Morgunblaðið - 25.07.1993, Síða 6

Morgunblaðið - 25.07.1993, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 92 ára listamaður kominn hingað til lands í þriðja sinn Vill teikna þriðju kynslóðina „MAN MAN,“ hinn víðförli bandaríski listamaður Morris Redman Spivack, er kominn tU landsins. Þetta er í þriðja sinn sem Spivack sækir íslend- inga heim, en hann var hér árin 1965-69 og aft- ur árin 1977-79. Listmaðurinn hefur teiknað þúsundir andlitsmynda af íslendingum, í mörgum tilvikum hefur hann teiknað bæði myndir for- eldra og barna. Síðan 1979 hefur ný kynslóð íslendinga vaxið úr grasi. Spivack vill núna teikna barnabörnin. Morris Redman Spivack fæddist 20. september árið 1900 í Bessarabíu í rússneska kéisaradæminu en þremur árum síðar fluttist hann til Bandaríkja Norður-Ameríku. Þar hófst listamannsferillinn 1923 með námi við National Academy of Design í New York-borg. Spivack notar nú listamannsnafnið „Man man“. Árið 1958 taldi Spivack tíma til kominn' að skoða veröldina. Hann sagði Morgunblaðinu að síð- ustu 35 árin hefði hann ekki búið í sínu heimalandi heldur ferðast tvisvar sinnum í kringum hnöttinn, málað og teiknað myndir og einnig rekið leikhús um nokkurt árbil í Svlþjóð. Spivack hefur gefið út ferðabækur og leikrit. 5.000 íslensk andlit Hinn 1. janúar árið 1965 kom Spivack til Islands og hóf þá þegar að ferðast um landið og teikna myndir og honum telst svo til að næstu 4-5 ár hafi hann héimsótt 50 kauptún og kaupstaði og teíknað alls 5.000 andlitsmyndir af landsmönnum. 1.000 þessara mynda voru sýndar árið 1969 á Hótel Borg og mun Jóhannes S. Kjarval hafa farið lofsamlegum orðum um þá sýningu. Spivack kom aftur til íslands árið 1977 og fór um landið næstu 2 ár. Hann veitti því þá eftirtekt að hann var oft að teikna börn þess fólks sem hann hafði fyrr fest á blað. Fólk fær mynd Spivack sagðist nú í ár hafa litið yfir farinn veg og fengið hugljómun; minnst íslands, þar sem mynd- ir eftir hann væri að finna í nánast hveiju byggðar- lagi. Nú væri hann hingað kominn og ekki til setunn- ar boðið. Hann hefði nú teiknað tvær kynslóðir ís- Morgunblaðið/Einar Falur Ungur í anda og hress MORRIS Redman Spivack telur íslenskt and- rúmsloft tryggja eilíft líf, en hann er nú ekki nema 92 ára. lendinga. Núna væri tækifærið til að teikna þriðju og jafnvel fjórðu kynslóðina. Spivack dvelst nú gistheimili Hjálpræðishersins, Kirkjustræti 2, Herkastalanum svonefnda. Listamað- urinn hvetur þá sem vilja fá teiknaða mynd af börn- um sínum til að hafa samband við sig. Spivack sagði að hann væri að sjálfsögðu tilbúinn til þess að teikna foreldrana. Hann tók fram að fólk fengi eftirrit af myndunum, ekki væri farið fram á greiðslu nema því aðeins að fólk vildi kaupa frummyndina. Lista- maðurinn sagði að ef fólk vildi fremur að hann teikn- aði börnin á heimilum þeirra þá væri auðsótt mál að sækja sig í Herkastalann. Eilíft líf á íslandi Spivack sagði að árangur þessarar íslandsferðar og vera sín á íslandi myndi ráðast af viðbrögðum og viðtökum fólks. Hann kvaðst vera ungur og hress á sínu 93. aldursári og hann vænti þess að dvelja hér um allnokkurt skeið, loftslag og andrúmsloft væri einstaklega hollt fyrir sál og líkama, hér væri hægt að lifa eilíflega; Spivack sagði: „Come to Ice- land and live forever." Flestir lífeyrissjóð- irnir færa lántöku- gjöld til frádráttar ÞORGEIR Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að langflestir Iífeyrissjóðir landsins færi innheimtan lántökukostnað til frádráttar rekstrargjöldum og sé það gert að ráði endurskoðenda til að auðvelda samanburð á milli sjóða. Með þessari reikningsskilaað- ferð var rekstrarkostnaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna 1,98% af iðgjöldum á síðasta