
ÚA og Mecklenburger Hochsee-
fischerei um að ÚA sjái um alla
þjónustu við togara fyrirtækisins á
Islandi. Gunnar segir að þar sé eink-
um um að ræða losun á afurðum
og aðdrætti. Fleiri íslenzk fyrirtæki
hafa fengið viðskiptasamninga við
MHF, til dæmis Hampiðjan og J.
Hinriksson vegna veiðarfæra og
skipafélögin vegna flutninga á af-
urðum.
Samkeppni
harðnar í
símamálum
ÍSLENSK símayfirvöld búast við
erlendri samkeppni um íslenska
símnotendur. Mikil uppstokkun
er nú fyrirsjáanleg í símamálum
á alþjóðavettvangi.
Gústav Arnar yfírverkfræðingur
hjá Pósti og síma telur tímabært að
íslendingar spái í framtíðarþróun
fjarskipta við útlönd og fari jafnvel
að svipast um eftir erlendum sam-
starfsaðilum. „Það væri slæmt að
missa fjarskiptin aftur úr landi og
það fer að verða áleitin spurning
hvort við getum staðið einir á þess-
um markaði," segir Gústav Arnar.
Sjá bls. 14: „Sími framtíðar".
íslenzkir leiðsögnmenn kæra erlendan fararstjóra án atvinnuleyfis
Vilja undanþágu frá EES
FÉLAG leiðsögumanna kærði fyrir
skömmu fararstjóra þýzku ferðaskrif-
stofunnar Studiosus Reisen fyrir að starfa
á íslandi án atvinnuleyfis. Fararstjórinn
fór úr landi með hóp sinn samkvæmt
áætlun eftir að fulltrúi frá lögreglunni í
Reykjavík hafði rætt við hann. Þýzka
ferðaskrifstofan og samstarfsaðili hennar
hér á landi, Ferðaskrifstofa BSÍ, hafa
gert athugasemdir til félagsmálaráðu-
neytisins við framkomu forsvarsmanna
Félags leiðsögumanna.
Ráðuneytið veitir erlendum leiðsögumönnum
atvinnuleyfi hér á landi, að fenginni umsögn
nefndar á vegum samgönguráðuneytisins og
Félags leiðsögumanna. í fyrrgreindu tilviki hafði
verið sótt um atvinnuleyfi fyrir hinn þýzka leið-
sögumann, en það ekki verið afgreitt.
Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í félagsmála-
ráðuneytinu, segir að umsóknir um atvinnuleyfi
leiðsögumanna verði úr sögunni með EES-
samningnum, sem kveður á um fijálsa ferð laun-
þega um Evrópska efnahagssvæðið. Þórama
Jónasdóttir, formaður Félags leiðsögumanna,
segist hins vegar vonast til að íslenzkir leiðsögu-
menn fái samþykktar undanþágur frá EES-
samningnum. „Við vonumst til að það sama
verði látið gilda og í byggingariðnaði, þar sem
íslenzk náttúra og umhverfi er talið svo sér-
stakt að íslenzkmenntað fólk þurfi til að starfa
í byggingariðnaði hér. Er ekki íslenzk náttúra
og íslenzk menning svo sérstök, að það þurfi
Islendinga eða að minnsta kosti íslenzkmenntað
fólk til að gera þessu skil við gesti okkar? Er
það ekki raunhæf krafa?" sagði Þórarna.
Handtaka gefín í skyn
Gunnar Sveinsson, framkvæmdastjóri ferða-
skrifstofu BSÍ, segir að formaður Félags leið-
sögumanna hafí nálgast þýzka fararstjórann
og gefið í skyn að hann yrði handtekinn og
honum vísað úr landi. Ferðaskrifstofan hafí því
gert athugasemd til félagsmálaráðuneytisins.
Þórarna Jónasdóttir segir að samskipti leiðsögu-
manna og hins þýzka starfsbróður hafi verið
hin elskulegustu og honum einungis gert Ijóst
að hann mætti búast við skýrslutöku lögreglunn-
ar og að þurfa að hafa atvinnuleyfí, næst þegar
hann kæmi til landsins.