ári en ef lántökukostnaðurinn hefði verið færð- ur með tekjum væri þetta hlutfall 2,61%. Þorgeir kannaðist ekki við að sérstök nefnd væri nú að vinna að samræmingu reikningsskilavenja lífeyrissjóðanna eins og segir í frétt Morgunblaðsins í gær. Hann sagði hins vegar að lífeyrissjóðasambönd- in, þ.e. Samband almennra lífeyris- sjóða og Landssamband lífeyris- sjóða, hefðu fengið virta endurskoð- endur til að útbúa samræmdan bók- haldslykil og ársreikning. Það hefði fyrst verið gert 1984 og síðan end- urskoðað 1991. Þar væri gert ráð fyrir því að lántökugjöld væru færð til frádráttar rekstrarkotnaði. Sagði Þorgeir að Lífeyrissjóður verslunar- manna gengi frá reikningum sínum samkvæmt þessum reglum, eins og langflestir lífeyrissjóðir landsins. Unnið að sameiningu Þorgeir sagði að ef hin aðferðin væri notuð reiknaðist rekstrar- kostnaður Lífeyrissjóðs verslunar- manna 2,61% af iðgjöldum ársins 1992. Hann sagði að vissulega væru lífeyrissjóðirnar of margir og rekstrarkostnaður sumra mikill. Hann benti á að nokkuð hefði verið unnið að sameiningu þó gjarnan mætti það ganga hraðar fyrir sig. Sumarútsöhir byrja æ fyrr ÚTSÖLUR eru víða hafnar og þykir mörgum þær byija heldur fyrr nú en í fyrra. Sumir verslunareigendur segja það þó ekki vera því undanfarin ár hafi útsölur oft byijað um miðjan júlímánuð. Ragnhildur Ólafsdóttir, eigandi Parísartískunnar, segist alltaf byrja með útsölu eftir verslunarmanna- helgina, en nú hafi hún byrjað fyrr til að fylgja öðrum verslunum, sem hafi byijað útsölur snemma. Hún segist finna aðeins fyrir því að al- mennt kaupi fólk sér minna nú en í fyrra. Þá veiti hún að meðaltali Ekki hægt að neyða fólk til að gangast undir eyðnipróf EKKI er hægt að neyða mann, sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og smitað hana af eyðni, til þess að gangast undir eyðnipróf, en hér á landi þarf viðkomandi að samþykkja slíkt próf, nema ef um sér- stök tilfelli er að ræða svo sem ef viðkomandi er meðvitundarlaus og þarf að gangast undir skurðaðgerð. Að sögn Ólafs Ólafssonar, landlækn- is, verður læknir að hafa leyfi viðkomandi til að framkvæma slíkt próf, nema um sérstæðar kringumstæður sé að ræða. Ólafur segir að ef konu hafí verið nauðgað og smitast við það af eyðni, sé líklegt nokkrir mánuðir líði áður en það kemur kemur fram í eyðni- prófi. Því gæti hún verið smituð í nokkurn tíma án þess þó að það kæmi í Ijós. Ólafur segir að ekki séu allir á einu máli um að leyfi einstaklings þurfi til að taka eyðnipróf. „Margir vilja að hægt sé að framkvæma eyðnipróf án þess að þurfa samþykki viðkomandi. En það hefur sýnt sig að það getur haft mjög neikvæð áhrif ef fólk veit ekki af því að það sé verið að prófa það við eyðni, því það hefur á mörgum stöðum beinlín- is orðið til að fela sjúkdóminn," seg- ir Ólafur. Ottast smit Heiðveig Ragnarsdóttir, starfs- maður hjá Stígamótum, segir að flestar konur, sem hefur verið nauðg- að, hugsi fyrst og fremst um hvort þær hafi smitast af eyðni eða kyn- sjúkdómum. Þess vegna eigi að láta menn, sem grunaðir eru um nauðg- un, gangast undir eyðnipróf. „Það má taka blóðsýni af manni, sem er grunaður um ölvun við akstur. I nauðgunarmáli þar sem konan smit- ast af eyðni er um líf og dauða að ræða og því er það mjög alvarlegt og því sjálfsagt að viðkomandi sé prófaður við eyðni,“ segir Heiðveig. Fangar eyðniprófaðir Sigurður Ámason, fangelsislækn- ir, segir að allir þeir, sem fari í fang- elsi til að afplána dóm, séu eyðnipróf- aðir þegar þeir komi fyrst í fangels- ið. Sigurður segir að enn hafi það ekki gerst að einstaklingur, sem af- pláni dóm fyrir nauðgun, hafi reynst smitaður. „Mjög fáir hafa greinst með eyðni í fangelsinu sem ekki hafa greinst arinárs staðar. Þar sem menn, sem kærðir hafa verið fyrir nauðgun, koma oft ekki inn í fangelsin fyrr en löngu eftir að þeir hafa framið verkn- aðinn, þá þarf blóðprófíð í fangelsinu ekki endilega að segja til um hvort hann hafí smitað konu við nauðgun eða ekki,“ segir Sigurður. Hann segir að það ætti að vera sjálfsagður hluti af rannsókn nauðg- unarmála að sá, sem grunaður er um verknaðinn, gangist undir eyðni- próf. „Áður fyrr voru miklar sið- fræðilegar spurningar um hvort ekki væri verið að ráðskast með líkama fólks þegar verið væri að taka blóð- sýni úr fólki vegna gruns um ölvun við akstur. Mér þætti það ósköp eðli- legt að það tilheyrði venjulegum rétt- arfarsreglum að taka blóðsýni úr öllum viðkomandi í nauðgunarmál- um,“ segir Sigurður. um 50% afslátt af vörum. Útsalan með nýju kortatímabili Nína Þórarinsdóttir, verslunar- stjóri verslananna Centrum í Kringlunni og Gallery á Laugavegi, segir að þar sé 50% afsláttur af öllum vörum, en útsalan hafi byijað 14. júlí. „Við byijum yfirleitt með útsölur á nýju greiðslukortatíma- bili. í fyrra byijuðum við með útsöl- ur á svipuðum tíma,“ segir Nína. Hún segir að stefnt sé að því að nýjar vörur komi í verslanimar fyrstu helgina eftir verslunar- mannahelgina. Fylgir verslunum í Evrópu Cosmo-verslanirnar, bæði á Laugavegi og í Kringlunni, byijuðu með útsölur 8. júlí. Að sögn Lilju Hrannar Hauksdóttur, eiganda verslananna, er afsláttur á útsöl- unni 40-80%. Hún segir að útsalan hafi byijað þetta snemma þar sem hún sé að fylgja því sem gerist og gengur í Evrópu. „Allar verslanir erlendis byija með útsölur sínar fyrstu vikuna i júlí. Ég hef yfirleitt verið fyrst með útsölur og byija því fyrr með vetrar- og sumarvörur. Eg er að fylgja því, sem er að ger- ast í útlöndum," segir Lilja Hrönn og bætir því við að versluninni í Kringlunni verði breytt í byijun ágúst og hún stefnir að því að opna aftur með nýjar vörur 12. ágúst. Fimdu upp ný afísingartæki Á HVERJUM vetri er mikið verk að hreinsa snjó og ís af flugvellinum í Keflavík. Nýlega var byrjað að nota umhverfisvænan vökva til að eyða ís af vellinum en gamla efnið mengaði vatnsból, sem að vísu var hætt að nota, í nágrenni vallarins. Til að dreifa nýja vökvanum er notað tæki sem hannað var af sex íslenskum starfsmönnum slökkviliðs- ins. Haraldur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, áætlar að með smíðinni hafi náðst sparnaður fyrir vamarliðið upp á um 35 til 50 milljónir íslenskra króna. Hann segir að ef það þyrfti að kaupa þau í dag myndu þau kosta hátt í 20 miHjónir króna hvert. Starfsmennimir hafa nýlokið smíði á tveimur afisingartækjum en fyrir tveimur árum gerðu þeir það fyrsta, sem hefur síðan verið notað til reynslu og gefíst vel. Tækin eru sett saman úr sérstökum tönkum með dreifíútbúnaði keyptum í Banda- ríkjunum og notuðum snjóplógum frá Tyrklandi og tók að sögn Haraldar um mánuð að setja þetta saman. „Þeir tóku þessa bíla og breyttu þeim, brenndu þá í sundur, lengdu grind- Morgunblaðið/J6n Svavarsson Afísingartæki SEX starfsmenn slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli settu saman afísunartæki. umar í þeim, lögðu fyrir tölvuleiðsl- um og nýjum vökvakerfum þannig að hver einasti dropi af vökva, sem við verðum að nota, nýtist en efnið er mjög dýrt,“ segir Haraldur. Hafa gert önnur tæki Haraldur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti, sem starfsmenn slökkviliðsins geri svona tæki sjálfír. Þeir hafi m.a. búið til átta svokölluð sameyki, sem er tæki sem mokar snjó, skefur ís, sópar snjó og blæs honum. Til að gera þetta þurfti áður þijú tæki í stað eins nú að sögn Haraldar. Þessi tæki geta hreinsað alla flugbrautina af allt að 25 cm þykkum snjó á 20 mínútum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.